Vísir - 02.10.1959, Page 4

Vísir - 02.10.1959, Page 4
VlSIB Föstudaginn 2. október 1959 M er gaman ail vera gestur á Íslandi — en að búa hér — í þessum glundroða — nei, guð hjálpi mér. Viötal við Árna Brandsson frá Hnausum í Kanada. Það er alltaf gaman að koma til gamla landsins — heim til íslands — en að búa hér í þess- um glundroða, nei, guð hjálpi mér, það vil eg ekki. Þannig fórst sjötugum Yest- ur-fslendingi Árna Brandssyni frá Hnausabyggð í Kanada, orð við fréttamann Vísis fyrir skemmstu, en Árni var þá á förum vestur um haf eftir nokkurra vikna dvöl hér heima. —• Þú fórst ungur utan? surði fréttamaðurinn, — Nítján vetra og síðan er 3iðin hálf öld. — Hvernig stóð eiginlega á pví að þú fluttist vestur um haf? Fórstu með foreldrum þínum. — Eg fór einn míns liðs, kannaðist að vísu við fáeina af samfylgdarfólkinu, en annars var ekkert af skyldfólki mínu í ferðinni. Af hverju eg fór, syr þú. Eg veit það sjálfur ekki. Sumir myndu kalla það útþrá, eg nefni það forvitni. Svo hafði eg heldur ekki frá svo miklu að hverfa. — Var ríkidæminu ekki fyrir sð fara? mínu. Annars hefur margt fleira borið á góma, m. a. vann eg í meir en áratug fyrir Kan- adastjórn sem eftirlitsmaður við bryggjusmíði, eg annaðist líka manntal fyrir stjórnina í nokkur skipti —■ þar er fram- kvæmd manntals launað starf, sem tekur oft langan tíma, og fer eftir því hve stórt svæði t maður tekur að sér. Eg hafði um skeið eftirlit með vega- gerð fyrir ríkisstjórnina. Auk þess hef eg gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, sat lengi í skólaráði og formaður þess um skeið, sat í kviðdómi og þar fram eftir götunum. En þetta er víst mont að telja það allt upp, svo við skulum sleppa því. Ekki heldur neitt til að státa af. — Þú býrð ekki lengur í Winnipeg að mér skilst. — Nei, eg fluttist árið 1930 í þorp sem heitir Hnausar, og átt þar heima síðan. Þar hefi eg aðallega haft með höndum byggingariðnað, en fengizt jafnframt við fiskveiðar. Nú er eg hættur að vinna á vet- urna, en nenni ekki að vera að- gerðarlaus á sumrin. Að duga eða drepast. — Æskan var öll eitt sam- fellt basl, byrjaði sem hálf- drættingur á bát þegar eg var 9-vetra og réri samtals 6 ver- tiðir sem barn eða unglingur. Fyrst réri eg frá svokölluðum Láturdal í Barðastrandarsýslu •én síðan 4 vertiðir úr Kollsvík- urveri. Þarna bjuggum við í verbúðum við þröngan kost oft og einatt og mikinn kulda og vosbúð. En enginn spurði mig, S ára gamlan strákpjakkinn, hvort eg væri svangur eða þreyttur eða hvort mér væri kaílt. Enginn vorkendi mér þótt ég kúgaðist og kastaði upp án sfláts vegna sjóveiki, sem allt- af hrjáði mig. Vinnan var frumskilyrðið og svo í öðru lagi það að bjarga sér einhvern- veginn sjálfur. Þá hét það að duga eða drepast. — Með þetta veganesti fórstu til framandi landa? — Já og skuldir í þokkabót. En þær gat eg borgað eftir að €g kom vestur. Eg fékk strax vinnu eftir að eg kom til Winnipeg, en þar var aðal- heimili mitt fyrstu þrjá ára- tugina. Lagt gjörva hönd á margt. — Við hvað hefur þú helzt vmnið? — Við allan skrattann eins cg þið segið hér heima. Fyrsta sumarið vann eg við algenga verkamannavinnu. Veturinn eftir stundaði eg fiskveiðar í Winnipegvatni, en síðan hafa fiskveiðar, ásamt bygginga- sónnu yerið stór þáttur í lífi Úr tengsliun við ættlandið. — Hefur þú talað aðallega ensku eftir að þú komst til Kanada, eða bæði málin. — Utan heimilis hef eg talað meir