Vísir - 03.02.1960, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 3. febrúar 1960
V 1 S I R
7
Nauðsyn nýfiskmats.
1 hætti og ábyrgðarlausri fram-
komu.
Á það hcfur oft verið bent,
bæði í þessum þáttum og eins
annarsstaðar, að frumskilyrði
vöruvöndunar í fiskframleiðslu
okkar sé, að hráefnið, sem
vinnslustöðvarnar fá upp í
hendurnar sé í þannig ásig-
komulagi, að úr því sé hægt að
vinna fyrsta flokks vöru. Til
þess að þetta sé hægt er nauð-
synlegt að eftirfarandi atriðum
sé fullnægt:
1. Meðferð fisksins um
borð sé þannig að gæðuni
hans sé ekki stefnt í voða.
2. Fiskibátarnir séu þann-
ig . útbúnir, að fiskurinn
skenunist ekki í þeim.
3. Löndun fisksins sé
þannig framkvæmd, að
fyllstu varkárni sé gætt.
4. Aðbúnaður og tæki
vinnslustöðvanna sé þannig,
að þar sé hægt að vinna
gæðavöru.
Fyrstu þrjú atriðin falla und-
ir verksvið Ferkfiskeftirlits,
það er að segja, ef við íslend-
ingar hefðum slíkt eftirlit.Sann-
leikurinn er nefnilega sá, að
við höfum sýnt þá dæmalausu
bíræfni og einstaka áhugaleysi
fyrir þessum málum, að við
höfum látið þessi mikilsverðu
atriði afskiptalaus með öllu.
Nú mætti kannske réttlæta
slíka afstöðu, ef öllum, sem um
þetta fjalla, væri í blóð borin
meðvitund um, hvernig fara
eigi með matvöru. En það er
nú eitthvað annað hjá mörland-
anum. Hér er næsta óþekkt sú
natni og hugulsemi, sem sumar
þjóðir eiga í svo ríkum mæli,
þegar meðferð matvöru er ann-
arsvegar. Það er eins og hvítt
og svart að sjá t. d. meðferð
fisks í Englandi og Danmörku
miðað við það, sem hér tíðkast.
Hér flökrar engum við að
skella 10 tonnum af fiski upp á
misjafnlega hreinan vörubíl og
aka með þetta eins og hrossa-
tað tugi kílómetra og taka síðan
til vinnslu. í Englandi er öllum
fiski skipað upp í kössum og
fiskurinn ekki hreyfður, fyrr
en hann er flakaður. Sömu sög-
una er að segja um Dani. I
Kanada er meðferð fisksins
kannske betri en í báðum hinum
löndunum og svo mætti lengi
telja.
„O, jæja,“ kunna margir að
segja. „Þetta hefur nú allt sam-
an blessast hjá okkur og það er
nú anzi dýrt að fara að setja
hvern einasta bútung í kassa og
fara með þetta eins og reifa-
börn“. Svona er því miður
hugsunarhátturinn hjá mörgum
áhrifamönnum í fiskvinnslu
okkar. En þenna hugsunarhátt!
verður að uppræta. Við erum að
keppa við aðrar þjóðir um hylli
neytendanna og við skulum
ekki ganga að þvi gruflandi, að
þjóðsagan um það, að íslenzkur
fiskur sé betri en allur annar
fiskur, á enga stoð í veruleik-!
anum, ef við ekki bætum að-1
ferðir okkar og meðferð fisks-|
ins. íslendingum verður að I
vera það Ijóst, að sumsstaðar í
Evrópu fer hrylling um fólk,
er það hugsar til freðfisksins ís-
lenzka eftir reynslu sína af
honum eftir stríð. Og ekki er
við því að búast, að negrarnir í
Afríku fari mörg heljarstökk af.
hrifningu yfir að þurfa að
leggja sér til munns beinin sem
seld eru þangað sem skreið.
í tæpt hálft annað ár hefur
hér setið á rökstólum nefnd sem
skipuð var af sjávarútvegs-
málaráðuneytinu til að athuga,
hvort hér ætti að koma á fót
ferskfiskmati. Þessa nefnd skip-
uðu ágætir fulltrúar útvegs-
manna, vinnslustöðva og opin-
bcrra aðila. Ennþá hefur nefnd
þessi ekki skilað opinberu áliti,
en heyrst hefur að hún hafi lok-
ið störfum sínum. Er óskandi
að niðurstöður hennar og til-
lögur um framtíðarskipan þess-
ara mála komi sem fyrst fram,
því þessi mál krefjast skjótra
úrbóta.
