Vísir - 24.08.1959, Blaðsíða 6
VfSIB
Mámidaginn 25. ágúst 1959
-vlsxn
D A G B L A Ð
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: (11660 (fimm línur)
Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði,
kr. 2.00 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Betl er arðbærasfta
afvinnugreinin.
Betlarar „vaia í peningum" í V.-Þýskalandi.
Betl er nú orðið ein arðbær- ein reyndasti betlarinn, sem
asta atvinnugreinin í Frankfurt hefir 15 ára starfsferil að baki.
í V.-Þýzkalandi og á örlæti ,.Eg var áður sölumaður, en
bandarískra hermanna mestan betlið tekur öllu öðru fram.
þátt í því. Um það bil 50 betl- Maður veður í peningum.“
arar í borginni „vinna“ sér innl
að jafnaði helmingi meira en Örbirgð í andlitinu — auðlcgð
nemur meðal-vinulaunum í | í pokanum.
Ferðamenn og aðbúnaður.
Það væri að bera í bakkafullan
lækinn að fara að tala enn
einu sinni um ferðamanna-
straum til landsins og land-
kynningu, ef ekki hefði
, gerzt sitt af hverju á þessu
sviði að undanförnu. Flug-
félag íslands býður hingað
hverjum hópnum á fætur
öðrum af starfsmönnum er-
lendra ferðastofa, og það
hefir verið tilkynnt, að Þor-
, valdur Guðmundsson hefir
, fengið heimild til að ráðast
í að reisa eina stærstu bygg-
ingu, sem nokkru sinni hef-
ir verið reist hér á landi, því
að það hlýtur gistihús með
120 herbergjum að verða.
Hér virðast því hafa skapazt
ný viðhorf, svo að rétt er að
ræða málið enn einu sinni,
enda þótt um harla lítið
væri að tala í þessu efni til
sV.amms tíma.
Þeir erlendu gestir, sem komið
hafa hingað á vegum Flug-
félags íslands undanfarið,
hafa staðfest það, sem oft
hefir verið sagt hér í blað-
inu. Frá náttúrunnar hendi
hefir ísland upp á margt
girnilegt að bjóða erlendum
ferðamönnum, en af lands-
manna hálfu hefir sáralítið
; verið gert til þess að taka á
móti þeim ferðamanna-
straum, sem menn hafa ver-
ið að reyna að laða til lands-
ins með hverskyns auglýs-
ingum. Vísir hefir hvað eft-
ir annað bent á, að við eig-
um að varast skrumauglýs-
ingar, þegar við getum ekki
tekið á móti erlendum gest-
um með sómasamlegum
hætti, og okrum að auki á
lélegri fyrirgreiðslu, þvi að
það finnst útlendingum um
verðlagið hér.
Það er fyrst og fremst verðlag'-
V.-Þýzkalandi.
„Bylting í ríki útvaldra.“
Færasti betlarinn er sjálfsagt
hinn 62ja ára gamli Walter,
sem missti aðra löppina í stríð-
ið á öllum hlutum, sem fæl-
ir útlendinga frá íslands-
ferðum eða rekur þá hið
bráðasta heim aftur, ef þeir
eru komnir til landsins í
hrekkleysi sínu. Og verð-
lagið hefir ekki aðeins áhrif
á alla fyrirgreiðslu, heldur
kemur það einnig í veg fyr-
ir, að við getum lyft nauð-
synlegu Grettistaki í bygg-
ingu gistihúsa, sem hér
skortir tilfinnanlega. Þannig
hefir þetta tvöfaldar verk-
anir.
Það er raunar furðuleg ásökun
hinna útlendu gesta FÍ, að
ekki sé hægt að fá um það
upplýsingar héðan, hvað
menn verði að greiða fyrir
gistingu og annað hér á
landi. Þessu hefir hinsveg-
ar ekki verið mótmælt, svo
að það stendur óhaggað á
meðan. En með tilliti til
þess, virðist það rétt stefna
hjá Flugfélaginu að gera til-
raun til að efna til ferða,
þar sem menn greiða allt
með farseðlinum, gistingu,
mat, ferðir innanlands, þeg-
ar hingað er komið og þar
fram eftir götunum. Jafn-
framt yrði gerð tilraun til
að gera þessar ferðir eins ó-
óýrar og nokkur kostur er.
Fróðlegt verður að fylgjast með
því, hvernig þessi tilraun
Flugfélagsins gefst. Enginn
vafi er á því, að hún er ýms-
um erfiðleikum bundin, því
að hætt er við, að verðlag
þyki alltaf býsna hátt er-
lendis, þótt reynt sé að
lækka það. En hér er að
minnsta kosti gerð tilraun
til að finna leið úr vandan-
um, og hún ætti að geta gefið
einhverjar bendingar um
það, hvaða stefnu við eigum
að taka í þessum málum.