ensku, ekki sízt fyrstu ár- in eftir að eg kom út. En eg kvæntist konu af íslenzkum ættum, Kristbjörgu Sigurgeirs- dóttur, og enda þótt hún væri fædd vestra töluðum við alltaf íslenzku okkar á milli. Hún dó fyrir þrem árum. Nú tala eg ís- lenzku þegar eg hitti gamla fs- leridinga, annars ensku. — Er íslenzkunni ekki haldið við meðal Vestur-íslendinga? — Málið deyr út með gömlu kynslóðinni. Unga fóllcið talar ekki íslenzku og skilur hana ekki. Það er komið úr tengslum við ættlandið. — Heldurðu þá að menning- artengsl þau, sem nú er unnið að milli þjóðarbrotanna séu, eða verði gagnslaus. — Ekki segi eg það að þau séu gagnslaus. En það verður erfitt að halda þeim við eftir að gamla kynslóðin líður undir lok. — Er þetta fyrsta heimsókn þín til íslands frá því að þú fórst fyrir 50 árum. — Nei, eg kom hingað fyrir nokkrum árum. — Finnst þér ekki margt hafa breyzt? ísland orðið annað. —• Vissulega. Það er undar- legt að bera saman atvinnu- hættina nú og rétt eftir alda- mótin síðustu. Framfarirnar eru stórkogtlegar, einkum finnst mér það í sveitunum og hér í Reykjavík. Samt sakna eg þess gamla. Eg kom hingað til að hitta gamla kunningja frá æskuárunum. Þeir eru flestir dánir. Eg ætlaði að sjá gömlu torfbæina og kofana, sem mér voru næsta kærir þrátt fyrir allt baslið. Þeir voru horfnir með tölu. Verbúðirnar jafnað- ar við jörðu. Allt breytt. ísland orðið annað en mig dreymdi um. Eg fylltist trega. Þannig er það einnig um aðra Vestur- íslendinga sem til íslands hafa komið. Þeir þekkja ekki aftur ástkæra landið sitt og verða í vissum skilningi fyrir von- brigðum enda þótt þeir gleðjist samt yfir framförunum. — Þegar eg kem heim til mín aft- ur og hitti gamla fólkið, sem ekki hefur komið til íslands í hálfa öld eða meir, kynoka eg mér við að segja því sannleik- ann. Það trúir honum ekki — vill ekki trúa honum. ísland lítur öðruvísi út í endurminn- ingum þess og það er glæpur að hrófla við þeirri mynd. — Og þig langár sjálfan ekk- ert til að hafa bústaðaskipti aftur og flytja til fslands. — Nei, guð hjálpi mér. I þessum glundroða sem ríkir á íslandi gæti eg ekki búið. Stjórnmálin óskiljanleg og stjórnmálabaráttan ekki mann- sæmandi. Vestra rökræða menn málefnin sjálf þegar út í bar- áttuna kemur, hér virðist aðal- atriðið það, að níða persónurn- ar, sem í baráttunni standa, niður, svívirða þær og ata þær sauri. Nei takk, þá vil eg held- ur vera áfram vestra. Hitt er annað mál að það er gaman að vera gestur á íslandi. Gest- risnin er óþrjótandi og fólkið elskulegt við mig. Berðu því öllu beztu þakkir mínar, því þó eg taki í hendina á því og þakki fyrir mig, þá finnst mér að eg hafi aldrei fullþakkað því sem skyldi. KRLSEV talar um krDsév Fyrir ári síðan sagði Krus- chev við rússneska verkamenn: „Þeir ykkar, sem héðan af ætla að fá sér fimm sjússa, verða að fara í fimm veitingahús. Það rennur af ykkur á leiðinni á milli þeirra. Drykkjuskapur er skaðlegur fyrir kommúnistískt þjóðfélag, og við verðum að binda endi á þetta böl með því að berja vasklega gegn því.“ Og þetta kom frá óbetranleg- um „fimm-sjússa manni“. Heim urinn skalf af hlátri. Var Kruschev ekki blautast- ur þeirra allra? Var hann ekki þekktur fyrir að verða fullur og óvarfærinn vegna of mik- illar inntöku af söngvatni. Kom þetta ekki einmitt úr hörð ustu átt? En bíðum nú við. Hvaða sann anir höfum við fyrir því að Kruschev sé löggin kær? Hans eigin orð. Járnkarlinn. Einu sinni kom það fyrir að einhver bauð Kruschev upp á glas af bjór á veitingastofu í Kharkov. Kruschev læddi þá upp úr vasa sínum flösku af vodka og bætti bjórinn laumu- lega með vænum sopa. „Minn uppáhaldsdrykkur er Yorsh (blanda af bjór og vodka),“ sagði hann í trúnaði. „Þjóðverjar drekka bjór. Vodka á betur við Rússa.