Vísir - 23.12.1959, Blaðsíða 12

Vísir - 23.12.1959, Blaðsíða 12
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir ogf annað lestrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-lG-GO. Miðvikudaginn 23. desember 1959 Munið, að þeir sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá biaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Eisenhower kominn heim. Samkoni.ukg varð í Marokko um brottflutning Bandaríkjaliðs. Eisenhower forseti Bandaríkj anna cr nú kominn til Washing- ton úr ellefu Ianda ferðinni. Fiugvclin kom við í Goose Bay á Labrador fil þess að taka við- bótar eldsneytisforða. Áður en forsetinn lagði af stað frá Marokkó var birt sam- -eiginleg yfirlýsing hans .og Mohammeðs konungs þess efn- is, að náðzt hefði samkomulag um brottflutning alls herliðs (flugliðs) Bandaríkjanna frá Marrokkó, og fer fyrsti hluti liðsins þegar á næsta ári, en: brottflutningi á að vera lokið ferð Eisenhowers. Þ'ykir hún hafa heppnast mjög vei. Hann hafi unnið friðarstefnu dyggi- lega og orðið mikillar virðingar og hlýleika milljóna manna að- njótandi. --g. — Slékkvlilðlð kvatt úf» Siökkviliðið í Reykjavík var á 12. tímanum í gærkvöldi kvatt að Rauðarárstíg 20 vegna elds í verkstæði. I verkstæði þessu var benzíri fyrir árslok 1963. Bandaríkja-! menn hafa sem kunnugt er lagt fi'am milljónatugi til flugvalla í Marokkó og segja fréttamenn, [ að þetta samkomulag sýni sann an friðarvilja Eisenhowers for- seta. j í hinni sameiginlegu tilkynn-. ingu segir einnig, að þeir hafi veitt því athygli með mikilli á- j nægju, að þokast hafi í rétta átt í Alsírmálinu, þar sem báð- ir aðilar hafi viðurkennt rétt í-! búa Alsír til sjálfsákvörðunar. j í blöðum er mikið ritað um. ___________________________ i Viðgerðarstofa út- varpsins lögð niður. Eins og fram hefur komið í lilkynningum Ríkisútvarpsins, I verður viðgerðastofa þess lögð niður nú tnn áramótin. í símtali, sem fréttamaður Vísis átti við útvarpsstjóra,) sagði hann að þetta hefði staðið ’ til í nokkurn tíma, og hefðd nú orðið úr því. Hinsvegar mun Ríkisútvarpið halda áfram ýmissa þjónustu við hlustendur á þessu sviði, og mun t. d. ferð- um viðgerðarmanna út um land verða haldið áfram eins og áð- ur hefur verið. Þá munu og ýmsar leiðbeiningar vera gefnar hlustendum til viðhalds tækj- anna o. s. frv. í bala á gólfi, en neisti hrökk í benzínið og varð af mikið bál. Siökkviliðið kom skjótt á vett- vang og tókst að kæfa eldinn áður en brunatjón yrði mjög til- finnánlegt. Talsvert tjón varð þó af eldinum. i ,».íH' ‘<ui- 'é . . Slys. I nótt fanst ölvaður maður liggjandi á gatnamótum Brekku stígs og Framnesvegar og var sá ósjálfbjarga. Svo virtist sem maðurinn hafi verið barinn, því illa vhr sprungið fyrir á vör hans og blæddi nokkuð. Lög- reglan flutti manninn í slysa- varðstofuna þar sem gert var að sárum hans. Tveir drengir meiddust í umferðinni í gær. Annar þeirra, 11 ára gamall, varð fyrir bíl í Hafnarstræti. Ökumaður bif- reiðarinnar flutti drenginn í lögreglustöðina og skýrði frá atvikum, en lögreglan tók drenginn í vörzlu sína og flutti í slysavarðstofuna. Meiðslin reyndust ekki alvarleg. Hinn drengurinn féll af reiðhjóli á götu og hlaut höfuðhögg svo hann varð ringlaður fyrst á eftir, en jafnaði sig fljótlega og virtist ekki verða frekar meint af. * PAN-AMERICAN hefur hafið áætlunarflugferðir milli Bermuda og New York. Verðlaunakrossgáta Vísis: Heiðar Marteinsson, Hraunteig 26, fékk 1. verðlaun. 2. verðlaun: Guðlaug Magnúsdóttir .Jaðri, Höfnum - 3. verðlaun Jafet S. Ölafsson, Mávahlíð 14 Mörg hundruð manns í öllum landsfjórðungum sendu Vísi lausn á jólakrossgátunni sem birtist í jólablaðinu, og varð að draga um vinninga, þar sem *vo margir — 379 — sendu rétt tBvör. Drátturinn fór fram í gær, *>g fara hér á eftír nöfn hinna heppnu, er geta svo vitjað verð- launa sinna í skrfstofu Vísis í fidag: Fýrstu verðlaun hlaut Heið- a'r Marteinsson á Hraunteig 26 — 400 krónur. Önnur verðlaun — 250 kr. — fóru út fyrir bæinn, því að þau hlaut Guðlaug Magnúsdóttir að Jaðri í Höfnum. Þriðju verðlaun — 100 kr. — féllu í skaut Jafet S. Ólafssyni, Mávahlíð' 14. Vísir óskar þeim til hamingju og þákkar öllúm fyrir þátttök- una. Hér þarf ekki mörg orð. Þetta eru leiðtogar lýðræðisþjóðanna á fundi í París um s.l. helgi. Jctatónleíkar á 5. í jólum. Jólatónleikar verða haldnir Dahsitayake myndar nýjan flokk. Sagöi sig úr stjórnarflokknum - kvaöst ekki vilja láta „skera sig á háls.