Vísir - 05.11.1959, Blaðsíða 8

Vísir - 05.11.1959, Blaðsíða 8
, Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. ' Látið hann fœra yður fréttir og annað lestrarefni beim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. WÍSIK. Finimtudaginn 5. nóvember 1959 Munið, að Jjeir sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Eisenhower heimsækir níu lönd i þrem álfum. Ferð hans til Delhi vekur sérstaka athygli vegna ofbeldis Kína gegn Indlandi. Eisenhower Bandaríkjafor- . seti tilkynnti á fundi með' . fréttamönnum í gær, að haiin , ætlaði sér að heimsækja 9 lönd . í Evrópu, Asíu og Afrík.u í 36 þúsund kílómetra ferðalagi í næsta mánuði. — Mesta at- hygli vekur, að hann ætlar allt .til Afghanistan, Pakistan og Indlands. , Forsetinn hyggst leggja úpp .í ferðina 4. des og hafa heim- . t _sott 8 lönd, fyrir Parísarfúnd ■ leiðtoga Vesturveldanna 19. J des., en heim til Bandaríkjanna ætlar hann að vera kominn fyrir jól. Það er í heimleið, sem hann heimsækir 9. landið — Marokkó. Evrópulöndjn eru þessi auk , Frakklands: ítalia, Grikkland og Tyrklandi, Asíulöndin hin fyrrnefndu og íran. Aðvörun. Stjórnmálafréttaritarar telja Indlandsferðina mikilvægasta 15 nýjar hjúkr- unarkonur. í lok október mánaðar braut- skráðust eftirtaldir 15 nemend- 4ir frá Hjúkrunarkvennaskóla Islands. Anna Sigurbjörg Hafsteins- ■dóttir frá Gunnsteinsstöðum, Langadal, A.-Hún. Auður Hauksdóttir frá Hafnarfirði. Bergljót Edda Alexandersdótt- ir frá Reykjavík, Dóra Sig- mundsdófctir frá Reykjavík, Geir Friðbergsson frá Reykja- vík, Guðrún Bjarnadóttir frá Reykjav. Halldóra Guðmunds- dóttir frá Stóru-Drageyri, Skorradal, Borg. Hrefna Maren Ólafsdóttir frá Reykjavík, Ingi- björg Marinsdóttir frá Akur- eyri, María Guðrún Sigurðar- dóttir frá Reykjavík, Ólína Guðmundsdóttir frá Patreks- firði, Rannveig Sigurbjörns- dóttir frá Reykjavík, Rögnvald- ur Skagfjörð Stefánsson frá Reykjavík, Svala Bjarnadóttir frá Siglufirði, Una Oddbjörg Guðmundsdóttir frá Reykja- vík. Blóðbrullaup. „Blóðbrullaup" Lorck verð- ur sýnt í Þjóðleikhúsinu ann- að kvöld og er bað 7. sýning á leikritinu. ,,Blóðbrullaupið“ er talið eitt mesta skáldverk þessarar ald- ar og er óhætt að ráðleggja öllum þeim, sem unnu fögrum skáldskap að sjá þetta leikrit. Myndin er af Regínu Þórðar- dóttur í hlutverki tengdamóð- tirinnar. ög eitt helzta Lundúnablaðið ségir, að hún sé greinilega að- vörun til kommúnistastjórnar- innar kínversku um. að Banda- rikin muni hefja viðræður um öryggi íslands við stjóriíina í Dehli, ef Kína haldi áfram að beita ofbeldi á landamærum Indlands og reyna ná undir sig' indversku landi. Heimsóknin til Evrópulanda, segja blöðin, sýnir hve mikilvægt hann tel- ur samstarfið í vestri. D. T. minnir á, að það hafi komið greinilega fram hjá Nikita Krúsév, bæði er hann ræddi við Eisenhower í Davisbúðum og Mao í Peking, að hann vill halda aftur af kínverskum kommúnistum og fá þá ofan af að vera með uppsteit við Ind- verja. Blaðið Scitsman telur, að viðræður Eisenhowers við leið- toga á þessu mikla ferðalagi, muni reynast gagnlegar, og undirstaða frekari samkomu- lagsumleitana. Hcilsufar. Fregin um, að Eisenhower myndi fara eins langt og víða og í ljós kom, vakti undrun fréttamanna. Yfirleitt furða menn sig mest á því hve for- setinn er nú heilsugóður orð- inn, jafnhætt og hann var kom- inn um tíma. Hann lagðist ný- lega i sjúkrahús til skoðunar, i og var tilkynnt eftir á, að hann væri við beztu heilsu Seigur er Chaplin. Er á 70. árinu á von á 7. barninu. Oona Chaplin, unga og geð- þekka kona kvikmyndalcikar- ans Charlic Chaplin, á von' á aS cignast sjöunda barn sitt núna í mánaðarlokin. Hún er hin ánægðasta yfir hópnum sínum og hefur ekk- ert á móti að halda áfram, þvi fleiri því betra og ánægjulegra, segir hún, en Charlie er nú orð- inn þreyttur og telur nóg kom- ið. Hann er nú á sjötugasta aldursári. Hann er annars að skrifa endurminningar sínar um þessar mundir, en ekki hefur nein ákvörðun verið tekin um birtingu þeirra. Þau hjón eiga heima við Genfarvatn, Svisslandi. Þau eiga 4 telpur og tvo stráka. — Þrjár telpnanna eru í heima- vistarskóla í Lausanne, en sú yngsta, sem er líkust föður sínum, er ekki nema fimm missera. PPIP.