Vísir - 31.10.1959, Blaðsíða 7
Laugardaginn 31. októtær 1959
VlSI*
t 1
32
ekki í því áliti að ungum framsæknum lækni verði hollt að gift-
ast yður.
Caria horfði rólega á hana, og brosti. Ef nokkur geigur væri
í henni ætlaði hún að minnsta kosti ekki að láta Soniu Frayne
sjá það.
— Eg hefði gaman að vita hvort þetta er ekki einskonar fjár-
þvingunartilraun? sagði hún.
Sonia yppti öxlum. — Þér getið kallað það hvað sem þér viljið.
En það eru að minnsta kosti ekki peningar, sem eg er að sæl-
ast eftir....
— Það væri gaman að vita hvað það eiginlega er, sem þér
óskið. Og hvers vegna ætti yður aö vera áhugamál að gera Ross
tjón?
— Heyrið þér.... Sonia þrýsti töskunni að sér og reyndi nú
ekki að leyna illmenskunni sem í henni bjó. — Þér eruð dekur-
drós, uppáhaldsdóttir gæfunnar. En aldrei þessu vant skal yður
ekki koma það að haldi núna. Eg hef þekkt Ross alla æfi mína,
og eg ætla mér ekki að horfa upp á að hann giftist yður.
— Og til þess að gera mér illt vílið þér ekki fyrir yður að ata
hann sauri. Eg verð að segja, sagði hún með nístandi fyrirlitn-
ingu, að þér eruð ótrúleg manneskja.
Það getur verið. En ef yður þykir nokkuð vænt um Ross verðið
þér að hverfa úr tilveru hans, sagði Sonia. — Þér voruð að tala
um saur. Þér hafið ekki hugmynd um hve ötuð sauri þér eruð,
góða mín. Þarf eg að segja yöur einu sinni enn að læknar — sér-
staklega kunnir læknar eins og Ross — verða að haga sér eins
og kona Cæsars. Fólkið mun segja: „Æ, þessi Ross Carlton!
Var það ekki þessi Harley Street-læknir, sem var bendlaður við
þetta hræðilega hjónaskilnaðarmál? Hvernig var það eiginlega?
Það var eitthvað meira en lítið kámugt!"
— Þegi þér! sagði Caria skipandi — og snautið þér út!
— Sjálfsagt. Og hvers vegna bætið þér ekki við: Gerið mér
alla þá bölvun sem þér getið! Því að það ætla eg nefnilega að
gera. Hún hló íllhryssingslega: — Daginn sem þér giftist Ross
ætla eg áð sækja um hjónaskilnað. Skiljið þér það?
Hún gekk að stólnum sem hún hafði setið í, tók upp blárefina
tvo, sem hún hafði lagt þar, og fór til dyra.
— Það var satt, sagði hún um leið og hún tók í lásinn. — Hafiö
þér hugsað til hans föður yðar? Hvað skyldi hann segja um
þetta? Svo lokaði hún hurðinni eftir sér.
— Caria stóð nokkrar sekúndur og horfði á lokaðar dyrnar.
Þetta gat ekki verið satt! Það var ekki nema í kvikmyndum og
æsireyfurum sem siðað nútímafólk hagaði sér svona. En svo
rann það upp fyrir henni að siðmenningin væri stundum ekki
nema þunnt skurn — þegar manneskjur eins og Sonia vildu
koma sínu fram. Því vitanlega var það það, sem lá að baki þessu
öllu, að Sonia vildi ná í Ross. Hún varð allt í einu sannfærð um
að Sonia væri ástfangin af honum.
Ef önnur manneskja en Sonia hefði átt í hlut, gat vel hugsast áð
Caria hefði kennt í brjósti um hana.
Hún tók vindling og kveikti ósjálfrátt í honum. Svo settist hún)
aftur við teborðið.
Bezt að nafa allt á því hreina. Þó að ekki væri auðvelt að gera
það, þegar Sonia átti hlut að máli.
Þó að Caria sýndist róleg á yfirborðinu var hún samt angistar-
full eins og barn þega'r hún hugsaði til þess, sem lá að ba'ki
þessari heimsókn frú Frayne.
Allt í einu datt henni í hug hvort Basil vissi nokkuð um þetta.
hvort hann hefði ráðið nokkru um það. En jafnvel þó að hún
væri í mikilli geðshræringu tókst Cariu jafnan að hugsa skýrt
— og það hafði Basil oft rekið sig á. Og einhverra hluta vegna
þóttist hún viss um, þó Frayne majór hefði marga galla. að hann
mundi ekki láta nota sig í svona skitverk. Það flaug sem snöggv-
ast i hug henni að hún ætti að segja honum frá þessu, en svo
varð hún afhuga því. Það var alls ekki óhugsandi að Sonja léti
4
KVÖLDVÚKUNNI
Edward G. Robinson er ekki
aðeins mikill karakterleikari,
mikill listamerkasafnari og mat
maður, en hann er líka mjög
gamansamur. Það var hann,
sem átti að lofsyngja frönsk
vín í „Fæðu og vínfélagi" í.
hafa gát á henni, og ef það vitnaðist að hún hefði haft sam-’New York. Hann sagði meðal
band við Basil, varð það aðeins til þess að gera illt verra.
„ hún gerði það!“ Það var ekki Soniu líkt að láta sitja við
orðin tóm. Það var áreiðanlegt að hún mundi gera þetta, ef....
Caria hrökk við þegar síminn hringdi.
