Vísir - 14.01.1960, Qupperneq 8
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir.
Látið hann færa yður fréttir og annað
lestrarefni heim — án fyrirhafnar af
yðar hálfu.
Sími 1-16-60.
VfSIR
Munið, að þeir sem gerast áskrifendur
Vísis e/tir 10. hvers mánaðar, fá blaðið
ókeypis til mánaðamóta.
Sími 1-16-60.
Fimmtudaginn 14. janúar 1960
Pinay vikið úr embætti.
Stjórn DeGaulle ekki lengur í
tengslum við fólkið í landinu.
Pinay f jármálaráðherra
'Frakklands, sem ræddi við De
Gaulle forseta í fyrradag og
gær, baðst lausnar í gær, að
þeim. viðræðum loknum, þó
ekki með venjulegum hætti,
heldur þannig, að samkomulag
varð um, að forsetinn notaði
rétt þann, sem hann hcfur, til
þess að skipta um menn, sem
■ ráðherrasæti skipa.
Við embætti Pinay tekur
Baumgartner ríkisbankastjóri
•og gerir hann það að sérstakri
‘^beiðni De Gaulle forseta. Gaf
Baurrigartner fyllilega í skyn,
að hánn hefði helzt kosið, að
þurfa ekki að taka þetta að sér,
en þar sem hann leit á þetta
•sem skyldu, vildi hann ekki
skorast undan því.
Blöðum ber saman um, að
?það hafi ekki verið einvörðungu
vegna ágreinings um efnahags-
og fjármál við Debré forsætis-
■‘ráðherra, að Pinay fer úr stfórn-
'inni. Hann var einnig mjög
óánægður með stefnu De Gaulle
að ýmsu leyti, og taldi afleið-
'ingar hennar myndu verða, að
Frakkíand einangraðist. Mjög
*hafði hánn gagnrýnt stefnu
^bans varðandi Norður-Atlants-
* hafsbandalagið.
Bæði í fi'önskum og brezkum
J blöðum kemur fram, að lítið sé
’ nú eftir af mönnum í stjórn De
Gaulles, nema Gaulle-istar og
sérfræðingar. Tengsl stjórnar-
innar við fólkið í landinu séu
að mestu úr sögunni. Jafnaðar-
menn hafi verið gengnir úr
henni og nú leiðtogi óháðra í
henni, Pinay.
Brezku blöðin harma sér-
staklega, að Pinay skuli hafa
gengið úr stjórninni, og telja
þar nú fátt eftir „fyrsta flokks
manna“. Þau segja, að efnahag-
urinn á undangengnum mánuð-
um hafi farið síbatnandi. Von-
andi verði áframhald á því, en
nokkurs uggs gætir í blöðunum,
vegna burtfarar Pinay úr stjórn
inni og óvissu framundan.
---- 9 --
íhlutun I
Indókína.
Misskildi Eden
Dulles?
Eisenhower forseti Banda-
rikjanna sagði í gær, að það
væri ekki rétt, að Bandaríkin
hefði verið reiðubúin til íhlut-
unar í Indókinastyrjöldinni.
Kvað hann ummæli Sir An-
thony Edens, fyrrverandi for-
sætisráðherra Bretlands um
þetta ekki hafa við rök að
styðjast.
Ummælin eru í nýútkomnum
minningum Edens.
Kom fram hjá Eisenhower
sú skoðun, að Eden mundi hafa
missekilið John Foster Dulles,
þáverandi utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sem hefði oft
sett fram skoðanir sínar af
miklu kappi.
Þekkiritu landiit þitt?
i 3 ☆ yfj^ndiit er af-
Geymið svarið, þar til allar myndirnar hafa verið birtar.
Afii jafn og géður.
Afli Iínubáta var yfirleitt
jafn og góður hjá öllujn línu-
bátum þetta frá 6 til 12 Iestir.
Það er mjög algengt að aflinn
sé 7 til 8 lestir.
Linubátum fjölgar með hverj
um degi og um miðjan þennan
mánuð munu flestir, þeir sem
á línu ætla að fara, hafa byrjað
róðra.
Einstaka bátur hefur reynt
net í Faxaflóa en lítið hefur
fengizt i þau, enda vart við þvi
að búast um þetta leyti árs. j
Gæftir eru með bezta móti.
Ofsakuldi
í Evrópu.
Miklir kuldar eru nú í álf-
unni, mikið frost víða og
víða fannkomur miklar.
Engar samgöngur eru við
dvergríkið San Marino á
Ítalíu, vegna fannfergis. Á
Eystrasalti, Helsingjabotni
og Kyrjálabotni, eru skip
frosin inni og bátar.
Um slys af völdum veðurs
er ekki getið, en samgöngu-
erfiðleikar víða.
Hafmeyjan kostaði
141 þús. krónur.
Hafmeyjan, höggmynd Nínu
Sæmundsson, sem sprengd var
í loft upp á gamlárskvöld, var
rúmlega 140 þúsund króna
virði, að því er nú hefur verið
upplýst.
Á það var gizkað í blaði rétt
eftir áramótin að verðmæti
sttytunnar hafi verið fjórðung-
ur úr milljón hvað krónufjölda
snei’ti. En á bæjarráðsfundi í
fyrradag var lögð fram grein-
argerð frá listaverkanefnd bæj-
arins varðandi kaup og uppsetn-
ingu myndarinnar og þar er
heildarkostnaðurinn talinn kr.
