Vísir - 09.01.1960, Blaðsíða 4

Vísir - 09.01.1960, Blaðsíða 4
liaugardagiiin-.S. janúar 1960 4 yí^ I R vism D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00. ' Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 25,00 í áskrift á mánuði, kr. 2,00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. ' * Odrengilegur vopnaburður. Blaðamennska hér á landi er Vísir hefir ekki átt samleið yfirleitt drengileg þótt oft sé hart deilt um pólitísk ágrein- j ingsmál. Þó skera sig úr ; j blöð, sem ekki þykir ætíð ó- maksins vert áð gæta al- menns velsæmis. Það er ekki nýtt fyrirbrigði þótt komm- únistar ráðist með dylgjum 1 og ærumeiðingum á pólitíska andstæðinga, sérstaklega þá, sem mikinn þátt hafa tekið í opinberu lífi og ekki hafa- dregið dul á fyrirlitningu sína á hinu pólitíska skemmdarstarfi kommúnista. En þótt menn séu ekki óvanir mannorðsnagi og óþverra- dylgjum kommúnista mál- j gagnsins um ýmsa beztu menn þjóðarinnar, hefir mörgum blöskrað níðskrif og glæpaaðdróttanir blaðsins undanfarnar vikur um Vil- hjálm Þór, seðlabankastjóra, í sambandi við rannsókn á máli Olíufélagsins. Komm- únista-ritstjórinn krefst þess með lævíslegum dylgjum, að bankastjóranum verði vikið j- úr starfi vegna þess að hann var stjórnarformaður félags- ins fyrir fimm árum. Árásir þessar eru enn ódrengi- legri fyrir þá sök, að ritstjóri Þjóðviljans veit að sá sem fyrir árásar-’dylgjunum verð- j ur, getur ekki stöðu sinnar vegna borið hönd fyrir höfuð sér. Það er þess vegna sem I Vísir vekur athygli á þessum lúalegu skrifum, sem sýni- lega eru birt í þeim eina til- gangi að ná sér niðri á göml- 1 um pólitískum andstæðingi, sem oft hefir verið kommún- istum óþægur ljár í þúfu. Misnotaður í þessu sambandi er gagnlegt að lesa grein, sem einn bankaráðsmaður Seðlabank- ans (og fulltrúi kommúnista þar) ritar í Þjóðviljann síð- asta miðvikudag, um at- kvæðagreiðslu, sem fram ' fór í bankaráðinu um bráða- birgðalán til ríkisstjórnar- 1 innar vegna íbúðabygginga. Skýrir bankaráðsmaðurinn frá gangi atkvæðagreiðsl- unnar um málið og því, að hann hafi lagt fram tillögu, 1 sem lengra gekk pólitískt en sú sem samþykkt var. Er bankaráðsmaðurinn með ögr- anir í garð framsóknar- 1 manna í bankaráðinu um ; það að hann sé reiðubúinn að leggja fram tillöguna að nýju, ef þeir þori að vera | henni.fylgjartdd: '..... með V. Þ. í pólitískum efn- um og hefir því ekki ástæðu til að bera blak af honum á þeim vettvangi. En það er stundum sem ekki er hægt að þegja, hver sem í hlut á, þegar níðskrifin um and- stæðingana ganga svo langt, að reynt er með dylgjum að stimpla þá sem svikara og glæpamenn, þótt engin kæra sé á hendur þeim og þeir hafi ekki verið sakaðir um neitt. Slíkar árásir vekja andstyggð og fyrirlitningu allra góðra manna. í þetta skipti er það aðalbankastjóri Seðlabankans sem fyrir slík- um árásum verður,- maður sem áður hefir gegnt ýmsum mikilsvarðandi trúnaðar- störfum fyrir þjóðina og not- ið fulls trausts. Nú heimtar