Vísir - 26.09.1959, Qupperneq 7
Laugardaginn 26. september 1959
VlSIB
foéttir
Black:
★
2
— Já, halló, sagSi hann. — Eg vissi ekki aS sambandiS var
komiS. Þetta er Carlton læknir. ViljiS þér gefa mér samband
TiS Defoe-deildina?
Caria Barrington! Barrington var bílaframleiSandinn mikli,
sem hafSi selt hreyfla í helminginn af flugvélunum sem voru
notaSar í stríSinu. Hann hafSi gefiS nýju deildinni í Melchester
stóra peningagjöf og —
— Halló! sagSi hann. — Þetta er Carlton læknir. Má eg tala
viS einhverja hjúkrunarkonuna? Nú, eruS þaS þér systur. Er
sjúklingurinn minn kominn? Gott, eg hefSi átt aS vera kominn
J>arna þegar hann kam, en tafSist. Eg kem eftir stutta stund....
þér gleymiS ekki því sem eg hef lagt fyrir.... Nei, eg veit þaS.
Ekkert annars aS frétta.... Ágætt! Sælar á meSan.
Hann sleit sambandinu, meS hljóminn af mjúku írsku röddinni
hjúkrunarkonunnar í eyranu. Manneskja sem hægt var aS
treysta! Og þaS veit sá sem allt veit, aS áreiSanlegar manneskjur
eru gulls í gildi. Annars hafSi honum yfirleitt reynst aS hægt
væri aS treysta hjúkrunarkonum.
Hann blaSaSi í sjúklingaregistrinu sínu og hnyklaSi brúnirnar
hugsandi.
Þessi stelpa — kannske hafSi hann veriS full stuttur í spuna.
En hann hafSi sannarlega ekki tíma aflögu til aS bíSa eftir fólki,
sem kom tuttugu mínútum of seint.
Hann hripaSi nokkrar linur viS nafn Cariu Barrington og stóS
upp. SíSan hann kom inn i stofuna aftur hafSi hann fundið
veikan ilm í loftinu — örfandi en spennandi um leið, eins og
i blómagarði eftir regn. Þegar hann gekk hjá stólnum, sem
Carin hafði setiS í, beygði hann sig og tók eitthvað upp. Hann
starði á litla ferhyrninginn úr næfurþunnu efni og vissi að það
var frá honum, sem ilmurinn kom.
Þetta var skrítinn vasaklútur. Hann yrði að senda eigandanum
hann — og ávísunina líka. Hann braut klútinn varlega saman,
með bros á vörunum, og lagði hann niður í skúffu, ætlaði að
geyma hann þar ásamt gremjunni, sem hann hafði sýnt áður.
%
Caria hallaði sér aftur í bílnum, sem hún ók í til gistihússins.
Hún var reið, undrandi og rugluð. En allar þessar kenndir beind-
ust að henni sjálfri.
Hvílíkt flón. Hlaupa á burt eins og feimin skólastelpa, aðeins
vegna þess að — já, vegna hvers? Vegna móðugrárra augna í
karlmanni, og raddar sem hann var eins og lykill að tilveru, sem
hana hafði aldrei dreymt um. Hún haíði veriS of fljót á sér að
skella þessari hurð. Engin varð ástfangin af manni við fyrstu
sýn, sízt af manni sem ekki hafði verið kurteis! Og svo bættist
hað ofan á, að hún hafði í marga mánuði haldið að hún væri
•ástfangin af öðrum manni!
Ást! Hvað var eiginlega þetta, sem kallað var ást, sem gat
kvalið, hrifið og ranghveft öllum hugmyndum manns — og
reyndist svo vera allt annað en maður hafði haldið?
Eg hlýt að vera brjáluð, hugsaði hún með sér. Get eg heillast
í einu vetfangi af manni með fallegri rödd og augu sem minna
á vindlingareyk!
