Vísir


Vísir - 03.02.1960, Qupperneq 9

Vísir - 03.02.1960, Qupperneq 9
Miðvikudaginn 3. febrúar.1960 VÍSIR 3 Á refáveíðum — Framh. af 3. síðu. þar norðan við túnið hafa þó oft legið spor. En Skálavíkin milli bæjanna er einnig líkleg. Við hröðum ferðinni seip sem mest því sá tími styttist óðum, sem tófur sækir mest svefn. Jú, við Skálavík komum við á slóð gengna mjög seint um morguninn, og eftir öllum merkjum að dæma hefur dýrið ekki ætlað langt. Að því leyti má ætla að aðstaðan sé ákjós- anleg. En við viljum gjarnan vita fleira sem fyrst, svo sem hvort dýrið er hvítt eða mó- rautt, hvort það er refur eða læða o. s. frv. En nú verður okkur skyssa á. í 70 til 100 m. fjarlægð sprett- ur tófan upp undan steinum, eða svo nærri, að líklega hefð- um við séð, ef við aðgættum vel að þarna endaði sióðin, en hefðum ekki látið okkur svo brátt að vita annað. Og tófan er í augsýn. Úr þessu varð þó ekki bætt á annan hátt en þann, að gæta . sin betur næst og nú var tófan að hverfa upp af næstu hæð. Þangað urðum við þó að kom- ast áður en hún hyrfi þaðan úr sjónmáli. Á því gat lánið oltið í þetta sinn. Við tökum sprettinn, félagi minn, sem er yngri og frárri, fer óðara fram úr og er kom- .inn á hæðina nokkru á undan mér. Jú, og þarna eygir hann tófurja se.m dökkan depil lengst efra, þar sem hún er að koma sér fyrir á ný á melrana milli steina. Eftir samkomulagi 'verð- ur hann þarna eftir en ég tek stóran sveig norður og upp og er ætlunin að komast á þann hátt upp fyrir tófuna og sjá þá, hvað helzt muni til ráða. En sveigurinn er, af öryggisástæð- um, stór og færðin versnar óð- um þegar ofar kemur, svo þó ég gangi mig bæði sveittan og móðan, tekur ferðin langan tíma eða það finnst mér í öllu falli. Fyrst eyru svo hnakki. Að lokum vinnst það þó, eins og annað, og ég er í rananum nokkru ofar en tófan var, þeg- ar við félagar skildum. En af- staðan hefur breyzt, þegar þarna er komið, og ég er ekki öruggur um, milli hvaða steina hún liggur, og kem ekki auga á hana. Þarna hlýtur hún þó einhvers staðar að vera. Hefði hún fært sig að ráði, myndi slóðin sjást. Allt í einu koma upn evru, þá hnakki, þarna um 40 föðm- um neðar í melnum. Eg hnipra mig niður, en er ekki í bráðri hættu, því það er aðeins verið að aðgæta hvað honum líði þarna niðurfrá og það er allt í lagi með hann, svo það er ó- hætt að leggiast aftur. Þá er mitt að taka ákvörðun. Á ég að fela mig bak við stein, en gefa Grími merki um að fæla tófuna uop í trausti þess að hún hlaupi fram hiá í færi? Það væri máske það líklegasta, eða á ég að freista að læðast að henni, þar sem hún er? Blundörinn um 40 sek. Nú leggur hún sig aftur. máske réttast við vita, hvað næsti blundur verður langur. Engin er samt klukkan, enda vissasteins ög á stendur að hafa augun annars staðar, en að glápa á klukkuna. Eg tel 1,2, 3 o. s. frv. þarna koma eyrun upp aftur — blundurinn 40 sek. eða þar um bil, nægur timi til að stytta færið um helming verði næsti dúr áborða. Og aftur hallar tófan sér. Eg skríð áfram tiu faðma, þá aðra tíu, alltaf viðbúinn að liggja sem dauður, ef eyrun koma upp. Nú þori ég ekki nær — ég rís upp til háls, með byssuna í sigtum, það má litlu seinna vera, því nú koma eyrun upp fyrir steinröndina, þá hnakk- inn Og skotið ríður af. Jæja, þá var það fengið — mórauð, fremur ung læða, mundi hafa haft ágætan belg í janúar, en var mikið farin að láta sig nú. Þá er hér ekki meira að gera. Eg tek hræið og held hiklaust til félaga míns, hann hefur rækt sitt hlutverk með prýði, sem sé, að halda tóf- unni allan tímann i þeirri trú, að hún gæti verið róleg, meðan hann var þarna. Önnur tófa á ferð! Óþarft er að snúa heim til Naustavíkur strax, þó líða sé tekið á daginn, kvöldið þar verður nógu langt fyrir því. Nei, við höldum áætlun þeirri, sem við gerðum, þegar við fór- um úr Naustavik, þó töf hafi orðið á athugun um Rauðuvík- ina líka. En