Vísir


Vísir - 12.01.1960, Qupperneq 1

Vísir - 12.01.1960, Qupperneq 1
Á annað hundrað bát • r ar voru a sjo i gær. Aflinn frá 5-14 lestir í lögn. Fleiri bátar á sjó í dag. Á anriað hnndrað fiskibátar voru á sjó í gær á veiðisvæðinu frá Papey að Horni. Veður víð- hið bezta og afli svipaður víð- ast hvar, frá fimm Upp í 14,1 lest í lögn eða róðri. Frá Austfjörðum var Vísi símað í gær að hinir stærri bát- ar hafi aflað vel undanfarið. Sækja til dæmis Eskifjarðar- og Norðfjarðarbátar ásamt bát- um frá Fáskrúðsfirði suður undir Papey og í Lónsbugt og fengið þar góðan afla. Hornafjarðarbátar, 6 talsins bafa fiskað vel. Hafa þeir í síð- ustu róðrum verið með um 10 lestir hver. Sigurfari fékk í gær 12 lestir í róðri og þykir það mikill afli á þeim slóðum svo sriemma á vertið. Frá Vestmannaeyjum voru ekki nema um 20 bátar á sjö í gær. Sækja þeir langt aust- ur, sérstaklega Austfirðing- arnir. Sigla þeir austur undir Portland og bíða þar eftir timamerkinu sem gefið er kl 2 að mórgni, þá slá þeir í og keyra í kapp kannske alla leið austur í Meðallandsbugt þar sem línan er lögð. Frá Grindavík reru 6 bátar í gær og fóru flestir austur á banka: og fiskuðu frá 7 til 11 lestir.-Fleiri fóru á sjó í nótt. Frá Sandgerði, Keflavík og Hafnarfirði reru um 50 bátar, flestir á sömu slóðir. Mestan afla í þessum hópi mun Víðir 2. hafa fengið, 14 lestir. Frá Akranesi reru fimm bát- ar. Fengu þeir 5 til 8 lestir út á milli slóða. 12 eru á sjó í dag. Ólafsvíkurbátar, 10 talsins, voru með frá 5 til 9 lestir. Til- íinnanlegur skortur er á land- verkafólki í Ólafsvík, því þar hafa borizt á land 60 til 70 lestir af fiski dagalega. Afli Vestfjarðarbáta er svip- aður og annarsstaðar. Útilegubátar frá Reykjavík halda sig út af Jökli og hafa fengið dágóðan afla. Nína Sæmundsson í Reykjavík. Þungt áfall, er hafmeyjan var sprengd í Ioft upp. Svartaþoka og 50 nt skyggni í morg- un í Reykjavík. Reykjavíkurflugvöllur var lokaður í morgun vegna svartaþoku, sem skall á í morgun, og var þar engin flugumferð laust fyrir kl. 11 í morgun, en þá var að létta talsvert í lofti. Keflavíkurflugvöllur var ekki lokaður og annars stað- ar á landinu mun hafa verið þokulaust víðast. í Rvk. var logn og þriggja stiga hiti í morgun. Þoka, og skyggni aðeins 50 metrar. Veðurhorfur: Norðaustan gola. Léttskýjað. Dálítið frost í nótt. Færeyingar koma ekki. Refsihótanir Fiskimannafélagsins stöðva Istandsferðir. ■ - """■ Færeyingarnir koma ekki á vertíð til íslands. Slitnað hefir upp úr samningaviðræðum L. I. Ú. og Fiskimannafélagsins þar sem kröfur Fiskimannafélagsins viðvíkjandi kauptryggingu og Þrettán innbrot npplýst Fjórir untjÍM• jÞÍltur hufu kutnið þur við sótju. Rannsóknarlögreglan í Rvíktveir þeirra, báðir fæddir 1942. tjáði Vísi í morgun að upplýst Hinir tveir hafa litla hlutdeild hafi verið síðustu dagana 13 innbrot og þjófnaðir sem fram- in hafa verið hér í bænum sitt hvorum megin við áramótin. Fjórir piltar hafa játað á sig þessi innbrot, en aðallega þó Máifiutiiingur Ingimars- máisíns fiefst í dag. Eins og sagt var frá í Vísi fyrir helgina, byrjar málflutn- ingur Ingimarsmálsins í dag fyrir Hæstarétti. Hefst hann kl. 14. Málflutningurinn einn í þessu flókna máli ákæruvaldsins gegn Jngimar Jónssyni fyrrv. skóla- stjóra mun standa yfir meiri partinn af þesari viku. átt að þessum innbrotum, en þó aðeins komið við sögu sitt í hvort skiptið. Annar þeirra er fæddur 1943, hinn 1945. Piltar þessir hafa áður komið við sögu lögreglunnar en mismunandi mikið þó. Innbrotin og