Vísir - 05.01.1960, Page 1

Vísir - 05.01.1960, Page 1
50. árg. Þriðjudaginn 5. janúar 1960 2. tbl. 50 þús. kr. aflahlutur á 50 daga úthaldi. Víðir II. bar að landi nær 4 þúsund lestir af síld og þorski á árinu. Þess munu vart fiimast dæmi að 56 rúmlesta vélbátur hafi á einu ári aflað 4 þúsund lestir, en það er meira en ineðal afli ísl. togara þegar vel gengur. Þessi bátur sem hér um ræðir er vitanlega enginn annar en Víðir II. frá Garði en afrekið vinnur Eggert Gíslason og skip- verjar hans. Á vetrarvertíðinni í fyrra frá janúarbyrjun til lokadags afl- aði Víðir II. 956 lestir af fiski og var því í röð aflahæstu báta. Svo kom sildin fyrir norðan og tók þá fyrst að draga sundur með Víði og hinum skipunum. Þegar síldinni lauk fyrir norð; an var Víðir að nálgast tutt- ugasta þúsundið af málum og tunnum af síld. Haustmánuðina varð hlé á útgerð bátsins þar eð síldin gerði ekki vart við sig fyrir Suðurlandi. Lokaspretturinn hófst þegar vika var liðin af nóvember. Þá, þegar 50 dagar voru eftir af ár- inu fór Víðir á hringnót. Ár- angurinn varð 9.800 tunnur af síld. Hásetahlutur á Víði þessa 50 daga varð 50 þúsund krónur, — að jafnaði 1000 krónur á dag. Fréttamaður Vísis í Sand- gerði lét svo um mælt að það væri ekki einungis aflasæld, sem einkenndi þennan afbragðs fiskimann, heldur væri honum sýnt um að fara vel með veiðar- færi. Það er varla hægt að segja að hann hafi rifið nót sína, sem teljast verður undravert þegar sótt er af kappi. Aflahlutur er ekki aðeins kominn undir afla- magni, heldur og hvernig tekst að koma aflanum í sem mest vei'ð. Reynir ekki sízt á þetta á síldveiðum og telja kunnugir að Eggert hafi lánast þetta vel, bæði fyrir norðan og eins á vetrarsíldveiðunum hér syði'a eins og hluturinn ber vott um. Hér birtist mynd af rústunum eftir cldsvoðan að Laugavegi 1, er varð á nýársnótt. Myndin er úr Prentmyndagerðinni á efri hæðinni, og sýnir þá hörmulegu eyðileggingu, er þar varð. Þar var enginn eldur fyrr en kviknaði í í seinna skiptið, þegar slökkviliðið hafði yfirgefið húsið. (Ljósm. G.J.T.) Mokveiði af síld í reknet og vörpu. Hringnótabátar enn að veiðum. Ægilegt slys. 50 menn farast á Ítalíu. Járnbrautarslys varð ná- lægt Milano, Ítalíu, í morg- un. Eimreiðin valt af sporinu og dró með sér nokkra vagna. Lestin var á leið til borg- arinnar og munu hafa verið í henni yfir 1000 farþegar á leið til vinnu sinnar. Kunnugt er, að a. m. k. 25 menn biðu bana og að yfir 80 hlutu rneiðsl, en nianntjón kann að reynast mun meira en enn er kunnugt orðið. Skip stöðvast í Lundúnahöfn. Enn er komið til sögunnar ó- löglegt verkfall í Englandi, scm valda kann miklum erfiðleik- um. Að þessu sinni eru það 500 menn á dráttarbátum, sem hafa, lagt niður vinnu. — Tólf skip hafa stöðvast vegna þessa verk- falls og hætt við, að um 50 skip til viðbótar tefjist í dag. Líklega íkveikja að Laugav.1 Allar likur benda til innbrots og íkveikju. Allar líkur benda til þess,| að kveikt hafi verið í af mannavöldum að Laugavegi 1, er brann á nýjársnótt, skv. upp- lýsingum rannsóknarlögregl- unnar. Við rannsókn á eldsupptök um, sem hófst þegar eftir brunann, kom það í ljós, að brot ist hefur verið inn á vinnustofu Nýja bókbandsins og þaðan inn á skrifstofu fyrirtækisins. Þar hefur ýmsu verið umturnað, er af ýmsum ástæðum er greini- legt að ekki er af völdum slökkviliðsins, og hefur þar ein- hver verið á fei'ð áður en elds- ins varð vai’t. Þá