Vísir - 05.12.1959, Page 4

Vísir - 05.12.1959, Page 4
risii Laugardaginn 5. desember 1959 TÍ8I& DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR HJT. Tíclr kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eCa 12 blaOsiSur. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Rltstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði, kr. 2.00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Siðgæði Framsóknar. Vísir benti á það í vikunni, að Dagur hafði komið upp um gremju Framsóknarmanna norður á Akureyri og þar í ] grennd yfir því, að Kaupfé- lag Eyfirðinga (KEA) skuli ] ekki framvegis njóta forrétt- inda og hlunninda hjá Tó- bakseinkasölu ríkisins. Þann- ig er nefnilega mál með 1 vexti, að þetta fyrirtæki Framsóknarmanna hefir um árabil haft á hendi umboð fyrir Tóbakseinkasöluna á Akureyri og um mikinn hluta Norðurlands. Öll við- skipti manna við einkasöl- una hafa farið um hendur og peningakassa forráðamanna þessa volduga kaupfélags, og vitanlega hefir það ekki dregið úr ofurvaldi þess. Á það var bent hér í blaðinu á síðasta vori, að Kaupfélag Eyfirðinga notaði þessa að- stöðu sína á þann veg, að ]: einkasalan ætti inni hjá því milijónir króna við uppgjör ' um áramót. Þetta kom fram ] í ríkisreikningum, eins og ýmislegt annað, svo að eng- ] _ inn hefir treyst sér til að mótmæla þessu. Þetta hefir ’ táknað, að undir umsjá : Framsóknarflokksins, sem ráðið hefir Tóbakseinkasöl- I unni, annað hvort með því að hafa þar forstjóra úr sín- 1 um flokki eða vegna æðsta 1 valds fjármálaráðherra yfir ] stofnuninni, hefir KEA verið séð fyrir rekstrarfé svo að milljónum króna hefir skipt. Slíkt leyfjr sér enginn nema Framsóknarmenn, því að siðgæði þeirra er allt á eina bókina lært. Hafi menn ekki gert sér fulla grein fyrir því áður, ættu menn þó að vita það, þegar þeir hafa kynnzt „kælivökvamóralnum“ hjá þeim, sem æðstir eru hjá Olíufélaginu og Hinu ís- lenzka steinolíuhlutafélagi. Framsóknarmenn segja æv- inlega við sjálfa sig, að þeir skuli nú athuga, hversu langt þeir geti gengið, og ef ekki er unnt að sporna við yfir- troðslum þeirra í tæka tíð, eru þeir áður en varir komn- ir út fyrir allt velsæmi, og þá er ekki langt yfir til lög- brotanna. Það er raunar haft fyrir satt hjá almenningi, að Fram- sóknarmenn muni hafa not- að aðstöðu sína víðar til þess að bæta aðstöðu sína með tilstyrk opinberra fyrir- tækja.. Það væri til dæmis ekkert á móti því, að athug- að væri, hvað hæft er í þeim orðrómi, að Áfengisverzlun ríkisins hafi reikning hjá Samvinnusparisjóðnum við Lækjartorg. Við það fyrir- tæki verzla að sjálfsögðu engir aðrir en Framsóknar- menn, og er þeim það vissu- lega heimilt, en skörin fer að færast upp í bekkinn, ef það reynist rétt, að Framsóknar- menn noti aðstöðu sína hjá ríkisfyrirtækjum til að hjálpa flokksfyrirtækjum sínum. Otrúlegt er það vissu- lega ekki, þar sem Fram- sóknarmenn eiga i hlut, en óskammfeilni er það, svo að ekki sé dýpra tekið í árinni. Eitt helzta markmið núverandi ríkisstjórnar er að gera hreint á ríkisbúinu, og það er þá ekki úr vegi, að jafn- framt sé athugað, hvernig Framsóknarflokkurinn hefir hreiðrað um sig, eins og lýst hefir verið hér að framan. Hreingerningin verður nafn- ið tómt, ef ekki verður leit- ast við að uppræta slíka spillingu. ✓ * / KIRKJA OG TRUMAL: Hvað er W.C.C.? Nýtt met í hræsni. Þórður Björnsson bæjarfulltrúi Framsóknar, setti nýtt met í hræsni og yfirdrepsskap á ] bæjarstjórnarfundi í fyrra- dag. Hann bar skyndilega fram tillögu um það, að bæjarstjórn krefjist þess, að hún fái fjórðung veltuskatts- ins til sinna þarfa. Þetta virðist harla góð tillaga, þegar hún er athuguð ein og út af fyrir sig, en flærð Framsóknarflokksins kemur fljótt í ljós, þegar málið er athugað nánar. Þá rifjast það nefnilega upp fyrir mönnum, að það hefir verið eitt