Vísir - 31.10.1959, Blaðsíða 8

Vísir - 31.10.1959, Blaðsíða 8
I Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. » Látið hann færa yður fréttir o" annað Ilestrarefni beim — án fyrirhafnar af yðar liálfu. Sími 1-16-60. wisin> Munið, að }>eir sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Laugardaginn 31. október 1959 Leikflokkur Bandalags íslenzkra leikfélaga, seni er nýkominn úr leikför um landið. Leikflokkur sýndi daglega í heilan mánuð. Bandalag ísl. leíkfélaga sýnir „Brúðkaup Baldvins" í Njarðvíkum annað kvöld. Bandalag íslenzkra leikfélaga efndi í fyrsta sinn til leikfarar um landið og sýndi norska sjón- leikinn „Brúðkaup Báldvins“ 28 sinnum á fjórum vikum og 25 stöðum. Leikstjóri var Þóra Borg, og áttu blaðamenn við- tal við hana í gœr. Leiðin lá um Austur-, Norð- ur- og nokkurn hluta Vestur- lands, og nú á næstunni verða heimsóttir nokkrir staðir hér sunnanlands, verður hin fyrsta annað kvöld í Njarðvíkum, en síðan verður farið í Borgarfjörð Og austip fyrir fjall. Leikkonan gat ekki orða bundizt með að dást að þeim móttökum, sem leikflokkurinn fékk á ferð sinni um landið. Hún sagði, að leikrit þetta hefði verið valið með tilliti til þess, að léttur gamanleikur við alþýðuhæfi væri það, sem bæri að fara með til sýninga um landið, fyrst í stað, það væri það, sem fólkið vildi fá, og það tæki sinn tíma að venja fólk í dreifbýlinu við að verða mót- tækilegt fyrir leikbókmenntir. Þetta væri tilraun af hálfu bandalagsins, og vonandi yrði áframhald. Þessi ferð lofaði nokkuð góðu um það, enda þótt tíminn hafi ekki verið sem heppilegastur, þar sem komið var fram í göngur og réttir, en afrsókn yfirleitt verið góð. Leikararnir í þessum sjónleik eru Emilía Borg, Kristín Jó- hannsdóttir, Valdimar Lárusson (fór með aðalhlutverkið), Harry Einarsson, Erlendur Blandon og svo leikstjórinn, Þóra Borg, sem fer með smá- hlutverk. Ljósameistari er Gunnlaugur Magnússon frá Hafnarfirði. Stjórn Bandalags íslenzkra leikfélaga skipa nú: Sigurður Kristinsson (Hafnarfirði) for- maður, Ólafur Jqhannesson (Mosfellssveit), Þóra Borg (Reykjavík), Erlendur Bland- on (Kópavogi) og Magnea Jó- hannesdóttir (Hveragerði). Svona á að gefa. Af því að þeir eru víst nokkuð margir, sem hafa gaman af að lesa bridge- fréttir, látum við hér birtast fregn, sem barst frá Höfðaborg rétt fyrir kosn- ingamar: Fjórir menn, er sátu og spiluðu brigde, fengu allir heilan, rakinn lit. Þetta getur aðeins gerzt einu sinni af 635,013,559,000 skiptum, sem gefið er. Réttvísin í hvíld. Engin störf voru unnin í dóm- stólum í Buenos Aires síðast liðinn föstudag. Starfsmenn dómstólanna höfðu ætlað að fara í hópgöngu til að reka á eftir kröfu um hærri laun, en lögreglan hindr- aði gönguna. Menn svöruðu þá þessum aðgerðum hins opinbera með eins dags verkfalli. Spellvirki á Nautilus. 14 unglíngspíhar tekis- ir fyrir innbrot og stuldi. ffitsfát framiö yfir 20 i þessunt wnánuöi- í Rvík mesta innbrotið af þessum öll« um var framið í bifreiðaverzl- un Kr. Kristjánssonar við Suð- urlandsbraut. Þar voru þríp t stuldi, sem þeir hafa þjófar að verki og stálu alí- þessum mánuði, nær miklu magni af verkfærum. En | til þess að koma verkfærunum fyrirhafnarlítið heim stálu þeir bíl til að aka þýfinu, skiluðu bílnum síðan á sinn stað og, læstu á eftir sér. innbrut Rannsóknarlögreglan : hefur nýlega handtekið 14 unga ] pilta, á aldrinum 15—18 ára, 'sem játað hafa á sig samtals 24 | innbrot oj framið í öll í Reykjavík. Hafa þeir verið frá einum og allt að sex í hverju innbroti og ýmsu verið stolið öðru en pen- ingum. Mest er það þó sælgæti, gosdrykkir, tóbaksvörur og út- varpstæki. Eitt sögulegasta og sennilega Óhagstæður vöru- skiptajöfnu&ur 282 millj. kr. Samkvœmt yfirliti Hagstof- unnar um viðskipti íslands við útlönd, var verzlunarjöfnuður- inn óhagstœður í septemberlok s.l. um 281.8 milij. kr. Á sama tíma í fyrra var verzl- unarjöfnuðurinn óhagstæður um 213.4 millj. kr. í s.l. septembermánuði