Vísir - 24.08.1959, Blaðsíða 7

Vísir - 24.08.1959, Blaðsíða 7
Mánudaginn 24. ágúst 1959 VÍSIR t Björn Ólafsson: Verðbólga og ofsköttun er að koma atvinnufyrirtækjum Eandsmanna á kné. LaniEsbankinoi varar við hælt- unni sem af þessu stafar. Siðustu árin hefir atvinnu- rekendum í landinu orðið ljóst, að stórhættulega stefnir með fjárhag flestra fyrirtækja, sem einhvern atvinnurekstur stunda. Síðastliðinn áratug hefir stofn- fé, sjóðir og annað rekstursfé fyrirtækjanna rýrnað vegna stöðugt vaxandi verðbólgu og þar af leiðandi lækkandi verð- gildis krónunnar. Ofan á þetta Tiefir svo bæzt sú ánauð, að fvrirtækin hafa verið svo hóf- laust sköttuð af ríki og bæjar- félögum, að þau hafa ekki get- að safnað neinum sjóðum til rekstursins og fjöldi fyrirtækja hefir síðustu árin greitt meira í skatta en numið hefir árleg- um reksturshagnaði þeirra. Af þessum sökum er ekki mögulegt að halda fyrirtækj- unum í rekstri nema þau geti fengið lánað rekstursfé í stór- um stíl, til þess að vega á rnóti þeirri rýrnun fjármuna fyrir- tækjanna, sem verðbólga og of- sköttun hafa valdið. Þetta ástand hefir myndað geipilega eftirspurn um lánsfé sem legst með öllum sínum þunga á bankana. Útlán þeirra aukast hröðum skrefum og verðbólgan fylgir í kjölfarið. Það mun óhætt að fullyrða, að bankarnir telja þessa þróun svo geigvænlega, að ekki sé von um að ráða niðurlögum verð- bólgunnar og koma hér á jafn- vægi í efnahagsmálunum fyrr en atvinnureksturinn í landinu getur starfað á fjárhagslega heilbrigðum grundvelli og safnað eðlilegum sjóðum til rekstursins. Atvinnureksturinn í hættu. Allur atvinnurekstur þjóð- arinnar er í yfirvofandi hættu, ef verðbólgan heldur áfram og skorður ekki reistar gegn hinni sjúklegu ofsköttun fyrirtækj- anna. Slíkt getur endað með gjaldþroti atvinnuveganna. Almennir.gi er kunnugt um þau áhrif sem verðbólgan hefir á verðgildi krónunnar og getur því skilið erfiðleika 'atvinnu- veganna að halda rekstr- inum gang'andi með fjármun- um sem sífellt lækka í verði. En almenningi er yfirleitt ekki ljósir þeir erfiðleikar fyr- irtækjanna, sem stafa af óhóf- legri skattlagningu. Alþingi hefir nýlega breytt tekjuskatti félaga á þann veg, að viðunandi má teljast. Tekju- skattur einstaldinga hafði áð- ur verið lagfærður, þótt sá skattur sé enn of hár. Félög greiða nú í tekjuskatt 25% af skattskyldum tekjum. Það er út- svarsálagning bæjar- og sveitar- félaga sem er að gera skatta- byrðina óbærilega, með álagn- ingu hins svo nefnda veltuút- svars. Það er lagt á veltu allra atvinnufyrirtækja án tillits til reksturshagnaðar. Slik skatt- ' lagning þekkist hvergi í nálæg- um löndum. ^ Sjóðir ganga til þurrðar. I Veltu-útsvarið veldur því, að fjöldi félaga hefir nú í nokk- ur ár orðið að greiða meira í {opinbera skatta en árstekjur þeirra hefir numið. Félögin hafa því orðið að taka úr varasjóði eða jafnvel hlutafé eða stofnfé til að greiða skattana. Sjóðirnir ; hafa þannig gengið til þurrðar og mun óhætt að fullyrða að meirihluti hiutafélaga í land- inu getur nú ekki greitt hlut- , höxum sínum nokkurn arð af I þessum sökum. Ef framhald verður á þessari skattlagningu j bæjar- og sveitafélaga, horfa ' atvinnufyrirtækin fram á al- ^ gert greiðsluþrot í náinni fram- tíð. I Þetta óheilbrigða ástand hindrar að sjálfsögðu endur- {nýjun atvinnutækjanna og I dregur úr allri viðleitni tii nýrra og aukinna framkvæmda, j sem atvinnuvegunum er þó ^ lífsnauðsyn. Ástæðan til þess að bæjar- og sveitarfélögin hafa orðið að ( grípa til