í fyrra störfuðu eftirlitsmenn
á vegum nefndar þessarar og
litu eftir þrifnaði báta og með-
ferð fisksins. í ár hefur enginn
slíkur eftirlitsmaður starfað og
þykir þó sumum undarlegt ef
forsendur slíks eru ekki lengur
fyrir hendi. Hún kemur að
minnsta kosti spanskt fyrir sjón
ir forsíðufréttin í þessu blaði
fyrir svo sem hálfum mánuði.
í þessari frétt var þess nefni-
lega getið, að frystihúsunum
hefði verið bannað að taka til
frystingar afla eins glæsilegasta
fiskibátsins okkar íslendinga,
af því að bátur þessi hefði ekki
uppfyllt kröfur Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna um lestarút-
búnað og annað. Þessi frétt virð-
ist benda til þess, að einhvers
staðar sé pottur brotinn í þess-
um efnum og ekki sé síður þörf
á eftirliti með fiskibátum á
þessari vertíð en í fyrra. Það
stingur ekki síður i augun að
sjá, að það hafi verið einka-
fyrirtæki hér í bæ sem sá sig'
tilneytt til að takast á hendur
verkefni, sem hið opinbera eitt
ætti að sjá um. Þessu verður að
kippa í lag, því við svo búið
má ekki standa.
Ef ferskfiskéftirlit kemst á
hér á landi, þá má búast við, að
starf þess verði erfiðleikum
bundið, að minnsta kosti fyrsta
kastið. Stafar þetta aðailega af
því, að við, einir þjóða, höfum
þann forkostulega sið að kaupa
allan fisk á einu verði og skipta
gæði hans engu máli í verðlagn-
ingunni. Þetta fáránlega fyrir-
komulag verður að leggja nið-
ur, en til þess þurfa að koma til
nýir heildarsamningar sjó-
manna og útvegsmanna. Er ósk-
andi og í rauninni krafa allra
þeirra, er vilja vinna íslenzkum
sjávarútvegi gagn, að þessu
fyrirkomulagi verði breytt, því
annars er sáralítið hægt að' gera
til úrbóta. Meðan sjómenn fá
ekki umbun verka sinna er eng-
in von til þess að þeir fari að
leggja neitt harðar að sér til
þess eins að koma með betri.
fisk að landi og fá fyrir hann.
sama verð og skussarnir og'
slóðarnir.
Frímerkjaþjófnaðurinss upplýstur.
Einar Pálsson skrifstofustjóri tók
merkin, en þrír menn aðrir eru
bendlaðir við málið.
framburði sínum og sagðist hafa
Nei, útflutningur íslenzks fisks
byggist ekki lengur á því, að
fólk sé hungrað. Miklu fremur
er fólk í dag vandfýsið og það
mun ekki líða á löngu, þar til
við höfum komið okkur alls-
staðar út úr húsi, ef við bætum
ekki meðferð okkar á fiskinum
og alla verkun hans.
Eitt af því, sem mjög getur
hjálpað okkur til að yfirvinna
þessa erfiðleikar, er að hér verði
I komið upp öflugu mati á fersk-
um fiski. Mati, sem hafi vald
, og þori að beita þvi. Allt annað
i verður kák og vitleysa. Við
I þurfum að fá hér ákveðnar
reglur um það, hvaða fiski megi
; landa til vinnslu og hér þarf að
komast á fót öflug stofnun er
sjái um, að þessum reglum sé
framfylgt. Þessi stofnun þarf
að hafa völd til að dæma fisk
hispurslaust í fiskimjölsverk-
smiðju, ef eitthvað er að útbún-
aði báta eða fiskvinnslustöðva,
og það þarf að leggja við því
þung viðurlög, ef menn gera sér
leik að því að koma inn með ó-
hæft hráefni. Fiskurinn í sjón-
um umhverfis ísland er dýrmæt-
asta eign þjóðarinnar og það
má engum líðast að eyðileggja
þessa eign okkar með trassa-
Rannsókn í frímerkjamálinu
svokallaða liefur staðið yfir
undanfarið hjá Sakadómaraem-
bættinu í Reykjavík og hefur
Þórður Björnsson fulltrúi haft
rannsóknina með höndum.
