Vísir - 27.07.1959, Qupperneq 4
VfSIB
Mánudaginn 27. júlí 195»
1 Eg var staðráðinn í því að
reyna þetta einhvern tímai
sjálfur, og þegar eg ákvað að s
skreppa til Gi-ænlands hérna
um daginn, hugsaði ég gott til
glóðarinnar, að nú skyldi eg
svo sannarlega verða mér úti
um bita af hráu selspiki, og
smjatta .... namm .... namm.
r l|P
Oð yfir jökulá.
En þetta var ekki eins ein-
ialt og maður gat ætlað. Eg
var búinn að vera að þvælast
þarna allan daginn, hálf-drepa
mig þegar ísjaka hvolfdi næst-
'um því ofan á bátinn minn úti
á firði, næstum-því-kala á
löppunum, þegar eg reyndi að
vaða yfir jökulá, stinga mig
þegar eg ætlaði að fara að veiða
lax með veiðigræjum skræl-
ingja, sprengja mig í kapp-
hlaupi við hunda og hlæja
mig í hel í eltingaleik við
eskimóakrakka, þegar mér loks
gafst kostur á að bragða á þessu
hnossgæti.
Það var eskimói, klæddur í
klæðskerasamuð jakkaföt og
með enska húfu, sem rétti mér
smá spikstykki, vendilega inn-
pakkað í skjannahvítan um-
búðapappír. Eg vafði papp-
írnum utanaf, og sjá .... þarna
yar minn uppáhaldsréttur kom-
inn. Að vísu dálítið öðruvísi á
]itinn en ég hafði gert
;nér í hugarlund, og storknaðir
blóðblettir í honum hér og
hvar, og lyktin ekki beinlínis
]ystileg. En hvað um það.
Fékk lánaðan sjálfskeiðung.
Það þýðir ekki fyrir Græn-
landsfara að vera að setja svo-
]eiðis smá-aukaatriði fyrir sig,
þegar lífsnauðsynleg fæða ' er
annarsvegar, svo. eg fékk ein-
hvernsstaðar lánaðan sjálf-
skeiðung, og skar mér sneið úr
stykkinu. Eg segi frá því svona
í ^trúnaði, að bitinn gat ekki
með góðu móti verið öllu minni.
Mér fannst allt í cinu að eg
væri eltki nokkurn skapaðan
hlut svangur, og hugsaði líka
sem svo að ekki væri vert að
taka of mikið frá eigandanum,
blessuðum, og níðast á gest-
risni hans. Nú, eg lokaði aug-
unum og stakk bitanum upp í
mig. Beit í .... og fitan rann
yfir alla mína braglauka, með
ólýsanlegum afleiðingum. Eg
kreisti samt fram alla mína
kurteisi, brosti blítt .... og
kyngdi bitanum heilum. Og
þetta er síðasti bitinn af hráu
selspiki, sem kemur inn fyrir
mínar varir, enda mun hann
vafalaust nægja, ' því bragðið
er ennþá uppi í mér.
Hvernig fór með jakann?
Já. Eg minntist áðan á það
þegar ísjakinn var næstum því
búinn að kála mér.
Það skeði þannig, að mér var
Jarið að leiðast aðgerðarleysið
þarna í firðinum. Vildi að eitt-
hvað gerðist. Datt því í hug sú
bráðsnjalla hugmynd að fara
út á fjörðinn á bát, og kynnast
betur ísjökunum, sem gnæfðu
þar allsstaðar uppúr himinblá-
tim og spegilsléttum sjónum.
Eg kom því að máli við dönsku
veðurathugunarmennina tvo,
sem þarna eru staðsettir, og fór
kurteislega fram á það við þá,
að þeir útveguðu mér bát og
leiðsögumann út á fjörðinn,
svo að eg gæti notað mynda-
vélina mína þar. Málaleitan
minni var mjög vel tekið, og
þeir kölluðu aftur fyrir sig inn
í amerískan hermannabragga
„Immígatítut umsuk aq“, eða
eitthvað því líkt, og vaskur
eskimói kom samstundis
hlaupandi út með peysu í ann-
ari hendinni, Annar vaskur
Grænlandsfari (íslenzkur) slóst
nú í hópinn, og’ var stefnt til
sjávar.
Við bryggju lá bundinn bát-
ur, og var sá hvorki kajak né
uníak, heldur bara venjulegur
árabátíjak. „Móinn“ settist
undir árar og var nú róið fast.
