Vísir - 11.01.1960, Blaðsíða 9

Vísir - 11.01.1960, Blaðsíða 9
Mánudaginn 11. janúar 1960 VfSIB lllií sjá menn í myrkri. Tækí til þsss framleitt fyrir vestan. Öldum saman var grútar- lampinn eini ljósgjafinn í hí- býlum íslendinga. Svo kom olíulampinn til sögunnar og loks, á þessari öld, rafmagns- peran. En tækninni eni lítil tak- mörk sett nú á dögum. Sleitu- laust er unnið við a ðvinna bug á hömlum og hindrunum, sem manninum eru settar af náttúr- unnar völdum. Hið nýjasta á því sviði að brjóta niður þær hindranir, sem myrkrið veldur er tæki nokkurt, sem gerir mönnum kleft að sjá í myrkri án þess að kveikja sýnilegt ljós. Sennilega hefði orðið nokkur dráttur á því að tæki þetta hefði komið fram, ef ekki væri sífelt verið að auka vígbúnaðinn því að þá er ekkert sparað, hvorki fé né fyrirhöfn. Og auðvitað er þetta tæki, eins og svo mörg önnur, fyrst og fremst ætlað til að efla herstyrk hinna stríðandi þjóða. Hér er um að ræða tæki, sem nemur innrauða geisla og er það því eins konar kíkir. Það sendir enga geisla frá sér og skýlir myrkrið því manninum, sem notar það. Þá eru líka í uppsiglingu tæki, sem nema hitageislana, sem menn eða hlutir senda frá sér og eru að því leyti nokkurs konar miðunarstöðvar. Að síðustu má geta þess, að eftir nokkur ár verður fuUbúið tæki eitt, sem getur endurkast- að ljósi frá stjörnunum. Á myndinni er hermaður að stýra ökutæki og notar myrkra- kíkinn til að geta ekið í dimmu. 53 almenningsrafstöðvar starfræktar í landinu. Reykvíkingar nota helmingi minna rafmagn en Akureyringar að tiltölu. Ör skýrslu Bamaveradarnefnifar. Tólf árabörn neyta áfengis. Nefndm hafði afskifti af 170—89 barnum vegna þjófnaða og innkrota. Frá raforkumálastjóra hefur Vísi borizt ýmiss fróðleikur um orkumál á íslandi. Eru þar m. a. taldar upp allar helztu afl- stöðvar landsius, orkumagn þeirra, mesta álag á árinu 1958 o. m. fl., og væri ekki úr vegi að birta eitthvað af þeim fróð- leik hér. Yfirleitt er mesta orku- vinnsla stöðvanna í desember, en þó eru þar ýmsar undan- tekningar, t. d. eru tvær stöðv- ar hæstar í marz. Stærstu stöðv- arnar eru að sjálfsögðu írafoss- virkjunin, en mesta álag á ár- inu var 30.700 kílówött,þar næst er Ljósafossvirkjunin, helm- ingi minni með 15.100 kílówött, þá Laxárvirkjun með 9.520, Varastöðin við Elliðaár (gufu- aflsstöð) með 7.800 en svo minnkar talan óðum, því næst er Anöakílsárvirkjunin með 13.880, og aðrar þaðan af minni. Samtals eru taldar upp 23 | vatnsafIsstöðvar, 31 dísilstöðv- ar og ein gufuaflsstöð, eða sam tals 53 aflsstöðvar. Fróðlegt er og að athuga töl- urum orkunotkun íbúa orku- svæðanna. Þótt undarlegt megi virðast, er Akureyri þar lang- samlega hæst, eða með 3585 kílówattstundir á íbúa. Önnur í röðinni er Rafveita Hafnar- fjarðar með 3120 og þriðja Borgarnes með 3010. Rafmagns veita Reykjavíkur er 14. í röð- inni með orkunotkun á íbúa, eða 1660 kílówattstundir á hvern íbúa. Bamaverndamefnd Reykja- víkur hefur haft afskipti af rúmlega 170 unglingum, mest piltiun, á aldrinum 9—16 ára vegna