Vísir - 03.02.1960, Blaðsíða 10

Vísir - 03.02.1960, Blaðsíða 10
10 Ví SIR Miðvikudaginn 3. febrúar 196Œ Þegar Sherlie var orðin ein gróf hún andlitið ofan í koddann — hún gat ekki gert sér fyllilega ljóst hvað gerst hafði siðustu tíu mínúturnar — en allt — allt var orðið breytt Paul var ekki framar maður sem henni féll vel eða illa við, en maður sem hún varð að hata eða elska. Og úr því að ástin kom ekki til greina þarna — var aðeins um hatur að ræða. Já, hann var andstyggi- legur, skipandi og tilfinningalaus. Hún hugsaði til hve óþolandi það hefði verið að hafa hann svona nærri sér — óþolandi, ef ekki.... ef ekki hvað? Sherlie vissi það ekki, það eina sem hún vissi var aö hún var vansæl, vansæl á annan hátt en áður — föðurmissirinn hafði verið þungt áfall, en hún hafði ekki verið óhamingjusöm þá á sama hátt ng nú. Hún stóð upp af rúminu og lá við að hana langaði að fara að synda aftur, en þá minntist hún þess að laugardagur var í dag, og að hún átti að hitta Ruddy kiukkan hálftvö — guði sé lof að hún átti þó Rudy að. Eftir þetta hugsaði Sherlie eingöngu um starf sitt, hún var hátt og lágt og hafði gát á að öllu líni og lérefti væri haldið við og endurnýjað. Henni líkaði ekki hve mikið af mat var látið fara til spillis í eldhúsinu, en Dolores sagði að gert væri ráð fyrir þessu í rekstraráætluninni og að það væri heppilegt að svo margir af starfsfólkinu vildu fá kaup sitt í matvælum. En Sherlie hugs- aði til fátæklinganna í öörum löndurn sem sveltu — Bali-fólkið hafði allsnægtir, fisk, rísgrjón og grænmeti og ávexti. SmámSaman komst hún í nánari kynni við gestina og lærði að gistihúslífið hefur bæði bjartar og dökkar hliðar. Annarsvegar var þjónustuflókið, sem bæði gat verið óánægt og durtslegt, hinsvegar gestirnir sem heimtuðu það sem þeir höfðu borgað fyrir. í skrifstofunni hafði hún fulla skúffu af myndapésum, sem fræddu fólk á því að Santa Lucia hefði að bjóða hin mestu þæg- indi og íburð — fyrsta flokks gistihús í undurfögru umhverfi. Sherlie fannst hún aldrei vera eins og heima hjá sér í Santa Lucia — hún kynntist að vísu ýmsum gestunum, en tilvera þeirra heima í New York, Amsterdam eða London var svo undarlega fjarlæg og ólík því, sem henni fannst eðlilegt vera. Og þetta fólk hvarf svo á burt með lúxusskipunum og hún gleymdi því. — Nema Margot og Edward Tennant. Sherlie kynntist Margot í innanhússímanum. „Halló —“ sagði viðfeldin rödd, „er það ung- frú Wingate? Mér er sagt að þér sjáiö um bréfsefnin. Við liöfum ekkert nema umslög hérna á núrner 79.“ „Afsakið þér — vikadrengurinn hlýtur að hafa gleymt þessu. Eg skal senda yður bréfsefni undir eins, frú Tennant.“ Það var furðuhreimur í röddinni er hún sagði: „Hvernig getið þér vitað hvað eg heiti? Það er ekki nema háiftími síðan viö Jíomum.“ „Fólk í minni stöðu verður að muna nöfn — nú skal pappír- inn korna undir eins.“ - • . „Hafið þér tíma til að komá með hann sjál'f?" " „Ef þér óskið þess....“ „Já — þakka yður fyfir. Sheirlie var á báðum áttum er hún gekk langa ganginn inn að nr. 79, en þar var ein dýrasta íbúðin í gistihúsinu. Hún drap á dyr og var sagt að koma inn. Margot Tennant rétti úr sér, hún hafði verið að bogra yfir ferðatösku. Hún var i sæbláum kjól með hvítum dröfnum og ljóst hárið var greitt aftur og bundið saman með slaufu í hnakka- grófinni. Hún var há og líkust norðurlandabúa útlits. Hún brosti vingjarnlega til Sherlie. „Svo að þér eruð ungfrú Wingate, ég heyrði á röddinni að þér voruð ung, og það er svo óvenjulegt að heyra hreina ensku hérna á Bali, að ég mátti til að fá að sjá yður.“ „Eg vona að þér hafið ekki orðið fyrir vonbrigðum — á eg að senda stúlku til að hjálpa yður til að taka upp úr töskunum? „Nei þökk fyrir, það get eg sjálf — eg hef fengist við það i níu ár svo að eg ætti að hafa æfinguna." Sherlie var í vafa um hvers búist yrði við af sér frekar, svo hún ætlaði að draga sig í hlé eftir að hún hafði skilað pappirnum, en í sömu andránni kom maður innan úr sveínherberginu til hliðar — hann var í meðallagi hár og miðaldra. „Tókum við kíkirinn með okkur, Margot? Syldi maður geta séð snekkjuna okkar héðan?’' — hann leit til Sherlie og brosti út undir eyru — „Góðan daginn — eruð þér heimamaöur hérna?“ „Eg er ritari hérna í gistihúsinu/ „Og vafalaust bráðdugleg — þér lítið þannig út!“ „Ertu nú ánægður, góðurinn minn? Kikirinn liggur þarna á borðinu." „Ef þið þurfið á einhverju að halda....