Vísir - 11.01.1960, Blaðsíða 7
VISIR
Mánudaginn 11. janúar 1960
Mánudaginn 11. janúar 1960
VÍSIR
Þjcðhættuleg stjórnarandstaða.
Það er í senn broslegt og hryggi-
legt að lesa samsetninginn í
Tímanum um stefnu ríkis-
stjórnarinnar og væntanleg-
ar viðreisnartillögur.
Alltof margir íslenzkir stjórn-
málamenn og aðrir, sem um
stjórnmál rita, virðast telja
það vænlegast til fylgis fyrir
flokka sína, að þeir hegði sér
eins og skemmdarverlca-
flokkar, þegar þeir, eru í
stjórnarandstöðu. Varast er
að láta nokkru sinni falla
viðurkenningarorð um verk
eða viðleitni þeirra, sem með
völdin fara, þótt allir heil-
vita menn sjái, að stjórnar-
andstaðan liefði oft og tíðum
reynt nákvæmlega hið sama,
ef hún hefði haft stjórnar-
taumana.
Þó keyrir fyrst um þverbak
þegar ábyrgðarleysi stjórn-
arandstöðunnar gengur svo
langt, að hún fer að segja
1 fyrir um úrræði ríkisstjórn-
arinnar áður en þau koma
1 fram, og lýsa þeim á þann
hátt, sem líklegastur er til
þess að skapa óánægju meðal
almennings að óathuguðu
máli.
Þótt lýðræðisflokkarnir þrír
hafi að ýmsu leyti ólíkar
stefnur, greinir þá í höfuð-
atriðum ekkert á um þær
i leiðir, sem nú eru nauðsyn-
legar til þess að bjarga þjóð-
inni úr þeim vanda, sem hún
er stödd í. Væri Framsóknar-
flokkurinn í stjórn með hin-
um tveimur, myndi hann á-
reiðanlega telja það nauð-
synlegt sem hann lætur mál-
gögn sín nú fordæma. Þetta
er meira ábyrgðarleysi en
svo, að- við verði unað.
Fjöldi kjósenda í öllum flokk-
um fyrirlítur svona baráttu-
aðferðir, hver sem beitir
þeim. Og verði haldið áfram
á þessari braut, hlýtur að
reka að því fyrr eða síðar,
að ábyrgir menn í flokkun-
um leysi þá foringja frá
stjórnmálastörfum, sem slík-
um vinnubrö'gðum beita.
Þegar vinstri stjórnin hrökkl-
aðist frá völdum, lýsti for-
sætisráðherra hennar, Her-
mann Jónasson, yfir því í á-
heyrn alþjóðar, að ný verð-
bólgualda væri skollin yfir
þjóðina, að ríkisstjórninni
væri ekki samstaða um nein
úrræði og yrði hún því að
segja af sér.
Minnihlutastjórn Alþýðuflokks-
ins gerði tilraun til að stöðva
þessa öldu, og henni tókst
það í bili. Forustumenn
Framsóknarflokksins og mál-
gögn hans vilja þó eklci við-
urkenna að nokkur árang-
ur hafi orðið af viðleitni
þeirrar stjórnar, heldur hafi
ástandið þvert á móti versn-
að í valdatíð hennar. Vill þá
ekki Tíminn svara þessari
spurningu?
Er ekki þjóðinni lífsnauðsyn á
raunhæfum aðgerðum nú
þegar, fyrst ný verðbólgu-
alda var skollin yfir þjóðina
í árslok 1958 og ástandið
hefur enn versnað síðan?
Var það ekki síðasta verk
Hermanns Jónassonar í
ráðherrastólnum, að fara
fram á það við verkamenn
og fastlaunafólk, að það
gæfi eftir allmörg vísitölustig
af kaupi sínu meðan verið
væri að finna leiðir til þess
að stöðva holskefluna?
Þá var það líísnaitðsyn!
Þá hét þetta ekki á máli Tím-
ans „skerðing á lífskjjörum
, almennihgs, til þess að gera
, þá ríku ríkari“. Nei, þá sögðu
Framsóknarm. að það væri
þjóðinni lífsnauðsyn, til þess
að forða henni frá fjárhags-
legu hruni. Hvefs vegna
breytist þetta svona, eftir
því, hvort Framsóknarflokk-
urinn er í ríkisstjórn eða
ekki?
