Vísir - 09.01.1960, Blaðsíða 5
viLáugardagirm'9. janáar.1960 ’V'ÍSÍR _ ____ _ __________ _______^ ______r —...______.v 5
Mér var strítt án afláts, og
hædd vegna þess að ég stam-
aði. Þess vegna varð bernska
mín ekki eins björt og hún
hefði átt að vera. Eg var oftást
ein út af fyrir mig. Með því
móti komst ég hjá fúkyrðum og
háði miklu meira en ella hefði
orðið.
Mér gekk betur að tala
heima, en er ég var meðal ó-
kunnugra. Það mun hafa átt
rót sína að rekja til þess að ég
var ekki feiminn og hrseddur
heima meðal systkina og for-
eldra. Þegar ég þurfti að tala
við ókunnugt tólk, ákvað ég
að losa mig við stamið. En það
fór ætíð þannig, að ég stamaði
miklu meira er ég hugðist
stama sem minnst.
Ef til vill mundi ég hafa get-
að lært að tala betur, ef faðir
minn hefði haft efni á því að
láta mig ganga í skóla til þess
að tala. En við.vorum sjö syst-
kinin svo þröngt var í búi hjá
foreldrum okkar.
Stamið háði mér á margan
hátt. Eg gekk með minnimátt-
arkennd, t. d. kom mér ekki til
hugar að læra að dansa. Eg á-
leit að engin stúlka í heimin-
um myndi vilja dansa við mig.
Þegar ég hafði lokið lögskip-
uðu námi, bað faðir minn mig
að ákveða hvaða iðngrein ég
vildi læra. Öll urðum við börn-
in að læra eitthvert handverk.
Þar sem ég var handlæginn
ákvað ég að læra- skósmíði.
Mamma vildi fremur að ég yrði
hárskeri og rakari. Henni þótti
það hreinlegra starf. En ég vissi
að rakarar urðu að tala allan
daginn. En skósmiðir geta þag-
að að mestu við verk sitt, það
réði úrslitum fyrir mig.
Eg hóf skósmíðanámið, og
meistarinn minn sagði að ég
væri efnilegur skósmíðanemi.
Mér þótti gaman að því að
vinna fyrir kaupi. Eg var yngst
ur af systkinunum. Þegar ég
kom heim á föstudögum hafði
ég kaupið meðferðis og gladdi
það foreldra mína mjög mikið.
Á unga aldri ákvað ég að
verða skósmíðameistari. Eg
vildi eignast vinnustofu. Mér
var kunnugt um að skósmíða-
meistarar urðu efnaðir
Þegar á námsárunum fór ég
að spara og leggja fyrir pen-
inga og átti ekki aðra ósk heit-
ari en verða fjárhagslega sjálf-
stæður.
Allt gekk samkvaemt áætlun.
Eg lauk skósmíðanámi, vann
sem sveinn í þrjú ár og hafði
þá safnað svo rniklu fé að mér
vai óhætt að fara að litast um
eftir skósmíðavinnustofu. Ekki
gat ég leigt stórt og dýrt hús-
næði í upphafi.
Dag nokkurn sá ég svohljóð-
andi auglýsingu í dagblaði:
„Lítið húsnæði í þéttbýlu
hverfi er til leigu. Væri heppi-
legt sem skósmíðavinnustofa.“
Eg skrifaði þeim sem auglýst
hafði husnæðið og fekk svar.
Húseigandinn bað mig að
hringja til sín. En ég gat ekki
talað við hann í síma. Eg skrif-
aði því annað bréf og sagði að
ég væri málhaltur. Þá fékk ég
bréf frá húseigandanum. Bað
hann mig að skrifa allar upp-
lýsingar mér viðvíkjandi og
koma með þær.
Það gerði ég þegar og kom
með upplýsingarnar til húseig-
andans, sagði hann áður en
hann las þær: „Ef ég spyr um
eitthvað, getið þér svarað með
jái eða neii eftir því sem við á.
Þessi maður var hið mesta lip-
urmenni, og mun ég ekki
gleyma því, hversu vingjarn-
legur hann var við mig..
Eg fékk húsnæðið. Þremur
mánuðum síðar opnaði ég mína
eigin skósmíðavinnustofu. Eg
var einn og komst því ekki hjá
því að fara fram að afgreiðslu-
borðinu er einhver kom inn.
En ég þurfti ekki að tala mik-
ið. Gerið svo vel, já og nei og
jæja komst ég af með, að
mestu. Viðskiptavinirnir töl-
uðu og sögðu hvað gera þyrfti
við skóna.