í gær skýrði Þórður frá nið-
urstöðu rannsóknarinnar og er
hún í höfuðatriðum sem hér
segir:
Kært hafði verið yfir því að í
umferð myndu vera frímerki af
tveim gerðum frá því um eða
fyrir s.l. aldamót, frímerki sem
ekki þótti líklegt að ættu að
vera í umferð sem nokkru
næmi. Lék grunur á að þarna
myndi ekki allt vera með felldu
og við rannsókn kom í ljós að
í birgðir póst- og símamála-
stjórnar vantaði 2 arkir af þess-
um merkjum, sína örkina af
hvorri.
Sannað varð að merkin voru
seld hjá Knud Alfred Hansen
og játaði hann að hafa keyptþau
af Einari Pálssyni skrifstofu-
stjóra landsímans, Einar kvaðst
hafa verið milligöngumaður um
sölu merkjanna fyrir Guðbjart
Eiríksson stöðvarstjóra, en Guð-
bjartur sagði hins vegar að
hann hafi fengið merkin hjá
Sigurði Baldvinssyni póstmeist-
ara fyrir 15 árum.
Þegar það lá hinsvegar fyrir
að Sigurður Baldvinsson hafði
aldrei haft aðgang að þessum
frímerkjum, breytti Guðbjartur
skrökvað þessu fyrir tilmæli
Einars Páissonar. Viðurkenndi
Einar þá að hann hafi feng-
ið Pétur Eggerz Pétursson
póstmálafulltrúa til að opna
fyrir sig hirzlu þá sem merkin
voru geymd og þaðan tók hann
arkirnar og jafnvel eitthvað
fleira af einstökum frímerkjum
í einkasafn sitt. Gerðu þeir
Einar og Pétur sér tvær ferðir í
frímerkjahirzluna og stakk Ein-
ar 10 þús. krónur í vasa Péturs
fyrir ómakið. Einar seldi síðan
I merkin Knud A. Hansen fyrir
! um 80 þúsund krónur að því er
Einar telur, en Hansen ber
hinsvegar að andvirði þeirra
hafi verið 106.150 krónur. Auk
þess hafi Einar fengið skipti-
merki, sem nam að verðmætum
nokkur þúsund krónum.
Nokkur hinna umræddu frí-
merkja seldi Hansen til Sví-
þjóðar, önnur seldi hann hér,
fyrir allt að 4 þús. kr. pr. stykki.
Sekt og ökuleyfissviftlng
vegna dauðaslyss.
Ökumaður hlaut 4000 kr. sekt
— má ekki aka 118 rnánuði.
Nýlega gekk dómur í máli
ungs bifreiðarstjóra í sakadómi
Reykjavíkur, en piltur þessi
hafði orðið valdur að banaslysi
Atvik málsins voru þau, að
klukkan 3 eftir miðnætti að-
faranótt 16. ágúst s.l. var bif-
reið ekið norður Laugarnesveg,
og var unglingspiltur við stýr-
ið. Þessa nótt var skyggni mjög
slæmt, dimmt af nóttu og auk
þess rigning.
Þegar bifreiðin var komin
norðarlega á götuna, norður
undir hús nr. 73, var götuljós-
kerið bilað, þannig að ekki log-
aði á því, og bætti það ekki úr
skák. En einmitt á þessum stað
kom fótgangandi maður eftir
akbrautinni á móti bifreiðinni,
og þar eð bifreiðarstjórinn sá
hann ekki fyrr en um seinan,
lenti maðurinn fyrir bifreið-
inni og lézt af þeim slysförum
nokkrum dögum síðar.
Nú hefur verið kveðinn upp
dómur í máli þessu í Sakadómi
Reykjavíkur. Leit dómarinn
svo á, að bifreiðarstóórinn hafi
ekið of hratt, miðað við aðstæð-
ur og ekki sýnt nægilega var-
úð. Var hann dæmdur í 4 þús-
und króna sekt og sviftur öku-
réttindum í 18 mánuði.
Landsmálalélagið V örðnr
heldtir fund í Sjálfsiæðishúsmu miðvikudaginn
3. febrúar kl. 8.30 e.h.
Umræðuefni: Viðreisnarstefna ríkisstjórnarínnar.
Frummælandi: Ólafur Thors, forsætisráðherra.
Allt sjálfstæðisfólk er velkomið meoan húsrúm leyfir.
VÖRÐUR