svo geigvænlegrar of- I sköttunar í því skyni að afla (tekna til nauðsynlegra út- gjalda, er hin furðulega afstaða ríkisvaldsins og Alþingis sem undanfarin ár hefir daufheyrst við kröfum bæjar- og sveitar- félaganna um nýja tekjustofna. Ríkisvaldið og Alþingi ber ábyrgðina. Löggjafarvaldið hefur þó und anfarin ár hlaðið byrðum á bæjarfélögin í félagslegum efnum án þess að heimila þeim tekjustofna á móti. Þau hafa því orðið að ná mestu af tekj- um sínum með hinum úreltu útsvörum, eftir „efnum og ástæðum". En þar sem stig- hækkandi tekjuútsvar hefir sín takmörk, var gripið til þess óyndis úrræðis að leggja á veltuútsvar án tillits til tekn- anna. Ríkisvaldið og Alþingi bera því raunverulega alla ábyrgð á því hættulega ástandi sem nú er að skapast, vegna langvar- andi ofsköttunar atvinnufyrir- tækjanna. Alþingi hefir dauf- heyrst við öllum tillögum sem komið hafa fram á þinginu, til þess að lagfæra þetta ástand. Þáttur Framsóknar. Vinstri stjórninni þótt engin nauðsyn bera til að lagfæra þetta ástand þótt henni hlyti að vera vel ljóst hver hætta var á ferðum. Fjármálaráðherra hennar stóð gegn þvi að veltu- útsvarið væri afnumið með þvi að synja um tekjustofna handa bæjarfélögunum, sem komið gæti í stað útsvarsins. Allar tilraunir síðustu árin til þess að ná einhverri leiðrétt- ingu í þessu máli, hafa raun- verulega strandað á Framsókn- arflokknum. Gunnar Thorodd- sen, borgarstjóri, hefur borið fram frumvarp í efri deild Al- þingis um að bæjar og sveitar- félög fengi hluta af söluskattin- um. Eg hef borið fram frum- varp í neðri deild um að bæjar- félögin megi innheimta veltu- útsvar sem fyrirtækin hafa heimild til að reikna með í verð reikningum sínum. Báðar þess- ar tilraunir voru stöðvaðar í ökkar. Eins og nú standa sakir eru árlegar néttótekjur fyrir- tækjanna að mestu teknar í opinber gjöld. Stundum eru tekjurnar allar teknar og meira til. I skýrslu stjórnar Seðla- bankans fyrir 1958 er minnst ^ á þetta vandamál í sambandi j við aukin útlán bankans til 1 bankakerfisins í landinu, sem !. Björn Ólafsson. nefndum fyrir atbeina þáver- andi fjármálaráðherra, Ey- steins Jónssonar. Ástæðan fyrir áhugaieysi Framsóknarflokksins í málinu er fyrst og fremst sú, að flokkn- um er ósárt um þótt einkafyrir- tækjunum sé bundnar dráps- klyfjar. Og í öðru lagi er sú á- stæða, að kaupfélögin sleppa miklu betur við veltuútsvarið en aðrir gjaldendur. Aðalá- hugamál Framsóknarflokksins í skattamálum var að gera sam- vinnufélögin skattfrjáls til rík- issjóðs. Þetta tókst í samvinnu við vinstri flokkana. í orði kveðnu eiga samvinnufélögin að greiða sama tekjuskatt og ( önnur félög, 25% af skattskyld- um tekjum. En þetta er blekk- ing, sem sjaldgæf má teljast. ^Með breytingu á samvinnulög- ( unum var félögunum heimilað að leggja allar tekjur í skatt- frjálsa sjóði. Tekjuskatturinn sem ríkis- sjóður fær frá samvinnufélög- unum er því léttur í skauti, eins og stóreignaskatturinn sem þau voru alveg leyst undan að ! greiða. | Þannig hefur verið unnið markvisst að því að létta skött- um af samvinnufélögunum með- an ofsköttum og verðbólga er að koma á kné öllum cðrum rekstri í landinu. Álit Seðlabankans. En nú er svo kornið, að pen- ingastofnunum landsins er orð- j ið ijóst, að erfiðleikarnir í efna- hagsmálum þjóðarinnar verða |ekki leystir, nema atvinnutæk- in fái að starfa á fjárhagslega j heilbrigðum grundvelli. En það er, að sköttum cg öðrum kvöð- um hins opinbera sé stillt svo í hóf, að fyrirtækin hafi ekki lakari