við komumst aldrei þang- að. Við höfðum aðeins skammt farið þegar Grímur sér eitthvað á hreyfingu lengst norður á sjávarbökkunum, ofan við Rauðuvikina. Eg skerpi sjónina, jú, þarna er dökkur depill, lög- un sést ekki en hreyfingarnar segja til sín: Móðrauð- tófa á ferð! Við hörfum til baka nokk- ur skref ofan í lækjargrafning-l inn, sem við höfum rétt farið| yfir. Þaðan athugum við málið.3 Tófan er á suður leið, kemui’j beint á móti okkur, en stefnirj aðeins tvö til þrjú hundruð m. neðar. Hvað mundi nú helzt til ráða, skríða niður lækinn og verða þannig á vegi hennar? Við hugieiðum það ekki frekar, því það má engan tíma missa. Máske hefðu úrvals refaskytt- ur eins og Guðmundur Einars- son eða Theodór á Bjarmalandi, reynt að gagga, en við erum ekki útfarnir í listinni og hætt- urh ékki' á'það. Við leggjúm á stað niður lækinn, fyrst keng- bognir, síðan á hnjánum, þvi þegar tófan kemur nær, má ekki einu sinni ydda á hnakk- ann á okkur. En farvegurinn er Færið er of langt. grunnur. — Þetta er óþægilegt ferðalag, en það tekur fljótt enda. Allt í einu vippar refur- inn sér yfir iækinn neðan við okkur. Þá er aðeins um eitt að gera — skjóta, upp á von og ó- von því færið er langt fram yf- ir það, að vera hæfilegt fyrir litlar haglabyssur. En það ó- trúlega skeður: Rebbi tekur tvö stökk út á hliðina liggur svo dauður. Þannig er það fjórum og hálf- um degi betur eytt, án þess að hleypa úr byssu, en nú tvær tófur á röskum hálftíma. Ham- ingjuhjólið snýst á víxl fyrir veiðimennina eins og aðra og þessa stund snýst það víst rétt fyrir okkur. Verst að dagur er að kvöldi kominn, og tíminn og nóttin farin sína leið samkvæmt áætlun, hvað sem tveimur ferðalöngum út á annnesi liður. Við snúum til bæjar. Á heim- leiðinni förum við enn yfir refaslóðir, sumar eru eftir dýr, sem nú hafa verið tekin úr um- ferð, en ekki allar. Við merkj- um við slóðirnar, ef við yrðum þarna á ferð næsta morgun, þó þess gjörist raunar ekki þörf. Þær verða auðkennanlegar frá öðrum nýrri. Ber á öðrum fæti. Við erum rétt að ganga upp tröppurnar í Naustavík og það er fgrið að dimma, þegar kveð- ur við glymjandi gagg suður og uppi í hæðunum. Við nemum staðar og hlustum. Það þýðir ekki að ganga á hljóðið eins og á stendur. En það er annar möguleiki — að dýrið sé á leið í fjöruna. Við hlustum og bíð- um en heyrum ekkert og sjá- um ekkert. Það dimmir, og það setur að okkur, því það er kom- ið frost og fjallakul, en við blautir upp á lær, úr snjónum og læknum. Við göngum inn. En fjaran er ekki alveg úr þank anum. Eg fer að glugganum, sem að fjörunni veit, en Grim- ur hefur sokkaskipti, hann er fljótur að því og leysir mig af. Eg afklæðist, en finnst nú að Grímur hafi séð eitthvað og sný’ mér að glugganum. Jú, hvítur depill í svörtu fjöruborð- inu, sem var ekki þarna áðan — tæpast um nema eitt að ræða. Eg er í sokknum á öðrum fætinum en ber á hinum. Eg fer í stígvél, sem Slysavarnafélag- ið á þarna, á bera fótinn óg snar ast út um bakdyr og er innan stundar kominn niður að fjör- unni norðan við bæinn. Á leið- inni kem ég skotir.u í byssuna. Bitinn kom sjáliur. Nú gægist ég yfir hæðina, sem hefur skýlt mér á leiðinni. Jú, hvíti depillinn er þarna suður í fjörunni ennþá, á hægri hreyfingu. En þá þekki ég fé- laga minn illa, verði það lengi. Eg beini byssunni til reynslu fram að sjónum. Ómögulegt að sjá sigtin, en það glampar eftir hlaupinu af bjarma frá sjónum. Og nú tekur depilinn suður í fjörunni snöggan kipp og svo er rokan norður flæðarmálið. Þarna hefur Grimur sent mér bitann — mitt er að taka manna lega á móti. Þegar tófur fara fram hjá á mikilli ferð, reynist mér bezt að skjóta skáhalt á þær, komnar aðeins framhjá og það ætla ég að gera nú. Það þarf ekki lengi að bíða, því greitt er farið. Eg læt byssuna fylgja henni eftir andartak, svo hleypi ég af. BÍossinn af púðr- inu og logandi forhlaði blindar