Þetta gekk ágætlega. Að ári
liðnu fékk ég skósmið, þar sem
ég komst ekki yfir það sem ég
var beðinn að gera. Eg hafði
ætlað mér að láta þennan starfs
mann minn tala við viðskipta-
mennina og afgreiða þá. En
hann var svo ágætur skósmiður
og mikilvirkur, að það borgaði
sig ekki. Eg hélt því áfram að
afgreiða.
Eg hafði viðskiptavin, unga
frú, sem kom eigi sjaldan til
mín. í fylgd með henni var son-
ur hennar fimm til sex ára
gamall. Hún hét frú Olsen. Eg
sá það á skóm, sem hún kom
með, að fjárhagur hennar
myndi vera bágborinn. Hún
kom einungis með skó af sér og
drengnum. Aldrei með karl-
mannsskó. Eg þóttist því viss
um, að hún væri annað hvort
ekkja eða hefði skilið við mann
inn sinn.
Frú Olsen var ætíð alvöru-
gefin. Mér leið vel er hún kom.
Hún spurði aldrei um neitt.
Hvoki hún né drengurinn ónáð-
uðu mig með óþarfa skrafi.
Auðséð var að drengurinn hafði
ekki nóg að borða. Eg kenndi í
brjósti um hann. Mér varð
Ijóst, að móðir hans hafði bann-
að honum að segja nokkurt orð
inni í vinnustofúnni. Eg var
hrifinn af þeim, móðurinni og
syni hennar. Eg fékk löngun
til þess að hjálpa þeim. Þessi
tilfinning var ný fyrir mig. Ef
til vill átti það rót sína að
rekja til þess, að ég kynntist
nú í fyrsta sinn manneskju, er
leit upp til mín, og virti mig
hærra en sig.
Frúin kom ætíð snemma á
daginn og hafði hraðann á. Hún
mælti fátt: „Nýja hæla“, „hálf-
sóla“ var hið helzta er hún
sagði. Að svo mæltu flýtti hún
sér til dyranna og út.
Eg hugsaði meira og meira
um hana. Það liðu stundum
tveir. mánuðir á milli þess er
frúin kom.
Dag nokkurn kom hún með
ilskó, er drengurinn átti. Eg
var kominn á fremsta hlunn
með að segja henni að ekki
borgaði sig að gera við skóna.
En í fyrsta lagi vildi ég ekki
særa konuna og í öðru lagi var
ég ekki viss um að mér tækist
að skýra þetta fyrir henni
vegna þess þess, hve mikið ég
stamaði. Eg tók aldrei fulla
borgun fyrir það, sem ég gerði
fyrir frúna. Mér var ljóst að
hún hafði af litlu að taka. Að
líkindum hefur það verið þess
vegna að hún kom til mín.
Það var einkennilegt hve
mikið ég hugsaði um þessa
konu, og hversu glaður ég varð
í hvert sinn er hún kom — án
þess að hafa karlmannsskó
meðferðis.
Síðari hluta laugardags,
skömmu fyrir lokunartíma,
kom hún til mín, en að þessu
sinni hafði hún enga skó með-
ferðfe og drengurinn var ekki
í fylgd með henni. Hún tók
upp pappirsblað úr vasanum
og rétti mér. Á miðanum stóð:
„Við erum svöng. Getið þér
lánað mér tíu krónur þar til 15.
þ. m.?“
Við erum svöng. Þessi orð
hrærðu mig til meðaumkunar.
Hún sagði satt. Eg efaðist ekki
um að hún og drengurinn væru
hungruð. Hún hafði skilið það,
að ég var henni- vinveittur, þar
sem hún bað mig að lána sér
peninga. Eg var viss um að hún
var því óvön að ganga um og
biðja um lán.
Eg var orðinn allvel stæður,
og hefði getað lánað henni tölu-
verða fjárupphæð. Augu henn-
ar gáfu til kynna, að tíu krónur
yrðu tæplega nægar til þess að
forða henni frá sulti. En hún
mun ekki hafa haft kjark til
þess að biðja um hær-ri upp-
hæð. -
Er ég stakk tuttugu og fimm
krónum í lófa hennar,' horfði
hún næstum óttaslegin á mig
og sagði: „Þakka.“ Hún virtist
ætla að segja meira. En hætti
við það, þar sem ég' lét eins og
ég hefði ekki tima til að tala
við hana.
