Vísir - 04.09.1959, Síða 4

Vísir - 04.09.1959, Síða 4
V1S IB Föstudaginn 4. september 1959. ai Engum blöðum er um það að fletta, að Mývatn cr einhver fegursti staður á Iandi hér. Það er skoðun bæði innlendra og erlendra ferðamanna. (jtiti (juím^ÁCW; 3. grein jA Island ★ FRAMTÍÐ SEM FERÐAMANNALAND? ★ Nú er komið að síðasta at- riðinu hvort við erum sam- keppnisfærir við nágrannaþjóð- dr okkar hvað verðlag snertir. Fléstir munu víst segja að um þetta þurfi ekki miklar mála- lengingar, hér sé allt rándýrt og uppskrúfað. Því miður er þetta að mörgu leyti alltof satt en þó eru til þær vörutegundir, sem eru heldur ódýrari hér en í ná- grannalöndnum, t. d. benzín og tóbak. Gagnvart útlendum ferðamönnum er það þó fyrst og fremst ferða- og dvalarkostn- aður, sem um þarf að ræða, svo og verðlag á því er þeir helzt kaupa. Vegna þess hve miklu er úr að velja í öðrum löndum og verðflokkarnir þar margir, er ákveðinn samanburður mjög erfiður en þó er hlutfallið okk- ur óhagstætt þó misjafnlega mikið. Á Norðulöndum mun það okkur einna óhagstæðast og láta nærri að sambærileg að- ' búð og hér er að fá sé þar um 50% ódýrari. í Bretlandi er hlutfallið hagstæðara, líklegast um 25% ódýrara en hér og í Þýzkalandi þar á milli. Vöru- verð er í svipuðu hlutfalli, ef til vill eitthvað óhagstæðara (sér- staklega á sumum minjagrip- um). Eitt er það þó, sem hefur algera sérstöðu hér en það er verð á áfengi á veitingastöðum. Verðlagið á þvi er svo fáránlegt að hver einasti útlendingur heldur að verið sé að okra á honum. (Eg held næstum því, að það væri betra að hafa eng- ar vínveitingar í veitingahús- um, og er það þó illt, en að láta þennan ósóma viðgangast). — Ferðakostnaður að og frá land- inu og um það er mjög svipað- ur og annars staðar og í sumum tilfellum heldur ódýrari t. d. flugfar. Komið er að skuldadögunum. Þetta mál hefur nú verið at- hugað frá ýmsum hliðum og flestir þættir þess ræddir til nokkurar hlítar. Má því segja að komið sé að skuldadögunum, að gera grein fyrir ályktunum jnínum. Mér er ljóst, að um þær verða skiptar skoðanir, enda ekki á öðru von, því svo eru mörg sinnin sem skinnin. Eg leyfi mér aðeins að fullyrða að þær eru fram settar án for- dildai* eða fordóma og einungis i því augnamiði að þoka mál- inu nokkuð áleiðis. ísland getur orðið ferða- jnannaland en þó aðeins innan þeirra takmarka, sem lega þess, loftslag og aðrar aðstæður skapa. Þau aðdráttaröfl sem við verðum að byggja á eru: Mikil og sérstæð náttúrufegurð og stórfengleg náttúruundur. Skil- merkileg og fastmótuð þjóðar- saga, forn menningararfur og fögur tunga, sem lifir í vitund þjóðarinnar á mjög óvenjuleg- an hátt og lögð er mikil rækt við. Pólitískt og efnalegt sjálf- stæði þjóðar, sem telur aðeins 150 þúsundir, samfara blóm- legu atvinnu- og menningarlífi undir handarjaðri heimskauts- jns. Skrumlaus landkynning. ÖIl okkar landkynning og auglýsingastarfsemi á að byggj- ast á þessu, hún á að vera skrumlaus, en markviss og hlutlæg. Sú starfsemi ætti að vera í höndum einnrar stofnun- zr} sem væri rekin sameiginlega af ríkinu og þeim fyrirtækjum og félögum er sjá um móttöku og fyrirgreiðslu erlendra ferða- manna. Jafnhliða auglýsinga- starfsemi þyrfti þessi stofnun að hafa í sinni þjónustu menn, sem félagasamtök í öðrum lönd um gætu fengið til að halda fyrirlestra um ísland og sýna kvikmyndir þaðan. Kostnaður við þetta gæti orðið mjög lítill, en árangurinn furðumikill. Þessir menn ættu að veita nokk- urs konar forsmekk að þeirri fyrirgreiðslu sem hér væri á boðstólum. Þessi stofnun ætti einnig að sjá að einhverju leyti um þjálfun fararstjóra, leið- sögumanna, afgreiðslufólks í ferðaskrifstofum, gistihúsum og öðrum stöðum, þar sem út- lendra ferðamanna er von. Öllu þessu fólki á að kenna vel til verka og temja því prúða og hófsama en um leið frjálslega framkomu. Allt miðist við stutt sumar. Við verðum að gera okkur grein fyrir að lítil líkindi eru fyrir því að hingað verði mikið fjöldaaðstreymi • enda tæplega æskilegt. Allar okkar fram- kvæmdir verða að miðast við okkar stutta sumar, því vetrar- ferðir hingað tel ég mjög ólík- legar. Við eigum að koma upp nýjum gisti- og veitingastöðum, þar sem allur aðbúnaður á að vera sem fullkomnastur en um leið laus við prjál og fordild. Við eigum að halda áfram með sumarhótelin í skólunum og smíða þá með hin tvennskonar afnot í huga. Æskufólkið, sem situr slíka skóla á að sýna með umgengni sinni, að menning okkar er meira en