þjófnaðar og innbrota á árinu scm leið. . Af þessum unglingum hafa 8 stúlkur gerzt sekar um stuld og þrjár um innbrot, í öllum hinum tilfellunum eru hinir seku drengir. í skýrslu nefndarinnar segir einnig frá afskiptum hennar af börnum og unglingum til 16 ára aldurs vegna ölvunar. Hafði nefndin afskipti af 36 ungling- um af þessum sökum og var meir en helmingurinn telpur, þær yngstu 12 ára og allt til 16 ára aldurs. Til frekari glöggv- unar má geta þess að barna- verndarnefnd fékk til meðferð- ar 4 ölvunarmál 12 ára barna, fimm mál 13 ára barna, sjö mál 14 ára, níu mál 15 ára unglinga og ellefu ölvunarmál 16 ára unglinga. Vegna lauslætis og útivistar unglinga hafði nefndin afskipti af 25 einstaklingum, sem allt reyndust stúlkur og voru þær yngstu 12 ára gamlar. Önnur þrot barna og ung- linga, sem nefndin hafði af- skipti af voru svik og falsanir, skemmdir, spell, flakk, meiðsl og hrekkir, auk annarra ó- knytta. Heildartala brota reynd ist vera 375, þar af 268 hjá drengjum og 107 hjá telpum, en tala unglinganna var 190, þar af 128 drengir og 62 telpur. 1. Á árinu 1958 voru 74 heim- ili undir stöðugu eftirliti nefnd- arinnar. Hafa sum þessara heimila verið undir eftirliti um lengri tíma. Ennfremur hefur starfsfólk nefndarinnar, ýmissa orsaka vegna, komið á fjölda- mörg heimili önnur en þau, er undir eftirliti voru, og veitt margvíslegar leiðbeiningar og aðstoð. 2. Þá hefur nefndin haft til meðferðar mál nokkurra ein- staklinga og stofnana vegna af- skipta þeirra af börnum og unelinfuim. / árir-i fékk nefndin 9 híónaskilnaðarmál til meðferð- ar vrgna deilna um forræði barna. Gerði nefndin í því sam- bandi tillögur um forræði 22 barna. Afskipti af Einstökum börnum. . 1. Á árinu útvegaði nefndin 124 börnum og unglingum dval- arstaði. Fóru 16 þessara barna í fóstur á einkaheimili. Voru það einkum umkomulaus börn og þau, er vonlítið þótti að að- standendur væru færir um að annast á viðunandi hátt. 108 börnum var komið fyrir, um lengri eða skemmri tíma, ann- að hvort á barnaheimilum eða einkaheimilum hér í 'bæ, eða sveitum. Var það ýmist vegna erfiðra heimilisástæðna eeða afbrota og óknytta barnanna sjálfra. 2. Nendin hefur mælt með 47 ættleiðingum á árinu, og þeim fjölgandi ár frá ári. í skýrslu nefndarinnar er ennfremur gerð grein fyrir barnaheimilum sem starfrækt hafa verið á vegum ríkis og Reyk j avíkur bæ j ar. Formaður barnaverndar- nefndar er Guðmundur Vignir Jósefsson hrl, en Þorkell Krist- jánsson fulltrúi hennar og frú Guðrún Jónsdóttir heimilis- ráðunautur. Alls hafði nefndin 390 mál til meðferðar á árinu. Rauðir fá stórskip. í fyrradag tóku austuíw þýzk yfirvöld við stærstíB skipi, sem þau hafa nokkrtt sinni haft yfir að ráða. Þá tóku þau við Stockholm, sem þau hafa keypt a£ Sænsk- Amerísku línunní0 og var skipið afhent í Gauta borg. Það er 12,156 smálest* ir, og er miklu stærra eíl nokkurt skip, sem A.