Vísir - 31.10.1959, Blaðsíða 4

Vísir - 31.10.1959, Blaðsíða 4
YlSIft Laugardaginn 31. október 1950 vfsis DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. Yíslr kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blað'síður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði, kr. 2.00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan k.f. r KIRKJA OG TRUMAL: Hinn mikli flokkur. Þjóðvarnaratkvæiin. Þjóðviljinn í gær eys úr skál- um reiði sinnar yfir Þjóð- varnarflokkinn fyrir það, að hann leyfði sér að bjóða j fram til Alþingis. Á það, að ! sögn Þjóðviljans, að hafa I valdið því, að kommúnistar j eru tveimur færri á þingi en j ella hefði orðið. Væri þetta j rétt hjá Þjóðviljanum, ættu j Þjóðvarnarmenn miklar þakkir skilið fyrir framboð sitt, því að þótt of stór hluti þjóðarinnar hafi ekki áttað sig á því enn, er framtíð i; hennar og frelsi undir því ' komið, að áhrif kommúnista fari minnkandi. Fylgi kommúnista hér á íslandi ber vott um mikinn van- • þroska þjóðarinnar í stjórn- ' málum. í öllum öðrum lýð- ræðislöndum liggur straum- urinn frá kommúnisma, að svo miklu leyti sem hægt er að tala um að hann hafi ver- ið til í sumum þeirra. Reynslan hefir leitt í Ijós, að sósíalisminn er úrelt stefna, sem á engan hátt get- j ur samrýmst hugsun og lífi j nútímamanna, enda eru al- ’ þýðuflokkarnir út um heim sem óðast að hverfa frá þeim kennisetningum sem komm- únistar hafa fyrir æðstu boðorð meðan þeir eru að reyna að ná völdum. Það er viðurkennt af komm- unistum hér, jafnt sem öðr- um, að alþýðá manna búi hvergi við betri kjör en hér á íslandi. Þetta þakka komm- únistar sér, en sannleikurinn er sá, að þetta hefir áunnizt þrátt fyrir skemmdarstarf- semi þeirra. Hefði þeim t. d. ekki tekizt að æsa til verk- fallanna miklu 1955, væri hagur almennings nú ennþá betri en hann er og máttur íslenzks gjaldmiðils ekki eins lítill og raun ber vitni. Nú hafa kommúnistar í hótun- um að halda þessari iðju sinni áfram með öllum þeim ráðum, sem tiltæk kunna að verða. Með því móti ætla þeir að reyna að þröngva sér inn í ríkisstjórn. En hvaða flokkur eða flokk- ar, sem tækju þá með sér í stjórn, af ótta við slíkar hót- anir, myndu komast að raun um, að þeir framkvæma þær ekki síður þegar þeir eru komnir í ráðherrastól- ana, þótt með riokkuð öðrum hætti sé. Sú reynsla er þegar fengin, og af henni ættu lýð- ræðisflokkarnir að hafa lært svo mikið, að þeir legðu ekki út í fleiri ævintýri af því tagi. Það er átakanleg sönnun fyrir þeirri óreiðu og sundrungu, sem ríkt hefir í íslenzkum stjórnmálum, að þeir flokk- ar, sem vilja verja hið lýð- ræðislega þjóðskipulag fyrir árás kommúnismans, skuli ekki hafa getað staðið ein- huga saman gegn þeirri hættu, sem óhjákvæmilega leiðir af því, að leiða fjand- menn þjóðskipulagsins upp í ráðherrastóla. En hver er þá sannleikurinn í þessari fullyrðingu Þjóð- viljans um afleiðinguna af framboði Þjóðvarnarmanna. Hvaða vissu hefir Þjóðvilj- inn fyrir því, að allir sem kusu lista Þjóðvarnarmanna, hefðu kosið lista kommún ista að öðrum kosti? Þetta er vitanlega helber fjarstæða. Fjöldinn