málgagn kommún- ista að þessi maður verði settur út úr núverandi starfi vegna yfirstandandi rann- sóknar á hendur Olíufélaginu h.f., þó að rannsóknir hafi ekki leitt í ljós nokkra á- stæðu til slíkrar kröfu og þó að hann hafi ekki verið í stjórn félagsins og ekki kom- ið nálægt rekstri þess í fimm ár, einmitt á því tímabili sem talið er að misferli fé- lagsins hafi átt sér stað. — Það er stundum langt seilst til þess að reyna að draga af mönnum æruna. En þegar kommúnistarnir þurfa að reka rýtinginn í bak and- stæðinga sinna, þá er fyrir- höfnin ekki talin eftir. trúnaður. I Þeir sem greinina lesa, eiga vafalaust að skilja að hún sé svar við grobbi Tímans um að lánveitingin sé fram- sóknarmönnum að þakka. Kommúnistinn í bankaráð- inu þykist nú hafa yfirboðið þá og skákar þeim af miklu yfirlæti. Hafa menn nokkurn tíma heyrt um bankaráðsmann í þjóð- banka nokkurs lands haga sér svona skepnulega? Hann fer með upplýsingar af störf- um bankastjórnarinnar í pólitískt blað, sem notar svo upplýsingarnar sér til fram- dráttar en til að svívirða flokka og einstaklinga. Ef þjóðbankinn á eftirleiðis að vera í höndum slíkra manna, þá. á þjóðin .eftir a$5 súpa seyðið af þeirri ráðstöfun, að Ný bátakví — KIRKJA DG TRÚMÁL: Þeir sáu stjörnu hans. Heiðingjarnir stefna á ljós þitt og konungar á ljóma, sem upp rennur yfir þér. Jes. 60,3. Hátíð ljóssins er liðin hjá. Birtan frá Betlehem hefur breiðzt yfir lönd og þjóðir. Hún hefur skinið hér, inn á heimil- in, inn í hugina. Guðspjallið lýsir reynslu fjárhirðanna með þeim orðum, að dýrð Drottins ljómaði í kring um þá. Eitt- hvað af þessari dýrð hqfum vér fengið að skynja enn sem fyrr í skammdegi þessa vetrar. Svo lengi hefur hún enzt, svo langt hefur hún náð. Nýtt ár er haf- ið, og við göngum inn í það í þeirri birtu, sem leggur frá fæðingarhátíð Frelsarans. Á þann hátt er árið helgað frá fyrsta degi og leiðarljós gefið fyrir alla þess daga: Dýrð Guðs hér meðal mannanna, í lífi okk- ar. Friður við Guð, í sál þinni, því að Frelsarinn, sem fæddur er, er þér sendur, til að færa þér fyrigefningu Guðs og náð, og nýtt mark og mið, að lúta Guði og vilja hans. Friður milli manna, í lífi þínu við dagsins önn og samskiptum við aðra, því að svo elskaði Guð heim- inn, og ný meginregla er lífi mannsins gefin, hvar sem hann stendur og hver sem hann er: vér elskum, þvi að hann elsk- aði oss að fyrra bragði. Þó að þú hafir einhverntíma á jólhátíð þannig orðið snort- inn af boðskap englanna svo að dýrð Guðs varð veruleiki, sem þú fékkst að skynja eitt- hvert brot af, já, þó að þú fáir að lifa slíka reynzlu á hverjum jólum, þá er þér það ekki nóg, svo mikils sem þú hlýtur að meta þá gjöf. Jólin opna dyr til nýs árs, til þess lífs, sem er helgað dýrð Guðs meðal mannanna. Inn um þær dyr verður að ganga. Jólin eiga stjörnu, skínandi leiðarljós, við skin hennar verður ganga, á það ljós verður að stefna, skref fyrir skref, helgan dag og ó- brotinn virkan dag líðandi árs. Þó að