Vísir - 06.10.1959, Síða 7

Vísir - 06.10.1959, Síða 7
Þriðjudaginn 6. október 1959 TlSIB T 10 hérna. Hún var á báðum áttum. — Það er lítið hús kringum 200 metra héðan. Hún hálfsystir hans á það. Eg hélt að hún væri heima og hljóp þangað til að fá hjálp, en hitti engan heima. Kannske eg reyni að fara þangað aftur og nái í síma tii að biðja um bíl? — Það virðist ekki geta komið að gagni ef þetta er eins og þér segið, svaraði hann. — Farið þér þangað og bíðið eftir mér. Eg kem og sæki yður á eftir. Er þetta eina húsið hérna nærri? — Já. Það heitir „Heimsendir“. — Þá skuluð þér bíða mín þar. Og svo er bezt að eg flýti mér að komast af stað. Hún var úrvinda er hún fór gegnum hliðið og gekk stíginn upp að húsinu. Hún hafði verið þar áður í kvöld. Hún hafði barið hvað eftir annað án þess að fá svar, en þegar hún hafði reynt á dyrnar voru þær ólæstar, og hún hafði farið inn í mannlaust húsið. Fyrst nú, þegar hún kom aftur og sá að ljósin sem hún hafði kveikt loguðu enn, skildi hún tilganginn með því að viður hafði verið lagður á arininn og allt var tilbúið til að kveikja upp. Og hún sá annað: Þáð hafði verið dúkað borð fyrir tvo. Hver gat varist að skilja hvað hafði verið í undirbúningp Caria tók eftir skrifuðu blaði, sem lagt hafði verið á borðið. Hún tók það og las, það var viðvaningslega skrifað: „Kæri hr. Frayne: — Eg undirbjó allt eins vel og eg gat. Eins og eg sagði yður í símanum verður ungfrú Stafford í Skotlandi þangað til í næstu viku. Eg kem í fyrramálið og vona að þér og tíaman yðar verði ánægð með allt. Yðar með virðingu. Mary Dove.“ Mary Dove? Caria sperrti upp augun. Það var konan sem annaðist húsverkin fyrir Ölmu þegar hún var hérna, — sú ’sem alltaf kom hjólandi hvort heldur var rigning, snjór eða sólskin. Hún átti heima 3—4 kílómetra frá . Hún hafði verið göbbuð hingað! Basil ætlaði sér að hafa hana út af fyrir sig.... Hún var fjúkandi reið. Mikið flón hafði hún verið — barna- legt, auðtrúa fífl, sem hafði látið sér detta i hug að hann mundi haga sér eins og heiðarlegur maður. Hún bar ósjálfrátt eldspýtu að kestinum á arninum. Nú sá hún allt áformið hans. Það var ekki kyn þó að hann væri fáorð- uður á leiðinni. Þegar þau hittust sá hún strax að hann hafði étið og drukkið í meira lagi, og cftar en einu sinni á leiðinni hafði hún beðið hann um að aka gætilega. Hún mundi að hann haíði verið á alltof hraðri ferð er hann tók kröppu beygjuna. Kannske hafði einhver bilun verið á stýrinu. Að minnsta kosti hafði hann misst stjórnina á bílnum. Hún hafði rankað við sér í skurðinum. Það var mjúkt undir og haugar af föllnu laufi. Evo hafði hún séð hann í bjarmanum frá bílaljósunum, sem ekki hafði enn sloknnað á. Hún mundi að hún þreifaði á hjart- anu á honum, og vissi að hún yrði að ná í hjálp. Allt í einu varð'minni hennar alveg skýrt. Ross Carlton! Hún vissi að hún átti að vera honum þakklát, þvi að það var hann sem hafði fundið þau. Hvað svo sem hann mundi halda um hana þ.