Vísir - 05.10.1959, Side 9

Vísir - 05.10.1959, Side 9
Mánudaginn 5. október 1959 TfSII Síðasti bóndinn í Papey — Framh. af 3. síðu. þótti að þeir gætu orðið svo ríkir án tilstillis Satans. Kölski hirti eign sína. Ríkastur allra Papeyjar- bænda var talinn Mensalder Raben — íslenzkur maður þrátt fyrir þetta undarlega nafn — og kallaður var hann ríki. Hann var uppi á 18. öld. Hann dó vo- veiflega þegar han var enn á bezta aldri, rétt um fertugt, og var talið að fellibylur hafi svipt honum fram af björgum. Aðrir sögðu að þunglyndi hafi ásótt hann þrátt fyrir auðinn, sem á hann sótti, og mest fyrir það að hann hafi klæðzt Papeyjarbux- um, sem hann gat ekki losað sig við. Þjóðtrúin taldi að þar hafi kölski hirt eign sína. Enda þótt Mensalder Raben hafi verið ríkastur talinn allra um upp á Djúpavog að vetrar- lagi. Þar sat hann tepptur í sjö vikur samfleytt og án þess að fregnir bærust af honum út til Papeyja, enda var hann og menn hans allir taldir af. Oft voru þetta hinar mestu svaðilfaðir og þá stundum teflt í tvísýnu. Nokkrum sinnum fengu Papeyingar bjargað nauð stöddum skipum og skipshöfn- um úr sjávarháska og þannig varð þessi útvörður fyrir Aust- urlandi oft og einatt bjargvætt- ur sjófarenda. En ekki fóru Papeyingar allt- af með sigur af hólmi í barátt- unni við hafið. Ægir varð þeim á stundum ofjarl. Fyrsta sjó- slys sem um getur í fornum heimildum í Papeyjarálum skeði í lok 17. aldar. Ábúandi Papeyjar, Eiríkur Höskuldsson fyrrum prestur, er hafði misst Papeyjarbænda búnaðist öllum j hempuna vegna barneigna, var þar vel og allir komust þeir í álnir. Sagt var að einhverjir ríkir Papeyjarbændur hafi graf- ið fjársjóði sína í jörðu þar í eynni og síðan logar haugeld- ur á dimmum haust- og vetrar- nóttum. Eldurinn sést oft úr landi og villir mönnum sýn. Hann logar stundum svo glatt að fólk á „meginlandinu“ hefur talið Papeyjarbæ ver að brenna og mannað báta til að hjálpa. En þegar út í eyna kom var allt með kyrrum kjörum, bærinn í sömu skorðum og áður •— aðeins hugeldufinn hafði gabbað menn út í bráðan lífs- háska yfir blindsker og boða í svartasta náttmyrkri. Bretar voru alltaf að ræna. Engar sagnir eru um byggð I Papey, að undanteknum því, sem hér að framan hefur verið skýrt um íra, þar til á fyrri hluta 15. aldar. Þá herma ann- álar frá ránum Breta í Papey. En það var ekki í eina skiptið sem Bretar fóru ránshendi um Papey. Það var talið algengt að brezkir sjómenn, sem fisk- uðu við íslandsstrendur, gengju á land á eynni og rændu þar matföngum, en sérstaklega er þó ránsferða þeirra getið í byrj- un aldarinnar sem leið. Talið er að Tyrkir hafi líka rænt í Pap- ey og m. a. tóku þeir tvo pilta þaðan og fluttu á brott með sér. Milli lands og Papeyjar var áður fyrr talinn 3 klukkustunda róður og er styzt leið að Djúpa- vogi, en leiðin er hættuleg þeim sem ókunnugir eru henni vegna i blindskerja og boða, svo og j vegna þungra strauma. Þar heita Papeyjarálar og gátu þeir orðið ófærir vikum saman á vetrum þegar illa viðraði. Tíð- indum þótti það sæta vegna straumrastanna, sem þarna leika um, þegar Papeyjarála lagði ísi svo manngengt varð milli lands og eyjar frostavet- urinn mikla 1792. Engar sagnir eru um að slíkt hafi hent fyrr eða síðar. Bjargvættir í baráttu. Sem dæmi um það hversu erfitt gat verið að komast milli lands og eyjar má geta þess, að eitt sinn á seinni hluta ald- arinnar sem leið þurfti Papeyj- arbóndi að skreppa á báti sín- a ferð milli lands og eyjar á- samt barnsmóður sinni og fór- ust bæði. Kirkjusmiður fórst. Árið 1807 fórst kirkjusmiður, Þorsteinn Melsteð, ásamt fjór- um mönnum öðrum og kirkju- við öllum í Papeyjarálum, en verið var að flytja byggingar- efni í nýja kirkju út í Papey. Þorsteinn Melsteð var svaka- menni og hafði um langt skeið átt í útistöðum við kóng og prest bæði fyrir ribbaldahátt og þjófnað. Hann hafði m. a. nokkru áður orðið uppvís að peningastuldi frá Vallanes- klerki á Héraði. Um slysið kvað síra Þóarinn í Múla í Tíðavísum sínum svo: Þorsteinn Melsteð þvinnils-val þeita að Papey skyldi; Eystra vel að seturs sal sinn þar skapa vildi. Fxá Ðjúpavogi. Þar var