Vísir - 03.12.1959, Blaðsíða 7

Vísir - 03.12.1959, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn 3. desember 1959 «181 A 7 \)iuian Oome ((: B P E N N A N perttii S A K A M A S „Þessi strönd er ekki í tízku,“ sagði Francine, „Við munum engah þekkja hérna. Við skulum ia okkur sundsprett.“ Hún var gullin og mjúklát að sjá, þegar hann kom niður á ströndina úr klefa sínum. Hún virti hann fyrir sér í rauðu sund- íötunum og brosti. „Eg hefði ekki getað getið mér þess til að þér litið svona út, þegar þér eruð í smokingnum yðar.“ Hún stakk sér í sjóinn og hann liðkaði armvöðva sína og stökk eins og stríðshestur út í öldurnar. Þau komu úr sjónum og fengu sér svalan sítrónudrykk á kyrr- látum hluta strandarinnar. Sjórinn sindraði á hörundi hennar eins og milljónir af perlum. „Hvenær hittum við manninn?“ „Eftir augnablik. Hvílið yður bara og horfið á þessar stúlkur." Hinar frönsku stúlkur önguðu eins og fíkjur, þegar þær böðuðu sig í sólunni. Dökkharður, ungur maður með áberandi vöðva réri eintrjáningi að ströndinni stökk á land, greiddi svart hár sitt og íór inn í klefa sinn. Hr. Pharaoh sá hann aftur þegar hann kom út úr klefanum. Hann var búmn i dökkbláar línbuxur og rauða skyrtu. Hann hikaði fyrst, gekk síðan ákveðinn í áttina til þeirra og laut Francine. Francine þagði andartak. „Þetta er Dante Andaro, hr. Pharaoh." Hr. Pharaoh kinkaði kolli en brosti ekki. Varð hann svo undr- andi. Fi-ancine sagði: „Gerið svo vel að setjast niður." Dante hneigði sig, settist niður, kallaði til skutilsveinsins og bað hann um sítrónudrykk. Hr. Pharaoh varð argur. Þau áttu að hafa stefnumót, og Francine hafði enga ástæðu til að bjóða þessum unga manni að sitja við borð þeirra. Francine leit í kringum sig að sá að enginn var nálægur. Hún sagði: „Út af perlunum —“ Hr. Pharaoh varð svo undrandi að hann talaði hálf klaufalega. „Er — er þetta maðurinn?" Francine horfði á hann með hlátur í augum. Svo hugsaði hún sig um. „Þetta tekur dálítinn tíma. Við ættum að fá okkur há- degiðverð. Það er róleg bistro í þorpinu, Vignoble þorpinu." Hún leit á Dante. „Við verðum að skipta um föt. Gerið svo vel að hitta okkur þar eftir 10 minútur.“ Dante gaf skutilsveininum merki og stóð upp. „Eg borga þetta,“ sagði hr. Pharaoh. Það var nokkurskonar afsökun. Dante hneigði sig óg gekk á burt. Francine brosti við hr. Pharaoh. „Hverju bjuggust þér við — manni með grímu' og innbrots- járn?....“ Þau borðuðu hádegisverðinn því nær í þögn og voru öll svöng. Dante var vel siðaður eins og ítalir eru flestir og kunni þá list að vera í félagsskap við fólk án þess að trufla það. Hann kom fram með málið auðveldlega, yfir kaffibollanum. „Ungfrú Lincoln hefur- talað við mig, herra." Hann þagnaði. „Óskið þér að eg taki þetta að mér, hr. Pharáoh?" „Já.“ Hr. Pharaoh vissi að ef hann segði nei, myndi hann ekki sjá unga manninn aftur. Og það var áreiðanlegt að hann myndi ekki sjá Francine aftur. Hr. Pliaraoh vildi ekki láta þessa fegurðar- dís komast undan. Dante var rólegur og hugsaði málið. Hann leit á hr. Pharaoh augum, sem voru svo kuldaieg við og við, að karlmenn myndi telja hann varasaman mann og konur myndu finna kuldan renna ofan hrygg sér. „Eg mun þarfnast þess, að þér hjálpið mér eins og þér getið, hr. Pharaoh. Svo að eg hefi margar spurningar að leggja fyrir yður.“ „Komið þér með þær.“ „Perlubandið er að Villa Parthenon?" „Konan mín — eg verð að kalla hana konuna mína — er þar núna. Svo að perlubandið er þar.“ . „Þér getið látið mig hafa uppdrátt af húsinu?“ „Já.“ „Er nokkur hættubjalla þar?“ „Já. Umferðabjalla. Eg get merkt kveikjarann fyrir yður. Það er samskonar bjalla fyrir utan, svo við notum hana ekki þegar við förum inn.“ „Og liundar?“ „Eg hafði tvo bola hunda. Þeir eru þarna líklega ennþá.“ „Karlkyns hunda!“ „Já.“ . „Jæja, það er sama um þá. Allir hundar eru mannlegir.“ Hr. Pharaoh brosti nú við Dante í fyrsta sinn. „Er peningaskápur þarna?“ Hr. Pharaoh hleypti brúnum. „Hann er í lokuðum þilskáp. Það verður erfitt að merkja hann fyrir yður.