.... og jakinn endasentist.
fsjakar, stórir og smáir voru
þarna allsstaðar á sveimi eins
og rúsínur í sætsúpu, sumir
stórir. Stundum í’akst báturinn
á „kafjaka“ og hentumst við
Eigum við ekki að fara að koma
okkur heim?“
Jú, við fórum beina leið í
land, og prísuðum okkur sæla,
að hafa sloppið við að ísjaki
sendi ökkur til heljar.
Hvort það var eftir þetta, eða
nokkru fyrr, man eg ekki, að
eg fann grænlenska veiðistöng
á árbakkanum.
Hvort var betra?
Eg var að bisa við að reyna
að komast yfir straumharða
jökulá, sem rennur niður dal-
inn. Áin var ekki breiðari en
svo sem þrír-fjórir metrar, og
eg var búinn að ganga upp
með henni nokkurn spöl án
þess að finna vað. „Þetta þýðir
sko ekkert,“ hugsaði eg með
mér. „Maður deyr aldrei úr
ráðaleysi á Grænlandi, og læt-
ur ekki smá-sprænu hefta för
sína“, svo eg settist á stein í
góða veðrinu, og dreif mig úr
sokkum og skóm. Óð út í ána,
með skóna undir hendinni, og
ætlaði nú aldeilis að sýna
hreysti mína. Þegar eg var
kominn fjögur skref út í ána
Ailir til Crænlands!
Eg hefi lesið aliar bækur Peters Freuchen, sem ég
hefi komizt yfir, og margar aðrar lýsingar af ferðalög-
um á Grænlandi, og alltaf hefur komið vatn í munninn
á mér, þegar lýst hefur verið hvernig Eskimóar og aðr-
ir garpar hafa spænt upp í sig hrátt selspik við hungr-
inu, stungið upp í sig öðrum enda bitans, brugðið vasa-
hníf á og skorið frá munnmum. Svo er lýst, hvernig íit-
an rennur út um bæði munnvik begar beir „slafra* þessu
í sig, og svo smjaíta þéir og brosa af vellíðan á eftir.
þá til og frá. Eg brá myndavél-
inni á loft og tók nokkrar
heimsfrægar myndir. Eg hreifst
mikið af einum sex hæða báru-
járnsjaka. Ein hliðin var alveg
eins og bárujárn í laginu, og
gizkuðum við á að hann hefði
fengið þessar ferlegu rendur á
leiðinni niður af skriðjöklinum.
Eg vildi endilega taka fleiri
myndir, helzt fá eina góða nær-
mynd af rondunum, svo eg
bennti „núítanum“ (eins og
Laxness kallar þá) að róa nær.
Það gerði hann, og eg tók
mynd. Nú var eg kominn í
„stuð“, svo eg bað hann að róa
alveg að jakaræflinum, því eg
ætlaði að freista uppgöngu.
Nú hristi kariinn kollinn,
því honum, fannst nóg um. Við
urðum því frá að hverfa við
svo búið, og rérum á brott. Við
vorum líklega komnir um
fimmtíu metra frá ferlíkinu,
'þegar við heyrðum skyndilega
ferlegan hvell. Jakinn enda-
sentist í sjónum, steyptist yf-
ir sig með geysilegum gný,
stakkst á bólakaf og brotnaði
mélinu smærra. Stærstu hlutar
hans þeyttust upp aftur og
snéru nú botni upp. Hafið ólg-
aði og trylltist af kvölum, eins
og atómsprengja hefði sprung-
ið í maganum á því. Stutt frá
sagt — og í fullri alvöru — ef
við hefðum vei’ið tuttugu til
þijátíu metrum nær, en við
vorum, þá hefði eg aldrei skrif-
að þessa bráðsnjöllu grein.
Okkur brá, og. tókum smá-
hvíld. Ferðafélagi minn í bátn-
um, Haukur Björnsson heild-
sali í Reykjavík, dró upp pakka
af al-íslenzkum harðfiski og
rétti mér til að róa taugarnar,
en það eina, sem fékkst út úr
Grænlendingingum, var „voi’s-
hak .... voi’shak“ (eða kann-
ske ,,vorsjakk“). Eg hefi ekki
minnstu hugmynd um hvað
þetta þýðir, gn geri mér í hug-
arlund að hann hafi meint eitt-
hvað á þessg leið: „Ja, nú fór
nærri því illa, herrar mínir.
