Vísir - 13.10.1959, Blaðsíða 10
10
Vl SIB
Þriðjudaginn 13. október 1939
r—
He rmina
K /44.V ■ 1 3lack:
g- m mr m mmw~ .’ojrri 1111 ★ m
•. u/líI • ili I1j IK /
16
ekki svona kjánalega. Þau fóru gegnum hið íburðarmikla svefn-
herbergi hennar og í baðklefann fyrir innan. Hún settist á stól-
inn og hann tók af henni plásturinn og skoðaði sárið.
— Eg býst við að þér gerið yður Ijóst, sagði hann — að ef
sárið hefði komið þumlungi lengra til hægri þá munduð þér
ekki vera í lifandi tölu núna? Þetta hefur verið hart högg. Það
má segja að þér hafið verið heppin, ungfrú Barrington.
Það fór kuldahrollur um hana. — Já, áreiðanlega, sagði hún.
Ross sá allt í einu í huganum hvað hann hefði getað fundið:
Örenda manneskju, sem ómögulegt var að hjálpa. Honum fannst
líka eins og köld hönd snerti við honurn. Þessi gikkur, Fráyne.
Bófi fram í fingurgómana!
Þó skrítið væri fann hann ekki að þessar tilfinningar hans
voru læknisstarfinu alveg óviðkomandi. Hann vissi aðeins að
hann var hugfanginn af stúlkunni, sem þarna sat, alltof hug-
fanginn. — Á morgun getið þér tekið plásturinn af, sagði ha-nn
stutt.
Hún lét nægja að kinka kolli, því að hún fann að hún gat
ekki treyst röddinni. Allt í einu mættust augu þeirra — eitt
augnablik, og önnur augun játuöu þöglum boðskap en hin af-
neituðu honum.
Svo sagði hann: — Þetta gengur allt vel, þér þurfið ekki að
kvíða neinu. Og áður en hún vissi af var hann horfinn út um
dyrnar og skálmaði gegnum svefnherbergið.
Caria stóð fljótt upp og elti hann. Hún kom fram í stofuna
í sömu andránni og hann var að fara út eftir frakkanum sínum.
Einhverskonar sigurgleði fór um hana alla.
— Verðið þér að fara strax læknir? sagði hún.
— Eg er búinn að vera alltof lengi. Orðin fólu meira í sér en
hann hafði ætlast til. — En eg hef ekki sagt það, sem eg kom
til að segja.... Hann kom aftur inn í stofuna. — Þegar eg var
í Melchester í dag hitti eg frú Frayne þar.
— Já, einmitt. Caria leit snöggt á hann.
— Eg held að það sé rétt að þér fáið að vita, sagði hann
rólega — að hún hefur sterkan grun um að maðurinn hennar
hafi haft einhvern með sér í bílnum. Hún spurði mig ítarlega
hvort hann hefði verið einn þegar eg fann hann.
Henni fannst hjartað í sér stöðvast. — Og þér sögðuð henni.... ?
— Að ekkert benti til þess að nokkur annar hefði verið í bíln-
um með honum.
— Þakka yður fyrir, sagði hún lágt. — Það var fallega gert af
yður. Eiginlega er engin ástæða til að þér skuluð taka að yður að
vernda mig.
Hann hló þurrahlátur. Hann fékk allt í einu ógeð á þessu öllu
saman, var reiður henni og ennþá reiðari sjálfur sér.
— Það kann að vera að það stafi af því, sagði hann, — að eg
■er einn af þeim mörgu læknum, sem standa í þakklætisskuld við
föður yðar. Eg veit ekki hvort yður er kunnugt um það, en St.
-Anne-sjúkrahúsið á honum afar mikiö að þakka.
Caria beit á vörina. — Eg skil.... En þökk samt!
Hún tók fast í höndina á honum að skilnaði. Hvernig sem hann
Teyndi að forðast það — þá varð ekki komist hjá því að þau voru
á vissan hátt bandamenn. Og þegar hann ók aftur í Harley
Street nokkrum mínútum síðar, fann Carlton þetta vel.
Hann sem hataði lygina hafði neyðst til að bjarga ungri stúlku
frá afleiðingum flónsku hennar. Og ef þessi lygi kæmist nokkurn-
tíma upp mundi hann lenda í slæmri klípu. Hvers vegna hafði
hann flækst sér í þetta? Vegna Roger Barringtons?
Hann vissi ofurvel að Roger Barrington kom þessu máli ekk-
ert við.
Gerðu þig ekki að fífli, sagði hann við sjálfan sig. Nú hefur
þú getað sneytt fram hjá árekstrum í öll þessi ár, — nú máttu
ekki gera þig að fífli út af stúiku, sem er þannig að þó ekki'
væru nema peningarnir hennar þá gera þeir hana gersamlega^
óhæfa fyrir lækni, sem sízt af öllu vill verða tízkulæknir. En það
mundi hann verða ef hann eignaðist ríka konu.
Konu! Nei, nú var nóg komið! Hann hafði ekki svo mikið sem
dreymt um að giftast — hvað gekk eiginlega að honum?
Kannske Caria hefði getað útskýrt það fyrir honum, — Caria,
sem í rauninni ætti að vera í uppnámi við tilhugsunina um alla1
bölvunina, sem frú Frayne mundi reyna að gera henni. En í
augnablikinu hugsaði Caria ekki um annað en gráu augun í'
manninum, meðan hann horfði í augun á henni.
Á því augnabliki hafði ósýnilegur veggur horfið milli þeirra.