Vel má vera að Tímanum og
Þjóðviljanum takist með
skrifum sínum að æsa fylg-
ismenn sína til andstöðugegn
væntanlegum úrræðum rík-
isstjórnarinnar. Engum kem-
ur á óvart þótt kommúnistar
reyni það. Þeir vinna þar í
samræmi við sínar áætlanir.
En flokkur, sem þrátt fyrir
allar sínar syndir, fyrr og
síðar, hefur þó verið talinn
þjóðlegur flokkur, ætti að
hugsa sig tvisvar um áður
en hann fylkir liði með kom-
únistum í landráðastarf-
semi þeirra. Meðan einhver
lýðræðisflokkurinn fellur
fyrir þeirri freistingu, að
vinna sér stundarfylgi með
svona óheiðarlegri stjórnar-
andstöðu, og gengur þannig
beinlínis í þjónustu komm-
únista, er vonlaust að nokkr-
ar viðreisnartilraunir heþpn-
ist.
Allir stjórnmálamenn í lýð-
ræðisflokkunum vita það —
Framsóknarmenn alveg eins
og aðrir — að efnahagslegt
sjálfstæði og frelsi íslenzku
þjóðarinnar mn ófyrirsjáan-
lega framtíð er undir því
Frh. á 11. síðu.
VESTRÆN SAMVINNA. — Tæknilegri og efnaliagslegri að-
stoð við þurfandi þjóðir, bæði þær sem liart höfðu orðið úti í
síðustu heimsstyrjöld og í vanþróuðum löndum, var lialdið
áfram. Hafin voru skipti milli þjóða á stúdentum, kennurum,
verkamönnum, vísindamönnum, félagsniálaleiðtogum og lista-
og menntamönnum. — Hér er Iandbúnaðarsérfræðingur frá
Bandaríkjunum að ræða jarðvegsbætur við bændur og leiðtoga
í Etavvah á índlandi.
JARÐFRÆÐIRANNSÓKNIR. — Á alþjóða jarðeðlisfræðiárinu
svonefnda frá 1. júlí 1957 til 31. des. 1958, voru gerðar ein-
hverjar víðtækustu alþjóða vísindarannsóknir, sem um getur.
f þeim tóku þátt 55 þjóðir og helztu viðfangsefni voru höf
og jöklar, veðurfarið, heimskautaísinn, geimgeislar, jarðsegul-
magn, sólblettir, norðurljós og rafhvolfið. Hér sést, er verið er
að mæla hitastig og samsetningu sjávar Norður-Atlantshafs.
GEIMRANNSÓKNIR. — Mikil breyting varð á þessum ára-
tug á afstöðu mannsins til alheimsins — rannsóknir úti í himin-
geimnum voru ekki lengur draumur heldur veruleiki. Ný
orð eins og Sputnik, Vanguard, Explorer, Pioneer og Astronaut
komust inn í tungu manna um heirri allan, og gömul orð í sam-
bandi við stjörnu- og geimvísindi fengu raunhæfari merkingu.
Lögð voru á ráð um að senda menn út í geiminn, koma upp
móttöku- og sendistöðvum á brautum liimintunglanna, reyna
að lenda á tunglinu og öðrum stjörnum. Á þessari mynd sést
tunglið á lofti um leið og Thor-eldflaug er skotið upp frá
Canaveralhöfða í Flórída.
AFVOPNUN. —. Afvopnunarmálin voru alltaf öðru hverju
á dagskrá allt þetta tímabil. Hér sjást tæknisérfræðingar átta
vestrænna ríkja og Sovétríkjanna á fundi í Genf, þar sem rætt
var, hvernig koma ínætti upp um broí á samningum um stöðvun
kjarnorkutilrauna.