allur af því fólki, sem nú kaus Þjóðvarnar- listann, eru kjósendur úr öllum hinum flokkunum, sem af ýmsum ástæðum hafa verið óánægðir með stefnu þeirra og verk og notuðu tækifærið til þess að láta þá ■ óánægju í ljós með þessum hætti. Hiris vegar hefði öll- um þorra þessa fólks ekki . dottið í hug að fara að kjósa lista kommúnista, ef Þjóð- varnarmenn hefðu ekki boð- ið fram. Margt af því eru eindregnir andstæðingar kommúnista og myndu aldrei greiða þeim atkvæði. Þessi samsetningur Þjóðvilj- ans er því rakalaus vitleya frá upphafi til enda. Samir við sig. Misnotkun á valdaaðstöðu til embættisveitinga hefir löng- um einkennt stjórnarferil vinstri flokkanna. Fram- sóknarflokkurinn gaf for- dæmið í þeim efnum og hefir jafnan fylgt þeirri reglu, að flokksliturinn einn skuli skera úr um hæfni umsækjenda. Alþýðuflokk- urinn hefir einnig fylgt i þessari reglú trúlega og er löngu orðinn frægur fyrir að pota sínum mönnum í góðar stöður, þótt aðrir hæfari hafi verið í boði. Síðasta dæmið um þetta er veiting póstmeistaraembætt- isins í Rvk. Þar er gengið fram hjá manni, sem verið hefir í þjónustu póstsins síð- an 1920, margsinnis gegnt embætti póstmeistara í fjarverum og forföllum, og Á morgun, fyrsta sunnudag í nóvember, höldum vér allra- heilagra-messu, mikilvæga, dýr- lega kirkjuhátíð. Guðspjall dagsins er upphaf fjallræðunn- ar, sæluboðskaparins og í kirkj unum verður minnst hinna mörgu trúu þjóna Drottins í gegnum kynslóðum, allt frá dögum postulanna, þeirra, sem reyndust trúarhetjur, gengu veg helgunarinnar, veg hlýðn- innar við köllun Guðs, við boð- skap sannleikans og réttlætisins og kærleikans, við rödd sam- vizkunnar, þótt vegurinn væri grýttur og þyrnum settur og þótt hann yrði þjáningabraut í hvers konar háska og ofsókn allt til dauða, píslarvættis- dauða. Heilagt fordæmi þessa mikla, hvíta flokks og heilög örlög þeirra, sem hann skipa, er gagnlegt íhugunarefni öllum kristnum mönnum og háleit, vekjandi hugleiðing. Eg hafði hugsað mér að skrifa hugvekju í tilefni þessa kirkju- dags og minna á líf hinna heil- ögu í fortíðinni og stórfenglega lýsingu opinberinnarbókarinn- ar á örlögum þeirra í dýrð Guðs eilífu nálægðar. En nú hefur það gerzt, sem breytir fyrirætl- ' un minni, og í stað þess að ræða ' um lýsandi fordæmi hinna heil- ögu í heiminum og dýrlegt hlut- J skipti þeirra í eilífu lífi, ætla ég að minna á þá mörgu í okkar 1 kynslóð, sem búa við hina sár- | ustp neyð og eymd og allsleysi, sem engu tali tekur, hvað sem trú þeirra kann að líða og sið- ferðisþroska, menn, sem eru svo illa settir í þessari kynslóð hinna miklu tæknilegu sigra, félagsþroska, samhjálpar og mannúðar, að þeir búa við á- takanlegri neyð en svo, að við, íslenzkur almenningur í góðum lífskjörum og skipulagðri sam- hjálp þjóðfélagsins, höfum í- myndunarafl til þess að gera okkur grein. fyrir að þvílík ör- lög geti verið búin nokkrum mönnum í dag. Þetta er kallað flóttamanna vandamálið og er eitt af ein- kennum tímanna, sem við lif- um á, og menningar jarðbúa á þessari öld. Ein afleiðing styrj- aldanna og átaka milli þjóða og