Vísir - 13.02.1960, Page 4
I
Laugardaginn 13. febrúar 1960
vtS II;.,
wsxr.
D A G B L A Ð
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Tltór kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Ritatjóníarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: 11660 (firnm línur).
Vísir kostar.kr. 30,00 í áskrift á mánuði.
Kr. 2,00 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Hagsýsia —
Sjálfstæðismenn hafa fyrr og
síðar haldið því fram, að
hagsýni skorti hér mjög í
! opinberum rekstri. Oft hefur
verið á það bent í blöðum
flokksins, að endurskoðun á
: starfskerfi ríkisins sjálfs og
stofnana þess væri nauðsyn-
leg, til þess að draga úr ým-
.' is konar óþarfri eyðslu á al-
mannafé.
í>að hefur því eflaust glatt
marga hlustendur útvarps-
ins á mánudagskvöldið var,
þegar fjármálaráðherrann
skýi’ði frá fyrirhuguðum ráð-
stöfunum ríkisstjórnarinnar
til stóraukins sparnaðar í
opinberum rekstri.
Fyrir forgöngu Gunnars Thor-
oddsen var komið á stofn hjá
^ Reykjavíkurbæ, fyrir 2 ár-
| um, starfsemi þeirri, sem
nefnd er hagsýsla. Þar vinna
saman færustu kunnáttu-
menn úr hópi hagfræðinga,
! reksturí'ræðinga, yerkfræð-
jnga og annarra, sem hafa
valið sér hagsýslu að sér-
grein. Og samstarf þessara
manna miðar að því, að finna
leiðir og ráð til þess að ná
raunhæfum árangri um
sparnað á opinberu fé, með
bættu skipulagi og hag-
kvæmari starfsháttum. Þessi
tilraun hefur þegar gefið
góða raun í Reykjavík, og
hagsýni.
má því hiklaust vænta hins
sama af hagsýsiustarfsemi,
sem tekin yrði upp á vegum
ríkissjóðs.
Fjármálaráðherra hefur kynnt
sér þessa starfsemi hjá ná-
grannaþjóðum okkar og afl-
að sér gagna um hana víða
að. Og með hliðsjón af þeirri
reynslu sem fengin er, þykir
ríkisstjórninni rétt að koma
hér á skipulagðri hagsýslu í
þágu ríkisrekstursins. Er sá
undirbúningur þegar hafinn
á vegum fjármálaráðuneytis-
ins.
Reynslan hefur sýnt það, hér á
íslandi a. m. k., að svokall-
aðar sparnaðarnefndir, sem
skipaðar eru af ríkisstjórn-
um, koma ekki að miklu
gagni í þessu efni. Þær geta
að vísu lagt ýmislegt gott til,
ef í þær veljast glöggir
menn, en um heildaryfirsýn
getur vart orðið að ræða hjá
slíkri nefnd. Slík yfirsýn
fæst ekki nema með miklu
og vel skipulögðu samstarfi
manna, sem sérfróðir eru í
öllum þeim greinum, er að
hagsýslu lúta. Þeirrar þekk-
ingar er ekki að vænta hjá
nefnd, sem oft og tíðum hef-
ir eingöngu verið valin með
hliðsjón af því hvaða flokks'-
menn þóttu maklegastir bitl-
inga.
Frantsákn og nefndafarganíð.
Nefndafarganið er að mestu
leyti verk Framsóknarflokks-
ins. Það hefir löngum þótt
,,góð pólitík" í þeim herbúð-
um, að endurgjalda góða
þjónustu við Framsóknar-
flokkinn með bitlingum á
kostnað ríkisins. Hefir þá
f reynzt auðvelt að búa til
einhverja nefnd, sem að
1 nafninu til skyidi vinna
t fyrir ríkið, en í framkvæmd
fyrir Framsóknarflokkinn.