“ í Dómkirkjunni á vegum Rík- isútvarpsins á 5. í jólum. þriðju daginn 29. des. kl. 21, og verða þeir eingöngu helgaðir hátíð- legri músík barokk-tímans og skyldra tímamóta. Hljómsveit Ríkisútvarpsins leikur undir stjórn Hans Anto- litsch, en einleikarar verða Páll ísólfsson (orgel), Björn Ólafs- son (fiðla), Karel Lang (óbó), og einsöngvari Sigurveig Hjaltested. Tónleikarnir hefjast með þrem hljómsveitarverkum eftir Henry Purcell: Allemande, Sarabande og Cebelle, og þar með minnst 300 ára afmælis eins af merkustu tónskáldum Englendinga, sem dó aðeins 36 ára gamall. Þá verður leikinn tvíleikskonsert fyrir fiðlu og óbó efti'r Johan Sebastian Bach, og síðan sinfónía eftir son hans Johan Christian Bach. Þrjú andleg lög eftir Johan Sebasti- an verða sungin af Sigurveigu Hjaltested, en lögin eru: ,,Gleym þú ei mér“, Jesús heimsins ijúfa ljós“ og „Ó, Jesú- Dahanayake, jörsœtisráðherra Ceylons, sag'ði sig nýlega úr flokk sínum, Frelsisflokkn- um (stjórnarflokknum), og til- kynnti jafnframt, að hann œtlaði að mynda nýjan flokk. Hlutverk hins nýja flokks verður að berjast gegn þjóðnýt- ingu á te- og gúmræktarekrum landisns, sem eru í eigu Breta. Dahanayake tilkynnti þetta á stjórnarfundi, hinum fyrsta síð- an hann rauf þing á dögun- um. Kosningar eiga fram að fara í landinu 19. marz. Þess er skammt að minnast, að Da- hanayake sigraði nýlega í at- kvæðagreiðslum á þingi, með aðeins eins atkvæðis meirihluta. — Á stjórnarfundinum tók Da- hanayake svo til orða, að hann vildi ekki „láta skera sig á háls um hábjartan daginn“, en ýmsir málsmetandi menn í* flokki hans hafa með leynd unnið að því, að hann yrði ekki eftirmað- barn blítt.“ Páll ísólfsson leik- ur á orgel Chaconne eftir Jo- hann Pachelbel. ur myrti Bandaranaika sem ur Bandaranaika, sem formað- ír flokksins. (Búddatrúarmunk- kunnugt, er fyrir 3 mánuðum). Dahanayake sagði ennfrem- ur, að þjóðnýtingarhótanirnar hefðu þegar kippt stoðunum undan efnahagslífi Ceylons og hvorki erlendir né innlendir menn þyrðu lengur að leggja fé í fyrirtæi í landinu. „Ég vil að opinbert framtak og einkafi'am- tak geti þróazt hlið við hlið. Sumir ykkar kunna að vilja þjóðnýtingu, en ég vil hana ekki. Ég mun berjast gegn þjóð- nýtingu- te og gúmmí-iðnaðar- ins, en þeir eru „lífsblóð lands- ins“. Þjóðnýting mun leggja allt í rúst.“ Eftir fundinn komu nokkrir ráðherrar saman á fund á heim- ili verzlunarmálaráðherrans, Sémanayake. Sumir þeirra á- kváðu að biðjast lausnar og endurskipuleggja Frelsisflokk- inn og gera ekkju Bandaranaika að höfuðleiðtoga flokksins. Átta ráðherrar eru nú í stjórn landsins, — fimm fóru úr stjórn- inni. Eftir /*« r isti rfu n «Hn « — Macmillan segir alrangt, að ágreiningur sé um Berlín. Macmillan sagði við heim- komuna af Parísarfundi vest- rænna leiðtoga, að það væri skynsamleg ákvörðun, að efna til margra funda æðstu manna. Kvað hann ekki hægt að af- greiða mörg mál á einum fundi, en ef haldin væri röð funda, mætti taka fyrir eitt mál í einu til umræðu og afgreiðslu. Hann kvað algrangt, að óeim ing væri meðal vestrænna leið- toga um Berlín. Herter hefir sagt ráðherrum f Norður-Atlatshafs bandalag- inu, að Bandaríkjamenn og Rússar ætli sér ekki að hafa á hendi neina yfirstjórn heims- mála. — Ýmsir ráðherranna höfðu látið í ljós áhyggjur út af því, að ekki yrði tekið nægt tillit til hinna smærri þjóða. Þrettándabrenna í Mosfellssveit. U.M.F. Afturelding, Mosfells- sveit, gengst fyrir stórri brennu á Þrettándakvöld. Verður brenn- ; an á íþróttavelli félagsins að Varmá við Hlégarð. Þar verður Álfadrottning og kóngur ásamt fylgarliði, söngur og skemmti- atriði. j Ýmsar nýjungar veðra í sam- bandi við þessa skemmtun, sem Afturelding hyggst gera sem bezt úr garði, til þess að gestir 'hafi sem mesta ánægju af.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.