stjórnmálastefna er sú, að millj- ónir marina, sem ekkert hafa til saka unnið, hafa hrakizt frá heimilum sínum og lifa við alls- leysi. Þá skortir ekki aðeins brýnustu lífsnauðsynjar, húsa- skjól, föt og fæði. Þeir hafa enga atvinnu, hve vinnufúsir sem þeir eru eiga ekkert heim- ili, ekkert föðurland, enga möguleika, engan rétt, enga von um bjartari framtíð. Þann- ig lifir þetta vonarsnauða fólk ár eftir ár, langþreytt og lang- reynt, og dregur fram lífið í flóttamannabúðum eða hreys- um eða undir berum himni í hafði einróma meðmæli póststjórnarinnar til starfs- ins. Þessi embættisveiting er Ijótur blettur á ráðherraferli Em- ils Jónssonar. Dettur nokkr- um í hug, að hann hafi geng- ið fram hjá Sveini Björns- -syni, ef hann hefði verið Alþýðuflokksmaður? ' skjóli við veggi og húsatröpp- ur. Sumir betla sig áfram frá degi til dags, sumir snuðra í ruslatunnum og seðja hungur sitt á útköstuðum leifum, sum- ir eru svo heppnir að geta not- ið matargjafa hjá hjálparstofn- unum. Fyrir framan mig á borðinu liggja nokkur bréf og bækling- ar eum þeta málefni. Þar er að finna lýsingar ábyrgra manna á bágindum þessa nauðstadda fólks, nokkrar frásögur af ein- staklingum og myndir af þeim. í Hong Kong er mikill fjöldi flóttamanna í sárustu örbyrgð. ] Þar er ekkjan Wan Oi. Hún er 39 ára og hefur verið ekkja í 5 ár, hjá henni eru börnin henn- ar þrjú, of ung til að geta unn- ið. Síðustu tvö árin eru þau bú- in að hafast við í smákofa, gólf- flöturinn er 6 fet á lengd, 8 á breidd. Sjálf er hún lömuð á vinstri hlið. Hvað má vera þeim til bjargar? Engar tryggingar, engar fjölskyldubætur, enginn ekknastyrkur. Klæðlítill, magur og veiklu- legur drengur bíður þolinmóð- ur í húsasundi, skjálfandi af kulda. Bráðum verður matar- leifum fleygt út úr þessu húsi, þá verður e. t. v. hægt að seðja sárasta sultinn. Hann heitir Kwong Chi-cheong, 11 ára, lít- ill eftir aldri, greindarlegur á svip og í tali. Hann er foreldra- laus, en á 13 ára systur, sem stundum fær snúninga í húsi. Þau hafast við tvö ein í litlu kofaræksni. Þannig lifir þetta þjáða fólk. Og ofan á skort þess bætast margvíslegir sjúkdómar, sem auka enn á kröm þess. Meðal flóttamanna í Hong Kong .pr berklaveiki svo útbreidd, að 95% allra flóttamanna þar, yf- ir 14 ára aldur, sem skýrslur ná yfir, eru sýktir af henni á ein- hverju stigi. Fæðuskorturinn, klæðleysið, skjólleysið dregur úr mótstöðuaflinu gegn sjúk- dóminum og gerir baráttuna við hann oft næsta vonlitla. Á undanförnum árum hefur verið unnið umfangsmikið hjálparstarf fyrir nauðstadda flóttamenn í heiminum. Ýmsar kristnar kirkjudeildir hafa unn- ið þar mikið kærleiksverk. Lút- erska heimssambandið hefur unnið stórvirki í þessum mál- um. Það hefur hjálpað miklum l fjölda manns til þess að flytj- ast til Ámeríku, einkum til hinnar litt numdu Suður-Ame- ríku, og stofna þar heimili og koma fyrir sig fótum þar. Það hefur starfrækt hjálparstofnan- ir í flóttamannabúðum og út- býtt fatnaði og matargjöfum. Þjóðkirkja íslands er meðlim- ur í Lúterska heimssamband- inu, og hún hefur beitt sér fyr- ir þátttöku íslenzku þjóðarinn- ar