Vísir - 03.12.1959, Blaðsíða 4

Vísir - 03.12.1959, Blaðsíða 4
X TlSIfc Fimmtudaginn 3. desember 1959 WEBMWL D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VtSIR H.F. ▼íiir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eCa 12 blaSsíSur. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru I Ingólfsstræti 3. Rit8tjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. ' Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm linur). Vísir kostar kr. 25.00 1 áskrift á mánuSi, kr. 2.00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Langferð Eisenhowers. Eisenhower Bandaríkjaforseti hefir lagt upp í langferð sína : um fjölmörg lönd Evrópu, 1 Afríku og Asíu, og verður ' hann á faraldsfæti næstu J vikurnar. Hefir það sjaldan j komið fyrir, að ríkisleiðtogi j fer svo langa för og heldur j fundi með eins mörgum leið- j togum annarra þjóða og Eis- enhower hyggst gera í þetta j skipti. Þetta er annars bein afleiðing af þeirri þróun, sem j orðið hefir á undanförnum I mánuðum, að stefnt er að j fundi æðstu manna, og þá er j hentugt og nauðsynlegt, að j reynt sé að kynnast skoðun- i um og afstöðu sem flestrá j leiðtoga þjóða innan hins frjálsa heims. Sú skoðun hefir verið ríkjandi víða um heim, að auðveldara j mun að eiga við kommúnista : nú en oft áður, því að þeir sé ! greinilega vinsamlegri í öllu ! viðmóti en áður. Af þessu j leiðir að margir ætla, að I unnt verði að komast að ein- J hverjum samningum við þá, j svo að heimurinn búi við ! heldur meira öryggi en áður, ! stríðshættan sé ekki eins ! mikil og hún hefir verið. J Þeir, sem þannig hugsa, j virðast gleyma því, hversu j brátt varð um „andann frá ! Genf“, þegar Ungverjar j héldu, að hann táknaði, að þeir gætu heimtað sinn rétt og hlotið aftur nokkuð af því frelsi, sem þeir höfðu verið sviptir. Það var fyrir þrem árum, sem menn fengu greinilegast að kynnast innsta eðli og hugs- unarhætti kommúnista og fyrst og fremst foringja þeirra. Þá var sannað svo, að ekki varð um villzt, að kommúnistar voru engir vin- ir frelsis og mannréttinda, enda þótt þæir væru reiðu- búnir til að brosa breitt og mæla fagurlega, þegar þeim fannst það við eiga. Með til- liti til þess er mjög vafasamt — svo að ekki sé dýpra tekið í árinni — að þeim sé frek- ar trúandi og treystandi nú en fyrir fáeinum árum, Lýð- ræðisþjóðirnar verða því að halda vöku sinni og þeim er nauðsynlegt að búast við hinu versta, því að hið góða skaðar ekki. Með það í huga er nauðsynlegt, að Eisen- hower, forseti stærstu lýð- ræðisþjóðarinnar, geri sér far um að kynnast sem bezt þeim, sem standa í fylkingu með honum. Þess vegna er ferð hans bæði nauðsynleg fyrir þær þjóðir, sem hann ætlar að heimsækja og hin- ar, er hann kemur ekki við hjá að þessu sinni. ÞRJAR BÆKUR, „Hetjur í hafróti“ eftir Hartog, er samdi leikritið „Rekkjan“. í kappi við kommúnista. Það alvarlega atvik gerðist fyr- ir nokkru suður á Keflavík,- urflugvelli, að fjórir varnar- liðsmenn réðust að tveim ís- ! lendingum og munu hafa ! viljað misþy.i*ma þeim, þótt J þeir kæmu ekki fram þeim J tilgangi sínum. íslending- arnir komust undan, en ann- ! ar varð að skilja eftir jakka sinn í höndum árásarmann- ! anna og í honum voru átta ' hundruð krónur, sem urðu ! ránsfengur varnarliðsmann- anna. Atburðir sem þessir eru vitan- leg'a fordæmdir af öllum, og ! að sjálfsögðu koma þeir ekki í síður illa við stjórnendur 1 varnarliðsins en aðra, en. í ! sambandi við þetta vekur af- ! staða Tímans talsverða at- ! hygli og mikla furðu. Það ! blað hefir nefnilega gengið ! fram fyrir skjöldu og skrif- f að um öll mál varðandi varn- ! arliðið með sérkennilegum f hætti, síðan Framsóknar- f menn hrökkluðust úr valda- ! stóli fyrir tæpu ári. Á und- ! anförnum árum hafa komm- únistar verið manna ötulastir við að reyna að æsa til úlf- úðar í sambandi við árekstra milli landsmana og varnar- liðsmanna og oftast gert úlf- álda úr mýflugunni. Nú mega kommúnistar vara sig, að þeir missi ekki frelsishetju- nafnbótina til Framsóknar- manna. Það er viðkvæði Framsóknar- manna, að síðan þeir