mig í bili, en þegar það líður frá liggur tófan dauð nokkrum metrum framar, en þegar ég skaut. Hafði hún fleygt kerling- ar af kastinu. Hreinasta tilvilj-1 Heildarmagn mjólkur, sem mjólkurbúunum barst á árinu 1959 reyndist vera 68.911.262 kg., sem er 0.62 prósent aukn- ing frá árinu áður, segir í skýrslu Kára Guðmundssonar og mjólkureftirlitsmaður hefir sent Vísi. Þar segir ennfremur, að fjögu ný mjólkurbú hafi tekið til starfa á árinu. Þau eru á Hvammstanga, Ólafsfirði, Eg- ilsstöðum og Neskaupstað. Af ársframleiðslunni hjá bú- unum samanlagt fóru 96.65 pró- sent í 1. flokk og 2. flokk, í 3. flokk fóru 3.15 prósent og í 4. flokk fóru 0.20 prósent. Mjólkurmagnið skiptist þann- ig á hin 14 mjólkurbú landsins: Mjólkurstöðin í Reykjavík. Framleiðslan minnkaði um 4, 71 %,. Innvegin mjólk reynd- ist vera 6.845.979 kg. sem er 338.185 kg. minna magn en á árinu 1958, eða 4,71% minnk- un. í I. og II. flokk fóru 6.672.265 kg. eða 97.46%. í III. flokk fóru 165.435 kg. eða 2,42%. í IV. flokk fóru 0,12%. Mjólkurstöð Kaupfélags Suður- Borgfirðinga Akranesi. Framleiðslan jókst um 0,81 %. Innvegin mjólk reyndist vera 1.812.700 kg. sem er 14.544 kg. meira magn en á árinu 1958, eða 0,81% aukning. í I. og II. ílokk fóru 1.744.281 kg. eða 96,23%. í III. flokk fóru 3,60%. í IV. flokk fóru 0.17%. Mjólkursamlag Borgfirðinga Borgarnesi. Framleiðslan minnkaði um un, að svo vel hafði heppnazt, þyí ég sá engin sigti. og visgi raunar ekkert hvort ég núðáði rétt eða ekki. Ileima bíða konan í og börnin. Þá er að hafa sig heim aftur og ljúka við sokkaskiptin og skila stígvélinu, sem ég tók trausta taki. Nú þarf ekki að flýta sér að neinu, eins og fvrr um daginn. Kvöldið verður nægilega langt. Við hitum okk- ur kaffi og borðum og svo kaffi aftur. En það er ekki hægt að borða eða drekka kaffi, þó gott sé, heila kvöldvöku. Og tíminn. gengur hægt. Þá er að flá belg- ina af tófunum heldur en ekk- ert. Sýslan eða ríkið lætur okk- ur þó alltaf hafa nokkrar krón- ur fyrir skottin, hvað sem öðru líður. Nú, þegar það er svo búið, þá; er ekki annað en taka sér gamla nafna til fyrirmyndar og ganga snemma til hvílu. Og þarna er ferðinni sem. veiðiför í raununni lokið, því næsta morgun, er harðafrost og engin spor sýnileg. En að ganga. á refaveiðar þannig, vísbend- ingalaust, er of tilviljanakennt til þess að leggja út í það £ þetta sinn, og heima bíða kon- an og börnin og. annirnar, sem verða því fleiri og meiri, sem. lengur er frá verið. Og við höldum heim. Njáll Friðbjarnarson. 5,76%, Innvegin mjólk reynd- ist vera 6.707.469 kg. er 410.315 kg. minna magn en á árinu 1958, eða 5,76%! minnk- un. í I. og II. flokk fóru 6.515.443 kg. eða 97,140. í III. flokk fóru 2,63%. í IV. flokk fóru 0,23%. Mjólkurstöð Kaupfélags Ísfirð- inga ísafirði. Framleiðslan minnkaði ura 3,31%. Innvegin mjólk reyndist vera 971.992 kg. sem er 33.246 kg. minna magn en á árinu 1958, eða 3,31% mirnk- un. í I. og II. flokk íóru 895.437 kg. eða 92,12%. í III. flokk fóru 60.328 kg. eða. 6,21%. í IV. flokk fóru 16.227’ kg. eða 1,67%. Mjólkursanilag Vestur- Ilún- vetninga Hvanunstanga. Nýtt mjólkursamlag. Tók til starfa 6. júlí 1959. Innvégiu mjólk reyndist vera 506.363 kg. í I. og II. flokk íóru 451.525 kg. eða 89,17% í III- flokk fóru 43.316 kg. eða 8,55%. í IV. flokk fóru 522. kg. eða 2,28%. Mjólkursamlag Húnvetniaga Blönduósi. Framleiðslan jókst um 2,93%' - Innvegin mjólk reyndist v.'ra 2.725.892 kg. sem er78.776 kg. meira magn en á árinu 1058,. eða 2,98% aukning. í I. og II. flokk fóru 2.620.075 kg. , eða 96,12%,. í III. flokk fóru 97.727 kg. eða 3,59%. í IV. flokk fóru 8.090 kg. eða 0,30%. Frh. af 11. síðu: j Ásgeir Erlendsson, vitavörður á Hvallátrum, með feldina af 16 refum, sem hann skaut á s.I. vetri. Mjólkurmagnið jókst um 0,62% árið 1959; Fjögur ný mjólkurbú tóku til stark.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.