aðstöðu í þeim efnum en , tíðkast hjá nágrannaþjóðum stendur undir rekstursfjárþörf atvinnuveganna. Segir í skýrsl- unni að ekki hafi verið unnt að komast hjá mjög auknum útlánum. Síðan segir svo: ,,Ef lán hefðu ekki verið aukin á þennan hátt, var fyrirsjáanleg rekstursstöðvun í mörgum framleiðslugreinum vegna fjár- magnsskorts. Stjórn Seðla- bankans telur, að hér sé um mikið vandamál að ræða, sem vart verði leyst á viðunandi hátt, nema með bví að skapa atvinnuvegunum betri aðstæð- ur til bess að auka eigið rekst- ursfé sitt.“ (Leturbr. hér). Þó að hér sé varlega að orði kveðið bendii' Seðiabankinn á það mikla vandamál og þá gíf- urlegu hættu sem efnahags- kerfinu stafar af því, að at- vinnuvegirnir komast í fjár- þrot vegna fjárheimtu hins opinbera á hendur þeim. Landsbankinn gefur út tímarit, er nefnist Fjármálatíð- indi. Ritstjóri þess er nú banka- stjóri í Viðskiptabankanum, Jóhannes Nordal. í nýútkomnu hefti þessa rits, gerir ritstjór- inn að umræðuefni í forustu- grein þá hættu, sem fjárhags- og atvinnukerfi landsins stafar af fjárskorti atvinnutækjanna vegna ofsköttunar og langvar- andi verðbólgu. Málið rætt af djörfung. í greir. þessari er komið til dyranna af djörfung og einurð og rætt af þekldngu um þetta vandamál, sem að margra áliti er að verða einn aðalþátturinn í efnahagserfiðleikum þjóðar- innar. Mun ritstjórinn túlka skoðun Þjóðbankans í þessu efni. Grein þessi tekur flestu frarrio sem um efnahagsmálin liefir verið ritað um langt skeið, a35 því leyti, að bent er á með ljósri og rólegri framsetningtr. jhvex-jar eru hinar raunveruiegiu meinsemdir efnahagsmálanna. Slík grein skrifuð af þekk- ingu og óvenjulegri hreinskilni. , stingur í stúf við það moldviðri,, ' sem undaníarið hefur verið rit- að um efnahagsvandamálin, ám ! þess að bent væri á þau megm . atriði, sem nú ógna fjárhags- ^ kerfi og atvinnurekstri lands- manna. En það er sú staðreynd, að undanfarna tvo óratugi befia' stefna hins opinbera í fjánnál- úm og skattheimtu hindrað þá nýmyndun fjármagns » at- , vinnurekstri landsmanna, sena nauðsynleg er hverju bjóðfé- lagi, er byggir Jífsafkomu sína að mestu leyti á framtaki ein- staklinganna rg fjármagma þeirra til reksturs atvinnuveg- anna. I Frumskilyrði fyrir jafnvægi í peningamálum. í greininni segir meðal ann- 1 ars: „Fjárhagslega sterk og veB rekin fyrirtæki hljóta ætíð a® verða grundvöllur hcilbrigðs I fjárhagskerfis (leturbr. hér). í þessurn efnum er mikið að> j vinna hér á landi, því að verð- ! bólga undanfarinna tveggja I áratuga hefur leikið fjárhag margra helztu fyrirtækja lands- 1 ins grátt, rekstrarfé þeirra hefur x’ýrnað stórlega vegna 1 sífelldra verðhækkana, eis óhófleg skattlagning og órétt- lát verðlagningarákvæði komíS í veg fyrir eðlilega nýmyndun j fjárinagns. Það er óhjákvæmi- I legt að nokkurn tíma taki af5 ráða bót á þessum vandamál- um, en lausn þeirra er frum- skilyrði hess, að takast megi að koma á varanlegu jafnvægi i peningamálum o" e£la styrk atvinnuveganna.“ Ennfremur segir: „Vegna verðhækkana hefir skattstiginn orðið æ þyngri og ekki hefir ; við skattlagningu fyrirtækja Framh. á 11. síðu. Bergen-Diesel Stæi'ðir: 250 til 680 H.K. Skrúfubúnaður er af hinni við- kunnu Lian gerð. BERGEN-DIESEL er hin fullkomna fiskiskipavél með nýjustu endurbótum á sviði vélatækninnar. Útgerðarmenn! Ef um vélakaup er að ræða, þa hafið samband við oss senx fyrst. Skj, SveinbjörRsson h.f. Vélaverkstæði. Reykjavík.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.