Vísir - 04.01.1960, Blaðsíða 7
Mánudaginn 4. janúar 1960
VISIR
7
r *
AramótaræÍa Olafs Tftors:
Milijarðs króna eyðsla um-
fram tekjur á sL 5 árum.
Breyta þarf stefnunni í efna-
hag;smálunuan tafarlaust.
Hér fer á eftir áramótaræða
sú, sem Ólafur Thors forsætis- |
ráðhcrra flutti í útvarpið á
gamlárskvðld.
Þau hin miklu mál, sem ríkis-
stjórnin hefur verið að fjalla um
að undanförnu, þ. e. a. s. efna-
hagsleg viðreisn þjóðarinnar,
hafa gi’ipið hug minn allan og
liggja mér svo þungt á hjarta,
að ég get ekki náð flugtakinu,
ekki lyft mér yfir þau og valið
mér annað og ef til vill ýmsum
. hugþekkara umræðuefni á þess-
ari hátíðlegu stund.
En hver veit þá líka nema að
' rétt á litið séu það einmitt þessi
mál, sem öðru fremur ber að
ræða nú, þegar þjóðin á örlaga-
stundu stendur á vegamótum.
—x—
Sá vandi er mér á höndum,
að forðast að verða lagður und-
ir réttmæt ámæli fyrir rang-
túlkun. Bið ég menn að hafa
hugfast, að auðvitað eru við-
horfin mismunandi, eftir því á
hvaða sjónarhól er staðið og
margt, sem kann að vera mats-
■ atriði í svo miklum málum, sem
hér um ræðir. Þurfa menn því
ekki að vera á eitt sáttir, þótt
allir vilji hafa það, sem sann-
ara reynist.
• ■;> '—X— ■
Fram til síðustu aldamóta
höfðu íslendingár lengst af lif-
■ áð fábreyttu lífi, við lítil lífs-
- gæði og oft og éinatt hungur
og horfelli í þessu fagra landi,
sem stöðugt verður gæðaríkara,
eftir því sem tækninni fleygir
, fram.
í upphafi þessarar aldar hefst
að heita má nýtt landnám á ís-
landi. Þá breyttu hinir miklu
hugsjóna- og atorkumenn ára-
bátunum í vélbáta og togara
og skópu með því íslenzkum
sjómönnum aðstöðu til að sýna,
að þeir eru fi’emstir allra fiski-
manna í veröldinni. Hófust þá
margir úr fátækt til bjargálna,
en kjör alls almennings stór-
bötnuðu, svo áð oft mátti mann-
sæmandi teljast. Voru þó nær
ævinlega nokkur vanhöld á,
sem þeir bezt vita, sem muna
t. d. þegar verkamennii’nir við
Reykjavíkurhöfn hömuðu sig á
bersvæði, meðan þeir biðu þess,
að sú náð félli þeim í skaut, að
fá stritvinnu, greidda með
nokkurra aura tímakaupi. En
stundum brást líka^sú vonin og
oft var atvinnuleysi hörmulega
mikið.
Allt breyttist þetta snemma
í síðari heimsstyrjöldinni. Þá
skeði allt í senn, að framleiðslu-
vai’a landsmanna margfaldað-
ist í verði og að hér settist að
herlið, að tölu á við hálfa þjóð-
ina, með fullar hendur fjár, sem
það dreifði eins og gullúða yf-
ir þjóðina, en falaðist auk þess
eftir þúsundum íslenzkra handa
til vinnu í þágu ófriðarins.
Peningaflóðið, sem þá streymdi
yfir þjóðina, setti hér margt úr
skorðum. Myndi í-aunar engin
þjóð méð okkar fortið hafa fót-
að sig í þeirri iðu.
—x—
Síðan höfum við lifað í vel-
lystingum praktuglega. í mörg-
um höfuðefnum hefur þetta
leitt til velfarnaðar fyrir þjóð-
ina, og eru þó á ýmsir og stórir
annmai’kar, svo sem verðbólgu-
vandinn ,sem nú er að vaxa
okkur yfir höfuð, Tóku þó ýms-
ir verðbólgunni vel, þegar hún
fyrst kvaddi dyra, töldu þar
gott ráð til að dreifa auðnum
og ekki síður til að láta útlend-
inga greiða meira fyrir vinnu
i þágu hersins.
Ekki. ei- það ætlun mín að
rekja þá sögu, enda varðar
framtíðin mestu, þótt hollt sé
hverjum einum að rifja upp for-
tíðina, til þess að draga af henni
ályktanir og reyna að vai’ast
fyrri víti. Öllum hefur okkur
stjórnmálamönnunum yfirsézt.
Allir erum við samsekir um
sumt, þótt ekki séum við jafn-
sekir. Þá reikninga reyni ég
ekki að gei’a hér upp, enda tæp-
ast fyllilega dómbær né óvil-
hallur.