Hin nýju „mið“ betlaranna inu. Hann er alltaf við sama
eru ótrúlega aflasæl. 10—20 matbarinn og er sérfræðingur!
dollara „afli“ á dag í kringum í veraldlegum andlitsdráttum. |
bandarísku herstöðvarnar þyk-j „Eg þarf aðeins að líta nógu!
ir ekki umtalsverður. Alda- aúmingjalega út í framan og þá'
gömlum betlivenjum hefir ver- stanzar alltaf einhver," segir1
ið varpað fyrir borð. Það er að- hann. „Volæðislegt andlit mitt
eins á mestu háðtíðisdögum í vekur alltaf svo mikla samúð,
I 1
borginni þegar hagnaðarvon er að menn taka jafnvel ekki eft-
,venjuleg þar, að betlararnir ir, að annan fótinn vantar.“
;fara þangað. Aðra daga hvika j Úr því að svo er komið, er
þeir ekki frá herstöðvunum. náttúrlega engin furða, þótt
[„Bandaríkjamennirnir eru svo menn taki ekki eftir pokunum,
[góðhjartaðir, að okkur leyfist sem betlari þessi hefir á bak-
allt, og beztu vinir okkar eru inu, en annar þeirra er fyrir
herlögregluþjónarnir,“ segirsmámynt og hinn fyrir seðla.
Menn verða að læra að
lesa í Vestur-Nígeríu.
Forsætisráðherra Vestur-Nig-keypis barnakennslu árið 1955.
eríu, Obafemi Awolovvo, berst Og nú eru 1.1 millj. piltar og
nú duglega fyrir því að þegnar stúlkur við nám — er þetta
hans læri að lesa, en flestir eru sjöttungur alls þorra manna í
þar ólæsir. j Vestur-Nigeríu. —fyrir fjórum
Stjórnin kom þar á fyrstu ó- árum voru skólabörn færri en
500.000.
Golfmeistaramót
Reykjavíkur
Helgi Jakobsson vann
undirbúningskeppnma.
S. 1. lai;gardag hófst Golf-
meistaramót Reykjavíkur (und-
irbúningskeppni). Sigurvegari
varð Helgi Jakobsson á 78
höggum. Þátttakendur voru 23.
Keppni þessi er háð þannig,
að þeir 8 kylfingar, sem leika
18 holur á fæstum höggum
í undirbúningskeppninni fara
í meistaraflokk og næstu 8 fara
í 1. flokki.
Nýtt gistihús.
Mörgum mun þykja það bjart-
sýni að ætla að reisa hér 120
herbergja gistihús og vænta
þess, að það geti borið sig
eins og vinnulaun og allt
annað er nú hér á landi.
Vissulega berast þær fregnir
frá svipuðum fyrirtækjum,
sem minni eru, að þau gangi
' ekki of vel, en hinu er ekki
| að leyna, að hér verður að
reisa fullkomið gistihús, og
ekki verður séð í fljótu
bragði, hvaða hagur pr af að
fresta því enn um sinn. All-
ir eru sammála um, að um
afturför hefir verið að ræða
á þessu sviði á undanförnum
árum, svo að ekki er til setu
beðm og þegar um miklar
; framkvæmdir er að ræða,
verður bjartsýnin að vera
með í förinni.
Það er sannarlega gleðilegt, að
Þorvaldur Guðmundsson
skuli ætla að leggja út
í þetta. Flann hefir sýnt
það, að hann er smekkvís
atorkumaður, og það
eru slíkir menn, sem þjóð-
félagið hefir alltaf þörf fyrir
— og ekki sízt á þessu sviði
nú, þegar sem mest er talað
um landkynningu og nauð-
syn á því, að við getum tek-
ið á móti fleiri útlendingum
og veitt þeim betri beina. Um
kostnaðinn er ekki vert að
ræða að sinni, en allir eru
sammála um, að gengið
verði að breytast ferðamönn-
um í hag. Væntanlega kem-
Meistaraflokkur:
1. Helgi Jakobsson . . . .
2. Ólafur Ág. Ólafsson . .
3. Ólafur Loftsson . . . .
4. Ingólfur Isebarn . . . .
5. Arnkell Guðmundsson
6. Albert Guðmundsson
7. Jón Thorlacius ......
8. Jóhann Guðmundsson
1. flokkur:
1. Halldór Bjarnason ..
2. Geir Þórðarson .....
3. Jóhann Eyjólfsson . .
4. Úlfar Skæringsson . .
5. Halldór Magnússon . .
6. Pétur Björnsson ....
7. Guðlaugur Guðjónsson
8. Gunnar Þorleifsson . .
78
80
83
84
84
85
86
87
88
90
90
91
91
92
94
9£
Fyrstu umferð (í báðum
flokkunum) skal lokið þriðju-
dagskv. 25. ágúst, 2. umferð
fimmtudagskv. 27. ágúst og
úrslitakeppninni laugard. 29.
ágúst. Keppt er án forgjafar.
ur það einnig fljótlega, svo
að nokkuð miði á „öllum j
vígstcðvum".