orðin tóm. Við eigum að reyna að fá dálít- ið þjóðlegan blæ á gistihús okk- ar og veitingastaði, bæði með húsbúnaði og einnig með því að hafa okkar íslenzku þjóðarrétti á boðstólum. Einnig eigum við að kosta kapps um að matbúa fiskinn okkar ágæta á sem allra fjölbreyttastan og lostætastan hátt svo að við getum stært okkur af því að kunna öðrum þjóðum betur að matbúa úr okk ar ágætu hráefni. Við eigum að smárýmkva um hömlur á sölu áfengra drykkja á greiðasölu- stöðum og miða slík leyfi við ákveðinn lámarkskröfur um húsakost og hreinlæti. Við meg- útlendir gestir geti keypt áfengi í flöskuvís en ekki staup og staup ef þá langar til að drekka sig fulla. Strangasta hreinlæti og snyrtimennska á að vera okkar æðsta boðorð og það á öll þjóðin að tileinka sér svo að gestir vorir hneykslist ekki þó þeir bregði sér út af troðnum slóðum. Heilsu- og hressingarhæli. Við þurfum að reisa lieilsu- og hressingarhæli á hverasvæð- unum eftir að athugað hefur verið nákvæmlega hvar skilyrð in eru bezt. Þessi hæli eiga að starfa allt árið, en á sumrin á að færa mjög út kvíarnar og húsakynni byggð með það fj'rir augum að sum verði einungis riotuð á sumrin. Störf við slíkar stofnanir eiga að vera liður í lækna- og hjúkrunarkvenna- menntun og við eigum að bjóða heim mönnum í slíkum fræðum frá öðrum löndum. Öll uppbygg ing á að vera skipuleg og tekin í áföngum. Þeir staðir, sem fjölsóttastir eru, eins og t. d. Þingvellir, Geysir og Gullfoss, eiga að ganga fyrir, því þar er mikilla umbóta þörf. Á Þing- völlum þarf að byggja nýtt gistihús og annaðhvort útsýnis- skála á þaki þess eða á einhverj um öðrum stað t. d. uppi á Al- mannagjárbrún. En varlega verður til verks að ganga svo staðurinn eigi spillist. Við Geysi þarf margt að gera, byggja nýj- an veitingaskála í námunda við hverinn, t. d. í hlíðinni fyr- ir ofan hann, með stórum út- sýnisgluggum eða rúmgóðum svölum fram að hvernum. Hver inn þarf að rannsaka vísinda- lega ef ske kynni að hægt væri að stytta eitthvað hina hvim- leiðu bið þar eða að koma í veg fyrir að um helmingur þeirra, er heimsækja staðinn hljóti er- indisleysu ofan á biðina. Nýr skáli við Gullfoss. Við Gullfoss þarf að byggja 1 nýjan skála alveg frammi á bjargbrúninni með stórum gluggum fram að fossinum, helzt þyrfti gólf hans einnig að vera með þrepum svo alliu gætu notið fossins sem bezt. Mig hefur oft tekið það mjög sárt hve Gullfossi hefur verið lítill sómi sýndur. Þangað ligg- ur tröllavegur, skálinn fornfá- legur og að falli kominn og um- hverfið í algerri óhirðu. Sá staður á sannarlega betra skil- ið. Mér finnst að landgræðslan ætti einnig að taka þennan stað til athugunar, sem og fleiri, því gjarnan mætti uppblásturinn minnka og þar með mold- og: sandrokið. Hin ötulu forusta skóggræðslunnar verður að minnast þess að við græðum ekki skóg á uppblásnu landi, og að landgræðslan verður því að sitja í fyrirrúmi. Um leið og við ráðumst í þess ar framkvæmdir þurfum við að gera umbætur á vegakerfinu. Frá Þingvöllum þarf að leggja veg um Lyngdalsheiði að Laug- arvatni og þeim stað þarf að ^ sýna fullan sóma, því fáa eig- um við betri. Frá Laugarvatni nýjan veg um Laugardal og Tungur hið efra að Geysi og þaðan beint að Gullfossi. Þá þarf að endurbæta mikið veg- inn frá Gullfossi um Brúarhlöð ur niður Hreppa og Skeið. Ann- ar vegur, sem nauðsynlega þarf að laga, er vegurinn að Gunn- arsholti og Keldum, því báðir eru staðirnir merkilegir, hver á sína vísu. Öræfunum má e ekki gleyma. Á Norðurlandi þurfum við fyrst að leggja áherzlu á Akur- eyri og umhverfi, Mývatnssveit og leggja veg að Dettifossi og Ásbyrgi vestan Jökulsár og koma upp á þeim stöðum ein- hverjum skýlum, eða veitinga- stöðum. Það er gott að geta beint gestum þangað í sól og sumar ef rosatíð er hér syðra. Öræfaheimi okkar má þó sízt gleyma, og er mér þá efst í huga Langjökuls og Kerlinga- fjallasvæðið. Eins og þegar hefur verið minnzt á, er sumartíminn stutt- ur hér og verður afrekstur af þeim greiðasölustöðum, sem byggðir eru vegna ferðamanna- streymis nokkuð takmarkaður. Það fellur því óhjákvæmilega í hlut ríkisins að standa undir byrjunarframkværridum á þess- um stöðum enda eru margir þeirra í ríkiseign. Þar sem lik- indi eru til að húsakynni, eða nokkur hluti þeirra standi ó- notuð yfir veturinn, verður að byggja í samræmi við það. Hús- næði til ódýrra hópgistinga verður að hafa sem víðast, en Frh. á bls. 9. i

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.