létu af stjórn varnarmálanna, sígi allt á ógæfuhlið í því efni — og sé það vitanlega íhaldi og krötum að kenna. Sannleik- urinn er þó sá, að Framsókn- armenn gengu kappsamlega fram í að halda öllum hneykslum og árekstrum leyndum, meðan þeir höfðu aðstöðu til, en blása allt upp nú,- til þess að skapa glæsi- legan samanburð. Þetta verða menn að hafa hugfast, þegar lesin eru skrif Fram- sóknarmanna um varnar- málin nú og kapphlaup þeirra við vildarvini sína, kommúnista, í því efni. Prentsmiðja Guðmundar Jó- hannssonar gefur út um þessar mundir þrjár góðar bækur, og eru tvær þeirra fyrir unga fólk-1 ið, en hin þriðja, „Hetjur í hafróti“ eftir hinn kunna rit- höfund Jan de Hartog, mikil bók og skemmtileg aflestrar. Guðmundur Jóhannsson hef-, ur á hverju ári gefið út nokkr- ar bækur, og er þekktur fyrir að vanda val sitt á bókum. og þeir sem til þekkja, þurfa ekki að spurja um smekkvísi hans í prentun og frágangi öll- um. Hetjur í hafróti er bók, sem seint gleymist þeim, sem hana lesa. Eins og nafnið ber með sér, fjallar hún um sjómenn og sjóferðir. Hún lýsir á áhrifa- mikinn hátt lífi og starfi holl- enzkra dráttarbátasjómanna, baráttu þeirra við óblíð nátt- úruöfl, einmannakenndinni í langri útivist o. þ. h. Hún lýsir lífi s.öguhetunnaf, sem hefst upp í skipstjórastöðu af eigin rammleik, baráttu hans við forstjóra stærsta dráttar- skipafélags Hollands, sem lýkur með algjörum sigri hans. Bókin er hrjúf og sönn, tildur og gerfi- mennska eiga þar ekkert at- hvarf. Hún er hrein og fersk eins og sjávargustur. Lýsing- arnar á lífi skipshafnanna eru öðrum þræði bráðfyndnar, en að hinu leytinu þrungnar inni- legri samúð og skilningi á hög- um þeirra. Jan de Hartog er einn þekkt- asti nútímrithöfundur Hollend- inga, og á þessi bók einn mest- an þátt í frægð hans, enda hef- ur hún verið gefin út 32 sinn- um. Meðal annara verka hans má nefna leikritið „Rekkjan11, sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu fyrir fáum árurn við mikla að- sókn. Jólasögur er lítil — og ódýr —- bók, fyrir litlu börnin. í bók- inni eru sex smásögur, ljúf og falleg ævintýri fyrir börnin til að lesa eða hlýða á um jólin. í bókinni eru margar myndir og sumar þeirra prentaðar í öllum regnbogans litum. Ævintýri músanna er barna- bók eftir danska höfundinn og prestinn Karl Henrik With. Ævintýri þettá var fyrst birt 1866 og er því næstum hundrað ára gamalt. Næstum hvert ein- asta mannsbarn í Danmörku þekkir söguna af litlu músun- um á prestssetrinu í Hrukkubæ. Mömmur þeirra og ömmur hafa sagt þeim hana, og hún hefur verið lesin aftur og aft- ur í lesbókum skólanna frá fyrstu tíð. En oftast hefur hún verið stytt og úr henni fellt. Hér birtist • sagan í sinni upp- runalegu mynd, og er ekki að efa að hún verður kærkomin öllum börnum, sem hana lesa. Bókin er 80 blaðsíður i mynd- skreyttri kápu, en teikningar fylgja sögunni. Verði er mjög í hóf stillt. Ný bók frá Sig. urði Haraíz. Sigurður Haralz hefur sent frá sér enn eina bók — Hvert er ferðinni lieitið? — sem gef- in er út hjá bókaútgáfunni Muninn. Eru þetta þættir úr ýmsum áttum, eins og síðasta bók höf- undar, „Sjö skip og sín ögnin af hverju.“ sem út kom á síð- ári. Sú bók varð vinsæl, eins og annað, sem frá Sigurði hef- ur komið, því að hann segir skemmtilega og hispurslaust frá. Nöfn þáttanna í þessari bók eru m.a. þessi: Miðið, Þrír bát- ai' og flækingur um fjöll og fjöru, Hvert er ferðinni heitið?, Hugboð, Nótt í Bojbnny, Álaga- bræður., Eitt ár o. fl. Að end- ingu birtir Sigurður nokkrar stökur eftir sig. Þessi bók er nær 200 síður í frekar litlu broti, vönduð að frágangi. Þjóðleikhúsið minnist aldar- afmælis Einars H. Kvarans. Ræða, upplestur, söngur og leikrit á sunnlidag. Á sunnudaginn minnist Þjóð- leikhúsið 100 ára afmælis Ein- as H. Kvarans skálds. Þjóðleikhússtjóri og Ævar Kvaran, sonarsonur skáldsins hafa valið efnið, sem flutt verð- ur og hafa þeir í sameiningu annast allan undirbúning. Það, sem flutt verður á þessari ald- arminningu skáldsins er í að- alatriðum þetta: Dr. phil. Steingrímur J. Þor- steinsson