Vísir - 05.12.1959, Side 2
VlSII
Laugardaginn 5. desember 1959
/Sœjar^féttir
ÍJtvarpið r kvöld.
Kl. 13.00 Óskalög sjúklinga.
I (Bryndís Sigurjónsdóttir).
J — 14.00 Raddir frá Norður-
j löndum: Útvarpsþáttur Mar-
j tins Larsens og Edvins Tiem-
J roths um Eddukvæðin. (Frá
] danska útvarpinu). — 14.30
j Laugardagslögin. — 16.00
j Fréttir og veðurfregnir). —
J 17.00 Bridgeþáttur. (Eii'íkur
] Baldvinsson). — 17.20 Skák-
j þáttur. (Baldur Möller). —
18.00Tómstundaþáttur barna
og unglinga. (Jón Pálsson).
— 18.25 Veðurfregnir. —
18.30 Útvarpssaga barnanna:
„Siskó á flækingi" eftir Est-
rid Ott; XI, lestur. (Pétur
Sumarliðason kennari). —
18.55 Frægir söngvarar: Jussi
Björling syngur. — 19.35
Tilkynningar. — 20.00 Frétt-
ir. — 20.30 Leikrit: „Syndir
annarra“ eftir Einar H.
Kvaran. Leikstjóri: Ævar
R. Kvaran. Leikendur: Lár-
us Pálsson, Þorsteinn Ö. Step
hensen, Guðbjörg' Þorbjarn-
ardóttir, Inga Þórðardóttir,
Arndís Björnsdóttir, Anna
{ Guðmundsdóttir, Jón Aðils,
Baldvin Halldórsson, Herdís
j Þorvaldsdóttir og Ævar
] Kvaran. — 22.00 Fréttir og
veðurfregnir. — 22.10 Dans-
lög'. — Dagskrárlok kl. 24.00.
Sunnudagsútvarp.
Kl. 9.10 Veðurfregnir. —-
9.20 Vikan framundan. —
9.30 Fréttir og morguntón-
leikar. — 11.00 Messa í Dóm
j kirkjunni. Prestur: Síra Ósk-
ar J. Þorláksson. Organleik-
ari: Dr. Páll ísólfsson). —
12.15 Hádegisútvarp.— 13.15
Erindaflokkur útvarpsins
um kjarnorku í þágu tækni
og vísinda; VI: Geislavirk
efni og gróður jarðar. (Dr.
Björn Jóhannesson). — 14.00
Miðdegistónleikar. — 15.05
Hvað viljið þér vita? Tón-
fræðslutími. — 15.15 Lúðra-
sveit Reykjavíkur leikur.
Stjórnandi: Herbert Hriber-
schek. — 15.00 Kaffitíminn.
— 16.00 Veðurfregnir. —
16.15 Á bókamarkaðnum.
(Vilhj. Þ. Gíslason útvarps-
stjóri). — 17.30 Barnatíminn
(Helga og Hulda Valtýsdæt-
ur). — 18.30 Þetta vil eg
heyra. (Guðm. Matthíasson
stjórnar þættinum). — 19.40
tilkynningar. — 20.00 Frétt-
ir. — 20.20 Minnzt aldaraf-
mælis Einars H. Kvarans. —
21.00 Spurt og spjallað í út-
varpssal. — 22.00 Fréttir og
veðurfregnir. — 22.05 Dans-
lög til kl. 23.30.
Messur á niorgun.
Dómkirkjan: Messa kl. 11
árdegis. Síra Óskar J. Þor-
láksson. Síðdegismessa kl.
5. Síra Árelíus Níelsson.
Barnasamkoma í Tjarnarbíói
kl. 11 árdegis. Síra Jón Auð-
uns.
Neskirkja: Barnaguðs-
þjónusta kl. 10.30 árdegis.
Messa kl. 2 síðdegis. Síra
Jón Thorarensen.
Bústaðaprestakall: Jóla-
vaka í Digranessltóla kl. 5
síðdegis. Stutt helgiathöfn.
Ennfremur orgelleikur, dr.
Páll ísólfsson. Einsöngur:
Kristinn Hallsson. Einleikur
á fiðlu og kórsöngur. Síra
Gunnar Árnason.
Laugarneskirkja: Messa
kl. 2 síðdegis. Barnaguðs-
þjónusta kl. 10. 15 árdegis.
Síra Garðar Svavai'sson.
Háteigsprestakall: Barna-
samkoma í hátíðasal Sjó-
mannaskólans kl. 10.30 ár-
degis. Messa á sama stað kl.
2 síðdegis. Síra Bragi Frið-
riksson prédikar. Síra Jón !
Þorvarðsson.
Langholtssöfnuður: Messa
í Dómkirkjunni kl. 5 síðdeg-
is. Síra Árelíus Níelsson.
Fríkirkjan: Messa kl. 5
síðdegis. Síra Þorsteinn
Björnsson.
Hjónavígslur.
Nýlega voru gefin saman í
hjónaband af síra Árelíusi
Níelssyni Iðunn Björk Ragn-
arsdóttir og Gísli Hörður
Oddgeirsson sjómaður, heim-
ili þeirra er á Hörpugötu 9.