í*' ‘ * ’ 'V, i’r 'r’ 'r‘,~ré-1 V, J Pað er ekki nóg, að F-eneyjar sé umflotnar á alla vegu, heldur geta einnig komið flóð þar, svo að götur og torg fari í kaf. Þessi mynd var tekin á föstudaginn á Markúsartorgi og sýnir, hvernig lagðar voru brýr um torgið, en sumir hikuðu þó ekki við að vaða. r Onýtar togvindur í nýju færeysku togurunum. Frá fréttaritara Vísis. Thorshavn í nóv. Færeyingar hafa verið sér- staklega óheppnir með togvind- urnar í togurunum sem þeir létu smíða í Portúgal. B.v. Leivur Össurarson hefur verið frá veiðum af þessum sökum í hálfan annan mánuð og þykj- ast eigendurnir illa sviknir og óánægjuraddir heyrast víða í ejunum. Hið sama má segja um Fugla. fjarðartogarann Ólav helga. Hann er farinn til Danmerkur að láta styrkja spilið eftir föng- um áður en hann leggur af stað í fyrstu veiðiferð. Hinn nýji togari, sem þeir í Vági fá, þarf einnig á lagfæringu að halda. Það horfir illa í síldarsöltun- armálum Færeyinga. Enn er allt óráðið hvernig fer með síld- ina og birgðir eru óseldar frá í fyrra. Færeyingar kenna Dön- um um að ekki hefur tekist að selja síldina og láta það fylgja sögunni að hin fyrri ár hafi færeyska síldin verið seld Podola hengdur í morgun. Náðunarbeiðni Podola hefur vcrið synjað. — Aftakan fór fram í morgun með hengingu. Butler innanríkismálai'áð- herra Bretlands tilkynnti í gær, að hann sæi enga ástæðu til þess að verða við náðunar- beiðninni. Podola drap sem kunnugt er lögreglumann í London í sum- ar. fyrir minna verð en önnur síld á sama markaði. Geta ekki þurkað kjöt. Óvenju miklar úrkomur hafa verið í Færeyjum í haust. Kem- ur þetta sér illa við bændur og aðra sem ætla sér að þurka hvalkjöt, þjóðrétt Færey- inga sem þykir jafn ómiss- andi og hangikjöt á íslandi. í rigningartíð vill kjötið maðka og verður þá óætt. Sumir hafa tekið það ráð að þvo það upp úr saltpækli, en aðrir nota nú- tíma tækni og hafa keypt sér viftur til að blása á kjötið. Elzti leikari Bretlands, A. E. Matthews, verður 90 ára í þessum mánuði. Hann leik- ur enn í sjónvarpi. Samið um Nílarvatn. Á fundi Sudans og Arabiska sambandslýðveldisins um vatns réttindi í Níl, vatsmiðlun o.f!., hefur að sögn náðst algert sam- komúlag. - - - : Fundurinn vár háidinn í Kairo og er gert ráð fyrir, að samningar verði undirritaðir á morgun. -Jaf-nframt værður undirritaður nýr viðskiftasamn- ingur milli landanna, sem er mjög hagstæður Sudan, þar sem Arab. sambandslýðv.eldið mun kaupa mun meira frá Sudan ea Sudan af því verður það til léttis Sudanbúum, vegna ým- issa útgjalda, sem leiðir af fram kvæmdum tengdúm virkjun Nílar. . _ . 9 S. þj. ræða á- form Frakka. Stjórnmálanefndin ræðir á- fram fyrirhugaðar tilraunir Frakka með kjarnorkuvopn, en þeir áforma að sprengja kjam- orkusprengju í Sahara eftir áramótin. „Það sem aðrir hafa gert,“ sagði aðalfulltrúi þeirra, Jules Moch, á fundinum í gær, „get- um við alveg eins gert.“ Hann kvað enga hættu geta stafað af tilrauninni vegna þess hve fjarri mannabyggðum hún yrði gerð og vegna víðtækra ör- yggisráðstafana. Hann benti á, að Rússar hefði gert slíkar til- raunir við Baikalvatn þótt tvær 100 þús. ibúa borgii’ væru þar ekki nem'a í 100 km. fjarlægð — og í 1000 km. fjarlægð byggju 10 milljónir manna. — • —“■ Góð aflasala í Grimsby. Gylfi frá Patreksfirði seldi afla sinn í Grimsby nýl., 172 lestir fyrir 13.781 sterlings- pund. Þatta er afbragðs sala. Gylfi var þriðji togarinn, sem seldi í Grimsby.Þá seldi 76 lesta báturinn Stairafell frá Ólafs- firði 37 lestir fyrir 2755 sterl- ingspund í Aberdeen í gær. Hæstiréttur: StúEka fær yfir 20 þús. kr. — vegna andlegs áfalls af völdum hermanns. Ung stúlka, sem var við næt- urvörzlu í bílstöð í Keflavík, fyrir nærri 4 árum, kærði yfir framkomu fjögurra hermanna í stöðinni, krafðist 42 þús. króna í bætur, voru dæmdar 10,650 krónur í undirrétti, en fékk það með Hæstaréttardómi í gær hækkað í 20,650 krónur. Tildrög voru þau, að í janúar 1956 var Unnur Aldís Svavrs- dótíir, 17 ára, frá Laufási í Ytri Njarðvík á næturvakt 1 Aðal- stöðinni í Keflavík. Komu 4 hermenn inn saman og tóku að gera stúlkunni ónæði. Undir- réttur komst ekki vel að raun um, hvað gerzt hafði, en þó sannaðist, að hermennirnir komu óviðurkvæmilega fram við stúlkuna, og vottaði læknir, að hún hafi orðið fyrir andlegu áfalli af þeirra völdum. Hæstiréttur hækkaði sem sagt bótadóm undirréttar um tíu þúsund krónur, og verður ríkis- sjóður vegna varnarliðsins að punga út með 20,600 krónur i bætur og 6000 kr. í málskostnað.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.