—x—
í dag er viðhorfið m. a. þetta:
Dndanfarin 5 ár hafa íslend-
ingar eytt 1000 miHj. kr. meira
en þeir öfluðu, og greitt þenn-
an halla á búskapnum með er-
lendum lánum. ískyggilega mik-
ill hluti þessara skulda eru lán
til stutts tíma. Fyrir því er svo
komið, að þjóðin þarf að nota
11% gjaldeyristekna sinna á
allra næstum árum, til að gi’eiða
vexti og afborganir af erlend-
um skuldum. Er það meira en
tvöfalt við það hámark, sem
leyfilegt þykir, og erum við í
þeim efnum dýpra sokknir en
nokkur önnur þjöð, ef til vill
að einni undanskilinni. Af þessu
leiðir, að engri þeirra erlendu
lánsstofnana, sem gegna því höf-
uðverkefni að lána þjóðum eiixs
og okkur, þegar örðugleikar
steðja að, og heldur ekki þeim,
sem við eigum sjálfir aðild að,
er lengur heimilt að lána ís-
lendingum, hvorki til langs eða
skamms tíma, nema við komum
efnahagsmálum okkar á annan
og traustari grundvöll, þ.e.a.s.
breytum um stefnu.
Ég læt þess hér getið, svo
menn skilji betur, hvar við er-
um á vegi staddir og í hvaða'
ógöngur við erum komnir út. |
Ölafur Thors.
af uppbótakerfinu, sem allir
flokkar bera ábyrgð á, að 1000
milljón króna hallann á búskap
okkar þessi umræddu 5 ár, höf-
um við greitt með érlendum lán-
tökum. Og nærri því jafn háa
upphæð höfum við notað til
kaupa á hátollavörum.sem mest
eru hreinn óþarfi — luxus. Og
þessi kaup hafa stjórnarvöldin
leyft og ýtt undir. Ekki þó til'
að gleðja okkur og gleyma í
munaði. Heldur vegna þess. að
hvorki rikissjóður né útflutn-
ingssjóður gat staðið í skilum
án þeirra háu tolla, sem til
þeirra runnu vegna þessa vai’n-
ings.
Til langframa getur engin
þjóð vænzt þess, að aðrar þjóðir
kosti hana til að halda slíkum
feigðardans áfram. Og þess get-
ur heldur engin þjóð óskað, sem
vill halda sjálfsvirðingu sinni
og sjálfstæði.
-—x—
Ofan á annað bætist svo það,
að að óbreyttum tekju- og
gjaldastofnum mun á næsta ári
enn vei’ða nýr halli á ríkis- og
útflutningssjóði, sem nemur
hvoi’ki meira né minna en um
250 millj. króna. Verði ekki
breytt um stefnu, er okkur sá
einn kostur nauðugur, að afla
þess fjár með nýjum álögum á
almenning. Verði jafnframt
gei’ðar aðrar ráðstafanir, sem
óhjákvæmilegar eru, ef þess á
að freista að búa enn um skeið
við núverandi kerfi, er talið, að
af öllu þessu myndi vísitalan
hækka um 5—6 stig. Neiti þjóð-
in að taka þá byrði á sig sem
kjararýrnun í bili, og krefjist
samsvarandi hækkunar á
krónutölu ársteknanna, leiðir
það til þess, að ný þörf nýrra
tekna og þá líka nýrra álagna
skapast að ári. Lengi’a þurfum
við vart að hugsa, því að þá
stöðvast hjólið vafalaust af láns-
fjárskoi’ti, nerna fyrr vei’ði, sem
raunar er lang sennilegast.
—x—
Þá er þess að geta, að flestir
eða allir lánasjóðir atvinnuveg-
anna ei’u í mikilli fjárþröng og
sumir ef til-vill í raun og veru
gjaldþrota. ,■ Án erlendrar lán-
töku mup starfsemi þeirra
flestra stöðvast að mestu leyti,
a.m.k. Fiskveiðasjóðs og sjóða
landbúnaðai’ins, en slík lán fást
ekki að óbreyttri stefnu í efna-
hagsmálunum. Sama gildir um
önnur nauðsynleg lán, svo sem
til hafnargei’ða, að dæmi sé
nefnt, en án þeirra er ekki auð-
ið að fullhagnýta fiskiskipaflot-
ann með þeírri viðbót, sem
væntanleg er á næstunni, hvað
þá meir. Þetta á einnig við og
jafnvel í enn ríkari mæli um
nauðsynlegt fé til þeirrar hag-
nýtingar örkulinda landsins,
sem framundan bíður og voriir
um aukið öryggi og bætt lífs-
kjör að verulegu leyti byggist
á. Vil ég, til að fyrirbyggja mis-
skilning, sérstaklega vekja at-
hygli manna á, að enda þótt lán
til stutts tíma, sem varið er til
óarðbærra hluta, séu hættuleg,
er þjóð eins og okkur ekki að-
eins heimilt, heldur líka skylt
og nauðsynylegt, að leita eftir
og taka höfleg lán til langs tírria
og vei’ja þeim til arðbærrar fjái’-
festingar. Má telja víst, að slík
lán fáist, ’ef búið er áð koraa
efnahag þjóðarinnar á heilbrigð-
an grundvöll.