flytur inngangser- indi. Þá verður upplestur úr ljóðum skáldsins, Ævar R. Kvaran les. Einnig les Guð- björg Þorbjarnardóttir smá- söguna „Fyrirgefning“. Þuríð- Pálsdóttir óperusöngkona syng- ur lög við ljóð eftir skáldið. Síðast verður fluttur þáttur úr leikritinu „Jósafat" undir stjórn Ævars Kvarans en leik- endur verða Haraldur Björns- son, Arndís Björnsdóttir og Regína Þórðardóttir. Lárr Pálsson leikari verður kynnir. Einar H. Kvaran er eins o kunnugt er einn af vinsælust rithöfundum þjóðarinnar og e óhætt að fullyrða, að ekkert í; lenzkt skáld hafi verið jafi mikið lesið og hann í byrju þessarar aldar. Hann var eim ig mjög fjölhæfur því han samdi langar skáldsögur, sm; sögur, orti Ijóð og skrifaði leil rit. Sum leikrit hans hafa ori ið mjög vinsæl en ekkert þeirr hefur verið leikið jafn oft o „Lénharður fógeti“, enda haí flest leikfélög landsins sett þa á svið. Einar H. Kvaran tók einni virkan þátt í stjórnmálum o stundaði blaðamennsku ur langt skeið og má segja a h'ann hafi verið einn ritfæras blaðamaður sem við höfum át , Hann var mikill áhugamaða Jólablær á bæmmi. Desember er genginn í garð og að vanda, um þetta leyti, er að i byrja að koma jólablær á bæinn ' okkar. Jólavörurnar eru settar í búðargluggana og gluggasýn- ingar í desember verða æ smekk- legri. Byrjað er að skreyta með grænu aðalverzlunargöturnar og gangi menn um bæinn dylst eng- um, að hinir forsjálu eru margir, það er ös á pósthúsinu, og í bóka og ritfangaverzlunum er þröng manna að velja sér jólakort, jóla- jólapappír og sitthvað fleira smávegis. Og menn eru byrjaðir að kaupa jólagjafirnar t. d. bæk- ur — og þar verður úr nógu að velja — og það er ánægjulegt að geta sagt frá því, að í ár eru mjög margar góðar og eigulegar bækur á jólamarkaðnum, en eng- in breyting er á því, að i desem- ber kemur á markaðinn mikill hluti þeirra bóka, sem út eru gefnar árlega. Ekki skal um það rætt frekar að sinni, en það er að minnsta kosti gleðilegt,. hve margt góðra bóka er komið og að koma á markaðinn nú, en góð bók er jafnan góð gjöf, og ekki sízt vel þvegin á jólunum. Þá er gott að geta haft til lesturs eina eða fleiri góðar bækur, sem eru meira en stundargaman, skilja eitthvað eftir hjá manni. Næði. En til þess að geta notið góðr- ar bókar — og til þess að geta notið jólanna, segja margir, þarf næði, og menn kvarta yfir að allt | sé ónæðissamara um jólin en j forðum daga, og menn minnast kyrðar og næðis jólanna á bernskudögum, en það er með þetta eins og fleira, að timarnir hafa breyzt, og menn verða allt- 1 af að meira eða minna leyti að samlagast sínum tíma, en vissu- lega væri æskilegt, að nokkru meiri kyrrðarblær gæti komist á allt, tíminn fyrir jólin og á sjálf- um jólunum. En sennilega verða jólin næðissömust hjá þeim, sem geta byrjað undirbúning þeirra í tæka tíð og gera það, en auðvit- að hafa ekki allir ástæður til þess. Eirikanlega er annasamt hjá húsmæðrunum rétt fyrir jól- in, og vafalaust á mörgu heim- I ilinu hægt að létta undir með | þeim, ef allir hjálpuðust að. Yf- irleitt mun það reynast hollráð við allan jólaundirbúning, að reyna að hafa fyrra fallið á öllu, bæði með innkaup og annað. Jólag'leðin. Lesendur hafa beðið um, að óskað væri eftir tvennu í þessum dálki fyrir jólin: í fyrsta lagi, að byrja ekki eins snemma, hvorki í barnatíma né i á öðrum útvarpstímum, að út- varpa jólasálmum. Þeir tilheyri sjálfum jólunum, og gleðin inni- legri og meiri yfir að heyra þá sungna þá, ef ekki væri verið að útvarpa þeim jafnsnemma og oft og áður hefur átt sér stað. I öðru lagi hefur verið óskað eftir, að jólapósturinn verði ekki borinn út fyrr en á Þorláks- messu og aðfangadagsmorgun. Fái menn jólapóstinn mörgum dögum fyrir jól séu menn svipt- ir þeirri ánægju, að fá jólakveðj- frá vinum sínum, þegar jólin eru að ganga í garð. — Þeir, sem á þetta hafa minnzt, telja, að skylt sé að taka til greina almennings- viljann í þessu máli. — 1. um leiklist og var um langan tíma ein aðal máttarstoð Leik- félags Reykjavíkur. 7

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.