aðallendingarstaður Papeyinga fyrr og síðar þegar þeir þurftu að fara til lands, og ekki sízt eftir að verzlim komst á á Djúpavogi. Trjávið stórum -fylltu fleyg. Fimm, en snjöllum hnekktu. Þeim brimórar þægir ei, þegar öllum drekktu. Hann stýrði með fætinum. Um miðbik 19. aldar bjuggu þrír Jónar í Papey og a. m. k. tveir þeirra voru Jónssynir, enda bræður. Voru þeir greind- ir sundur með því að einn var kallaður Yngri-Jón, annarEldri- Jón og sá þriðji Gamli-Jón. Voru þeir taldir afreksmenn og íþróttamenn svo af bar og Gamli-Jón þó sennilega þeirra fræknastur. Árið 1859 fórst sá yngsti þessara Jóna — Yngri- Jón -— í Papeyjarálum. .Hafði hann skroppið, ásamt unglings- pilti, upp á Djúpavog, fékk sér þar vel í staupinu og hélt að því búnu heimleiðis aftur. Það var vandi Jóns að sýna hæfni sína og íþrótt í því að standa í stafnsetunni og stýra með fæt- inum — og svo gerði hann í þetta skipti. Þegar þeir höfðu skammt farið frá Djúpavogi, mættu þeir útlendu skipi, og sumir sögðu að Jón hafi þekkt skipstjórann frá fornu fari. Veifaði Jón með hatti sínum til skipsins, en gætti sín ekki sem skyldi á meðan, missti jafn- vægið og hrökk útbyrðis. Þar drukknaði hann, en drengurinn komst af. Skömmu áður höfðu og tveir vinnumenn Jóns bónda drukknað af báti skammt frá eynni. # Pilturinn króknaði í veðrinu. Síðasta slysið við Papey skeði í byrjun marzmánaðar 1908 og það með næsta óvæntum og sviplegum hætti. Var Gísli bóndi Þorvarðarson í Papey að koma úr aðdráttarför frá Djúpa vogi við þriðja mann. Var ann- ar þeirra vinnumaður Gísla, en hinn unglingspiltur Páll að nafni. Náðu þeir eynni heilu Qg höldnu, en áður en þeir komu í aðallendinguna, svokallaðan Áttahringsvog, þar sem bátur- inn skyldi settur, lentu þeir við klett nokkurn norðar við eyna og þar fór vinnumaðurinn í land að sækja mannafla til þess að setja bátinn. Gísli ætlaði sjálfur, ásamt drengnum, að róa bátnum suður með eynni í Áttahringsvog. Á leiðinni þangað hvessti skyndilega, þannig að Gísli náði Frh. á 11. síðu. IVIanstu eftir þessu....? Ernst Reuter, sem var árum saman borgarstjóri í Vestur-Berlín að stríð- inu loknu, sést hér taka þátt í kosn- ingurn í borginni í desember 1950. Þá neyttu 90 af hundraði borgarbúa at- kvæðisréttar síns til að kjósa 127 þing- menn til fulltrúadeildarinnar og voru þetta fyrstu kosningar til borgarstjórn- ar frá 1948. Tilraunir kommúnista til að trufla kosningarnar fóru út um þúf- ur, og Berlín hélt áfram að vera frjáls eyja í rauðahafi konxmúnismans í Austur-Þýzkalandi. Reuter borgarstjóri var alla tíð harður andstæðingur kommúnista og barðist gegn þeim til dauðadags í september 1953, enda höt- uðu kommúnistar haim meira en nokk- urn annan íbúa Berlínar. Einhver frægasti kappakstur í Banda- ríkjunum er kenndur við borgina Ind- ianapolis, enda fer hann fram þar á ári hverju þann 30. maí, en það er dagur bandaríska hersins. Kappakstur þessi hefur farið fram á óri hverju frá 1911, að undanskildum fáeinum árum, þegar heimsstyrjaldirnar geisuðu. — Myndin hér að ofan er tekin 1936, þeg- ar kappmót bessi voru 25 ára, og fyrsti bíllinn, sem fram hjá fer, var einmitt sá sem sigursæll varð 1911 og aftur 1912. Ekið er 800 km. leið (200 hringir) og árið 1911 var sigurvegarinn 6 klst. og 42 mín. að því eða hraðinn um 120 km. á klst. í hitt-eð-fyrra varð sett nýtt met, 218 km, á klst. og mun það standa óhaggað enn. Bretla'ndshátíð mjkil var haldin frá maímánuði og til októberloka árið 1951, og var hún haldiix til minningar um fyrstu heimssýninguna, sem haldin var í London réttum liundrað árum áður. Myndin hér að ofan er af Elisabeti Eng- landsdrottningu, senx þá var, en hún kallast nú Elisabet drottniixgarnióðir, svo senx kuixnugt er. Kom lxxiix á sýn- inguna ásamt manni sínum, Georg kon- ungi 6., senx setti sýixinguna, er ætlað var til þess að hressa upp á almenning í Bretlandi, sem yar þreyttur eftir langa styrjöld og margvíslegaix skort, þegar húix var loks á enda kljáð. Aðal- sýningarskálarnir tóku hvorki nxeira ná minna en 27 ekar svæði, sem nú hefun; verið tekið til annarra þarfa.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.