Og hvernig sem hann reyndi gæti hann aldrei hlaðið þann vegg
á milli þeirra aftur. Hann mundi aldrei geta gleymt því framar
að hún var hold og blóð, lifandi og — girnileg. Hún gleymdi kvíð-
anum fyrir framtíðinni. Skap hennar glaðnaði ískyggilega og
munnurinn hló. Einhverntíma — með einhverju móti mundi
hann koma aftur.
Sú staðreynd að „veslings BasiF hafði nærri því murkað úr
sér líftóruna, hélt áfram að vera sífelt umtalsefni kvenna þeirra,
sem hann var í vinfengi við. Og Caria komst ekki hjá að finna,
að vinum þeirra beggja var mjög hugleikið að frétta hvernig
hún „tæki þessu“. Hún vissi mætavel að hún og Basil höfðu
verið svo mikið saman, að einhver eimur af því hafði borist
vestur yfir haf til Soniu, sem stóð sjálfri alveg á sama um eigin-
manninn, en ekki þoldi að láta vorkenna sér eða hlæja að sér
fyrir að stúlka sem var mörgum árum yngri en hún sjálf hefði
bolað henni burt.
Cariu þótti vænt um að hún sá hvorki Soniu né heyrði þessa
dagana. Hún var í gistihúsi í Melchester og ætlaði að verða þar
þangað til Basil yrði svo hress að hann kæmist heim.
Undir vikulokin kom Roger Barrington heim, og þegar liann
heilsaði Cariu spurði hann hræddur hvað gengi að henni.
— Þú skalt fara upp í sveit og hvíla þig, væna mín, sagði hann.
— Þú hefur lagt of mikið á þig undanfarið. Líklega ekki gert
annað en dansa fram á dag nótt eftir nótt.
Hún sagðist ekki fyrir nokkurn mun vilja grafa sig lifandi upp
í sveit — þó honum væri umhugsað um að losna við hana. Hann
sem hafði verið burtu frá henni í beila viku.
Meðan þau voru að tala um þetta hringdi Mary frá Mel-
chester og stakk upp á að Caria kæmi og yrði hjá sér um helg-
ina. Hún hefði ekki séð hana í eilífðartíma.
Caria fannst að það gæti orðið góð tilbreyting. Og þá gæti
hún frétt betur af Ross. Hún gat ekki annað en hugsað um hann,
en hinsvegar hugsaði hún ekkert um það, að Basil Frayne mundi
vera í sjúkrahúsinu ennþá.
Roger Barrington lét sér þetta vel líka og ók sjálfur með
dóttur sína til Melchester laugardagsmorguninn.
Caria hafði ekkert gaman af ökuferðinni. Hún var alltaf að
hugsa um ökuferðina á þessari sömu leið fyrir viku. Og auk þess
fór hún að iðrast eftir að hafa tekið boði Mary. Hugsum okkur
að hún rækist á Basil — eða það sem verra var: Soniu! Hún
sagði ergileg við sjálfa sig að hún mætti ekki láta hugrenning-
arnar hlaupa með sig í gönur.
. . . . 3parif> yður Waup & milli majgra verzlanaí
£r . OÖRUOúL Ám W!
" óii) -Austurstrseti
A
KVÖLDVðKUNNI
j* - StiSiilS
Það eru ýmsir sem halda, að
engir auðjöfrar sé í Rússlandi,
en það er misskilningur. Og á
hverju ári er birtur listi yriir
þá í lögbirtingi Rússa.
Þar eru nú skráðar 930
stórauðugar persónur. Efstur
á listanum er marskálkurinn
Semjon Mikhailovich Buden-
nyi, sem er 74 ára. Þar næst
kemur maður, Anastas Mikoy-
an, 58 ára að aldri og þar næst
er rithöfundurinn, sem mjög er
umdeildur, llja Ehrenburg, sem
er 67 ára.
Málflutningsskrifstofa
MAGNÚS THORLACIUS
hæstaréttarlögmaður.
Aðalstræti 9. Sími 11875.
MERCURY 1947
í góðu lagi til sölu.
Upplýsingar í síma 13581
eftir kl. 6 á kvöldin.
Kaupi guil og silfur
WXVS&i.
E. R. Burroughs
TEWSIOM fAOUMTEP AS TME
A\EM APPEOACMEP TME
FOPBIPPIM& STPUCTUEE
OF TME EOYAL PALACE.
TARZAN
3110
i
Eftir því sem þeir nálguð-
ust stóra byggingu, sem
reyndist vera höll konungs-
jns eða Endurnýjarans óx
eftirvæntingin. Þeir voru nú
leiddir inn og fetuðu með
varkárni leiðina inn í há-
sætissalinn. í hásæti miklu,
TMEy ENTEPEP, AMP AMXtOUSLY
PEOCEEPEP THEOUGH THE POOE-
WAY TO THE THKONE KOO/A—
skraiiti búnu, sat maður. —
Sá var mikill vexti og hinn
gjörfilegasti ásýndum. Hann
bar hin dýrustu klæði, hlað-
WMEKE AN IA\PKESS1VEV
HANPSO/AE FIGUKE SAT
IM KEGAL SPLENPOK.
MEEE, AT LAST, ,WAS TM.S
/AYSTEEIOUS PKESER.VER.!
inn djásnum og dýrum
steinum. Þetta var hinn
dularfulli Endurnýjari.
TIL SÖLU
Allar tegundir BÚYÉLAi
Mikið úrval af öllum te-*
undum BIFREIÐA.
BÍLA- og BÚVÉLASALAJI
Baldursgötu 8. Síol 23138.
Annast allar mynda-
tökur innanhús og
utan
Ljósmyndastofa
Pétur Thomsen
kgl. hirðljósmyndari.
Ingólfsstræti 4.
Sími 10297.
Loftpressur til leigu
Framkvæmi allskonar
múrbrot og sprengingar.
Klöpp
Sími 2-45-86.