Auðvitað var þetta brjálæði. En hún sagðl við sjálfa sig að
ekki stoðaði að flýja frá staðreyndunum. Það var betra að horf-
ast í augu við þær. Jæja — þarna voru þær. í nærri því heilt
ár hafði hún haldið að hún elskaði annan mann, og allt í einu
hafði hún skilið hvers vegna hún hafði frestað því alla þessa
mánuði, að taka endanlega ákvörðun.
Hafði ekki tilveran verið henni nægilega örðug fyrir, þó Mary
flækti henni ekki í þetta?
Það var Mary Sumers sem fyrst og fremst átti sökina á því að
Caria afréð að gerast hjúkrunarkona. í dag var Mary yfirhjúkrun-
arkona í Queen Anne-sjúkrahúsinu, þessari frægu stofnun, sem
íólk með lítil efni gat fengið beztu hugsanalega hjúkrun, og lækn-
ingu. Ýmsir ungir, frægir læknar, höfðu átt frumkvæðið að.þessu
sjúkrahúsi. Ross Carlton var einn af yfirlæknunum þar.
Caria hafði haft brennandi áhuga á því, að verða hjúkrunar-
kona, og fundið að hún hafði hæfileika til þess starfa. Þrátt
fyrir mótspyrnu föður síns hafði hún klifað á þessu þangað til
Roger Barrington sansaðist á það. Og svo að segja beint af
skólabekknum hafði hún farið að læra hjúkrun í stóra sjúkra-
húsinu, sem íaðir hennar var stjórnarformaður fyrir.
En þetta, að hún var Caria Barrington hafði ekki skipt neinu
máli — að því slepptu að það hafði kannske gert hinum systrun-
um erfiðara fyrir — þangað til þær sáu hve dugleg og áhuga-
söm hún var. Henni hafði gengið ágætlega fyrsta námsárið.
En svo hafði það komið fram, henni til mikillar raunar, sem
Roger Barrington hafði sagt, að hún væri of veikbyggð til að
þola þá áreynslu, sem hjúkrunarstarfinu er samfara. Þegar hún
var að búa sig undir prófið í sjúkrahúsinu i öllum önnunum,
sem vðru á illa menntu sjúkrahúsinu síðasta stríðsárið, hafði
hún gengio fram af sér.
Þeir sem þekktu Cariu aðeins á yfirborðinu i dag, hefðu átt
bágt með að skilja hve afar nærri hún tók sér að verða aff
hætta, og hve heilluð hún hafði verið af hjúkrunarstarfinu. En
Caria gerði aldrei neitt að hálfu leyti. Frá því augnabliki sem
hún varð að hætta að vinna gekk hún að öllu leyti í leik lífsins
— og dóttir Roger Barrington hafði næg tækifæri til að lifa og
leika sér.
Þegar billinn nam staðar við stóra gistihúsið sem hún bjó í
ásamt föður sínum, kom vikadrengurinn hlaupandi til að opn?
bílinn. Hún gekk yfir gangstéttina og þegar drengurinn elti
til að fylgja henni inn úr dyrunum nam hún staðar og spurði:
— Haldið þér að hægt sé að ná í læknaskrá einhversstaðar?
— Já, eg skal útvega yður hana, svaraði hann.
— Þökk fyrir, sagði Caria. — Viljið þér senda hana upp til
mín?
Þegar hún skömmu síðar opnaði dyrnar að íbúð sinni og föður
síns fann hún fyrst hve þreytt hún var.
— Faðir yðar er inm, ungfrú, sagði herbergisþernan.
— Ágætt! Caria tók af sér hattinn, lagaði hárið og fór inn
í stofuna.
— Sæl vertu! Hann faffmaði hana að sér og virti hana svo
fyrir sér lengi. — Varstu að koma núna?
— Nei, eg átti erindi í bæinn klukkan hálftólf.
— Nú-já. Eg var í vafa um hvort þú mundir ljúka þvi af.