voru vörur fluttar inn fyrir 111.5 millj. kr. en út fyrir 75.3 millj. Alls hafa vörur verið flutt- ar inn það sem af er árinu fyr- ir röskar 1000 millj. kr. en út fyrir rúmlega 750 milljónir. k Það gerðist nýlega í þorpi nokkru á Englandi, að prest kona nokkur fyrirfór sér með því að skrúfa frá gas- inu. Maður hennar lagði lík hennar í rúm og leyndi lækni og lögreglu, að hún hefði fyrirfarið sér til þess að illmælgi yrði ekki til að kasta rýrð á minningu henn- ar, en líkskoðunar var kraf- ist, og kom þá hið sanna í I Ijós. Varð þetta til þess, að fráfall konunnar vakti miklu meiri athygli en ella. Önnur innbrot — og stuld- ir — voru m. a. á eftirtöldum stöðum: Verkamannaskýlið, bílasöluna Ingólfsstræti 9, (ea þar var stolið lyklum að bíl- um til þess að geta náð sér í f ar- artæki), timburverzlun Árna; Jónssonar, íssjoppu í Garða- stræti 2, afgreiðslu Skipaút- gerðar ríkisins, ísborg í Eski- hlíð 4, sjoppu á Hvolsvelli, fé- lagsheimili Vals og Fram, tvisv- ar brotizt inn í Skeifuna, bill- iardstofu í Einholti 2, bílaverk- stæði við Miklubraut, verzlun á Grettisgötu 64, verzlun Hjalta Lýðssonar, söluturn á Gnoða- vogi 46, radioverkstæði í Skip- holti 9, Verzlun Silla og Valda, Vesturgötu 29 og verzlunina Fjólu á sama stað, söluturn á Vesturgötu 2 og loks í Bólstur- gerðina og Veitingahúsið Röð- ul við Lönguhlíð. Enn fremur stálu þeir tveimur bifreiðum, R-10796 og R-930, en sú síð- arnefnda er í eígn Sakadómara- embættisins. Einn þessara 14 pilta hefur verið þátttakandi í 10 innbrot- anna, hann er 16 ára gamall og hefur einu sinni áður komið við sögu lögreglunnar í sambandi við þjófnað. Sá næst duglegasti er viðriðinn 9 innbrotanna. Hann er 18 ára og hefur ekki gerzt brotlegur áður. Þrír þess- ara pilta hafa ekki komið við sögu hjá lögreglunni fyrr en nú. Þess má geta að þýfið er að mestu leyti etið, drukkið og reykt — sem unnt var að eyða, —r en annað var selt. USA ballettinn á Reykfavikiirvelll. Hiðraðir við miðasöSti. Kl. G síðdegis £ dag lenti KLM flugvél á Reykjávíkurflugvelli með USA ballettinn, sem kem- Ur hingað frá Lissabon. Hinn frægi 40 manna ballett- flokkur mun halda hér 4 sýn- ingar og líkur eru til þess að flokkurinn fáist til að halda eina sýningu í viðbót því svo gífurleg hefur eftirspurn eftir miððum verið á sýninganar. Áð ur en miðasalan fyrir sýningarn ar hófst mynduðust langar bið- raðir af fólki fyrir þessar fá- gætu sýningar sem í vændum eru. USA-ballttinn hefir imdir stjórn Jerome Robins farið glæsilega sigurför um Evrópu og þykir nú að þessari för lokinni óviðjafnanlegur í nú- jtíma ballet. Skemmdarverk hafa verið framin á kjarnorkuknúna kafbátnum Nautilus, að þvi er sagt er í blöðum vestan hafs. Hefur það komið fyrir tvívegis, að skorið hefur ver- ið á leiðslur í kafbátnum, og hefur rannsókn ekki leitt í Ijós, hver valdir eru að spjöll unum. Nautilus er elzti kjam orkuknúni kafbáturinn bandariski. Hann er nú í klössun. Samvinnufélag í London (London Cooperative So- ciety) var sektað um 3 stpt. Það hafði fundizt sement í mjólk frá félaginu. fariirki’lfi í falliil! I dðf. Stjórn Landsmálafélagsins Varðar hefur ákveðið, að Varðarkaffið hefjist að nýju að loknu sumarhléi og verður fyrsta Varðarkaffi að þessu sinni í Valhöll í dag klukkan 3—5 s.d. Fyrir tæpum þremur árum tók stjórn Varðar upp' þá nýbrejdni í félagsstarfinu að gefa Varðarfélögum og öðru Sjálfsfæðisfólki kost á því að koma saman á laugárdögum til síðdegiskaffidrykkju í félagsheimili Sjálfsíæoismanna, Vallhöll. Tilgangurinn með þessari starfsemi er að gefa mönmun tækifæri til þess að hitlast til nánari kynna og viðræðna um sameiginíeg áliugamál. Varðarkaffið er nú orðinn vinsæll liður í félagsstarfi Varðar og vill stjórn félagsins eindregið hvetja Varðar- félaga og annað Sjálfstæðisfólk til að mæta. Einhverjir af forustumönnum Sjálfstæðisflokksins munn mæta í Varðarkaffinu hverju sinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.