Með þe$sum hætti hefur orðið
til fjöldi óþarfra nefnda, sem
samanlagt kosta ríkið mikið
fé bæði beint og óbeint, því
hin pólitíska þjónusta sumra
nefndarmanna við flokk
sinn, getur stundum kostað
rikið margfalt meira en
launin fyrir hið svokaliaða
starf þeirra i nefndinni.
Venjulega verða Framsóknar-
menn æfir, þegar á þetta er
minnzt. Þeir mega ekki til
þess hugsa að sú spilling,
sem þróast hefir í skjóli
; þessa fyrirkomulags, verði
upprætt. Þeir vita sem er, að
með þessum hætti hafa þeir
tryggt sér margan trúan
starfsmann víða um land,
enda mun aldrei hafa staðið
á, að skipa nýjar nefndir og
ný embætti, ef með því hef-
ir verið hægt að styrkja að-
stöðu Framsóknarflokksins á
einhverjum stað.
Enginn vafi er á þvi, að leggja
má niður ýmsar óþarfar
nefndir, sem stofnaðar hafa
verið í pólitískum tilgangi,
svo og ýmiskonar embætti
og bitlinga aðra, sem hafa
orðið til með sama hætti, eða
vegna óhentugs starfskerfis
og staríshátta.
Með skipulagðri hagsýslu
standa vonir til að útrýma
megi mörgum af þeim mein-
semdum, sem nú há opin-
berum rekstri hér á landi;
og undir forustu núverandi
fjármálaráðherra má vænta
mikilla og varanlegra end-
urbóta á þessu sviði.
KIRKJA OG TRUMAL:
Verkamenn.
A morgun verður rætt um
verkamenn í kirkjunum. Þar
verður sagt frá manni, sem réði
til sín hóp manna til erfiðis-
vinnu. Þeir gengu að erfiðis-
vinnunni, er þeir höfðu verið
ráðnir, og unnu til kvölds. Að
vinnu lokinni voru daglaunin
goldin. „Verkamenn í víngarði“
kallaður til starfs, til vinnu i
kirkjunni, ekki aðeins prestur-
inn, fastir starfsmenn kirkjunn-
ar, söngfólk og sóknarnefnd.
Verkefnið er miklu meira en
svo, að sá fámenni hópur anni
nema litlu einu af því, sem
vinna þarf. Allir skírðir menn
eru kallaðir til ábyrgrar þátt-
er saga þessi kölluð, ein af töku, eiga að vera þátttak-
dæmisögum Jesú, og hana er
að finna í upphafi 20. kapítula
Mattheusarguðspjalls.
Sagan er svo auðug, að hún
gefur tilefni til margvislegra
hugleiðinga. En það, sem mig
langar til að beina athygli að,
er hlutverk þeirra, sem ráðnir
voru,
„Líkt er himnaríki“, þannig
hefst sagan. Hún er sögð til
þess að skýra eðli Guðs ríkis,
endur í lífi og starfi kirkjunn-
ar. Henni er ætlað að vera ein
lifandi starfandi heild fjöldans.
Mennirnir eru misjafnir og
hæfileikarnir margvíslegir,
enda eru verkefnin margbreyti-
leg, svo að hver getur fengið
verk við sitt hæfi. Og starfsemi
kirkjunnar fer ekki öll fram í
kirkjuhúsinu, aðeins vissir þætt
ir hennar. Kirkjustarfið fer
einnig fram á heimilum, vinnu-
trúarlífsins. Guð kallar menn stöðum og sjúkrahúsum, hvar
J til trúar, til þess að lifa kristnu
lífi í víngarði sínum, kristinni
kirkju. Þetta er köllun til helg-
unar hugarfars og lífernis. Það
veit hver maður, enda hefur
verið lögð á það áherzla í pré-
dikun kirkjunnar og kristilegu
uppeldi. Við erum kallaðir til
trúar, sem veitir styrk í lífi, von
eilífs lífs og fögnuð hins heil-
aga samfélags, trúar, sem er
auðug af fyrirheitum og jafn-
auðug af uppfyllingu þeirra
fyrirheita.
j Þetta minnir víngarðsagan á,
j þegar verkamennirnir, veittu
^viðtöku daglaunum sínum úr
húsbóndans hendi, og hann gaf
hverjum og einum það, sem
honum nægði og ekki minna en
það, án tillits til þess hve vinnu-
stundirnar voru fáar hjá sum-
um.
sem lifandi meðlimur kirkjunn-
ar er virkur.