allt það, sem jólin flytja, sé gjöf að vinnast.til eignar, vinnast og varðveitast dag frá degi til að vera ævilöng heill fyrir líf og sál. Betlehemsstjarnan er eigi að- eins leiðarljós einstaklinganna, heldur einnig heilla þjóða. Þetta sá spámaðurinn í opinberun og andgift mörgum öldum fyrr. Heiðingjar stefna á ljós þitt og konungar á ljómann, sem upp rennur yfir þér. Ótrúlega hefur það látið í eyrum á þeirri tíð, að nokkurt það ljós gæti runnið upp yfir heimsbyggð- ina, er slíkan bæri, er. gæti sameinað ótölulegan fjölda þjóða, sundurleitra og sundur- þykkra, andstæðra í skoðun og andstæðra í trú, til einnar stefnu, einnar vonar, einnar trú kommúnistum var leyft að kjósa mann í bankaráðið. Eina svarið við þessu ein- stæða trúnaðarbroti er að víkja manninum tafarlaust úr bankaráðinu. Það sannast hér, sem margir halda fram, að kommúnistar bregðast öllum trúnaði hve- nær sem þeim hentar. ar að einu marki. En þetta er í rauninni það, sem gerzt hefur. Fagnaðarerindi Jesú Krists hef- ur sameinað fjölda þjóða í eina kirkju, með eina von og eina trú, sem stefnir til hins mikla ljóss. Ljóminn, sem rann upp yfir nafninu Jesús hefur fallið yfir þessar þjóðir. Boð hans hafa mótað réttlætisvitund þeirra og réttarfar. Orð hans hafa þrengt sér inn í vitund þeirra og sett svip á samlíf og þjóðfélag, verk hans hafa knúið til samúðar og líknar og til að bera hver annars byrðar. Þannig er hann þjóðunum hið sanna Ijós, sem skin í myrkrinu. Enn eru þeir margir, sem ekki ganga við ljósið. Fjölmarg- ar þjóðir eru enn í myrkri heiðingdóms, og meðal krist- inna þjóða margir, sem aldrei gera sér grein fyrir hve mik- ið þeir eiga kristinni trú að þakka, hvers þeir daglega njóta hennar vegna eða hvílík bless- un hún er mannlegu samfélagi. Þeir lifa í ljósinu frá kristinni trú, án þess að skynja ljósið. Verkefnið er því tvíþætt. Og höfðar til sérhvers kristins manns, sem gerir sér grein fyr- ir þvi, að Jesús Kristur er hið sanna ljós mannanna, og það er hjálpræði þjóðnna að stefna á það ljós, ljómann af nafninu Jesús. Heiðingjarnir eiga að fá að þekkja þetta nafn, þekkja frelsið í Jesú Kristi, svo að þeir megi læra að elska nafn hans og beygja kné sín fyrir því. Og meðal vor í kristnu þjóðfé- lagi á ljómi þess að vaxa. Hver kynslóð verður að gera sér það ljóst, að hið kristna þjóðfélag, sem hún hefur að erfðum tek- ið, leggur henni skyldur á herð- ar. Það er ekki nóg að taka því sem sjálfsögðum hlut, sem borist hefur upp í hendur vor- ar. Hver kynslóð verður sjálf að eiga grundvöll þess í sínu •innsta lífi. Hún verður sjálf að lifa þann veruleika, sem það byggist á. Hún verður vitandi vits að taka stefnu á ljósið, gera sér grein fyrir gildi þess og velja það sjálf. Hvað vilt þú gera til þess að ljós fagnaðarerindisins megi skína skært í okkar samtíð, meðal okkar þjóðar og meðal annarra, sem enn sitja í algjöru myrkri heiðningdóms? Er þetta verkefni ekki þess virði, að því sé gaumur gefin? Hvað gerir þú? Fyrsta