Awolowostjórnin álítur að
menntun sé lykill að framför-
um á öðrum sviðum og starfar
nú á „öðrum vígstöðvum" að
auki. Þar er stórkostlegur fjöldi
fullorðins fólks, sem hefur ekki
fengið tækifæri né uppörvun til
að læra að lesa og skrifa.
En nú streymir fólk að kvöld-
skólum í Vestur-Nigeríu, það er
hvatt til þess af stjórninni og
vill sæta hinni frjálsu kennslu.
Það langar til að losa sig við
þá byrði og „skömm“ sem það
er að vera ólæs.
Þeir sem rosknir eru orðnir
vilja nú ekki að unga fólkið
geti „snúið á sig“. Þeir eru og
ákveðnir í að undirbúa sig fyr-
ir betri stöður. Þeir, sem engin
tækifæri hafa haft og eru ó-
menntaðir, — sumir eru á sex-
tugsaldri — verja nú einum
klukkutíma annan hvern dag
í það að læra að lesa og skrifa.
Skólagjald fyrir fullorðna er
aðeins 2 shillingar og 6 pens.
Þeir peningar eru notaðir til að
kaupa fyrir lestrarbók (fyrstu
fræðslu), stílabók og blýant.
Kennsla fer fram í skólum,
moskum, kirkjum, samkomu-
stöðum þorpa og félagsheimil-
um. Á síðastliðnu ári hafa 43
þús. nýir nemendur verið inn-
ritaðir í þessa lestrarkennslu og
yfir 28 þús lokið náminu.
Kennararnir eru kallaðir
„fræðarar“ — og eru allir sjálf
boðaliðar.
Þessi námsskeið standa i 4
mánuði og að þeim loknum er
fullorðið fólk, sem áður leit á
bókstafina eins og hverjar aðr-
ar teikningar, fært um að lesa
blöð landsins, skrifa sín eigin
bréf, syngja af sálmabók sinni
o. s. frv.
Einn maður, sem var ánægð-
Skemmd matavara.
Það er ekki ósjaldan, að
Bergmáli berast bréf með
kvörtunum um ýmsa matvöru,
verðlag, skemmda vöru, af-
greiðsluhætti o. s. frv. Svo
mikið hefir verið um þetta
þetta rætt, áð það væri að bera
í bakkafullan lækinn að am-
ast við því oftar en gert er,
þó það eigi á sér fullan rétt.
Flestar þessar kvartanir eru
vegna söluhátta á landbúnað-
arafurðum, og þá helzt. mjólk,
skyri, ostum, smjöri, og eggj-
um. Nú nýlega kom bréf frá
reykvískri húsmóður, sem
gerir eggin að umtalsefni. Seg-
ir þar m. a.:
Nýnæmi að
fá góð egg.
„. . . . það er nú svo komið,
að við erum alveg hætt að
borða egg á mínu heimili. Það
er helzt, að eg nota þau í bakst
ur. Eg man varla eftir því -í
háa herans tíð, að eg hafi feng-
ið egg, sem raunverulegt eggja
bragð er af. Það fann eg bezt
núna um daginn, þegar mér
voru send nokkur egg austan
úr sveit. Það ráku allir upp
stór augu þegar við höfðum
bragðað á eggjunum. Svona
góð egg héldu strákarnir mínir
að væru ekki til.
Hver var ástæðan?
Nú langar mig til að spyrja.
Hvernig í ósköpunum stendur
á því, að við getum ekki feng-
ið þá vöru, sem við viljum?
Við viljum fá ný og óskemmd
egg. Er alveg nauðsynlegt að
þetta blessað Eggjasölusamlag
geymi eggin svo lengi að þau
eru orðin ónýt þegar við hús-
mæðurnar fáum þau í hendurn-
ar?“
Bergmál vill taka undir
þessi orð húsmóðurinnar. Það
er langt síðan ný og góð egg
hafa verið fáanleg hér í bæ,
og er það lítt skiljanleg ráðstöf-
un af eggjaframleiðendum að
j geyma vöruna svo lengi, að hún
skemmist. Ekki er ólíklegt, pð
sala eggja hafi minkað stórlega
undanfarið ár, og mega fram-
! leiðendur sjálfum sér um
;kenna.
Johan Rönning h.f.
Raflagnir og viðgerðir á
öllum heiniilistækjum. —
Fljót og vönduð vinna.
Simi 14320.
Johan Rönning h.f.
Nærfatnaður
karlmanna
og drengja
fvrirliggjandi
L.H.MULLER
: ur með prófskírteinið sitt, lét
þess getið að nú gæti hann upp-
götvað hrekki barnanna sinna.
Þau væru hálf pörótt og sögðu
honum að þau væru efst í
bekknum sínum, en voru þess
í stað með þeim neðstu. Pabbi
getur ú lesið einkunnabækur
og hagað aga sínum eftir því.