Vísir - 03.12.1959, Side 8
n&kert blað er ódýrara í áskrift en Víair.
I, Látið hann fœra yður fréttir eg annað
lestrareíni heim — án fyrirhafnar af
yðar hálfu.
Símí 1-16-60.
dmmpcbB /flps ram ramm
WI8X WL
Munið, að ]>eir sem gerast áskrifendnx
Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið
ókeypis til mánaðamóta.
Sími 1-16-60.
Fimmtudaginn 3. desembcr 1959
Varatitdstyrjöld vestra.
Viss litarefni í varalitum talin
baneitruð.
Virðast þó skaÓlaus, nema etin séu.
,,Varalitastyrjöld“ er hafin í
Bandaríkjunum. Viss efni í
þeim eru talin baneirtuð —
og verða tekin til rarinsóknar.
Það hefur oft hvesst hressi-
lega í bandarísku þjóðlífi að
undanförnu þegar ný hneykslis-
mál hafa komið til sögunnar, og
verið tekin til rannsóknar, jafn-
vel áf' þingnefndum, og orðið
umrséðuefni um land allt. Má
þar til nefna spurningarþátta-
hneykslið í bandarísku sjón-
varpi, „plötuhneykslin", eða
mútugjafir til þeirra, er velja
plötur til flutnings, en það er
bezta leiðin til að tryggja sölu
á grammófónplötum og fleira
má nefna s.s., að svo horfði
um skeið, að trönuberjarækt-
endur í landinu færu á hausinn
upp til hópa, er birtar voru
fregnir um, að „eitruð“ trönu-
ber væru á markaðinum —
Og það rétt fyrir þakkarhátíð-
ina, en þá eru trönuber notuð
um alit land til matargerðar.
Framleiðslan átti sem sagt að
hafa spillst vegna þess, að akr-
ar höfðu verið úðaðir með
hættulegu eiturefni, er jafnvel
gæti valdið krabbameini.
Róttur drápust.
Og hvað skyldi nú vera kom-
ið í Ijós? Hvorki meira né
minna en það, að varalitir séu
baneitraðir, þ.e. að viss efni í
þéim, er gefin voru tilrauna-
dýrum, urðu þeim að bana.
Róttum var gefið tjörukennt
efni, sem notað er sem iitunar-
efrii við gerð varalita og dráp-
ust þær í hópum, eftir 90 daga,
en aðrar fengu lifrar- og nýrna-
veiki, og aðra kvilla, sem höfðu
áhrif á vöxf þeirra og þroska.
200 millj. varalita.
Það er heilbrigðismálaráðu-
néytið við forustu Flemmings
heilbrigðismálaráðherra, sem
lætur allt til sín taka, sem varð-
ar heilbrigði manna, og það var
ráðuneyti hans, sem lét banna
sölu á trönuberjum af ekrum,
sem úðaðar höfðu verið úr skað-
legu efni. Ein deild ráðuneytis
hans er hefur eftirlit með
lyfjum og snyrtivörum o.fl., hef-
ur nú barinað frá 1. marz n.k.
að telja 17 tegundir litunarefna,
sem notuð eru r 200 milljónir
varalita, sem seljast árlega i
Randaríkjunum — nema til-
raunir afsanni, að þessi litun-
arefni séu óskaðleg.
Varnaraftgerðir snyrti-
vöru-framleiðenda.
Varaforseti Félags snyrtivöru
framleiðenda. S. L. Mayham,
hefur boðað gagngsókn og lagt
fram mótmæli gegn banni á
varalitunm. Hefur hann lagt
mótmælin fram í rétti og bíður
tækifæris að fá að leggja fram
rök sín. Mayham spurði brezk-
an kvenfréttaritara, er átti tal
við hann um þetta: „Etið þér
varalit?“, og svaraði sjálfur:
Nei þér gerið það ekki, það fer
ekki ofan í yður nema svo lítið
magn, að það er skaðlaust með
öllu“.
Kaupendurnir.