Til frekari áréttingar vil ég
endurtaka þetta:
1. Ef ekki verður tekin upp ný
stefna í efnahagsmálunum,
verðui’ óhjákvæmilegt að
leggja á þjóðina, strax og
Alþingi kemur saman, nýja
skatta, er nema um 250
millj. króna á ári.
2. Þessir skattar og það, sem
þeim fylgir, munu hækka
vísitöluna um .5—-6 stig.
3. Ki-efjist launþegar tilsvar-
• andi hækkunar á krónutölu
ársteknanna, verður enn að
leggja á nýja skatta um
næstu áramót.
4. Til þess að þessi leið sé fær,
vei’ða íslendingár að eiga
kost á erlenduin lánum til
kaupa á óþarfa-várningi.
5. Það er að minnsta kosti mjög
ólíklegt, að slík lán séu fá-
anleg og raunar heldur ekki
lán til arðbærrar fjárfesting-
ar, nema breytt sé um
stefnu.
6. Þær ástæður, þótt einar
væru, myndu neyða okkur
til að taka upp nýja stefnu.
7. En jafnvel þótt fram hjá því
yrði komizt í eitt ár eða
svo, leiðir af fi-amantöldu, að
. 5—6 stiga kjararýrun er með
öllu óhjákvæmileg, a.m.k. í
bili, og sér þó ekki fyrir
enda ógæfunnar, heldur
sökkvum við aðeins dýpra
og dýpra í feigðarfengið án
stefnubreytingar.
—x—
Allt bendir því til þess, að
íslendingar séu tilneyddir að
breyta tafarlaust um stefnu í
efnahagsmálunum. ; I
En, segja menn, — sé þettai
allt svona einfalt, því í ósköp-
unum er þá hikað? . i
Ríkisstjórnin hikar ekki. Hún
er einhuga um stefnubreytingu.
Menn eru aðeins að safna gögn-
um og skoða og bei’a saman þæi’
leiðir, sem. til greina gætu kom-
ið. Markmiðið hlýtur að vera
að finna úrræði, sem loka vjta-
hringnum, í stað þess að eftir
núverandi leiðum er og verð-
ur svikamyllan í fullum gangi
og neyðir menn árlega til þess
að axla klyfjar nýrra skatta,'
sem fyrr en varir hafa þá
reynzt haldlaus úrræði.
—x— ,
Takist þetta á þann veg, að
kjaraskerðingin verði ekki
meiri en óhjákvæmileg ervegna
þess hvernig komið er, hver leið
sem farin verður, ætti valið að
ve.rða öllum hugsandi mönnum
auðvelt. Þá myndu væntanlega
líka ýmsar ráðstafanir, sem eru
óþægilegar í bili, mælast vel
fyrir, af því að mönnum skilst,
að þær eru brúin yfir gjána, —
leiðin, sem íslenzka þjóðin, sem
nú riðar á barmi greiðsluþrots-
út á við og upplausnar inn á
við, vei’ður að fara, eigi hún,
að geta gert sér vonir urn auk-
ið öryggi og bætt lífskjör, þegar
fram líða stundir.
—x—-
En hvað sem þessu líður má
engin stjói’n blekkja þjóð sína,
' * ,
skirrast við að horfast í augu
við staði’eyndir, víkja sér und-
an vandanum, hliði'á sjér' hjá að
gera nauðsynlegar ráðstafanir.
Engin stjórn má leyna því á
hættutímum, hvernig komið er,
breiðá yfir óþægilegar stað-
reyndir, í-eyna í lengstu lög að
fegra háskalega þróun, skjóta
úi’ræðum á frest, til að forðast
óþægindi fyrir sjálfa sig. Þvert
á móti er það frumskylda sér-
hverrar stjórnar að marka
stefnu sína af ábyrgðartilfinn-
ingu. Völd hennar byggjast á
trausti, sem þúsundirnar af
heiðarlegu, vinnandi fólki hafa
sýnt henni með atkvæði sínu.
Engin stjórn vill bregðast
þessu trausti. En þá verðui’ húrv
að taka vandamálin föstum tök
um og gera það, sem rétt er —•
hvað sem líður vinsældunum.
—x—
Við íslendingar misstum forð
um sjálfstæði okkar vegna þesS
að hver höndin var uppi á móti
annarri, ekki tókst að friöa
landið fyi'ir blindu sundui’lyndi
og óslökkvandi, ábyrgðarlaus-
um ríg þeirra manna, sem börð
ust um völdin í landinu.
Enn sem fyrr veltur allt á
þroska manna til að beygja sig'
undir sameiginlega nauðsyn
alls landsins — þroskanum til
að skilja hvar og hvenær flokks
. hagsmunir eða sjónarmið stétta
og landshluta vei’ða að þoka
• fyrir alþjóðarheill. Það er þessi
, þroski, sem hvei’ja þjóð skiptir
| mestu á hættulegum tímum.