Vísir - 05.01.1960, Blaðsíða 7

Vísir - 05.01.1960, Blaðsíða 7
VÍSIR ÞriSjueaigstRn 5. janúar -1960 • • • \/iifian (^orned: s petlui S Jk p E N N A N D I K A M Á L A S A G 20 okkar út úr komu ráðherrans, vorum við beðnir um að grennslast um veru hr. Pharaoh’s á gistihúsinu. Hr. Pharaoh á olíuflutn- ingaskip og þar er tvennt, sem ekki er hægt að gera án olíu — búa til salat og hefja stríð. Og ef ráðherrann ætlar að borða með hr. Pharaoh og fá hann til að láta byggja olíuflutninga- skip í frönskum skipasmiðastöðvum og telja hann á að leigja sér þau svo, þá vil eg ekki láta koma hr. Pharaoh í neitt uppnám út úr lögreglumálum við frk Lincoln.“ Lögreglufulltrúinn varð argur. „Ef eg stíg skakkt spor verð eg fluttur í varðstöðu á göt- unum og þér verðið sjálfur að grafa eftir oliu í Sahara, til þess að kenna yður að láta vera að gera skipakóngum ónæði í Cannes." Lögreglustjórinn stóð upp. „Auk þess er það miklu meira áríð- andi að útvega Frakklandi olíu heldur en að ná aftur í perlu- band fyrir einskis nýtan og drukkinn kvenmann í Antibes.“ Lögreglufulltrúinn lokaði skrifborðinu sínu. „Þér álitíð að þér séuð á réttri leið, Coyningham, starfið að því og starfið í kringum frk. Lincoln, en dragið hana ekki inn í málið. Lögreglufulltrúinn skellti hattinum á höfuð sér. „Og ef frk. Lincoln hefur nokkuð að gera með Sheba-perlurnar, þá getið þér veðjað flösku af Nopoleonskoniaki móti smáköku upp á það, að hún veit allt þetta eins vel og eg. Góða nótt.“ Coyningham stóð upp, leit á Bompard og sagði: „Og eg hélt að eg kæmi hingað til þess að læra starf lögreglunnar!" „Drengur minn,“ sagði Bompard og sló út höndinni fagurlega, „Quayd d'Orsay borðar kannske miðdagsverð í París, en það vinnur í Cannes!“ Francine hringdi bjöllunni við salardyrnar og hún varð að bíða í mínútu áður en hr. Pharaoh kom og opnaði dyrnar. Hann var í slopp. Hann leit á úrið sitt og baðst afsökunar. „Mér þykir fyrir því að eg er of seinn. Eg fékk mér drykk með ráð- herranum og hann talaði svo mikið að eg komst ekki burt. Eg er í þann veginn að ganga í laug. Komið þér inn.“ Hr. Pharaoh var heitt og'hann var reiður. Ráðherrann var lítill og hvatlegur og hann hafði gert áætlun um miðdegisverð. Með honum var ung óg heillandi ljóshærð kona, sem átti að borða með þeim — maðurinn hennar var í Marokkó. Þetta þótti hr. Pharaoh gamaldags aðferð og hún hafði engin áhrif á hann. „Má eg stela vindlingi? Og vilduð þér að eg tæki til smoking- fötin yðar?“ „Vindlingar eru á búningsborðinu," söng hr. Pharaoh. „Og smokingfötin eru í klæðaskápnum! Andið á hann og burstið hann og komið svo brosandi með hann!“ Hr. Pharaoh var undir fosslauginni þegar Francine kom aftur. „Allt er tilbúið herra. Eg fer aftur inn í herbergið mitt til þess að ná í varalitinn minn. Eg verð ekki lengi. Francine hljóp niður stigann og fann Dante í lyfjabúðinni við hornið. Þar var mikið um að vera fyrir honum, hann þóttist vera að velja ilmandi sápu handa madame. Francine kom inn., féllst á sápuvalið og stakk höndinni í vasa hans. „Er þetta eins og það á að vera?“ „J á. „Signorina er sniðug stúlka,“ sagði Dante þegar þau gengu út á götuna. „Signorina var heppin,“ sagði Francine, þegar Dante stökk inn í leiguvagn á horninu og veifaðl til hennar í kveðjuskyni. Þetta var mátulega útreiknað, hugsaði Francine og flýtti sér inn í Napoleonsgistihúsið. Olga lét vagn sinn staðnæmast undir hlyn og Dante kom gangandi í fjólubláu rökkri kvöldsins. Hann opnaði dyrnar og fór inn og hún ók af stað. ,Fáið mér töskuna yðar.“ Dante lét perlubandið detta í hana og hún hvíslaði hásum rómi: „Þér eruð dásamlegur. Þarna í böglinum. Viljið þér telja þá?“ Þér eruð brjáluð. Þeir bíða mín niðri í kaffihúsinu. Eg hefi ekki tíma til þess.“ Dante tróð pakkanum í vasa sinn. „Snúið þér nú vagninum upp eftir hérna og látið mig svo út fyrir neðan.“ Hún stöðvaði bílinn aftur undir hlyninum og hún andaði eins og ljónynja. „Eg ætla að setja þær upp í kveld, Dante.“ Hún lagði hönd sína á hné hans. „Hvenær?“ „Eg ætla að hringja yður upp.“ Dante opnaði dyrnar, íór út og sagði: „í bréfakassanum. Gleymið því ekki.“ Hún þrýsti rauðum munni sínum á varir hans — það var svarið. Dante horfði á eftir henni er hún ók ofan veginn. Hann þerraði varalit hennar af munn sér. „Það er aumt sem maður verður að gera fyrir fimmtíu þúsund dali.