Vísir - 04.01.1960, Blaðsíða 6

Vísir - 04.01.1960, Blaðsíða 6
VÍSIR Mánudaginn 4. janúar 1960 fi visim D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Sl^rifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 25,00 í áskrift á mánuði, kr. 2,00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Á áramótum. Ársins sem nú var að ljúka, mun um langan aldur verða minnst sem merkisárs í sögu íslenzku þjóðarinnar. Sú breyting, sem gerð var á kjördæmaskipun landsins, verður þegar frá líður talin svo eðlileg og sjálfsögð rétt- arbót, að flesta mun þá undra, að hún skuli hafa mætt eins illvígri andstöðu og raun varð á. Hitt er svo annað mál, að nýrra breyt- inga kann að verða þörf síðar, þegar þjóðinni fjölgar meira og hlutföllin milli byggðarlaga breytast. Talið er að íslendingar verði orðnir 350—400 þúsund um næstu aldamót. Sú fjölgun hlýtur að.hafa í för með sér margvíslegar breytingar í þjóðfélaginu, sem við sjáum ekki fyrir nú. En sú kynslóð, sem þá fer með völdin, mun sennilega brosa að þeim, sem árið 1959 börðust eins og ljón gegn lagfæringu á því , misrétti, sem ríkt hafði um áhrifaaðstöðu þegnanna á skipun Alþingis, eftir því hvar þeir áttu heima á land- inu. Þess mun og verða minnzt, hve djarflega þjóðin stóð á rétti sínum í landhelgismálinu gegn brezku ofbeldi. Og sennilega verður enn langt til aldamóta, þegar augu umlieimsins hafa opnast til fulls fyrir því, að hin brezka aðferð er ekki sú, sem beita skal, þegar þjóðir þurfa að útkljá deilumál. Óráðin í byi’jun hins nýja árs stend- ur þjóð'in á tímamótum í meira en einum skilningi. Mörg og erfið vandamál bíða úrlausnar. Viðreisnartillögur ríkisstjórnarinnar eru vænt- anlegar innan fárra vikna. Sérhver einstaklingur má vera þess fullviss, að hún Ieggur það eitt til, sem liún og ráðunautar hennar telja al- þjóð fyrir beztu. Framtíðin verður svo að leiða í ljós, hvemig þjóðin bregzt við þessum úrræðum eins og þingið skilar þeim frá sér. Enginn efi er á því, að allur þorri íslendinga hefir gert sér þess grein, að ekki verð- ur haldið áfram á þeirri leið, sem vinstri stjórnin fór, Þrátt fyrir það ofurkapp, sem málgogn Framsóknar og kommúnista lögðu á, að Vonandi líður ekki langur tími þangað til Bretar átta sig á þessu sjálfir, og ætli þeir að halda þeirri virðingu og því trausti, sem þeir hafa notið meðal lýðræðisþjóðanna, er ekki seinna vænna fyrir þá að breyta um stefnu. En vera mætti, að það baráttu- þrek og sá einhugur, sem Islendingar hafa sýnt í þess- ari deilu, gæti orðið öðrum smáþjóðum, sem hart eru leiknar, hvatning til þess að láta ekki hlut sinn meðan á móti verður spyrnt. Markvert mun og verða talið, hvernig sem framtíðin verð- ur, að á þessu ári gerðu stjómarvöld landsins tilraun í þá átt, að stöðva þá óheilla- þróun í efnahagsmálunum, sem að dómi hæfustu manna var að sliga allt fjárhags- kerfi þjóðarinnar. Þótt þær ráðstafanir, sem gerðár voru, nægðu ekki til viðreisnar, nema áfram verði haldið á svipaðri braut og vandamál- in tekin enn fastari tökum, mun sagan leiða í ljós, að hér var sú ákvöðrun gerð, er varðar líf þjóðarinnar og efnahagslegt sjálfstæði um langan aldur. Þegar komið er út á ógæfu- braut, er fyrst að nema stað- ar og síðan að snúa við. Á árinu sem leið var numið staðar, og hlutverk hinnar nýju ríkisstjórnar er að fá þjóðina til að snúa við, og ósk allra sannra Islend- inga er, að henni takist það. framtíð. ónýta aðgerðir minnihluta- stjórnar Alþýðuflokksins, sýndi þjóðin það í kosning- unum, að hún taldi þær spor í rétta átt. Þess er því að vænta, að nú þegar Sjálf- stæðisflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn hafa tekið höndum saman um að halda áfram á þessari braut og finna varanlegri úrræði, verðd þeirri tilraun vel tekið. Hættan er aðeins sú, að fáein- um ábyrgðarlausum áhrifa- mönnum í andstöðuflokkun- um takist að æsa fólk til bar- áttu gegn ráðstöfunum, sem * það í hjarta sínu telur nauð- synlegar. Vér eigum ekki bétri nýársósk til þjóðarinnar en þá, að hún láti ekki glepjast