Hver velur verkefni við sitt
hæfi. Sumir styrkja safnaðar-
sönginn með fagurri söngrödd,
en þeir, sem ekki eiga hana til,
leggja fram sínu veiku rödd í
lofsönginn. Sumir geta ekki
sungið en mæta samt í kirkj-
unni til þess að taka þátt í
helgihaldinu, styrkjasamfélagið
og láta í ljós hollustu sína. Sum-
ir styrkja hið kristilega upp-
eldi, kennarar í skólum, for-
eldrar á heimilum. Sumir að-
stoða við sunnudagaskólastarfið
eða æskulýðsstai'fið, við hvorfc
tveggja þarf mikið starfslilð, ef
árangur á að geta orðið góður.
Bræðrafélög og systrafélög safn
aðanna hafa ótal verkefni að
vinna fyrir kirkju sína. Sumir
yitja sjúkra og sorgbitinna vina
eða þeirra, sem aðrar þrenging-
hr þjá. Allir hafa fengiðköllun
bænarinnar, verkefni, sem al-
rei þrýtur.
Verkamenn i víngarði. Vín-
garðurinn er kirkja Krists. Með-
al verkamannanna ert þú, kall-
aður í skirninni, til starfs, þar
hefur þú verkefni, sem þér ber
að leggja rækt við.
Samverkamenn Guðs erum
vér, segir Páli postuli. Svo
furðulega sem það kann að
hljóma, samverkamenn almátt-
ugs Guðs, þá er þessi fullyrðing
postulans í algeru samræmi við
reynslu kristinna manna. Þann-
ig hefur Guði þóknast að haga
málefni sínu, fela mönnunum
verkefni og eiga nokkuð undir
trúmennsku þeirra. Ef þeir
vinna ekki erfiðið, fellur garð-
urinn i órækt. Guð vinnur verk
sitt í starfi okkar. Hann gefur
okkur kraft og hjálp og blessun
í starfinu, þannig verðum við
samverkamenn hans. Mikil gjöf
og mikill heiður að mega heita
og vera samverkamaður Guðs.
Auðvitað byggist allt á hans
góða vilja og blessun. En köllun
hans gefur fyrirheit um styrk
og árangur, því að máttur Guðs
fullkomnast í veikleikanum.
Guð gefur bæði lífið og vöxt-
inn. Það má því vera fullkomin
hvatning öllum að vita að það
að vera kristinn maður, þýð-
ir að hafa skyldur til þátttöku
í starfi kirkjunnar og Guðs sam-
verkamenn erum við.
Næsti aialfundur Ingóifs væntan-
lega haldinn í nýja húsinu.
Göfgi húsbóndans var örlát,
og enginn fékk minna en full-
komin daglaun, alla þörf sína.
Þannig er Guð, og engum nægir
minna en fullkomin náð hans,
eilíft líf óskert þótt þjónustan i
ríki hans hafi verið skammvinn
og mjög fjarri því að hafa ver-
ið fullkomið dagsverk.
Þessi fagnaðarboðskapur sög-
unnar er svo stórkostlegur, að
oft sést yfir önnur mikilvæg
atriði hennar.
Þeir, sem ráðnir voru, áttu
ekki aðeins að taka á móti dag-
launum að kvöidi. Þeir voru
iverkamenn ráðnir til erfiðis.
Þeir áttu að bera hita og þunga
dagsins. Að vera kallaður til
trúar, er ekki aðeins að vera
kallaður til fyrirheita trúarinn-
ar, fagnaðar og sælu og eilífs
lífs. Það er einnig að vera kall-
aður til starfs, vinnu, í sveita
síns andlitis.