skrefið er að ger- ast sjálfur jákvæður þátttak- andi, virkur þátttakandi í sinni kirkju, sínum söfnuði, að stefna sjálfur á ljósið, á ljómann, sem upprennur, leiðarstjörnu Guðs Því að Jesús sagði: Sá sem ekki samansafnar með mér, hann sundurdreifir. Kauphækun stáliðnaðinuni bandaríska, samkvæmt nýja sáttmálanum, nemur allt að 39 centum á klst. Hún kem- ur til framkvæmda stig af stigi á 30 mánuðum. Nehru flutti ræðu um ára-' mótin og ræddi m. a. nauð- syn hraðari iðnvæðingar vegna hótana Kína í landa- mæradeilunni. Frh. af 1. siðu. í Eyjum eru líka að verða o£ litlar, þótt byggðar hafi verið af stórhug á sínum tíma. Það er líka skortur á rafmagni. Til er margra ára loforð um rafmagns leiðslu frá Sogsvirkjuninni út til Vestmannaeyja, en ÁrsæiL kvað það hafa verið margsvik- ið, og nú er hugmyndin að kaupa nýja diesel-vélasam- stæðu til að bæta úr brýnasta rafmagnsskortinum. Stofnun bankaútibús. *■ Á síðasta bæjarstjómai’fundi í Vestmannaeyjum var sam- samþykkt áskorun þess efnis að komið yrði upp útibúi frá Landsbanka íslands í Vestm,- eyjum. Slíkar áskoranir hafa áður verið samþykktar, en þeim ekki verið sinnt. Hins- vegar má það teljast óverjandi og rangsleitni mikil að útibú frá Landsbankanum skuli ekki fyrir löngu hafa verið komið upp í Eyjum. í jafnmiklu út- gerðar- -og framkvæmdaplássi, sem Vestmannaeyjar eru þarf lánsfjárstofnun að vera fyrir hendi svo ekki þurfi að koma til rekstursstöðvunar, né' stöðv- unar- á - sjálfsögðustu fram- kvæmdum. Miklar byggingaframkvæmd- ir hafa verið í Vestmannaeyj- um undanfarið. Ennfremur hef- ur framkvæmdum við Eiðið miðað ágætlega, þó nokkuð sé þár enn ógert. Vantar fólk. Láta mun nærri,' að íbúar Vestmannaeyjakaupstaðar séu um 5 þúsund talsins. Á árinu sem leið fjölgaði þeim um 340 og eru þar jafnt taldar fæðing- ar, sem aðflutt fólk. Af þessu fólki situr 1000 manns á skóla- bekk í vetur, þar af 560 í barna skóla, 240 í gagnfræðaskóla, 100 í iðnskóla og 60 manns á skipstjóra- og vélstjóranám- skeiðum, sem haldin eru í Eyj- um á þessum vetri. Þrátt fyrir nokkuð öra fólks- fjölgun í Vestmannaeyjum á undanförnum árum, er þar samt alltaf mikil fólksekla þann tíma sem vertíðin stend- ur yfir. Nú er fólkið byrjað að streyma til Eyja víðsvegar utan af lan-dsbyggðinni. en auk þess er von á hátt á 2. hundrað Fær- eyingum, sem ráðnir hafa vér- ið, en eru ókomnir ennþá. ~ Það er mikill hugur í Vest- mannaeyingum. Allir keppast við að búa sig undir vertíðina og ákafinn vex með hyerjum deginum sem líður. ,,f gær gengu menn hér harðara en í fyrradag, og í dag eru þeir tekn ir að hlaupa. Eg veit ekki hvernig þetta endar.“ sagði Ár- sæll um leið og hann skellti simtolinu a. ■Á Eftir áramótin hófust fimm daga hátíðahöld í Liberiu í tilefni af því, að Tubman forseti hefur byrjað fjórða kjörtímabil sitt. Meðal við- staddra var Dag Hammat- skjöld frkvstj. Sameinuðu þjóðanna. jfc- liitabylgia fet ná. yfw Ástralíu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.