“ „Nokkur málmur í þilskápnum?" „Perlurnar eru í málmkassa." „Þá þarf eg ekki að láta merkja þilskápinn — ef málmkassinn ei þarna alltaf. Þér getið bara sagt mér hvernig á að opna hann,“ Dante hugsaði um þetta fastlega og beit í varir sér. „Hafið þér lykil að húsinu?“ Hr. Pharaoh leit hvasst á hann. Hann var þögull augnablik. „Já, eg hef það. Eg hafði ferna lykla að húsinu, en eg hafði sjálfur eina, sem eg leyndi. Lyklar mínir eru í Napoleons-gistihúsinu." „Þér getið sagt mér venjur þjónustufólksins?“ „Já.“ Dante leit nú beint á hr. Pharaoh. „Eru pei'lurnar tryggðar?" „Já. En eg hef tryggingarskjölin. Hún undirskrifaði samning fyrir hundrað þúsundir um að skila mér perlunum og sá samn- ingur viðurkennir að perlurnar sé mín eign. Eg hefi tryggingar- skjölin og öll félög í París hafa neitað henni um persónulega tryggingu á þeim.“ Dante varpaði öndinni léttilega. „Það þýðir að tryggingar- félögin fara þá ekki að eltast við þær?“ „Já. Og eg skal gefa mínu félagi fyrirmæli um að spyrjast ekki fyrir um þær. Þá er aðeins lögreglan eftir.“ Dante brosti og sýndi þannig álit sitt á lögreglunni við strönd Miðjarðarhafs. „Nú þá er sjálft perlubandið, hr. Pharaoh. Eg hefi heyrt getið um Shepa-perlurnar, en eg vil fá fullkomna lýsingu á þeim, hvað þær vega og hvað X-geislar segja um þær — svo að eg geti þekkt hverja perlu fyrir sig.“ „Hvers vegna viljið þér vita allt þetta?“ „Þér viljið vita hvað þér kaupið, hr. Pharaoh. Eg vil fá að vita hverja eg stel.“ Loks sagði hr. Pharaoh. „Eg hefi samstæðu.“ . gparið yður hiaup á mlUi inargra verzkjaa' WkUÖÚL Áöffl OÖÖM! vl- ■ -Áxtsfcurstræti: /T KVfiLDVÖKUNNI atö ■ ifi irl E. R. Burroughs r. ,WEEKS OF-SWELTERiNS TKA.VEL FASSEF, ANI7 AN UNEKKIWS APS-/AAN LEP TWE WATUFALISTS TOWAEF TWEIK SQAL. - TARZAN - 3150 Þeir gengu vikum saman > hitasvækju og ekki brást þeim- leiðsögn apamannsins Áð lokum sagði hann þreytt- um félögum sínum að nema staðar og benti með ótta- fullri lotningu. Þeir voru komnir á leiðarenda. Við sjónhring blöstu við þeim Forboðnufjöll og þarna end- aði árin. Áður en Nathan Twining hershöfðingi var væntanlegur tii Moskvu fyrir nokkrum ár- um, kallaði hershöfðingi loft- hersins fyrir sig alla sína for- ingja til þess að gefa þeim góð ráð. Hann benti þeim á að þeir væru undir stöðugu eftirliti. Tekið yrðd eftir hverju orði, hverri bendingu og hverri hreyf ingu þeirra. ,,Og framar öllu öðru,“ sagði hann, „ekkert vodka og engar konur.“ Laglegur ungur ofursti hóf máls: i ,,Eg hefi þegar fengið þessar fyrirskipanir, hershöfðingi,“ sagði hann. „Við morgunverð- ið í morgun, frá konu minni.“ ★ I Brúðkaupsdagurinn var á- kveðinn og allar áætlanir gerð« ar nema eitt smáatriði. Brúð* guminn stóð á fjögra ára æf- ingum í sjóhernum og átti erf- itt um að fá leyfi. Loks sneri hann sér í örvæntingu að prest- inum og ráðfærði sig við hann. Hann steingleymdi vel undir- búinni ræðu, sem hann hafði ætlað að halda og sagði: „Herra, konan mín ætlar i brúðkaupsferð og mig langar svo fjandans ári mikið til að fara með henni!“ Hann fékk sérstakt leyfi. | ★ Eg kom í langleiðavagn og sá nokkur auð sæti, en eitt var sérstaklega greinilegt, því að það var beint fyrir framan stúlku sem hafði sólgullið hár. Þegar eg var seztur fór eg að velta því fyrir mér hvað gera skyldi. Ætti eg að fara að tala um veðrið við hana? Eða bjóða1 henni vindling eða biðja hana um eldspýtu? Þá var klappað á öxl mína og eg heyrði rödd; sem dró seiminn: „Herra,“ sagði hún. „Væri yður ekki sama þó að þér sæt- uð hérna aftur í hjá mér, svo að við gætum talað saman? Mér leiðist svo afskaplega!“ Stjórnarkreppu afstýrt á Ceyton. Vantraust felit með eins atkv. mun. Vantraust á Valentine Jaya- wickrema, dómsmálaráðherrá Ceylons, var fellt sl. laugardag með eins atkvæðis mun. Dahanayake forsætisráðherra hafði tilkynnt, að hann segði af sér, ef vantraustið yrði sam- þykkt. Það hefir enn aukið á ólguna í landinu, að einn þerra manna, Richard de Zoysa, sem handtek- inn var á dögunum, grunaður um þátttöku í samsæri um að myrða Bandaraaike forsætis- ráðherra, hefir verið látinn laus. Hann var beðinn afsökun- ar á fangelsuninni. j Beit ab augiýsa í Vísf.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.