í þessu mannúðarstarfi. E. t. v. finnst mönnum, að skerfur okkar fámennu þjóðar muni hrökkva svo skammt í þetta hyldýpi neyðarinnar, að varla taki því að hefjast handa. En þetta er hinn mesti mis- .skilningur, Þótt þeir verði auð- vitað tiltölulega fáir, sem njóta islenzkra gjafa, þá verður hjálp- in kærkomin' og mikils virði þeim, sem hennar njóta. Og við höfum þá sérstöku aðstöðu, að einmitt sú vara, sem við helzt gætum sent til gjafar, er mjög mikilvæg fyrir vannært og veiklað f.lk. Það er skreið og þorskalýsi. Fiskurinn, sem íslenzka þjóð- kirkjan sendi til flóttamanna- búða Araba í Jórdan, var þeg- inn með þakklæti. Læknar þess- ara búða hafa haft sérstakar á- hyggjur vegna protein skorts fæðunnar þar, einkum vegna barnanna. Þess vegna var fisk- inum fagnað, og hvaðan að bár- ust stjórn flóttamannabúðanna beiðnir um þetta hnossgæti. í Hong Kong var þorskalýsinu fagnað sem mjög mikilvægri hjálp, ekki sízt vegna þess hve nauðsynlegt er að styrkja við- námsþrótt barnanna gegn berklaveikinni. Biskupinn yfir íslandi hefur ávarpað þjóðina og kvatt hana til samstilltra átaka til hjálpar. Á morgun hefst söfnunin í kirkjum landsins. Söfnuninni mun haldið áfram á næstunni. Vonandi verður þátttakan mikil og almenn. Sumum þykir e. t. v. sem þeir séu tæplega aflögufærir. En til er ágætt ráð, sem gerir mönn- urn fært að leggja fram sinn skerf án þess að hafa af því fjár- hagslega byrði. Það er að neita 1 sjálfum sér um einhvér lífsþæg- indi eða munað um stund og gefa andvirðið. Á morgun skulum við minn- ast hins rnikla hvíta flokks, i hinna helgu manna, frumherja i kristinnar trúar og hugleiða for | dæmi þeirra. Það sem gerði þá I helga og gaf þeim sigur í lífi og dauða og gerði þá að lýsandi leiðarljósum okkar hinna, var kærleikur Krists, sem þeir höfðu mætt og þekkt og orðið gagnteknir af, svo að þeir urðu sjálfir rótfestir í kærleikanum, og hann varð þeirra eigind og orkulind. Veginn til sigurs gengu þeir með þeim hætti, að þeir fetuðu í fótspor Krists, hans, sem gerði málstað hinna umkomulausu að sínum mál- stað, er hann gaf kynslóðum lærisveina sinna þessa knýjandi lífsreglu: Það, sem þér gerið einum þessara minna minnstu bræðra, það gerið þér mér. Minnumst þá einnig á morgun hins mikla flokks í þrenging- unni meðal vor, þeirra, sem bera þjáningar og þunga nauð vegna mistaka og kærleiks- skorts vorrar kynslóðar. Neyð þeirra liggi oss þungt á hjarta. Flóttamennirnir. Eins og frá var skýrt í blaðinu í gær fer fram fjársöfnun, sem prestar beita sér fyrir að for- göngu biskups, í þágu flótta- manna. Munu prestar hvetja til þess í ræðum sínum, að menn, sem aflögufærir eru, láti eitthvað af hendi rakna í þágu þeirra landlausu og lánlitlu milljória, sem leitast er við að hjálpa. Mik- il hjálp hefur verið veitt á und- angengnum árum, en allt of litið hefur miðað að því marki, að út vega þessum milljónum sama stað, einhvers staðar í heiminum, þar sem þeir geta fengið réttindi á borð við það sem aðrir njóta. Á Flóttamannaárinu, sem nú er, er reynt fyrii’ frumkvæði Sam-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.