En hver eru viðbrögð kaup-
enda — kvenna sem nota vara-
liti — og það gera þær vel flest-
ar, því að það tízkufyrirbrigði,
að lita ekki varirirnar, er úr
sögunni að mestu. Þær taka
sér stöðu með snyrtivörufram-
leiðendum, að þvi er virrðist,
og margar bera lítil merki i
rauðgulum, gulum og rauðum
lit (hættulegustu litunarefnin
að því er menn Flemmings
segja) til þess að allir megi sjá,
að þær séu „hvergi bangnar“
— og flykkjast í hópum í búð-
irnar á Broadway og Fifth A-
venue, til þess að birgja sig
upp af varalitum.
Fjórir Öivaðir aka lít af.
Höfðu farartækið að láni.
„Og mundu nú, aft eyða ekki of niiklu í ferðinni!“ (Teikningin
er úr skopblaðinu Tarantell-Press í Vestur-Berlín).
Gerast Egyptar og Irakar
nú fráhverfir Rússum ?
Stjórnmálasamband komið á milli
Bretlands og Arabalýðveldisins.
I gærmorgun lyktaði akstri
blöðra manna með útafakstri á
Reykjanesbraut hjá Straumi,
fyrir sunnan Hafnarfjörð.
í bílnum voru fjórir drukkn-
ir ménn og þegar Vísir átti tal
Við Hafnarfjarðarlögregluna
rétt fyrir hádegið í gærmorgun
lá ekki ljóst fyrir hver þeirra
fjörmenninga hafði ekið. Tekið
yar af þeim blóðsýnishorn og
yerða þeir geymdir í vörzlu
lögreglunnar, unz vitað er hver
ekið hefur.
í fyrradag fengu piltar þess-
ar- ’sem éru úr Keflavík, bílinn
að’iiáni á-þeim forsendum, að
þéfr ætluðu að skréppa á hon-
juih’r'milli húsa. Það var leyft.
Vissi bíleigandinn síðan ekki
söguna meir fyrr en honum var
tilkynnt, að bílnum hafi verið
ekið út atveginum í grennd við
Straum. Bíllinn mun ekki
skemmdur að ráði.
Bílar skemmdir.
í fyrrinótt voru brotnar rúður
í tveim bifreiðum sem stóðu á
Norðurbraut í Hafnarfirði. Auk
þes^a var annar bíllinn mikið
skemmdur.
Væntir Íögreglan í Hafnar-
firði þess að hafi einhverjir séð
til sökudólgsins eða geta gefið
aðrar upplýsingar varðandi
mál þetta, láti þeir hana vita
þegar í stað.
Stjórnmálasamband er komið
á milli Bretlands og Arabíska
Sambandslýðveldisins. Fyrst
um sinn verða skipaðir sendi-
fulltrúar (charge d'affaires),
en síðar ambassadorar.
Stjórnmálasambandið var
rofið eftir árásina á Egypta-
land 1956. — Selwyn Lloyd
sagði í gær, að hann vonaðist
eftir, að nú yrði traust endur-
„Músagiidran".
16. sýning í kvöld.
Hinn bráðsnjalli sakamála-
leikur Agötu Christie hefur ver
ið sýndur 15 sinnum við ágæta
aðsókn í Kópavogi.
Næsta sýning verður í kvöld
kl. 8,30 og eru nú aðeins eftir
þrjár sýningar á leiknum fyrir
jól. Óhætt er að hvetja alla þá,
sem vilja eiga skemmtilega
kvöldstund til þess að sjá þenn-
j an spennandi leik, þeir verða á-
j reiðanlega ekki fyrir vonbrigð-
i um.
Umferðarslys
á Hringbraut.
Slys varð í gær á Hringbraut
móts við Gamla stúdentagarð-
inn.
Fjögurra ára drengur,
Sigmar Reynisson, Barmahlíð
30, varð þarna fyrir bíl og
meiddist nokkuð. Við athugun
í Slysavarðstofunni kom í ljós
að drengurinn hafði skrámast
á enríi og gágnáuga óg áuk þess
íríeiðst á fnjöðm, erí þó 'ekki
áívarléga,-
vakið og óskaði, að samkomu-
lagið mætti verða báðum þjóð-
unum til farsældar.