Svona er Guðsríki. eins og'
sagan segir. Hvernig? Eins og
víngarður, sem á að bera á-
vöxt. Og skilyrðið til þess, að
hann gefi nokkurn ávöxt, er að
erfiðisvinnan sé unnin, hin ótal
mörgu handtök verði gerð, ef
vinnan er vanrækt, fer garður-
inn í órækt, illgresið dreifist
út yfir alla gróðurreiti, dregur
úr vexti góðjurtanna, kæfir
þær, og uppskeran verður harla
lítil. Garðurinn er stór, og það
þarf margar hendur til starfs-
ins.
Sérhver kristinn maður er
Slysavarnardeildin Ingólfur
hélt aðalfund nýlega og minnt-
ist formaður, séra Oskar J. Þor-
láksson, í upphafi fundar, lát-
inna félaga og þeirra, er farizt
höfðu til sjós og lands.
í skýrslu stjórnar gat formað-
ur um fjásöfnun og störf björg-
unarsveitar, björgunarstöðvar-
innar við Grandagarð. unglinga-
deildar o.fl. og að stjórnin hefði
ákveðið að afhenda björgunar-
sveitinni 8 þús. kr. til kaupa
hlífðarfötum fyrir sveitina. Þá
þakkaði formaður starfsfólki fé-
lagsins og sérstaklega Guð-
Námskeið fyrir aimenn-
ing í hjáip \ viðiögum.
Eins og á undan förnum ár-
um, mun Reykjavíkurdeild
Rauðakross íslands gangast fyr-
ir námskeiðum í hjlp í viðlög-
um.
Námskeiðin eru ókeypis og
ætluð almenningi. Þau fara
fram í Heilsuverndarstöðinni og
hefjast næstk. miðvikudag þ.
17. febrúar. Kennt verður í
tveim hópum, annar hvorn dag,
kl. 53,0 e.h. og 8,30 e.h., tvær
kennslustundir í senn.
Kennslu annast Jón Oddgeir
Jónsson fulltrúi, en skrifstofa
Rauðakrossins í Thorvaldsens-
stræti 1 veitir nánari upplýsing-
ar og annast innritun þátttak-
enda.
mundi Péturssyni, er látið hef-
ur af störfum. Gjaldkeri gat
þess, að safnast hefðu 65 þús.
krónur. Deildin afhenti á árinu
S.V.F.Í. 95 þús kr. framlag til
húsbyggingafélagsins. Vonir
standa til, að næsti aðalfundur
fari fram í hinu nýja húsi.
Stjórnin var öll endurkjörin:
Séra Óskar J. Þorláksson for-
maður, Gunnar Friðriksson
varaformaður, Jón Jónsson
gjaldkeri, Baldur Jónsson rit-
ari, og Jón O. Jónsson. Vara-
menn: Björn Pálson og Sigurð-
ur Teitsson, en Þorsteinn Árna-
son og Júlíus Ólafsson endur-
skoðendur.
Þá var forseta S.V.F.f. þakk-
að sérstaklega fyrir 20 ára starf
Guðbjarts Ólafssonar, er hefur
25. febr. verið óslitið forseti,
en þau ár hafa verið stórstígar
farmfarir í slysavarnamálum
þjóðarinnar.
Þess tillaga var samþykkt:
Aðalfundur Ingólfs samþykkir,
að fiskiskip, sem sigla á fjar-
læg mið, ættu jafnan að hafa
ney'ðarsendiskeyti um borð, sem
nota mætti, ef loftskeyta tæki
bila af einhverjum ástæðum.
Ennfremur fagnaði fundurinn
komu varðskipsins Óðins og tel-
ur smíði skipsins marka ánægju
leg tímamót í öryggismálum
sjómanna við ísland. Ennfrem-
ur fagnar fundurinn, að skipið
verði búið þyyilvængju, en þær
vélar hafi sýnt mikla hæfni við
erfið skilyrði.