hefur verið reynt að brijótast út úr vinnu- salnum, inn á stigagang austan hans, og liggur þar stigi upp á vinnustofur Prentmynda h.f., svo og aðrar útgöngudyr húss- ins. Hefur innbrotsmaður sýni- lega unnið langa stund við að komast út á stigaganginn, hvort sem hann hefur ætlað upp á efi'i hæðina, eða forða sér út úr húsinu, en sú tilraun hefur mistekizt, og hann leitað annarrar útgönguleiðar. Við rannsókn á sjálfum elds- Upptökum, hefur ekkert fund- izt, sem bennt geti 4 orsök elds- ins, nema ef vera sky-Idi í-. kveikja, og styrkir innbrotið þann grun. Benda líkur til þess að kviknað hafi í á tveim til þrem stöðum samtímis, en það verður einungis skiljanlegt, ef um viljandi íkveikju er að ræða. Mjög miklar skemmdir hafa orðið á húsnæði, vélum og vör- um beggja þessa fyrirtækja, og búast forráðamenn þeirra við því að þau verði óstarfhæf í a. m. k. mánaðartíma. Jafnframt því sem línuver- tíðin er byrjuð er haldið áfram á síldveiðum. í nótt voru bæði rekneta- og hringnótabátar á sjó. Það er af reknetabátun- ura að frétta að þeir lögðu ekki fyrr en klukkan að ganga 7 í morgun og byrjuðu svo til strax að draga bunkuð net af fallegri síld. Hringnótabátunum gekk illa bæði vegna þess að veður var óstillt og síldin var grunnt við Eldey. Var þó nokkuð kastað í morgun en ekki var vitað um veiði. í gær lagði Svanur upp á þriðja hundrað tunnur af rek- netasíld á Akranesi. Rannsókn Óttast um m.b. Rafnkel Fór í róður í fyrrakvöld. leiddi í ljós að síldin er vel söltunarhæf enn, þótt áliðið sé og var talsvert af aflanum salt- að. Enn er eftir að salta einar fimm þúsund tunnur upp í samn inga og verður því söltun hald- ið áfram enn um hríð, svo lengi sem síldin heldur tilskildum gæðum. Togarinn Neptúnus hefur Framh. á 2. síðu. Frægt skáld bíður bana. Franski skáldsagnahöfundur- inn Albert Camus fórs í bif- reiðarslysi í gær. Slysið varð á þjóðveginum milli Nizza og Parísar. Rakst bifreiðin á tré eftir að annar framhjólbarðinn sprakk. Camus var aðeins 46 ára. — Hann hláut bókmenntavei'ðlaun Nobels 1957. Álengissalan nam 177 millj. króna á $1. ári. Nam 147,7 millj. árið áður, en verðltækkun varð snemma árs. Vélbátsins Rafnkels GK 510 frá Sandgerði er sakn- að. Báturinn fór í róður með Hnu í fyrrakvöld ásamt öðrum Sandgerðisbátum. Kom hann ekki að landi í gær eins og vænta hefði mátt og var hafin leit að honum af hátum í gær- kvöldi og leitað var í nótt en án árangurs. Ekkert hef- ur heyrðst í talstöð bátsins síðan. Rafnkell er 74 lesta stálhátur smíðaður í A.- Þýzkalandi 1957. Eigandi bátsins er Guðmundur Jónsson frá Rafnkelsstöð- um í Garðí. Áfengissalan nam hér á landi 177 millj. kr. á liðna árinu. Þetta er ekki endanleg tala, en áreiðanlegt, að mjög litlu niun skakka þegar end- anlegar, nákvæmar tölur eru fyrir hendi. Til samanburðar má geta bess, að áfengissalan árið áður (1958) nam nál. 147,7 millj. króna. Geta ber þéss, að á s.l. ári varð verð- hækkun á áfengi, sem nam 12—15%, og hún varð svo sncmma á árinu (febrúar), að hennar gætti nærri allt árið. Salan á Þorláksmessu í ár nam 2.5 millj. kr. (til kl. 24) og á gamlársdag 1.7 millj. kr. kr. og var bá opið í 3 klst. — 1 Nýborg var alger metsala og biðraðir langar leiðir. Eins og sjá má af bví, sem að ofan er sagt, kemur ekki í ljós fyrr en frekari upp- lýsingar eru fyrir hendi, hvort raunverulega vav meira drukkið 195$ en 1958.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.