af áróðri slíkra manna. ,, ; •tr'i r'*' "> r I1' l’_.i i.i« i. . ú. i i Fimmfugur á nýársdag: Jón Magnússon, fréttastjóri. A nýársdag var fimmtugur Jón Magnússon, fréttastjóri Ríkisútvarpsins. Það er víst ekki siður að skrifa langt mál um þá, sem eiga slíkt afmæli, — einhver dularfull hefð mælir svo um, að ekki skuli hafa slík skrif, fyrr en maðurinn hefir náð sextugu eða enn hærri aldri, sem komin er upp í það, sem Norðmenn kalla „stövets ár“. Ævisól Jóns Magnússonar er í hádegisstað, og vinir hans vænta þess, að enn gefist oft kostur að minnast hans á merk- isafmælinu. Það er sannarlega ekki af neinni kurteisisskyldu, að mig langar til að minnast Jóns með nokkrum línum, slíkur hé- gómaskapur væri honum fjarri, — hins vegar fýsir mig að setja saman nokkur ófullkomin orð til að minnast eins mesta drengskaparmanns, sem eg hefi átt því láni að fagna að hitta á lífsleiðinni. Margar góðar nafn- giftir myndu vel eiga við Jón Magnússon, en eg hygg þó, að í orðinu drengskaparmaður felist það, sem bezt hæfir, ef reyna á að lýsa honum með einu orði. ■—x— Jón Magnússon brautskráðist stúdent frá menntaskólanum á Akureyri árið 1931. Síðan fer hann utan til Stokkhólms, legg- ur þar fyrir sig norræn mál, ensku og bókmenntasögu og hefir fil. kand.-gráðu í þeim greinum. Hann gerðist frétta- stjóri Ríkisútvarpsins árið 1941 og hefir gegnt þeirri stöðu æ síðan við vaxandi virðingu og vinsældir. Eg myndi segja, að Jón Magnússon væri fyrirmyndar embættismaður í hvívetna. 1 fyrsta lagi hefir hann djúpstæða þekkingu og skaphöfn til þess að gegna svo umdeildri stöðu, og í öðru lagi er hann með öllu integer í starfi. Aldrei hefi eg vitað til þess, að Jón hafi á nokkurn hátt hallað réttu máli, eða reynt að túlka fréttir* á einhvern sérstakan hátt. Fyrir honum vakir, að í fréttaflutn- ingi sé rétt farið með staðreynd- ir. Um þetta geta allir borið, sem einhver skipti hafa haft af manninum, en þeir eru fjöl- margir, eins og nærri má geta, eftir nær tveggja áratugastarf í þessu landi kunningsskapar- ins og hörku í stjórnmálum. Jón Magnússon stendur upp úr dægurþrasi og dylgjum. Slíkur maður er hann. Oft hefir verið sagt, og vafa- laust með réttu, að ísland væri að verða land meðalmennsk- unnar, þar sem óprúttnir og kunnáttulitlir skálkar geta haf- izt til hárra metroða. Þess vegna er það beinlínis hress- andi að hugsa til Jóns Magnús- sonar á þessum tímamótum . í ævi hans, að sæti hans er skipað afburðamanni. Alveg vafalaust er það, að mikill vandi er að stjórna sund- urlausum hópi starfsmanna, hversu færir sem þeir annars kuriná að vera. Og þetta á líka við um Fréttastofu ríkisút- varpsins. Við, sem þar vinnum, erum vitanlega ólík um flest, ákaflega oft ósammála um eitt og annað, sem á góma ber. En Jóni Magnússyni hefir tekizzt að samræma þenna hóp, gera úr honum samstillta og vel hæfa heild. Og ekkert okkar myndi efast um sanngirni og réttsýni Jóns, ef hans úrksurðar væri leitað. Og slíkan úrskurð myndi hann fella án alls brambolts og sýndarmennsku. Með hægð en festu leysir hann deilumálin og leggur stefnu þá, sem við hin föllumst umsvifalaust á að sé hin rétta. —x— Jón Magnússon er í ríkum mæli gæddur náðargáfu húm- oristans, ekki þeirrar kímni, sem er illkvittin og særandi, heldur þeirrar, sem varpar birtu á veg samferðamannanna og gerir tilveruna ánægjulegri. í þeim efnum er yfirboðari okkar primus inter pares. Og meðal annars af þeim sökum virða samstarfsmenn hans hann og dá. —x— Jón Magnússon er kvæntur Ragnheiði Möller, og eiga þau þrjá sonu. —x— Mér dettur stundum í hug, að Jón Magnússon hafi í starfi sínu haft að leiðarljósi hin fleygu orð: „Engum hatur, öll- um góðvild“. Að minnsta kosti er það svo, að betri húsbónda er ekki hægt að hugsa sér, ráð- hollari né velviljaðri. Eg slæ svo botninn í þessar sundurlausu og ófullkomnu hugleiðingar mínar með því að óska Jóni Magnússyni og fjöl- skyldu hans alls hins bezta á ókomnum árum, og megi Ríkis- útvarpið sem lengst njóta á- gætra starfskrafta hans, rétt- sýni