141.027.74.
Hálka veldur árekstrum.
Ovenju mikið um árekstra
í gær og i morgun.
Við frostið í fyrrinótt mynd-
aðist skyndilega hálka á götum
Reykjavíkur, sem margir bif-
reiðastjórar vöruðu sig ekki á.
Göturnar hrímaði og við það
myndaðist ískyggileg hálka,
sem orsakaði óvenju marga á-
rekstra í gær. Alls bókaði lög-
reglan þá 13 árekstra, en þess
má þó geta, að í flestum tilfell-
um urðu skemmdir á faratækj-
um litlar. í morgun fyrir kl. 10
f. h. var búið að bóka 3 árekstra
hjá lögreglunni.
Þá runnu tveir bílar á um-
ferðarskilti af völdum hálku,
annar í gáer, hinn í morgun.
Sumir árekstranna orsökuð-
ust af því, eftir því sem lög-
reglan tjáði Vísi, að ökumenn-
irnir hirtu ekki um að þurrka
hrímið af rúðunum, nema þá
af framrúðu, en síkt er í öllum
tilfellum ótækt, en sérstaka á-
herzlu ber þó að sýna í þessu
efni þegar götur eru hálar. Eru
það vinsamleg tilmæli til öku-
manna, að gæta ekki aðeins var-
úðar við akstur heldur og að
þurka vandlega hrím og móðu
af bílrúðunum svo vel sjáist til
umferðarinnar.
Einn árekstur varð í Hafnar-
firði í morgun, en ekki slys á
fólki í sambandi við hann. Hins-
vegar urðu nokkrar skemmdir
á farartækjunum.
Ný stofnun í stað 0EEC með aðild
Bandaríkjanna og Kanada.
Parísarráðstefnunni lauk í gær.
Efnahagsráðstefnunni í París
er lokið og er búizt við því
fastlega að árangurinn verði, að
á fót komizt ný viðskiptaleg
stofnim, sem Norður-Ameríka,
þ. e. Kanada og Bandaríkin —
og Evrópulönd, verði aðilar að.
Dillon lagði til, að endur-
skipulagning OEEC, eða Efna-
hagsstofnunar Evrópu, yrði fal-
in 3 vísum mönnum. Verði
einn fulltrúinn Bándaríkjamað-
ur, annar fyrir Sammarkaðs-
löndin sex og sá þriðji fyrir
Sjöríkjasamtökin.
-------------------;--------
Stúdentar berjast í
Beirut
Það kostaði ekki minna en
tvö mannslíf og meiðsli margra
er tveir hópar stúdenta tóku til
að berjast með vopnum vegna
ósættis, sem varð ér Akram
Hourani og þrír sýrlenzkir ráð-
herrar urðu að víkja úr sæt-
um sínum í Arabaráðinu á dög-
unum.
Gert er ráð fyrir framhalds-
fundi í april og að gengið verði
til fullnustu frá þessum málum
fyrir vorið. Hugmyndin er að
tengja með samstarfi fyrrnefnd
samtök 6 og 7 landanna og
Norður-Ameríku, en Bandaríkin
og Kanada hafa ekki verið
fullir aðilar OEEC, en verða
það hinsvegar að hinni nýju
stofnun, eins og að ofan getur.
Landshappdrættiö:
Dregið á morgun.
Nú eru siðustu forvöð að
kaupa sér miða í landshapp-
drætti Sjálfstæðisflokksins, þar
sem 20 glæsilegir vinningar eru
í boði, þ. á m. Rambler-Station
bifreið, sem verður við Útvegs-
bankann í dag og þar seldir
miðar, einnig í skrifstofunni í
Sjálfstæðishúsinu. Dregið verð-
ur á morgun. Með því að
hringja í síma 17100 er hægt að
fá miða senda heim.
Fundir hafnir á ný ■
Genf um kjarnorkuvopn
Tilraunasprengingar neðanjaröar í
Louisiana.
Ráðstefna kjarnorkuveldanna
þriggja koma saman á fund að
nýjh í gær í Genf.
Þessi fyrsti fundur hennar
stóð 75 mínútur. — Brezk og
frönsk bjöð i morgun telja frek
ar líklegt, að samkomulag ná-
ist á ráðstefnunni, sökum þess
að samkomulag náðist um fund
æðstu manna, en hann er ekki
ýkja langt fram undan..
íspr engjutilraunir - .
í' jatoámuor. • '•> ý t; -; .•'
' Ekt erfiðaslá víðfángsefniíð
á ráðstefnunni er að ná sam-
komulagi um eftirlit með, að
kjarnorkusprengingar séu ekki.
gerðar neðan jarðar. Banda-
ríkjamenn og Bretar vitna til
tilrauna með neðanjarðarspreng
ingar, sem þeir telja sanna, að
hægt sé að greina kjarnorku-
sprengingar frá landskjálftum,
en Rússar eru gagnstæðrar
skoðunar. — Nú eru brezkir
sérfræðingar komnir til Louisi
ana í Bandaríkjunum,-þar sem
gera á sprengingar í. tilrauna-
skýúi i saítnámúm alldjúpt' í
-. .r ' -w-.vák -
jorðli ruðn.