Það var ekkert sem hún vildi síður en þurfa að tala við ein-
hvern í síma einmitt núna, og hún kreysti saman varirnar er
hún tók símtækið. Svo fékk hún kipp fyrir hjartað og fann að
hiti kom í kinnarnar.
— Hvar ertu, elskan mín?
— í Harley Street, svaraði Ross. — Eg náði í lest snemma og
ætlaði mér að drekka te með þér. En því miður! Hér voru ógrynni
fyrir, sem eg þurfti að sinna. Ef eg sný mér frá lendir allt í
öngþveiti. Eg hef sjúklingsaumingja á hjúkrunarhæli, sem virt-
ist vera á bátavegi, en þessa tuttugu og fjóra tíma síðan eg sá
hann seinast hefur allt keyrt um þverbak hjá honum.
— Æ, góði minn, andvarpaði Caria. — Og þýðir það að....
— Já, að eg verð ekki laus fyrir en kringum hálfsex
— Jæja, en það er tveimur tímum fyrr en eg bjóst við að sjá
þig, svo eg hef ekki undan neinu að kvarta.
— Heyrðu, ástin mín. Gætirðu hugsað þér að koma og borða
miðdegisverð með mér hérna?
Hún tók öndina á lofti. — Ó, Ross, það væri dásamlegt!
— Þá segjum við það. Eg vonast þá eftir þér á hverri stundu
eftir klukkan hálfsjö. Og svo elska eg þig líka. Er ekki hugsan-
legt að þú elskir mig dálítið?
— Eg elska þig svo mikið að mig svíður, svaraði hún, og af
því að hún þorði ekki að treysta röddinni sleit hún sambandinu.
Fáeinum mínútum eftir klukkan 18,30 gekk hún inn í húsið við
Harley Street. Meðan hún hringdi bjöllunni og beið eftir að
komið væri til dyra, rifjaðist upp fyrir henni fyrsta koma hennar
á þennan stað. Hvað hún hafði verið örugg um sjálfa sig þá.
Hún hafði ekki sett það fyrir sig þó hún kæmi tuttugu mínútum
of seint til viðtals við mann, sem var önnum kafinn. Og svo....
Þegar hún hafði farið út úr húsinu í það skiptið hafði hún
annars: „Frakkar eru með
réttu svo stoltir yfir sínum dá-
samlegu vínum, að þeir skíra
hvern staðinn á fætur öðrum
og láta þá heita í höfuðið á
vínmerkjum.“ ,
★
Aður en hinn mikli hljóm-
sveitarstjóri, Sir Thomas Beec-
ham fór niður á suðurströnd
Frakklands, til þess að lækna
fótagigt sína, hélt hann nokkra
liljómsveitinni og lýsti þá oft
hljómsevitinni og lýsti þá oft
fyrir hljómsveitinni skoðun
sinni á hljómsveitarmönnum
og áheyrendum. Einn dag þeg-
ar hann var að ljúka æfingu
sagði hann: „Eg verð að minna
yður á það, herrar mínir, það
er tvennt, sem híjómsveitar-
menn verða að muna. Þeir
verða að hefja leik samtímis
og enda hann samtímis. Því,
sem á milli þessa er, tekur fólk
ekki eftir,“ — Nú er Sir Tho-
mas Beecham búinn að fá sér
unga konu og er þá líklega
betri af fótagigtinni.
★
Dómarinn Angie Zingener
leit niður á fangann.
„Við hvað eigið þér? Yður
kennir til í tréfætinum. Þér
sagt skilið við sína gömlu Cariu fyrir fullt og allt. En alltaf getið ekki fundið til í tréfæti."
síðan hafði hún verið að borga fyrir mistök sinnar gömlu Cariu.
.... ^poiió yður Kaup á
sfÍtólÍI
E. R. Burrovglis
TARZAN
312©
Fangamir gengu aftur
heim til klefa síns að lokn-
um degi. Þeir voru hryggir
í huga vegna dauða mann-
anna sem komu til að bjarga
þeim. — Vesalingarnir, þeir
höfðu enga von um að
sleppa og við verðum víst
að sætta okkur við það sama,
sagði Alan Lake. Eg er ekki
alveg viss um það, sagði
Tarzan. Við vitum ekki
hvemig við getum farið í
kringum hlébarðana, en nú
höfum við þó að minnsta
kosti flugvél. ,
„Þér skiljið ekki, yðar ágæti,“
sagði fanginn. „Þegar eg flaugst
á við þenna mann, barði hann
mig í höfuðið með honum.“
Engin veiSf í rek-
leet enn.
Frá frétaritara Vísis.
Tveir reknetabátar voru úti
gærkveldi en komu báðir inn
klukkan 3 í nótt vegna veðurs.
Engir aðrir bátar munu hafa
verið úti í nótt. Ekki varð vai"t
við neinar lóðningar, en sjó-
rnenn eru vongóðir að brátt fari
að líta betur út með veiði, sér-
staklega ef kólnar í veðri. Þetta. -
verður líklega eins og í fyrra.
Þá varð ekki vart við síld í
október, en upp úr fyrsta nóv-
ember fór veiðin vaxandi með
hverjum degi.
i„laoÉiniiÍS er
<' eftirsöítur.
Bandarikjastjórn áœtlar,
að þar í landi hafi á sl. ári
verið seldar um 55 milljónir
gallóna eða um 215 millj.
litra• af heimabruggi og hafi
„neytendur“ greitt jyrir
þetta um milljarð dollara.
Er hé'r um svo mikið magn
að rœða, að það jafnast á við
20—25% af „heiðarlega“
brugguðum brenndum
drykkjum. Tollatap stjómar*
innar nemur um 750 millj,
Vollara.