Vísir - 18.11.1959, Blaðsíða 12

Vísir - 18.11.1959, Blaðsíða 12
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir og annað lestrarefni beim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-80. Munið. að þeir sem gcrast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Miðvikudaginn 18. nóvember 1959 Adenauer ánæglur þrétt fyrir kulda Breta. Hróp gerð að honum við komuna og blöðin ræða flest annað en komu hans. í brezka útvarpinu í morgun var svo að orði kveðið, að við- ræður Harolds Macmillans for- sætisráðberra og Konrads Ad- enauers kanzlara Vestur-Þýzka lands, hefðu farið vel af stað, en í gærkvöldi hermdu fregnir, að Adenauer liefði verið kulda- lega tekið við komuna til Lon- don, og jafnvel gerð óp að hon- Bm. | Aðeins eitt blaðanna ræðir komu hans og sambúð Breta og Vestur-Þjóðverja í ritstjórnar- igrein í morgun. Það er Daily Mirror, róttækt blað, sem hvet- ur eindregið til þess, að þeir taki málin fyrir frá rótum' og ræði þau af fullri hreinskilni. Blaðið aðhyllist þá skoðun, að halda verði hvern fund æðstu manná á fætur öðrum, og sé það ekki sízt mikilvægt, að vel takist með fyrsta fundinn. ‘Bendir blaðið Adenauer á, að gæta þess að taka ekki þá af- stöðu, að það geri vestrænu fulltrúunum erfitt fyrir í skipt- Um við Krúsév, þegar fundurj Seðstu manna verði haldinn. ft gærmorgun voru ritstjórnar- greinar um komu Adenauers! og vandamálin í nær öllum blöðunum. Ráðherrar segi af sér. Sex ráðherrar á Ceylon liafa farið fram á, að þess verði kraf Sst, að Stanley de Zoysa fjár- málaráðherra, og Valentine Jajawickrema dómsmálaráð- herra , segi af sér. Ráðherrar þessjjr hafa verið bornir þeim sökum, að hafa verið viðriðnir samsærið gegn Bandaranika, forsætisráðherr- anum, sem myrtur var. Verði kröfunni mn, að þeir fari frá hafnað, má vera, að sjö ráðherrar biðjist Iausnar, og þingrof verði ,óhjákvæmilegt. Sir Winston laáinn. Svo hafði verið ráð fyrir gert, að dr. Adenauer sæti miðdeg- isverðarboð ásamt Sir Winston Churchill fyrrum forsætisráð- herra, en af því gat ekki orðið sökum lasleika Sir Winstons, sem er senn hálfníræður. En Macmillan og Adenauer voru í samkvæmi Brezk-þýzka fé- lagsins og fluttu þar stuttar ræður. Macmillan sagði, að Bretar og Þjóðverjar hefðu ver- ið andstæðingar í tveimur styrjöldum, en það væri liðið, og komnir væru tímar sam- starfs og væri nú allt undir því komið, að traust væri væri end- urvakið og friður héldist. Viðtökurnar glöddu hann. Adenauer sagði, að viðtök- urnar í London hefðu verið vin- samlegar, og þær hefðu glatt sig. — Hrakspár vestur-þýkra blaða um móttökurnar í Lond - on hefðu ekki ræzt. Barnaheimili Thorvaldsens- félagsins rís senn. Jöiamerki féhgslns komlð út, saía hefst í dag. Jóiamerki Danmerkur í ár. Mikojan kom hér við. Anastas I. Mikojan, varafor- sætisráðherra Sovétríkjanna, átti leið um Keflavíkurflugvöil í gær. Kom flugvél hans, sem var af gerðinni IL-18, laust fyrir klukkan tíu og fór aftur eftir tvær stundir. Á meðan ræddi ráðhérrann við ýmsa íslenzka aðila, sem tóku á móti honum, en meðal þeirra var Gylfi Þ. Gíslason, menntámálaráðherra. Fannst rænu- laus á götu, , * I gærkveldi, á 11. tímanum, fannst ölvaður maður liggjandi á götu á Grenimel hér í bænum. Maðurinn var meðvitundar- laus þegar að var komið og var lögreglunni gert aðvart um Þau urðu samterfta í eilífðina. Fiiinsk snrgarsaga í Daiimörku. Frá fréttaritara Vísis K.ltöfn í fyrradag. Mikið hefur verið ritað og rætt hér í landi um dularfull- an atburð, er varð liér fyrir nokkru, en lögreglan hefur nú upplýst málið að nokkru. Það hófst þannig að veiði- menn nokkrir fundu tvö lík, af konu og karli, er sátu upp við tré úti í skógi á Jótlandi. Líkin höfðu auðsýnilega verið þarna nokkuð lengi þegar þau fund- ust eftir útliti þeirra að dæma. Við fyrstu rannsókn var álitið að þarna hefði verið framinn hroðalegur glæpur, en nú virð- ist ljóst að um tvöfalt sjálfs- morð hefur verið að ræða. Maðurinn og konan reyndust Afli Ncrðmanna meiri ai vöxtum en verlmæti. ¥ar orðbn yfsr ©35 þús. SestSr á nilðfm árL Frá fréttariíara