Brezk blöð skrifa um þetta
og láta vel yfir. Þar kemur
fram að ekki aðeins Egyptar,
heldur og Irakbúar gerast nú
fráhverfir Rússum, og beri að
stuðla að þróun í þessa átt —
í kyrrþei.
Egypzkir námsmenn flykkjast
nú til náms í Bretlandi og hef-
ur straumurinn greinilega
beinzt þangað að undanförnu.
Colin Growe, formaður
brezku samninganefndarinnar,
sem verið hefur í Kario að und-
anförnu, verður sendifulltrúi,
en Kamal Eddin Khalil úr ut-
anríkisráðuneytinu A. S. sendi-
fulltrúi í London..
íslenzkur brautryðjandí
látinn.
Skeyti barst til íslands um
það í gær að Sveinn Oddsson
prentari í Winnipeg hafi látizt
í fyrradag.
Sveinn Oddsson var þjóð-
kunnur maður á sínum tíma
hér heima á íslandi því að árið
1913 kom hann frá Vestur-
heimi með fyrstu bifreiðina,
sem flutt var til landsins og not-
hæf var talin til flutninga al-
mennt, og var það upphaf bíla-
aldar á íslandi. Sveinn hélt þá
um nokkurt skeið uppi áætl-
unarferðum austur í sveitir,
svo langt sem vegir náðu. Þótti
þetta nýlunda mikil á þeim ár-
um. í tilefni af þessu braut-
ryðjendastarfi buðu bifreiða-
innflytjendur og bifreiðaeig-
endur Sveini heim til íslands í
hitteðfyrra og dvaldi hann þá
hér rúmlega um eins mánaðar
skeið.
Sveinn Oddsson fæddist i
Reykjavík 14. jan. 1883. Hann
nam prentiðn í Reykjavík en
fluttist vestur um haf 1903, átti
þar lengst af heima og starfaði
að prentverki. Vestan hafs gaf
Sveinn sig að menningar- og
framfaramálum ýmsum og gaf
út tímarit bæði á enskri og
íslenzkri tungu.
Sveinn lézt að elliheimilinu
Bethel að Gimli eftir skamma
legu þar, en hafði áður legið í
sjúkrahúsi í Winnipeg um árs
skeið.
Dagur og KEA —
Frh. af 1. síðu.
verulega verið að fá þessu
kaupfélagi rekstrarfé, sem nam
milljónum, af almannafé. Slíkt
er vitanlega hneyksli, en þetta
var auðvitað sjálfsagt, meðan
fi'amsóknarsiðgæði var öllu
ráðandi. Er harla gott, að þetta
skuli nú úr sögunni, og þá einn-
ig, að KEA skuli bera sig illa
yfir að þurfa að skila rekstrar-
fénu.
Skoöanir Jónasar Haralz
mega ekki heyrast.
Einar Olgeirsson telur 1. des. ræðu
hans „afglöp“.
Það er greinilegt, að komni-
únistuin er ekki um það, að
almenningi sé gerð grein fyrir
þeim hættum, sem yfir vofa í
efnahagsmálunum, ef ekkert er
að gert.
Það kom fram á þingi í gær,
er Einar Olgeirsson kvaddi sér
hljóðs utan dagskrár og talaði
mikið um embættisafglöp Jón-
asar Haralz, er hann hélt ræðu
1. desember. og sagði þjóðinni
afdráttarlaust, hvemig efna-
hagsmálin stæðu og með hverj-
lim hætti mætti komast hjá skip-
bróti. ' “ ............ °y
Var greinilegt af ræðti
Einars Olgeirssonar, að þótt
liann vilji gjarnan hafa mál-
frelsi fyrir sig, vill liann
meina öðrum að tala, ef hon-
um Iíkar ekki mál þeirra.
Bjarni Benediktsson tók til
máls að lokinni ræðu Einars og
minnti meðal annars á það, að
þótt E. Ol. þætti harla lítið til
Jónasar Haralz koma nú, hefði
þó sú ve.rið tíð, að Einar og
fleiri hefðu teflt honum fram
og þó’tt hann hagfræðinga beZt-
ur, þótt nú væri kómið annað
hljóð' í strokkinn: