Vísir - 14.12.1959, Blaðsíða 12

Vísir - 14.12.1959, Blaðsíða 12
Ekkevt blað er ódj'rara í óskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir off annað lestrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. Mánudaginn 14. dcsember 1959 Munið, að þeir sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. livers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Eisenhower í Teheran, fer HjÓlíð SílýSt VÍð Effa-Fall. svo þaðan tii Aþenu. Fyrsta túrbínan sett af stað í gær. Undirbúningur Parísarfundarins í fullum gangi og fara fram miklar stjórnmáfaumræður Sundrung vestrænna þjóða áhyggjuefni. IndJandsheimsókn Eisenliow- ©rs er nú loltið. Eisenhower Bandaríkjaforseti lagði í morgun af stað frá Dehli til Teheran, höfuðborgar Irans (Persíu), þar sem hann dvelst nokkrar klukkustundir. Er mikill viðbúnaður til þess að taka sem virðulegast á móti honum. Frá Dehli flýgur hann til Aþenu og þaðan til Tunis og ræðir við Bourgiba forseta, en að því búnu hvílist hann á bandaríska herskipinu Des Nýja Loftleiðavélin afhent. Hin nýja flugvél Loftleiða, TF-LLA af Cloudmaster-gerð, var aflient við liátíðlega athöfn á Miamiflugvelli á mánudag- inn var. Flugvél þessi, sem tekur 80 farþega í sæti, er búin öllum nýjustu öryggistækjum, svo sem ratsjá, og mun vera fyrsta íslenzka vélin, sem hefur slík tæki^ Starfsmennj Loftleiða hafa undanfarið dvalist vestra til að þjálfa sig í flugi hinnar nýju vélar, og fljúga henni til Reykjavíkur, fullskipaðri far- þegum. Mun hún koma hingað 21. desember, og fer þá fram móttökuathöfn hér á flugvell- Moines, þar til Parísarfundur [æðstu manna Vesturveldanna hefst laugardag næstk. 19. des. í kveðjuorðum til indversku þjóðarinnar sagði Eisenhower, ’að báðar þjóðirnar, Indverjar og Bandaríkjamenn leituðust við, að ná sama marki, marki réttlætis og friðar. Áður hafði verið birt sam- eiginleg tilkynning í lok við- ræðna hans og Nehrus, að þeir hefðu rætt vandamálin og verið aJgerlega sammála um, að öll deilumál bæri að leysa friðsam- lega. Deila Indlands | við Kína. Um deilu Indlands við Kína út af landamærunum hafði Hagerty einkaritari forsetans áður svarað fyrirspurn, og sagt, að enginn ágreiningur væri um, að reyna bæri að leysa deilumál þetta frimsamlega. Er hann var spurður að því hvort Banda- ríkin myndu styðja Indland, ef á það væri ráðist, svaraði hann því, að ekki hefði verið beðið Um neina aðstoð, ef til slíks kæmi, né hefði aðstoð verið boðin. Stálframleiðslan á Bretlandi náði nýju hámarki í sl. mán- uði, komst upp í 458.000 lestir á viku. Tækið, sem maðurinn bendir á, er einskonar sólarrafhlaða — þegar sólskin fellur á plöturnar, breytist það sjálfkrafa í raf- orku, sem geymist í þeim eins og rafhlöðum. Rafmagnið má síðan nota til ýmissa liluta, eins og gefur að skilja, og er það skoðun manna, að þessi uppfinning muni verða ómetanleg fyrir manninn í framtíðinni, þegar fer að ganga verulega á birgðir mannkynsins af kolum, olíu o. þ. h. Bíífarþegi skerst ifla á höfði. Kona daff á hitavcitustokk 014 komst við illan leik í mrr- Fyrsta túrbínan í raforku- verinu við Efra-Fall byrjaði að snúast í gær, undanfari að prófun annarrar vélasamstæð- >' , . unnar, sem taka mun um eina viku, og standa vonir til, að hægt verði að taka eitthvert álag um næstu helgi. Eins og áður er sagt hér í blaðinu, verður aðeins hægt að hefja prófun annarrar véla- samstæðunnar að sinni, en hún er 13500 kílóvött, og mun ör- ugglega vera gleðiefni mörg- um, ef hún kemst í gang fyrir jól, eins og ganga má að vísu, ef ekkert óhapp kemur fyrir. ísfirÖingar í jéfaskapi. Frá fréttaritara Vísis. .. Isafirði í morgun. Jólablær er nú kominn á bæj- arlífið. Er aðalverzlunarsvæðið skreytt og upplýst og verzlun er svipuð og í fyrra, en reynsl- an er sú að mest er verzlað síð- ustu jólavikuna. Tíðarfar er ágætt og er bíl- fært til Bolungavíkur, Hnífs- dals og og Súðavíkur. Hefur komið fram nokkur óánægja með að ekki hefur verið gert bílfært til Súgandafjarðar. Arn. Góð aflasala. Kaldbakur seldi í Grimsby í morgun 158 lestir fyrir 10884 sterlingspund. 