og drenglundar. —x— Það er vitskuld engin tilvilj- un, að Jón Magnússon hefir hlotið í viðurkenningarskyni ýmis erlend heiðursmerki, og nú um áramótin hina íslenzku Fálkaorðu. Lifðu heill, Jón Magnússon. Thorolf Smith. Útvarpið verðlaunar Ólaf Jóhann. Úthlutað hefur verið í f jórða sinn verðlaunum úr Rithöf- undasjóði Ríkisútvarpsins og hlaut þau að þessu sinni Ólafur Jóhann Sigurðsson, 17 þús. kr. í þau þrjú skipti, sem verð- laun hafa verið veitt áður hefur þeim verið skipt til helminga 8500 krónur í hlut ár hvert, en formaður Rithöfúndasjóðs, dr. Kristján Eldjárn, lét þess getið við afhendinguna að þessu sinni, að um þetta væri ekki al- gild regla, heldur metið hverju sinni. Helzt væri til þess ætlazt, að sá er verðlaunin hlyti, not- aði þau til að sigla og litast um í heiminum. Ríkisútvarpið væntir þess ætíð að fá eitthvað á árinu til flutnings frá þeim, sem verðlaun hlýtur. Nýársóskin. Nýtt ár er gengið í garð og menn óska hverjir öðrum gleði- legs árs, góðrar heilsu, velgengni og sannrar hamingju. Það eru eðlilega vandamenn og vinir, sem framar öðrum verða slíkra óska aðnjótandi, en sennilega eru góðar óskir til allra ofarlega í hugum flestra á þessum tíma- mótum. Þá láta og ýmsir þjóða- leiðtogar ljós sitt skína og ræða þjóðarhag og horfur, og sú var tíðin, að þjóðskáldin ortu fögur hvatningarljóð á áramótum, ljóð sem fundu bergmál í huga al- þjóðar og munu margir af eldri 'kynslóðinni enn minnast þess, hve slík hvatningarljóð yljuðu hugunum, vöktu til umhugsunar um hag og framtið landsins. En hvað sem þessu líður, mun það nú einmitt verða þjóðarhagur, sem verður umhugsunarefni margra landsins barna, á dögum hins nýbyrjaða árs, og væntan- lega áfram, þjóðarhagur og framtíð fandsins. Og vissulega mundi það til bóta, ef hægt væri að samstilla hugina til góðra óska nú í byrjun ársins um að vel mætti takast að leysa hin al- varlegu vandamál, sem við er að strííða, svo giftursamlega takist. Óvissa. Áhyggjur. Óvissa um framtíðina er enn ríkjandi, og það er eðlilegt, því að beðið er eftir, að i ljós komi árangurinn af þvi starfi, sem nú er unnið til þess að bjarga öllu og leggja grunn að traustri framtið. Auðvitað er þjóðarhag- ur allra hagur og þess vegna verður að ætla, að í rauninní vilji allir, að vel takist, þótt stundum sé erfitt að álykta ann- að en að til séu menn í þjóðfélag. inu, er vitandi vits reyni að spilla fyrirfram árangrinum af því, starfi, sem unnið er til þess, að þjóðin geti reist sig við efna- hagslega og unnið sér aftur glat- að álit og virðingu. Vonandi átta þessir menn sig á því, áður of seint er, hve fávisleg framkoma þeirra er, því að komi fram til- lögur sem vænta má, er reynast skynsamlegar, og menn sjá, að eru nauðsynlegar, mun ekki standa á þjóðinni, að taka á sig þær byrðar í bili, sem því kunna að vera samfara. Stórt atriði. Þess hefur verið óskað af les- endum þessa dálks, að minnst væri á þessi mál í honum nú í byrjun ársins. Bergmáli er vel kunnugt um — ekki aðeins á- hyggjur, heldur og vonir — margra lesenda sinna, að því er tekur til þessara mála. Hér er um mörg atriði að ræða og stór. Að þessu ri.mi skal aðeins minnst á eitt þeirra, því að áliti flestra er það eitt mikilvægasta, þegar um úrlausn vandamálanna er að ræða, og það er hvaða ráðstafanir verði gerðar til þess, að tryggja sparifjáreign lands- manna. Menn drepa á mikilvægi þess, að unnt verði að tryggja það, að menn eigi víst, að þeir fái jafnverðmætar krónur út úr banka, ef þeir þurfa á sparifé síínu þar geymdu að halda, og það var þegar þeir lögðu það inn — og eigi menn það vist, myndu sparifjárinnstæður auk- ast svo stórkostlega, að með því yrði lagður einn hornsteinn þess nýja, trausta efnahagskerfis, er koma þarf og koma skal. — Rúm leyfir eigi að ræða nánara þessi atriði og önnur að neinu ráði í þessum dálki, þótt skylt sé, að láta raddir almennings heyrast hér um þessi mál sem önnur, eftir því sem tök eru á. GLEÐILEGT N Ý Á R!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.