Ennfremur Ásta Kristjáns-
dóttir og Jón Andrésson sjó-
maður; heimili þeirra verður
í Þorlákshöfn.
Nýlega voru gefin saman
í hjónaband af síra Jóni Þor-
varðssyni ungfrú Guðrún
Sigríður Magnúsdóttir stud.
mag’ frá Sólheimum í Land*
broti, V.-Skapt. og Björn Jó-
hannes Jónsson cand. mag.
frá Ytra-Skörðugili í Skaga-
firði. Ennfremur Guðrún Ás-
mundsdóttir, Drápuhlíð 20
og Björn Júlíusson, Freyju-
götu 34. Heimili þeirra er í
Drápuhlíð 20.
Prentarakonur.
Munið bazarinn á þriðjudag.
Skilið munum á mánudag í
félagsheimili prentara.
Bezt að auglýsa í Vísi.
VESTFIRZKAR ÆTTIR
ARNARDALSÆTT
Afgreiðsla Laugavegi 43 B, Víðimel 23 I. h. og Vbst. Þrótti.
ISýti
IVýíí
TÍZKUKJÓLARNIR
frá tízkukabarettinum í Lídó eru til sýnis og sölu millii
kl. 5—7 í dag og á morgun, sunnudag.
Sýn ingarstuk tk ur
sýna yður kjólana sem eru í stærðunum 38, 40 og 42.
Mtöntur
látið fara vel um yður meðan þið gerið hagkvæm kaup. !
Tilkvnnið koinu yðar í síma 1-46-02 fyrir kl. 2 I
báða dagana. I
SÖLU
Mahogny skrifborð ineð bókahillum, svefnherbergishús-
gögn, rúm með 2 dýnutn, 2 náttborð, 2 kollar og snyrtiborð,
einnig rafmagnshitadunkur fyrir bað (tvær hitastillingar).
Til sýnis í dag kl. 4—7 í Barmahlíð 21, uppi.
V © L V O
Varahlutadeild
er flutt að Suðurlandsbraut 16, (Gegnt Múla).
Sími 35200.
St/einn Í3jömi>son &
scjeiróóoii
lÍiaiflffiiilininilHlllHHIQIBÍiSBIí
ÞRJÁR NÝJAR BÓKAFORLAGSBÆKUR
PÍLAGRÍMSFÖR og
FERÐAÞÆTTIR
eftir
Þorbjörgti Arnadóttur.
Þorbjörg hefur ferðazt víða
og segir skemmtilega frá
því, sem fyrir augun ber.
Tólf sérprentaðar mynda-
síður prýða bókina auk þess
sem listakonan Toni Patten
teiknar vignettur við hvern
kafla. Bókin skiptist í 20
kafla.
172 bls. Verð kr. 130,00.
SYSTIR
LÆKNISINS
eftir
Ingibjörgu Sigurðardóttur.
Hér er íslenzk ástarsaga,
sem gerist í sveit og í sjáv-
arþorpi, eftir hinn vinsæla
framhaldssöguhöfund tíma-
ritsins HEIMA ER BEZT.
Þessi saga er líkleg til að
ná miklum vinsældum.
137 bls. Verð kr. 68,00.
FÓRN SNILL-
INGSINS
eftir
Dr. A. J. Cronin.
Þetta er ein af nýjustu
skáldsögum hins heims-
kunna læknis og rithöfund-
ar. Þróttmikil og hrífandi
saga um ást og listir. Bókin
er talin með skemmtileg-
ustu skáldsögum höfundar.
294 bls. Verð kr. 140,00.
HOKAIOfíLAG ODDS fíJÖRASSOAAIi
I
■ •■•••!
HRHHiaili
I "" "WBr14 •* - - - ðffsi - - • m
H '*-'HHH* “HHH* • ■ ÆHH* >aHHi • ■ H
JóEaskreyting á
Akureyrl.
Frá fréttaritara Vísis.
Akureyri í gær. —
Byrjað er á jólaskreytingum
á Akureyri, og eru það sum
stærstu fyrirtækin, eins og KEA
og Amaro, sem riðið hafa á
vaðið.
Hefur verið komið upp raf-
lýstum stjörnum og bjöllum á
aðalgötum og sumar verzlanir
eru byrjaðar á jólaútstillingum.
Aðal gluggaskreytingar verða
að venju um næstu helgi.
Fyrirtæki láta ahnennt illa
af sölu undanfarið og telja
verzlun hafa verið óvenju
daufa í nóvember miðað við
fyrri ár. Er m.a. kennt um að
vinna í frystihúsi Útgerðar-
félagsins var lítil í mánuðin-
um. Þar vinna að jafnaði tals-
vert á 2. hundrað manns þeg-
ar vinna gefst en í nóv. s.l. voru
aðeins 8 vinnudagar.
Samvaxnir tvíburar dóu »ý-
lega mánaðargamlir í
sjúkrahúsi í Lagos í Nígcr-
íu. Þeir höfðu samelginlegu
lifur og hjarta.