“ sagði Sherlie. Nú brosti Margot aftur. „Við verðum að tala saman einhvern daginn. Þér verðið að hjálpa okkur til að skoða Panleng — eg hef aldrei komið hingað áður.“ Sherlie svaraði einhverju mulrandi og fór út. Hún hafði að vísu haft af alúðlegum gestum að segja áður, sérstaklega karl- mönnum, en aldrei neinum sem líktist Hargot Tennant. Ofur- litill beiskjukeimur var i rödd hennar, sem benti til þess að hún hefði haft af mótlæti að segja, sem hún vildi leyna. Sherlie hafði lært að þekkja slíkt þegar hún bjó hjá mágkonu sinni. Án þess að geta fært rök að því fann hún að Tennant var þrekminni en konan hans, hann elskaði hana og sætti sig við að hún hefði hann í vasanum. Það var leiðinlegt, fannst henni, því ð annars áttu þau vel saman, bæði hraustleg, hún 42 ára og hann fáeinum árum eldri. Og þau voru rík.... Sherlie yppti öxlum og settist við skrifborðið sitt — því í dauð- anum var hún að hugsa um þessi Tennanthjón — hún haföi annað þarfara að gera. Um kvöldið sá hún kvikmynd með Rudy. Þau gengu út með sjó eftir sýninguna. Rudy hallaöi sér upp að pálmastofni en Sherlie stóð og starði út á sjóinn. „Skiptir það miklu máli fyrir þig — ef þú færð ekki þessi bréf frá Melissu?“ „Það skiptir minna núna, sagði hann hugsandi. „Eg lít öðrum augum á það en áður, en eg vildi óska að þau væri glótuð, þvi þá væri kafli úr æfi minni úr sögunni. Heyrðu Sherlie, hefur þú nokkurn ýmigust á mér fyrir það að ég var hrifinn af Melissu?“ „Nei — vitanlega ekki.“ „Mér þykir vænt um það. Mér finnst þetta allt svo heimskulegt núna eftir á, þegar eg hugsa til þess. Mér er léttir að þvi að þú skulir þekkja hana svona vel — þá þarf eg ekki að lýsa henni íyrir þér.“ R. Burroughs TAKZA^l :m\7 Hersingin stanzaði hjá djúpu grýttu lóni, og föng- unum var skipað að fara af baki.------Leiðtoginn glotti: „Lítið niður og sjáið hvað ykkar bíður, eftir að búið er að fita ykkur.“ — — Tarzan og Garth gægðust niður i lónið og þeim rann kalt vatn milli skinns og hörunds! ^ 4, KVÖLDVÖKUMNi ^ tf =íi s11 !a : :.t f 1 Bruce litli kom seint á sunnu-- degi heim úr veiðitúr. Hann hitti prest sinn. Nú reið á að vera fljótur að hugsa. „Lítið á prestur minn,“ sagði hann. ,,Þetta fengu þessir fiskar fyrir það að elta orma á sunnudegi!" ★ Það er eins gott að gæta þess vel hvar maður fæðist, að minnsta kosti ef maður á á hættu að falla í hendurnar á skrifstofu veldi Ameríku. 22ja ára gamall Breti, sonur hátt* setts flotaforingja, bað nýlegá um innflutningsleyfi itl Banda* ríkjanna, hann ætlaði að nema þar eitthvað, en fékk þetta svar: „Þar sem þér eruð fæddur í Shanghai höfum við flutt yður á biðlista fyrir Kínverja." ★ Mountbatten lávarður er fjölhæfur maður, og' hann er t. d. frá því að hann var vísi- kóngur á Indlandi, þaulæfður í því að veiða Ijón og tígrisdýr. „Hvei’nig þurfa menn að vera gerðir til þess að vera duglegir við stór-dýravei'ðar?“ spurði kona hann einu sinni, sem sat við hlið hans við borð. „Það er nú helzt þrennt, sem. menn þurfa að hafa,“ sagði hann. „Skýra og örugga sjón, rólega hönd — og svo styrka rödd, svo að til manns hsyrist. úr trénu, sem maður kiifi'ar upp í.“ Handknattleikui-. Yfirburðasigur F.H. yfir Vaf. Á handknattleiksmótinu gerð. ist það helzt til tíðinda:um helg• ina, að F. H. vann yfirburða- sigur yfir Val í meistaraflokki karla. Mátti heita, að um algerait einstefnuakstur að marki Vals væri að ræða, því að Hafn- firðingarnir skoruðu .33 mörk, en hlutu sjálfir aðeins 9. Á laugardaginn voru háðir þrír leikir í meistaraflokki kvenna, og fór.u þeir sem hér segir: K.R. vann F.H. 17:2, Val- ur vann Fram 14:8 og Þróttur vann Víking 9:5. Í 3. flokki karla vann Valur Fram 6:3. . í gær sigruðu Haukar K.R.. með 12 mörkum gegn 5 í 3. íl. ; karla, en í meistaraxlokki. kepptu auk F.H. og Vals, sem i að ofan getur, einnig Armann og Afturelding, og eru nokkrar líkur til að það hafi. verið bar- áttuleikurinn um fallsætið. Aft- urelding sigraði eftir mjög jafn- an og tvísýnan leik með 29 mörkum gegn 27. Frarnan af' leiknum voru allar horfur á að Ármenningra myndii- sig'ra, en. undir lokin sóttu Aftureldingar- menn sig mjög og tókst að ná ýfirliöndinni. Mikhail Malinin, sovfzki hershöfðinginn, sem fálið var hið göfuga starf að bæla niður uppreistina i Ung- vcrjalandi, er Iátinn eftir Iangvarandi veikindi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.