-Þj óð« verjar hafa eignazt. Stockt holm varð frægt í júlí 1956B þegar það sigldi á Andre Doria, sem sökk 12 stundurra síðar. t S|ö Bretar sjá íbúum Montevideo fyrir gasi. Verkfall í gasstöðinni þar hófst fyrir 7 vikum. I Montevideo, Uruguay, er gasstöð, sem er seinasta brezka fyrirtækið þar sem rekið er í ahnennings þágu. Þar hefur verið verkfall háð í nærri 7 vikur, en sjö brezkir starfs- menn þar hafa unnið dag og nótt til þess að halda áfram framleiðslunni. Þeir skiptast á um að vinna og fara ekki út fyrir húss dyr. Er þeim færður matur í gas- stöðina. Hefur þetta gengið friðsamlega fyrir sig, þar til um seinustu helgi, að 32 verk- fallsmenn ruddust þar inn, og lýstu yfir, að þeir hefðu tekið gasstöðina í sínar hendur. Einn Bretanna reyndi að sannfæra þá um, að þeir ættu að reyna að leysa deiluna með öðru móti, og lofa þeim aíí starfrækja gasstöðina á meðara, almennings vegna. Einnig fór, þessi maður út á svalir stöðv« arinnar og reyndi að sefa æsí” an múg, sem þ*r hefði safnasfl saman. Meðan þessu fór fram sendá stjórnin herlið og lögreglu, sem veitti verkfallsmönnum 20 mín. frest til að fara, ella yrði þeítra dreift með táragasi. Horfði nt3 illa — jafnvel að til blóðugra átaka myndi koma. Maður sá„ sem fyrr var vikið að, Marwick að nafni, beitti nú mælsku sinni við lögregluna og fékk hana til að fara án þess að framkværna hótanir sínar. VerkfaUsmenra fóru að ráðum hans. Ófrétt en hvað síðan hefur gerzt. i Finnska konan er góð* um gáfum gædd, Hún tekur frekar gagnfræðapróf en karlar. Frá fréttaritara Vísis .— Helsinki í des. Finnska konan hefur trú á hjónabandinu, svo að hún gift- ist ung og cignast börn á unga aldri. En finnska konan vill líka vinna utan heimilins, og um það bil önnur hver gift kona hefur starf utan heimilis síns. Er það óvenjulega stór hlut- fallstala, þegar litið er tölur frá öllum löndum. Um það bil 4 hvert barn í bæjum á móður, sem það sér aðeins kvölds og morgna, af því að hún vinnur úti. 6 Þessar upplýsingar voru gefn ar á haustfundi sambands finnskra kvenfélaga, og auk þess sagði formaður, að rann- sóknir á finnskum konum gæfts í skyn, að þær væru mjög góð* um gáfum gæddar. Fleiri kon* ur en karlmenn taka gagn* fræðapróf, og stúlkur hafa einn* ig verið í meiri hluta í hópi stúdenta síðustu árin. í háskól* um landsins er nú 41 af hundr* aði stúdenta konur, og mun þa<$ vera heimsmet. '1 lm 600,000 manns húsviiltir á Celebes. Upprefstarmenn standa þar vel að vígi. Bardagar hafa blossað upp á Celebes í Indóncsíu enn einu sinni milli uppreistarmanna og stjórnarhresins. Stjórninni gengur mjög illa að friða ríkið, eins og oft hefir komið fram í fréttum, og eink- um hefir verið erfitt að berja niður uppreistarmenn á Cele- bes, þar sem litið er á þær her- sveitir, sem koma frá Jövu eða öðrum eyjum sem útlendinga og innrásarmenn. Gerir það að* stöðu þeirra óhægari og au3- veldara fyrir uppreistarmenn að safna liði gegn stjórninni £ Djakarta. Nú hefir stjórinin sent Al* þjóða Rauða krossinum skýrslu um ástandið á eyjunni, og segir þar, að um 600,000 manns sé húsvilltir vegna hernaðarað* gerða uppreistarmanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.