1 (segi og' skrifa), var mér oi’ðið
svo kalt á undirstöðunum, að
eg var að hníga niður. Nú var
úr skjótu að í’áða. Hvoi’t var
betra að halda áfram, eða snúa
jtil sama lands? Eg valdi skyndi-
lega síðari kostinn, og hrökl-
aðist til baka. Svo mikið lá
mér á að kamast með lappirnar
upp í sólskinið, að eg bókstaf-
lega henti mér á rassinn upp
á bakkann, og þóttist vel hafa
sloppið. Eg þurrkaði mér á fót-
um og' hélt áfram upp eftir
ánni. Þegar eg' var kominn upp
á næstu hæð, líklega hundrað
metrum ofar, blasti við mér
stór, steinsteypt brú!
Það kom aldrei á krókinn.
Um líkt leyti fann eg veiði-
græjurnar.
Vinur minn, sem fór með
mér í þessa ferð, var með- einar
tvær eða þrjár veiðistengur
meðfei’ðis. Hann stakk strax af,
vegna þess að eg hafði víst ekkl
nógu mikinn áhuga fyrir veið-
um. Á leið minni upp eftir ánni,
gekk eg ofan á mikið og snið-
ugt verkfæx’i. Það var venju-
legt rafmagnsröi’, svona þriggja
til fjögurra metra langt, og á
öðrum enda þess var fjandi-
mikill húkk-krókur. Eg þóttist
nú vel hafa veitt, og lagði ífær-
una í vatnið, sem var kolmó-
rautt af jökulaur. En það var
sama hvað eg skakaði, aldx’ei
kom neitt á krókinn.
Það gerði heldur ekkert til,
því að vinur minn, sem var
með allar veiðistengurnar, fékk
ekkert heldur. Það er að segja,
hann fékk víst tvo eða þrjá
smá-titta, en þeim var hent í
öskutunnuna, þegar við kom-
um heim aftur.
Eg fékk ekki leyfi.
Viðvíkjandi kapphlaupinu
við sleðahundana er ósköp lítið
að segja, og sömuleiðis um leik-
inn við eskimóakrakkana.
Þetta voi’u allt saman lítil og
fjörug grey, og við fórum að
leika okkur saman í góða veðr-
inu. Eg man séi’staklega eftir
litlum og eldfjörugum strák, á
að gizka 4ra—5 ára gömlum.
Hann var vii’kilega fallegui',
strákurinn, og sprelllifandi.
Margir grænlenskir hundar,
þæði fulloi’ðnir og hvolpar,
voru þarna að sniglast í ki’ing
úm" okkur, og strákurinn hafði
svo einstaklega gott lag á þeim,
enda voru þetta gæfar skepnur.
Hann lék sér við þá og enda-
sendist í grasinu með þeim.
Svo fóru þeir í kapp .... og
eg auðvitað líka, og þó eg sé
fljótur að hlaupa, — sérstak-
lega ef einhver er að elta mig,
— þá unnu hundarnir alltaf.
Það var lítill hvolpui’, sem
gei’ðist sérstaklega lxændur að
mér, og svei mér þá, að mig
langaði bara til að taka hann
með mér heim, en það er eins
og fleira í þessu okkar dásemd-
ar landi, að ekkert má, nema
fá leyfi, og þess vegna varð
ekkert úr því.
„Það var einhver kaldi“.
Yfii’leitt liafði ég ákaflega
gaman að þessari Grænlands-
för. Landslagið er mjög frá-
brugðið því, sem við eigum-að
venjast. Háir og skai’pir tind-
ar á fjöllum, og mjög tignar-
legir. Sjórinn lygn (þennan
dag) og heiðblár. Allsstaðar
skjannahvítir jakar á floti.
Veði’ið skínandi gott, glamp-
andi sólskin og næstum því
logn. Það finnst manni þó dá-
lítið einkennilegt, að þótt' veðr-
ið væri svona ,,gott“, datt
manni aldréi i hug allan dag-
inn, að fara. úr skyrtunni, eins'
og maður gerir hérna heima í
svipuðu veði'i. Það var einhver
kaldi, sem rnaður kannasl ekki
við hérna heima, sem gerði það
að verkum, að sólar naut ekki
til fullnustu. Líklega er það
golan ofan af jöklinum, sem
Framh, á 11. síðu. ,