Eg leit út um gluggann er
hún fór. Hún tók í hönd drengs-
ins, er beðið hafði úti. Þau
gengu þá til brauðbúðarinnar,
sem var á horninu. Er þau
komu út bar móðirin böggul
með brauði og drengur var að
eta stóra bollu.
Já, þau munu hafa verið
svöng.
Peningarnir komu í pósti.
Og í umslaginu var bréf, það
var svohljóðandi: „Þúsund
þakkir fyrir peningalánið. Það
var fallega gert af yður að
hjálpa mér. Þegar þér fáið
þetta bréf verð éj* farin burt
úr bænum. Eg hef nefnilega
fengið starf, sem vinnukona í
smábæ og get haft drenginn
með mér. Eg vil nota tækifærið
til þess að þakka yður fyrir það,
að þér hafið selt aðgerðirnar á
skónum okkar svo ódýrt.
Kveðja Karen 01sen.“
Bréfið gerði mig órólegan.
Mér þótti það illt að hugsa til
þess, að ég fengi, ef til vill,
aldrei að sjá hana aftur. Hún
var ógleymanleg.
Það var merkilegt að ég
skyldi hugsa um hana á hverj-
um degi. Eg gát ómögulega
gleymt henni.
Það var ekki fyrr en að fjór-
um árum liðnum, að örlögin
létu íeiðir okkar liggja saman.
Eg var í leyfi. Það var sunnu-
dagur að áliðnu sumri. Eg var £
tjaldi í útjaðri lítils bæjar. Eg
hafði efnast. Vinnustofan gaf
góðan hagnað. Eg átti lítinn,
góðan bíl, sem ég hafði keypt
og fór ætíð einn í sumarleyfi
vegna þess, að ég átti engan
vin. Eg leitaði aldrei kunnings-
skapar við neinn sökum stams-
ins.
Þetta sunnudagskvöld frétti
ég að halda ætti dansleik þarna
í grenndinni. Eg gekk áleiðis
þangað til þess að horfa á. Eg
kunni ekki að dansa. En á leið-
.inni til dansstaðarins hitti ég
hana. Eg heilsaði henni og hún
þekkti mig. Nú var hún blóm-
legri en áður og vel klædd. Nú
varð ég að kynnast henni, það
kom ekki til mála að fresta því
lengur.
Eg lét hana nema staðar og
tókst að segja heila setningu
án þess að stama. Eg sagði: „En
hve það er gaman að hitta yð-
ur aftur.“
Hún horfði á mig með ör-
væntingarsvip og mælti: Þakka
í sa — sa — sa —. Meira gat
hún ekki sagt. Og þá varð mér
Ijóst, að hún stamaði eins og
ég. Það var þess vegna að hún
hafði sagt svo fátt, er hú-n kom
í vinnustofuna til mín og flýtt
sér burt eins fljótt og henni var
unnt.
Eg reyndi að segja eitthvað,
en kom engu orði upp Hún
skildi nú að ég stamaði engu
minna.
Endirinn varð sá, að við hlö£
um að okkur sjálfum. Við urð-
um vinir þarna á þjóðveginum,
og það var stamið, sem olli þv£
fyrst og fremst.
Frú Olsen varð ekkja tutt-
ugu og eins árs gömul, og þá
var drengurinn hennar aðei’ns
tveggja ára.
Hún var vinnukona í þessum
litla bæ, og drengurinn hennar
gekk þar í skóla. Að loknu
sumarleyfinu skrifuðu þau
hvort öðru. Þeim gekk miklu
betur að skrifa en tala. í nóv-
ember skrifaði ég henni bréf,
er þessi klausa var í: „Nú get-
urðu sagt upp vinnukonustöð-
unni og farið heim. Eg er búinn
að fá húsnæði Ef við flýtpm
Frh. á 6. síðu.
m
SPAMRVIBSKIPTI
Otvega greiðlega frá framleiðendum allskonar spánskar útflutningsvörur, svo
sem ávexti, nýja, þurrkaða og niðursoðna, kork til fiskineta og húsaeinangr-
unar, hreinlætistæki, krossvið til húsgagnaframleiðslu og innréttinga, vefn-
aðarvörur, skófatnað o. fl. ,
Svara greiðlega fyrirspurnum.
Hefi aldarfjórðungs reynslu í viðskiptum við fsland.
Skrifa má á ensku.
-S.
S. MOMAMER,
Balmes, 293
arcelona.
s
•r 1
MINERVAt^-^^-
SÉRIÍG4 MND4Ð (FNf
GOTT S/V/Ð