helzta baráttumál Framsóknarflokksins, að bæ- irnir fengju alls ekkert af veltpskattinum. Eysteinn hefir talið, að rikið eitt ætti að fá hann, og samkvæmt því hefir Framsóknarflokk- urinn ævinlega barizt hat- ramlega og sem einn maður gegn því, að til dæmis Reykjavíkurbær fengi eyri af þeim tekjum ríkissjóðs. Nú bregður allt í einu svo við, að Eysteinn hefir hrökklazt úr ráðherrastbli og þá er sendillinn í bæjarstjórninni látinn bera fram þessa til- lögu. Það verður erfitt fyrir Framsóknarmenn að hrinda þessu meti sínu í hræsni, og hafa þeir þó jafnan verið furðu slyngir í þeirri íþrótt. Jesús Kristur sagði um læri- sveina sína: Allir eiga þeir að vera eitt. Hann segir ekki: All- ir eiga þeir að vera eins. Til þess hefur aldrei verið ætlast, því að hverjum og einum hafa verið gefin persónueinkenni bæði á líkama og sál. Og það er ekki ætlast til að þau náist út, þvert á móti eiga þau að varðveitast, og þau eiga að helgast eins og gjörvöll persóna og gjörvalt líf kristins manns. Þau hljóta þá einnig að koma fram í trú og Guðsdýrkun. En þeir eiga allir að vera samein- aðir í eina heild, einn líkama, 1 líkama Krists, eina, heilaga, al- menna kirkju. í þeim skilningi eiga þeir allir að vera eitt. Sam- einingaraflið er kærleikur Krists, sterkasta og áhrifarík- asta reynzla í mannlegu lifi, sem í heilbrigðu trúarlífi gagn- tekur persónu mannsins og mótar a.fstöðu hans og breytni, og einkennir samfélag lifandi safnaðar. Þegar horft er yfir sögu kristinnar kirkju á liðnum öld- um með þá spurningu í huga, hvort og að hve miklu leyti líf hennar hefur einkennst af þess- ! um einingaranda, sem Drottinn , bauð að ríkja skyldi meðal læri ' sveina sinna og einkenna skyldi þá ævinlega, þá er það stað- reynd, að þessi einkenni hafa 1 ávallt verið til staðar, einkum ‘ staðbundin á vissum tímum. meðal einstakra safnaða, sér- staklega á vakningatímum, þegar trúarlifið hefur verið heitast eða innan kjarna hvers I hvers safnaðar meðal þeirra, sem hafa látið helgast í trúnni. Sé hinsvegar litið á kristna kirkju sem heild, verður því miður ekki sagt, að andi ein- | ingarinnar hafi verið hin sterku einkenni, svo sem vænta mætti af þeirri stofnun, sem fengið hefur það hlutverk að vera lík- ami Krists meðal þjóða heims á jörðinni. Þvert á móti hefur sundur- lyildið deilur, flokkadrættir og ’ togstreyta milli kirkjudeilda j og trúmálastefna verið mjög á- berandi innan kirkjunnar. Og átökin um túlkun hinna ýmsu trúarsanninda hafa stundum harðnað svo, að leitt hefur til óvildar, og þeir, sem áttu allir að vera eitt í Kristi, hafa bor- izt á banaspjótum, jafnvel of- sóknir til dauða þekkjast í þeirri raunalegu sögu. Slíkt sundurlyndi er áreiðan- lega kirkjunnar stóra synd. þar sem hjartaharðúð sundrungar- andans hefur algerlega skyggt á hinar stærstu staðreydirnar, sem allir kristnir menn í raun réttri sameinast um, trúna á Guðs Son, Drottinn vorn, fórn- andi kærleika almáttugs Guðs í Jesú Kristi, þar sem allir menn standa jafnir, tómhentir, allslausir syndarar frammi fyr- i ir auðlegð Guðs náðar. Á öllum tímum hefur kirkj- an liðið fyrir þessa miklu synd sína, og á . öllum öldum I hefur hún átt fleiri og færri1 . meðlimi, sem séð hafa neyð ^þessarar syndar, játað hana og ..borið sáran harm vegna henn- I ar. En raddir hinna alsgáðu einstaklinga, sem voru trúir hugsjóninni um einingu krist- ins samfélags, máttu sín jafn- an lítils, og heyrðust naumast í gný átakanna í dægurstríði kynslóðanna. Eitt af því gleði- legasta í kirkjulífi nútímans, sem telja má e. t. v. sterkasta einkenni kirkjusögu þessarar aldar, er það, að þeir einstak- lingar 'innan hinna ýmsu kirkjuúeilda, sem hvað gleggst hafa séð neyð sundrungarinn- ar, hafa tekið tal saman og haf- izt handa. Þeir hafa komið- saman til viðræðna, kallað full- trúa kirkjudeildanna saman á ráðstefnur, játað synd sundr- ungarinnar, borið saman ráð sín, beðið saman um fyrirgeng- ingu þessarar sérstöku syndar, beðið um einingu andans, kynnst hver öðrum, starfað saman, fundið hver hjá öðrum hið eina nauðsynlega, samein- á-ngaraflið, undur Guðs náðar í Kristi Jesú og gert framtíðar áætlanir um sameiginlegt starf. Viðleitni þeirra hefur þegar borið mikinn sýnilegan árang- ,ur. Árangurinn fer ört vaxandi 'frá ári til árs. Mjög mikið og igifturíkt starf hefur þegar ver- :ið unnið. Fjöldi kirkjudeilda ;þefur sameinast um eina alls- .