þjófnaðirnir, sem þeir hafa játað á sig eru m. a. í vörugeymslu Eimskipa- félags íslands, Borgarskála, Verzlanasambandið í Defensor (tvívegis), Hamar, Sindra, Borgarþvottahúsið (tvisvar), Byggingafélagið Brú, vinnu- skúr hjá Sindra, porti Eim- skipafélagsins, togarann Vött (þar stolið rakettum) og loks í einkahús á Laugarás á gaml- árskvöld. þar sem stolið var ljósmyndavél og vindlum. Á engum staðnum var stór- þjófnaður framinn. gjaldeyrisyfirfærslu ganga lengra en hægt er að uppfylla. Nokkuð á þriðja hundrað Færeyinga, sem ætluðu sér að koma með Gullfossi urðu eftir af skipinu vegna hótana Fiski- mannafélagsins um refsiaðgerð- ir gegn þeim sem réðu sig til Islands í trássi við boð félags- ins. Að því er Vísir hefur fregn- að er óánægja meðal færeyskra sjómanna vegna afstöðu félags þeirra og myndu margir hafa fari ðtil íslands og ráðið sig upp á sömu kjör og í fyrra hefði fé- lagið ekki hótað refsingu. Nú mun vera um 200 fær- eyskir sjómenn á íslenzzkum skipum. Þar af eru 60 hjá Bæj- Frh. á 2. síðu. Nína Sæmundsson á málverka- og höggmyndasýningu, er hún hélt fyrir fáum árum í Bogasal þjóðminjasafnsins. Listakonari Nina Sæmundsson kom til landsins í gær- kvöldi, og hyggst dvelja hér um stundarsakir. Fréttamaður Vísis hafði stutt viðtal við Iistakonuna í morgun og spurði m.a. um viðbrögð hennar til þeirrar skrílmcnnsku, er haf- meyjan var sprengd í loft upp á gamlárskvöld. „Eg vil sem minnst um 'það tala eins og sakir standa. Þetta hefur verið svo mikið áfall fyrir mig, að eg er ekki búin að ná mér eftir það ennþá.“ „Er koma yðar hingað til lands í nokkru sambandi við þetta atvik?“ „Ekki beinlínis, en þó má e. t. v. segja að svo sé að nokkru leyti. Annars er aðalástæðan sú, að eg ætla að halda sýningu á Charlottenborg í Kaupmannahöfn þann 1. maí, og eg þarf að ganga frá tveim höfuðmyndum hér heima, sem eiga að vera á sýningunni.“ Listakonan var þreytt eftir ferðalagið, en þurfti samt ýmsu að sinna, svo ekki vannst tími til að ræða frekar við hana að sinni, enda er um viðkvæmt mál að ræða fyrir hana. Var og greinilegt að heyra að henni hefur fallið þessi atburður mjög þungt. Er það ekki óeðlilegt, og getur hver, sem reynir að setja sig í hennar spor, skilið hvílíkt áfall það hlýtur að vera, þegar sköpunarverk, sem tekið hefur mikinn tíma og hugarstríð að búa til, er vansæmt af sam- tökum listamanna hér heima, en síðan sprengt í loft upp. Ef til vill gefst tækifæri til að hafa tal af listakonunni síðar og heyra hvað hún hefur frekar að segja um örlög hafmeyjunnar. Gagngerar endurbætur gerðar á fiskiðjuverinu á Grandagarði AV'jaí* iíárvirkar vélar lengnai* til þess. Athugaðlr möguleikar á niöurstööu sjávarafurða. Eftir að Reykjavíkurbær festi kaup á fiskiðjuveri ríkisins á Grandagarði hafa farið fram gagngerar endurbætur á því, jafnframt því sem unnið er að því að auka og endurbæta véla- kost þess. Frá þessu skýrði Jón Axel Pétursson framkvæmdarstjóri Vísi fyrir skemmstu. Hann sagði brýna nauðsyn hafa borið til að gera á húsum og inn- réttingu þess miklar breytingar og endurbætur. Hefur verið unnið að þeim um nokkurt skeið og er enn gert. Þá skýrðd Jón ennfremur frá því að vélakostur fiskiðjuvers- ins væri yfirleitt gamall orðinn og næsta fátæklegur. Hann þyrfti því endurnýjunar við, til að rekstuiinn stöðvaðist ekki og hafa þpgar verið gerðar ráð- stafanir til þess að panta tvær nýjar vélar erlendis frá til end- urnýjunar og viðbótar þeim vélakosti sem fyrir er. F\-h. á 2. síðu.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.