óttist hún viss um að hann mundi ekki koma upp um hana. Og samt — hún hefði viljað allt til vinna að það hefði ekki verið hann sem fann þau. Hvernig gæti hún nokkurntíma fengið hann til að trúa sannleikanum? Nú hafði forsjónin látið hann verða á vegi hénnar aftur, og bent á hana sem stúlkuna, sem fór í laumi út í sveit með manni, sem átti æskuvinstúlku Ross Carltons fyrir konu. A KVÖLDVðKUNNI Þegar Ross Carlton ók dimma veginn frá sjúkrahúsinu í annað sinn, voru drættirnir kringum munninn skarpari en að venju. Þétta var dálegt, sagði hann við sjálfan sig. Nú vissi hann hvað hafði þruskað í undirmeðvitundinni er hann hitti Cariu í fyrsta skipti. Nokkur orð úr samtali, sem hann hafði heyrt er hann nauðugur viljugur hafði orðið að líta inn í kokkteilboð hjá mikilsmetnum manni úr sjúkrahúsnefndinni. Hann hafði heyrt einhverja frúna segja við aðra: Caria Barrington hefur nóg að hugsa í akri giftu mannanna um þessar mundir, er það ekki? Eg sá hana með fallega vininum okkar á nýja staðnum við Bruton Street hérna um kvöldið. Hvað skyldi Barringtpn gamli segja um þetta? Þær sem voru að tala saman fluttu sig um set, og Ross stóð eítir með þetta óbragð, sem hann fékk alltaf í munninn þegar hann heyrði slúðursögur. Nú vissi hann að minnsta kosti hvað þær höfðu átt við með „akri giftu mannanna", þar sem Caria Barrington hafði svo mikið að hugsa. Basil Frayne! Sú staðreynd, að það vildi svo til að hann var giftur Soniu Frayne, gerði málið hvorki betra né vera. Ross lét: Soniu liggja á milli hluta. En það var fásinna, að Caria legðist svo lágt að vera í þingum við giftan mann, sem gerði hann reiðan. Þó að Sonia og hann hefðu þekkst síðan þau voru börn, hafði hann litla. samúð með hinni fögru frú Frayne. Þau höfðu ekki sést i mörg ár er hann var beðinn um að gera holskurð á henni, og tilraunirnar sem hún hafði gert til að endurnýja kunnings- skapinn við hana, höfðu lítinn árangur borið. Það var talsverður púrítani í Ross Carlton lækni. Þó að hann gerði sér það ekki ljóst sjálfur, gerði hann miklar kröfur til kvenna og lét sér fátt um finnast er þær fullnægðu ekki þeim kröfum. Ef til vill langaði hann til að hjálpa þessari stúlku, vegna þess að hann stóð í svo mikilli þakklætisskuld við föður hennar út af sjúkrahúsinu. Það hefði’ aldrei verið hægt að byggja nýju álmuna, ef Barrington hefði ekki hlaupið undir bagga. Það voru líka peningar Barringtons sem mest munaði um þegar átti að fara að byggja upp húsin, sem höfðu hrundið í sprengjuárás- unum á London — og þó var þetta aðeins tvennt af mörgu, sem læknavísindin áttu Barrington að þakka. Svo að föðursins vegna var honum skylt að gera sitt bezta til að hjálpa stúlkunni. Hann gat afsakað sig með því. Þegar hann kom að brotna bílnum aftur mundi hann að hann ^Frakka til að leika hana, ítalir hafði gleymt að tilkynna lögreglunni slysið. Og nú gramdist, til að syngja hana og Bretar til honum aftur við sjálfan sig, því að hann vissi að hann hafði j að hlusta á hana — en Amerík- gleymt þessu til þess að lögreglan skyldi ekki