þerjar stofnun. Alkirkjuráðið, hefur sú stofnun verið nefnd á | rslenzku, á enskri tungu World .Council of Churches, skamm- stafað WCC. Það má segja, að kristniboð- !ið meðal heiðingja hafi leitt af sér þessa einingarviðleitni. Á kristni-boðsakrinum starfa hin- ar ólíku kirkjudeildir hver í sínu lagi. Það hefur stundum verið meira en lítið óþægilegt 'fyrir kristniboðana að þurfa að standa klofnir frammi fyrir heiðingjunum. Heiðingjarnir eiga erfitt með að skilja, hvað ■hér er á seyði. Boðið þið ekki pömu trú allir? Eru til mörg kristin trúarbrögð? Hvaðan kemur sundrungin? Og kristni- boðarnir fundu gagnvart heið- ingjunum að allir höfðu þeir sama erindið til þeirra, að boða trúna á Jesúm Krist. Og þegar frúnemarnir þroskuðust í Jrúnni og lærðu orð Drottins: T-Hir eiga þeir að vera eitt, var ferfitt að svara spurningum þeirra. Kristniboðið krefst sam- starfs og - einingar kristinna .thanna. , Nánar um þetta efni í næsta -kirkjuþætti. i Bazar Kvenfél. Hallgrímskirkju. Kvenfélag Hallgrímssafnað- ar heldur árlegan bazar sinn mánudaginn 7. þ. m. í Góðtempl arahúsinu. Er öllu safnaðarfólki og öðr- um Reykvíkingum, sem vilja kirkjunni vel, bent á að styrkja þetta starf. — Verið velkomin í Góðtemplarahúsið . á mánu- daginn kemur. — Ágætir mun- ir verða þar á boðstólum. Meira máli skiptir þá sú vitund að verið sé að greiða góðu málefni veg. Jólavaka í Kópavogi. Jólavaka verður haldin í Digranesskóla á morgun kl. 5 eftir hádegi. Efni hennar verður í aðal* dráttum þetta: Stutt helgiathöfn og syngur þá m. a. Kristinn Hallsson ein- söng. Þá er konsert fyrir orgel og hljómsveit eftir Hándel. (Dr. Páll ísólfsson og strok- kvartett úr sinfóníuhljómsveit- inni. Einsöngur: Kristinn Halls son. Einleikur á orgel: Dr. Páll ísólfsson. Éinleikur á fiðlu: Guðný Guðmundsdóttir. Enn- fremur syngur kirkjukórinn. Öllum heimill aðgangur. — Aðgangseyrir 20 kr. fyrir full- orðna, 10 kr. fyrir börn. (Þess er vænzt að börn innan 10 ára komi ekki nema í fylgd með 1 fullorðnum). | Allt, sem inn kemur rennur : til byggingar Kópavogskirkju. Eyjólftar Eyfells opnar sýningu. Eyjólfur J. Eyfells, listmál- ; ari, opnar á morgun, sunnudag, málverkasýningu . í . Selvogs- grunni 10. . Sýnir hann þar um 100 mynd ir í olíu og vatnslitum. Mál- verkin eru öll landslagsmynd- ir og víða að, einkum hér sunn- anlands. Mjög mörg frá Þing- völlum og Þórsmörk. Úr ná- grenni Reykjavíkur, Borgar- firði, frá Fiskivötnum, af Land- eyjasandi, úr Vestmannaeyjum svo dæmi séu nefnd. Eyjólfur hefur ekki haldið málverkasýnincu í Reykjavík um langt ér?bil, en hann er einn af elztu listmálurum okk- ar, nú 74. aldursári. Á undanförnum árum hefur Eyjólfur ætíð selt myndir sín- ar jafnóðum. Nú gefst almenn- ingi hins vegar kostur á að sjá á einum stað allmörg verk hans frá siðustu misserum. Er ekki að efa, að allir þeir, sem kunna að meta þá fáguðu fegurð, sem einkennir myndir þessa hóværa, aldna lista- manns, fagni því að fá þetta einstæða tækifæri til að sjá listaverk hans. Málverkin eru til sölu. Sýn- ingin verður opin fram yfir' næstu helgi, sunnudaga og laugadaga kl. 14—22, aðra daga kl. 19—22. Aðgangur er ókeypis og öll- um heimill, en þess vænst að börn komi aðeins í fylgd með fullorðnum. " /

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.