ÓKYRRÐ í LEPPRÍKJUNUM. — Mikið bar á ókyrrð og
óánægju víða í leppríkjum Sovétríkjanna í Austur-Evrópu. í
Austur-Þýzkalandi og Ungverjalandi varð sovézkt herlið í
skriðdrekum að grípa í taumana til að bæla niður uppreisn
fólksins. Á myndinni sjást tveir Austur-Berlínarbúar á Leipzig-
torgi kasta steinum að sovézkum skriðdrekum á fyrsta degi
uppreisnarinnar þar í borg hinn 17. júní 1953.
FLÓTTAFÓLK. — Straumur flóttafólks frá löndum komm-
únista hélt áfram óslitið allt þetta tímabil. Hámark náði straum-
Virinn árið 1957, þegar uppreisnin í Ungverjalandi hafði veri®
bæld niður. Hér eru Ungvcrjar á flótta yfir til Austurríkis.
ÁSÆLNI KOMMÚNISTA. —- Ker Sameinuðu þjóðanna var
í fyrsta sinn beitt til varnar frjálsu landi, en kommúnistar í
Norður-Kóreu réðust inn í Suður-Kóreu í lok júní 1957 og nutn
til þess Sovét-Rússlands og kínverskra kommúnista. Síðar áttu
cnnur ríki einnig eftir að kenna á yfirgangi kommúnista, eins
og Vietnam, Quemoy, Matsu og Tíbet, þótt ekki kæmi þá til
aðgerða Sameinuðu þjóðanna. Hér sést harm'þrungin móðir sitja
með barn sitt í fanginu í rústunum í Seoul í Suður-Kóreu, er
herlið Sameinuðu þjóðanna hafði náð borginni aí'tur á sitt vald.
KJARNORKAN — Merkum áföngum var náð á þessum
áratug í sambandi við notkun kjarnorkunnar í þágu friðar og
framfara, og alhjóða kjarnorkustofnun var sett á laggirnar.
Miklar framfarir urðu í Iandbúnaðar- og læknavísindum, og í
iðnaði voru teknir í notkun kjarnaofnar, sem framleiða orku til
að lýsa borgir og knýja skip. Hér á myndinni er sýnt, hvernig
sjúklingur er lagður undir kjarnaofn við lækningu heilaæxlis.
SAMEINUDU ÞJÓBIRNAR. — Vegur og virðing Sameinuðu
þjóðanna hefur sífellt farið vaxandi, frá því er 46 þjóðir undir-
rituðu stofnskrá þeirra í San Francisco fyrir tæpum 15 árum.
Meðlimum þeirra hefur fjölgað, og nú eru þær ekki lengur
aðeins vettvangur samningaumræðna og formlegra yfirlýsinga,
Iieldur liafa þær komið á fót öryggissveitum, sem hafa það
hlutverk með höndum að koma á friði, þar sem bardagar brjót-
ast út, og viðhalda honum. Á myndinni sjást eftirlitsmenn
Sameinuðu þjóðanna aka í hvítum jeppum með hvíta fána inn
á vopnahléssvæðið meðfram landamærum Egyptalands og
ísraels, áður en öryggissveitir Sameinuðu þjóðanna tóku við
varnarstöðvum þar.
KALDA STRÍÐIÐ. — Kalda stríðið hófst í lok síðustu
heimsstyrjahlar og varð æ harðara næsíu árin þar á eftir. En
með dauða Stalíns og valdabaráttunni í Kreml, sem honum
fylgdi, hefur nokkuð dregið úi- spennunni milli hins frjálsa
heims og kommúnista. Skiptiheimsóknir scvézkra og bandarískra
landbúnaðarsérfræðinga urðu til þess að bræða fyrsta ísinn.
Þá skiptust þessi tvö Iörtd á sendinefndum mennta- og fræði-
manna, íþróttamanna og síjórnmáíamanna. Hámark náðu þessar
skiptiheimsóknir, er forsætisráðherra Sovétríkjanna Nikita
Krúsév kom til Bandarikjanna í lok september s.l. og Eisen-
hower Bandaríkjaforseta var boðið til Sovétríkjanna. Þessi
mynd var tekin af Eisenhower og Krúsév skömmu eftir komu
hins síðarnefnda til Washington.
'VTKSXlt
D A G B L A Ð
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Ritstjárnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: 11660 (fimm línur).
Vísir kostar kr. 25,00 í áskrift á mánuði,
kr. 2,00 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.