7 aðrir togarar selja á næst- unni. Sovátflugvélin fórst líklega fyrir löngu. Hefur sennllega verið í flutningum tii heimskautsbækistöðva. Menn hallast nú að þeirri ■skoðun, að sovétflugvélin, sem sást á ísjaka nærri Grænlands- strönd, muni hafa hrapað fyrir löngu. . . Bandarískar flugvélar hafa flogið yfir staðinn í þrjá daga, og gengið úr skugga um, að þar er engan mann að finna. Flugvélin hefur brunnið, er hún kom niður, svo að skrokk- urinn er eyðilagður, en eldur- inn hefur ekki komizt í væng- ina eða stélið, svo að hægt er að lesa einkennisstafi og tölur, sem þar eru letraðar, eins og venja er. Eins og getið hefur verið, sáust för eða rákir á jakanum, og hallast menn að því, að þær muni hafa komið, þegar flug- vélin lenti á ísnum. Það er einn- úg skoðun manna í varnarliðinu að flugvélin muni hafa farizt fyrir löngu, mörgum mánuð- um, ef til vill einu eða tveim árum, og hafi hún verið við birgðaflutninga til bækistöðva sovétvísindamanna á ísjökum nærri heimskautinu, er óhapp- ið varð. Síðan hefir jakann rek- ið suður á bóginn, unz hann var kominn svo nærri Grænlandi, að hann rak suður með strönd- um þar. Komið hefur til orða, að flytja þyrlu í risaflugvél til Kulusuk á Grænlandi og láta hana síðan skreppa yfir á jak- ann, þar sem flakið er, en nú munu menn hættir við það, þar sem það þykir af áhættusamt. Dagur er stuttur og m. a. yfir 60 krii. breitt belti áf opnum sjó að fara, en hinsvegar vitað, að lítið er á ferðinni að græða. Ii<4l»jan(Eí liúsi Tvö slys urðu í Reykjavík tímabilinu kl. 3—4 síðdegis gær. Annað þeirra var umfei'ðar- slys, sem varð á Útvarpsstöðv- arvegi móts við Meltungu rétt um þrjúleytið í gærdag. Tvær ^ bifreiðir voru þar á ferð, önn- ur var R-1022, en hin var með erlendu skrásetningarmerki, og ■ rákust þær harkalega á. Far- þegi í fyrrnefndu bifreiðinni, Laufey Jónsdóttir til heimilis að Kleppsvegi 57, er sat í framsæti, skarst illa af rúðu- brotum, bæði hlaut hún stór- an skurð á andliti og skarst einnig á hálsi. Sjúkrabifreið var fengin til að flytja hana til læknisaðgerðar. Hitt slysið varð nokkru seinna — klukkuna vantaði stundarfjói’ðung í 4 þegar lög- reglu og sjúkraliði var gert að- vart um það. Hafði kona, Guðlaug Jónas- dóttir til heimilis að Hamra- hlíð 31 verið á gangi eftir hita- veitustokk, en varð fótaskortur og skarst mjög illa á fæti. Ekk- ert fólk mun hafa verið á ferli í námunda við þann stað þar á sem slysið skeði svo Guðlaug í varð, þrátt fyrir meiðslin, að I halda för sinni áfram. Komst hún að húsinu Háhlíð 10 og gat þar gert vart við sig, en féll þá um leið í ómegin sök- um blóðmissis. Símað var strax eftir sjúkrabifreið, sem flutti konuna í slysavarðstofuna. Tvö slys urðu einnig í Reykja vík á laugardaginn. Ungur drengur klemmdist í lyftu í barnaheimilinu Laufásborg og marðist eitthvað á handlegg. Þá varð maðujr, Sigurður Pijörnsson frá Veðramóti, fyr- ir bifreið á Fríkirkjuvegi, meiddist nokkuð á höfði og hlaut heilahristing. Þyrla setur hæðarmet. Bandaríkjaflugher seglst hafa sett met í hæðarflugi á þyrlu. Komst þyrla, sem knúin er gashverfli og því af nýrri gerð, uþp í 29,770 feta hæð (rúm- lega 9 km.), og mun engin flugvél af þessari gerð hafa komizt svo hátt. Alkirkjuráðið veitir styrki. Alkirkjuráðið veitir eins og um nokkur undanfarin ár guð- fræðistúdentum og kandidöt- um styrki til námsdvalar við háskóla í ýmsum löndum há- skólaárið 1960—61. Umsóknar- eyðublöð og nánari upplýsing- ar eru á skrifstofu biskups, Reykjavík. Umsóknir þurfa að berast í janúar. Fjörugt félagsfíf á ísafirði. Leikfélag ísafjarðar frum- sýndi s.l. fimmtudagskvöld gamanleikinn Gimsteinar og brjóstahöld. Sveinbjörn Jónsson þýddi leikinn. Leikstjóri er Þorvald- ur Helgason. Leiknum var ágætlega tek- ið og sýndur föstudag og laug- ardag við góða aðsókn. Þetta er fyrsta leiksýning Leikfélags- ins á þessu vetri. Upp úr ára- mótum ætlar leikfélagið að sýna annað leikrit.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.