Vísis. Osló á laugardag. Aflamagn Norðmanna og verðmæti aflans jókst að mun á fyrra helmingi þessa árs mið- að við sama tímabil á sl. ári. Ráðuneyti sjávarútvegsins hefir skýrt svo frá, að í júlílok hafi aflinn verið orðinn 935.045 lestir að verðmæti upp úr sjó numið rúmlega 436 millj. n. kr. Á sama tíma á sl. ári nam aflinn 837.212 lestum, og verðmætið til bátanna var 352.9 millj. kr. Er aukningin annars vegar næstum 116 þús. lestir, og hinsvegar um 83.5 millj. kr. Fróðir menn segja, að aukn- ingin sé fyrst og_ fremst því að þakka, að Norðmenn hafi auk- ið fjölbreytni veiða sinna, og þar hafi til dæmis botnvörpu- veiðar á Norðursjó mikið að segja. I Bræðslusíldaraflinn við ís- land varð í ár 25.000 lestir, en í ! fýrra 19.800 lestir. vera Finnar, sem voru á ferð í Danmörku, og hefur tekizt að rekja feril þeirra þar. Síðast er til þeirra vitað áð þau tóku sér far saman með vagni til Silkiborgar, en stigu úr vagn- inum áður en komið var til á- fangastaðar og gengu inn í skóginn. Líkin fundust síðan sitjandi saman, eins og áður er sagt, og hélt maðurinn utan um konuna, Byssan, sem varð þeim að bana, fannst hjá þeim. Mað- urinn reyndist vera verzlunar- maður frá Helsingfors, en um nafn konunnar er ekki vitað enn. Ný stjórn ríthöfunda- sambandsms. Rithöfundafélag íslands kaus eftirtalda menn í stjórn Rithöf- undasambands' Islands á aðal- fundi sínum 1. þ.m.: Björn Th. Björnsson, Einar Braga Sigurðs son og Friðjón Stefánsson, og varamann Jón úr Vör, Áður ltafði Félag íslenzkra rithöf- unda kosið þá Guðmund Gísla- son Hagalín og Stefán Júlíus- son í sambandsstjórnina, og varamann Indriða Indriðason. Hin nýkjörna stjórn Rithöf- undasambandsins hélt fyrsta fund sinn 9. þ.m. og skipti þá þannig með sér verkum: Björn Th. Björnsson formaður, Guðm. Gíslason Hagalín varaformað- ur, Stefán Júlíusson ritari, Friðjón Stefánsson gjaldkeri og Einar Bragi Sigurðsson með- stjórnandi. Út er komið jólamerki Barna uppeldissjóðs Thorvaldsensíé- lagsins, gullfalieg niynd af móð ur með barri, gerð af Gunnláugi Blöndal listmáiara, prentuð í fjórum liturm, Jólamerkið verður að vanda til sölu í öllum bókabúðum, Thorvaldsensbazar og svo póst- húsinu, og hefst sala þeirra í dag. Þetta er 46. árið, sem jóla- merki ThorvaSLdsensfélagsins kemur út, en tekjur af sölu þess llann- Var hann fluttur i svo sem aðrar tekjur félagsins,' Slysavarðstofuna, þar sem renna í barnauppeldissjóð, til hann komst von bráðar til byggingar barnaheimilis, sem meðvitundar og kvaxtaði þá nú er loks farið að hilla undir um innvortis þrautir. Var mað- byggingu á. Félagi hefur nú urinn geymdur í Slysavarðstof- loks fengið fjárfestingarleyfi og unni í' nótt til frekari rann- er nú ekkert léngur að vanbún- sóknar. aði með að hefja byggingar- Rúðubrot. Um miðnæturleytið í nótt var kært yfir því til lögregl- unnar að rúða hafi verið brot- iu í eldhúsi Tjarnarkaffis. Þar hafði stærðar múrsteini verið varpað inn um ruðuna, en ekki vitað hver valdur var að til- tækinu. Þá bárust lögreglunni einnig kærur út af allskonar stráka- pörum, m. a. þar sem tilraunir voru gerðar til að brjóta ljós- ker götuljósa. framkvæmdir, enda mun það nú byrja undirbúningsfram- kvæmdir. Félagið hefur fyrir löngu fengið úthlutað lóð við Sunnutorg ,og þar á barna- heimilið að rísa. Barnaheimilið, sem er ekki aðeins dagheimili, á að vera fyrir börn frá fæð- ingu og til 18 mánaða aldurs. Skipaútgerð > heiminum er nú í öldudal lcreppu, seg- ir í fregnum frá London. Mikil nauðsyn er nú, segja forystumenn, að rífa gömul og úr sér gengin skip, og yfirleitt treysta samstarf milli skipaeigenda. í gærlcvöldi kom hinn vinsæli söngkvartett Deep River Boys til Reykjavíkur með Viscount flugvél Flugfélags íslands. — Þessir vinsælu s'öngvarar munu koma fram á nokkrum skemmt- unum í Reykjavík á vegum Björgunarsveitar skáta. — Er þeir stigu út úr flugvélinni í gærkvöldi höfðu sumir orð á bví hvar allur snjórinn væri og furðuðu sig á því að hér skýldi vera hlýrra en í Glasgow. (Ljósm. Sv. Sæm.)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.