vera að snuðra annar til þess að borga fyrir þarna kring, fyrstu klukkutímana. Þegar hann kom að litla húsinu datt honum ósjálfrátt í hug að þarna væri tilkjörinn staður fyrir tvö, sem vildu vera í góðu næði um helgar! Enginn svaraði ér hann drap á dyr. Og sem snöggvast efaðist hann um hvort nokkur væri inni. En svo sá hann að Ijós var í dagstofunni og fór inn. Eldurinn var nærri brunninn út á arninum, og honum fannst kalt þarna inní. Caria sat í hnipri í hægindastól og var sofnuð Carlton gekk að stólnum og horfði á hana. Og allt í einu var George Sanders filmstjarnan er kominn heim frá Spáni, hefir nýlega haldið upp á 52. fæðingardag sinn. ,,Já,“ segir hann við vini sína, „eg er nú farinn að eldast, en eftir að eg kvæntist Zsa-Zsa Gabor hræðist eg ekki elliná. En nú er eg kvæntur ekkju Ronalds Colman, hún er 52 ára eins og eg, svo við ættum að koma okkur saman. Bráðum fer eg að hætta að leika, eg hefi aldrei verið hrif- inn af því að vera leikari. Mér finnst það vera líkast því að renna sér á hjólaskautum. Þegar maður er búinn að læra það er það ekki lengur spenn- andi. Og það fer mikill tími í það, sem maður gæti notað til annars betra.“ ★ Skólakennari einn var kall- aður fyrir rétt í bæ nálægt Rín og var sakaður um að hafa gefið nemanda sínum barsmíð. En dómarinn fríkenndi með þessum orðum, sem voru Saló- mon líkust. „Eg veit vel,“ sagði hann, „að sambandsdómstóllinn myndi dæma þennnan mann sekan. En eg veit, að fjölda margir piltar hafa gott af því að fá barsmíð. Eg á sjálfur tvo syni og eg sé um, að þeir fái að smakka á hrísinu við og við.“ ★ Robert Schermann á að hafa sagt: „Þjóðverjar eru hér til þess að skrifa tónlistina, . $parið yður Hkup á milíi imrgra verzianaí OÓMl i öliUM OÍP! ^ ($í$) -.Arisfeurstrsetj hana.“ «W5IS(N$ M.s. Hekla E. R. Burrovghs BOUES LATES, TOWAEI7 NIGMTCALL, TAEZAN CALLEP EXCITEPLV TO LAÍCE. rtE MAt? FOUNJP’ A SET OF FOOTPKIMTS. - TARZAN - 3104 FEO/A MOW OM , OUE COURSE . WILL BE EASy/ STATEP TME APE-MAN*BUT VVE BETTEK WAIT UNTIL MOKNIMG,4’ TMUS TME TWO MEN PECIPEP JO CA.LAP— "UMAWAEE, MOW- EVEE» TMAT STRAM.GE, SMAITC'.':'/ CKEATUKES WEEE PEEPAE1M& TO STEIKE! vestur um land 8. þ.m. — Tekið á móti flutningi í dag til Patreksfjarðar. Bíldudals, Þingeyrar, Flat- eyrar, Súgandafjarðar, ísa- fjarðar, Siglufjarðar, Dal- víkur, Akureyrar, Húsa- víkur, Kópaskei’s, Raufar- hafnar og Þórshafnar. — Farseðlar seldir á morgun. Baldur fer á morgun til Sands. Grundarfjarðar, Gilsfjarð- ar- og Hvammsfjarðar- hafna. Vörumóttaka í dag„ Kaupi guEI og silfur Það var mörgum stundum seinna og komið undir kvöld að Tarzan kallaði yfir um til Lake. „Hér hefi eg fundið spor. Nú verður auðveldara fyrir okkur að veita þeim eftirför, en eg held -að bezt sé að bíða með það til morg- uns.“ Svo tóku þeir það ráð að hvílast. Lítið grunaði þá félaga þar sem þeir nutu hvlldarimiar í rjóðrinum að skuggalegar verur biðu færis á þeim í trjánum rétt yfir höfði þeifra.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.