“ Þau höfðu snætt bláa sílunginn, sem þau höfðu veitt í tjörn- inni bak við greiðasöluhúsið og nú hlustuðu þau á seiðandi söng- inn í fossinum, í læknum, sem rann niður frá Ölpunum. „Vitið þér það,“ sagði hr. Pharaoh og talaði mjög hægt, „að það hefur tekið mig langan tima að komast hingað upp í þenna garð.“ Francine sagði ekki neitt og tunglskinið var eins og silfruð dögg á gullnu andliti hennar. Hún laumaði hendi sinni í hönd hans og það var í eina skiptið, sem hún hafði gjört það. „Við skulum fara. Það er yndislegt hérna, en döggin er svo köld á hörundinu.“ Þau óku þögul þangað til hallaði niður af til Cannes. Hún stöðvaði vagninn. „Það er fagurt hér.“ Svo tók hún að átta sig á því hvaðan Ijósin skinu í myrkrinu. „Oh, þetta er Dignon-höllin.“ „Já, þeir höfðu alltaf hátíðakvöld þar á þriðjudögum. Og eg býst við þeir geri það enn.“ „Við skulum fara. Mig langar til að dansa við yður einu sinni áður en eg fer aftur til Parísarborgar." Dignanhöllin var sveita viðauki við Napoleonsgistihúsið, þar var sundlaug, sem kölluð var Piscine Loire. í kvöld var hljómsveit Oronbos að leika „rumba“ fyrir dömur og herra, sem voru að dansa það sem Orombo kallaði latneskan polka á gólfinu. Gústave, sem hafði dýrindis bros á heldur fátæklegu andliti, setti Francine undir kornbindiö, sem hékk á sperru og hr. Pharaoh setti hann undir reykt svínslæri. Gústave burstaði köngulóarvef af bláum hnjábuxunum sínum úr silki. Bændahúsgögn voru í stofunni og kvistur stakkst inn í bakið á hr. Pharaoh þegar hann kallaði sér aftur á bak og sagði Francine frá kvöldinu þegar þeir hefðu komið með kú inn í salinn hérna. í henni var klukka, sem baulaði og júgrið var fullt af ljósrauðu kampavíni. En allt í einu íann hr. Pharaoh til þess að þetta var fyrir löngu langt i burtu og honum fannst það hefði komið fyrir annan mann. Orombo hafði miskunn með bláa silungnum og Strassbourg- gæsunum og lék nú það, sem hann kallaði „Svefngönguvals". „Ef menn geta ekki dansað,“ sagði Francine, „þá er þetta rétti dansinn!“ Hr. Pharaoh stóð upp. Og er hún dansaði við hann fannst henni eins og þau hreyfðust í ósýnilegum hring, sem þyrlaði R. Burroughs - TARZAIM - 3163 WATCHIMG PROíW TWE SIP’EUNES, THE TEKK.OK.- FILLEP’ NATU- KALISTS COULP SCAKCELV BE- LIEVE THEIE SENSES— FOR SOON THEV SAW THE HIPEOUS TKSEE. WEAKEN ANF COLLAPSE UNFEK THE FLA9HINS BLAPE OF THE JUNSLE LOEP.____g-a-SCgi ríriBsntiSrsaan-. THEN TAKZAN KOSE, BLOOF-SPLATTEKEP ANP VIGTOKIOUS— ANP THE CKY OF THE BULL APE KESOUNF'EF’ OVEK THE VALLEVl. Eftir bardagann við tígris- dýrið fór Tarzan aftur til [ fétaga sinna. í?ú ert alveg furðulegur maður, mælti Sutton, nú er eg viss um að við getum þraukað af f þesa- um einkennilega heimi. En bjartsýni prófessorsins varð að engu þegar einkennilega skugga bar yfir ævintýra- * fi KVÖLDVÖKUNNI S íB III Wffl mennina. Einu sinni var pípulagninga* maður, sem var að gera við lekai í heimahúsi. Frúin í húsinu vap heilmikill kroppur og þau urðu mestu mátar um daginn. Um fimmleytið hringdi síminn. skyndilega. „Þetta var maðurinn minn,“ sagði skvísan. „Hann er a<S koma heim, en fer út aftur, klukkan hálfátta. Viltu þá koma aftur, og þá getum við haldið áfram þar sem við hætt- um?“ Pípulagningamaðurinn leif furðu lostinn á hana. „Hvað!‘* hrópaði hann. „í mínum eigiii tíma?“ k - ’ Nokkru eftir að málarinn vari hættur að vinna heima hjá frij Sörensen, og nýfarinn, konai herra Sörensen sjálfur heim. dauðadrukkinn. Hann slangraðl inn í svefnherbergið og álpað* ist utan í vegginn með lúkurn* ar. Þar skildi hann eftir fingra* förin sín á málningunni. Næsta dag kom málarinn affc* ur til að ljúka verkinu. Frúl Sörensen kallaði þá til hans úr svefnherberginu: „Komdu hérna og sjáðu hvar maðurinri minn var að káfa með kruml* unum í gærkveldi.“ ) Málarinn svaraði: „Eg er núl orðinn of gamall til þess, frú! mín góð, en eg skall drekka með þér eins og einn bjór, eða svo.“ SKIPAUTG6RÐ RIKISIIMS M.s. Hekla austur um land í hringferð hinn 9. þ.m. Tekið á móti flutningi í dag og árdegis á morgun til Fáskrúðsfjarðar, Reyð- arfjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarðar, Seyðisfjarðar, Þórshafnar, Raufarhafnar, Kópaskers og Húsavíkur. Farseðlar seldir á föstudag. M.s. Herjólfur fer til Vestmannaeyja á morgun, næsta ferð á föstudag. Vörumóttaka daglega. fiann vann / ■Hafyid/uettL HÁSKÓLANS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.