“ „Ertu ekki smeykur við að Barbara Gliders, 21 árs gamall einkaritari, vann nýlega bandarískan meistaratitil í dýfingum af þriggja metra háum stökkpalli. Keppnin fór fram í Palm Beach, Florida. Barbara byrjaði að leggja stund á dýfingar 14 ára gömul, og hún heldur einnig titlinum í dýfingum af metersháum palli. Hún mun taka þátt í dýfingakeppni Pan-Americon leikanna sem fara bráðlega fram í Chicago, verðá fullur?“ var hann spurð- ur. „Nei. Ekki ég. Eg er „luz- henny“ (Búinn til úr járni), gortaði hann. „Og það er alveg rétt“, segir Rússinn, sem sagði söguna. „Eg liefi séð hann renna úr fimm bjórflöskum og einni Vodka- flösku án þess að depla augun- um. Einu sinni heyrði ég hann gorta: „Eg mundi geta slegið _Dobromysslov út í þessum leik.“ (Dobromysslov setti met í drykkjukeppni í Kharkov, er hann renndi úr 10 bjórflöskum og líter af Vodka). En þá var Kruschev aðeins tvítugur. Hraustur og fjörugur afkomandi drykkjufúss Kós- akkahöfðingja, ákafur að kom- ast í álit sem kátur kammerat. Það var Pinya litli hinu meg- •in við jarðgöngin. Langar þig til að heyra eitthvað nýrra? Hlustaðu þá á: „Kruschev sagði við útlendan blaðamann með drykkjuþrungnu ábyrgðarleysi: Ein fruma deyr, og önnur tek- ur við“. Þetta er frásögn banda- risks tímarits af því, sem Krus- chev sagði við mig. „Drykkjuþrungið ábyrgðar- leysi“ þýðir „fullur“. Eg horfði á Kruschev drekka meira en fimm sjússa það kvöld, en þeg- ar við ræddumst við var hann eins „edrú“ og frekast má verða, alvarlegur og skýr. Þegar hann var að tala við mig um Zhukov deiluna, sagði hann hvorki meira né minna en hann hefði gert upp á vatn og brauð. Það kvöld hafði hann átt margar, þýðingarmiklar stjórnmálalegar viðræður við ýmsa sendiherra. Gallinn er sá að mest er tek- ið eftir smásögunum og útúr- dúrunum hjá honum í slíkum samkvæmum. Hann er ekki tekinn alvarlega. Þess vegna fá um við ekki rétt álit á honum. Verður aldrei fullur. Okkur er sagt að Kruschev hafi verið „með kampavínsroða í kinnum“, þegar hann hitti myndarlegan brezkan flota- fulltrúa með alskegg. Hann kippti í hvíta geitskararsnep- ilinn á Bulganin og sagði: „Þarna sér maður þó almenni- legt skegg. Þú ættir að losa þig við þennan mölétna forngrip íraman í þér.“ Glens eða ósvífni? Um það hafa margir deilt. Eg vil helzt trúa ábyrgúm stjórnmálamanni, sem hafði gott tækifæri til að fylgjast með, sem sagði: „Mín einlæg skoðun er sú að Krus- chev sé sá bezti brennivíns- kollur, sem ég þekki og hefi nokkurntima þekkt, og hann verður aldrei fullur.“ í sannleika sagt er framkonia hans eftir fimm sjússa alveg sú sama og áður en þeir runnu niður, og alveg sú sama og hann vill hafa hana — hnyttin og tillitslaus eða skætin og glað- hlakkaleg. Ef allir Rússar héldu sínu víni eins og Kruschev, hefði hann enga ástæðu til að segjá, eins og hann gerði nýlega í Minsk: „Við megum ekki leyfa þoð að drykkjuskapur verði þjóðarvenja. Sá sem bruggar í heimahúsum og gefur ná- grannanum drykkjarföng, vinn ur á móti ríkinu og hefur unn-i ið til hegningar." j Frh. á 9.1. tSSiJ*

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.