Hún leit snöggt til hans. — Hvernig vissir þú að.... ? z
— Eg hef sérstaka fréttastofu.
Hún hnyklaði brúnirnar. — Það er líklega Mary?
— Jæja, þú hefur nasasjón eins og Sherlock Holms? Hann hló
en augun voru alvarleg er hann leit á hana. — Já, eg talaði við
Mary af tilviljun. Og hún bað þig urn að láta sig vita hvernig
þér hefði fallið við Carlton lækni.
— Hún mundi verða skelkuö ef hún frétti að mér likaði alls
A
KVÖLÐVðKUNNl
. sporið yðu.i iiiaup ft iallli margra. verzlajift;
«ÚL ÍÍLIUM JtWH!
f {$]s) - Austurstraeti
■X&Jl-iíl
E. R. Rurrovghs
TARZAM -
30ÍI6
*wwyvyou i/apeetiment little-'
PIANE SPUTTEEEP. "THAT'S EKlOUGH1."
KETOeTEP M.ISS FOSTEE. "'SAVE
VOUE EKIEEGy FOE OUE TEIP."
Ungfrú Whitney var
þreytandi fyrir félaga sína
sem voru jafn örmagna af
þreytu og hún sjálf. ,,Eg vil
fá kaffi,“ sagði hún. — „Þú
getur náð þér í það sjálf,“
sagði Trudy Jones. „Hvað
Þm. .... ósvifna litla ....,“
sagði Diana. — „Sparið
þetta rifrildi, þið þurfið að
halda á kröftunum síðar,“
hreytti ungfrá Fobter út ur
CJUITE RISHt'APPEP LAKE
GRIMLY '*BUT IP THIS , t
BIC<EEING POESN'T i
CEA5EV THEEE WON'T • '
BE ANV TEIP!" «'-«í-vK6
sér. „Alveg réitt,“ bætti Al-
an við. „Ef þið hættið ekki
þessu þrasi verður ekki
raeira tátr þessari ferð.“
Sj úklingur kom til dr. Levy,
og kvartaði um að hún sæt
dökka bletti stöðugt fyrir aug-
unum.
— Gleraugu ættu að hjálpa
yður, sagði dr. Levy og skrif-
aði lyfseðil fyrir gleraugu.
Þegar sjúklingurinn kom
aftur viku síðar sagði læknir-
inn: — Eg vona að gleraugun
hafi hjálpað yður?
— Já„ það gera þau sannar-
lega, læknir. — Nú sé eg blett-
ina miklu greinilegar.
★
Þegar fullorðið fólk hagar
sér eins og börn er það álitið
bjánalegt. Þegar börn haga sér
eins og fullorðið fólk er það
talið glæpahneigð.
★
Málug kona er venjulega
meira vandamál fyrir bónda
sinn en fyrir lækninn.
Læknir í St. Louis ansaði í
símann og æstur eiginmaður
hrópaði í símann: — Það hefir
eitthvað komið fyrir konuna.
Kún getur ekki opnað munninn
og ekki talað.
— Það virðist vera ginklofi,
sagði læknirinn.
í símanum heyrðist andvai’p-
að af feginleika. — Haldið þér
það, læknir? Ef þér eigið leið
hér fram hjá einhvern dag í
næstu viku, haldið þið að þér,
vilduð þá ekki líta inn?
★
Kona, sem ekki var lengur
á æskuskeiði kom inn í lyfja-
búð, gekk til lyfjasveinsins og
hvíslaði: — Hafið þér nokkuð
við gráu hári?
Lyfjasveinninu leit í kring-
urn sig og hvíslaði á móti: —<
Ekkert, frú, nema mestu vii’ð-
ingu!
óEiamkállutl
<
SZjofiieii/igj
oStcekkun
GEVAFOTO*
LÆK3ARTORGI
Loftpressur til leigu
Framkvæmi allskonar
múrbrot og sprengingar. !
Kiöpp
Sími 2-45-86.
LÁOCAVEG U -