Vísir - 22.02.1960, Síða 7

Vísir - 22.02.1960, Síða 7
Mánudaginn 22. febrúar 1960 VISIR Frá Squaw-dal: Nýtt heimsmet í 1500 m. skautahlaupi kvenna. Kússnesk stsíilka. Svi**si Svíi k'ensju sjullverðlaiBii ■ aær. . í gær var keppt á Vetrar- Olympíuleikunum « Squaw- dalnum í stórsvigi karla, 1500 m. skautahlaupi kvenna, og sameiginlegri keppni í skíða- göngu og skotfimi. Bókmenntakvöld í ameríska bóka- safninu. Næsta bókmenntakvöldið í ameríska bókasafninu að Laugavegi 13 verður haldið á morgun, þriðjudag 23. febrúar, og hefst að venju kl. 8,30 e.h. Svo sem kunnugt er hafa all- mörg slík bókmentakvöld ver- ið haldin að undanförnu í vet- ur og þau reynzt mjög vinsæl. Á þesum kvöldum hefur verið lesið á víxl upp úr verkum bæði enskra og amerískra höf- unda og sum verkin skýrð að nokkru. í þetta sinn verður kvöldið tileinkað tveimur af merkustu forsetum og stjómmálaskörung- um Bandaríkjanna, þeim Ge- orge Washington, fyrsta for- seta Bandaríkjanna, og- Abra- ham Lincoln, en svo vill til að báðir eru fæddir í þessum mán- uði, Lincoln 12. febrúar 1809, en Washington 22. febrúar ár- ið 1732. Verða lesnir nokkrir valdir kaflar úr merkustu skrif- um þeirra, sem teljast mega perlur í stjórnmálabókmennt- um á enskri tungu, en einnig verður lesið upp úr verkum þekkti-a höfunda, sem ritað hafa um ævi og starf þessara merkismanna. Öilum er að sjálfsögðu heim- ilt að sækja þessi bókmennta- kvöld. MMSK veitti 33.000 kr. á s.l. ári. Frá mcnningar- og minningar- sjóði kvcnna Á síðastliðnu ári bárust sjóðn um minningargjafir um eftir- taldiar konur: Valgerði Þórðardóttur frá •Kolviðarhóli, Kristbjörgu Jóns- dóttur, Stokkseyri. Guðrúnu Guðmundsdóttur. Þórdísi Carl- quist, ljósmóður. Svanlaugu Björnsdóttur, Sigríði Jónsdótt- ur. Ingibjörgu Zakaríasdóttur. Signýju Jóhannsdóttur, Kristiu Pétursdóttur Guðjohnsen. Re- bekku Jónsdóttur. Guðrúnu Jónsdóttur. Susie Briem. Sú- límu Stefánsdóttur. Elínu Guð- björgu Guðmundsdóttur. Ás- laugu Torfadóttur. Sigríði ; Pálsdóttur. Tuttuggu konur hlutu náms- .sty-rk á árinu, samtals kr. 33.000,00. Minningarspjöld sjóðsins eru _í bókaverzlun ísafoldar, bóka- búð Braga Brynjólfssonar, Hljóðfærahúsi Reykjavíkur, bókabúð Helgafells, Laugaveg 100 og í skrifstofu sjóðsins að Skálholtsstíg 7. Stórsvig karla. Sigurvegari varð Roger Stahl jfrá Sviss á 1 mínútu 48.3 sek. og vann fyrstu gullverðlaun Svissara á mótinu. Annar varð Steigler og þriðji Hinstersier, báoir frá Austurríki. Skautahlaupið. í 1500 m skautahlaupi kvenna varð Lydia Skuplekova frá Sov- étríkjunum hlutskörpust, og setti nýtt heimsmet á 2 mín. 25.2 sek. Skautakonur frá Pól- landi fengu 2. og.3. verðlaun. Skíðaganga og skotfimi. í hinni sameiginlegu keppni i skíðagöngu og skotfimi varð hlutskarpastur 23. ára gamall trésmiður frá Svíþjóð, en 2. verðlaun hlaut Finni og 3. verð laun Rússi. Gullverðlaun snikkarans voru önnur guUverðlaun Svía á mótinu. Fyrri gullverðlaunin unnu þeir í 30 km. skíðagöng- unni. Hockcy. Einnig fór fram keppni í hockey, en frétt um úrslit hafði ekki borizt, er þetta er ritað. 8 söttu um námsdvöl vestra. Fyrir nokkru voru auglýstir hér styrkir ihanda íslenzkum framhaldsskólanemendum til námsdvalar í Bandaríkjunum og bárust 80 umsóknir, helm- ingifleiri en í fyrra. Þetta er fjórða árið, sem ís- lenzkum nemendum er gefinn kostur á að sækja um náms- dvöl þessa og nú eru níu ísl. nemendur vestra, dreifðir um landið, búa hjá þarlendum fjöl- skyldum og stunda nám í skól- um. Næsti hópur, 8—10 nemend ur, fer héðan seint í ágúst og dveljast vestra fram í júni næsta ár. Stúlkur hafa ætið verið í miklum meirihluta með- al umsækjenda og eru það enn, en þó fer piltuni fjölgandi og eru nú með flesta móti. Aðilinn, sem býður útlendum nemendum upp á námsdvöl i þessa, heitir American Field jService (stofnað af uppgjafa- hermönnum í fyrri heimsstyrj- öld), en hér hefur íslenzk-ame- ríska félagið haft meðalgöngu. Allir íslenzkir nemendur, sem j farið hafa vestur, láta mjög vel af dvölinni. Neptúnus — Frh. af 1. síðu. Sildin fer öll í frystingu. Skip- ið fór ekki eingöngu til að veiða síld, en Bjarni Ingimarsson, sem einna mestan þátt á í þvi, að tilraunir með flotvöruna bera árangur, hafði flotvörpuna með sér um áframhald þessarar veiði verður ekki sagt í bili, en Bjarni hefur sannað og sýnt að fyrir hendi eru miklir mögu- 1 leikar með þetta veiðarfæri. % Bohdan Wodiczko-. Kátíðartóníeikar í kvöld. Hljómsveitarstjóri Pólsku fílharmóníunnar í Varsjá, Bohdan Wodiczko, kom til Reykjavíkur fyrir viku í tilefni af hátíðatónleikum á 150 ára afmæli Chopins og > kvöld stjórnar hann. Sinfóníuhljóm- sveit íslands • Þjóðleikhúsinu, en einleik með hljómsveitinni annast Jórunn Viðar og Rögn- valdur Sigurjónsson. Á undjan tónleikunum fly.tur dr. Páll ísólfsson ávarp. Síðan verða flutt verk eftir tvö pólsk tónskáld, að sjálfsögðu Chopin, en þar eð eftir hann liggja fá hljómsveitarverk, verður fyrri hluti tónleikanna verk eftir samtíðarmann hans og eitt af öndvegistónskáldum Pól- lands, Stanislav Moniuszko. — Fyrst verður flutt eftir hann konsertforleikurinn „Bajka“, en síðan ,,Mazur“ (sem er dans skyldur mazurka) úr óperunni ,,Halka“, en það er þjóðarópera Pólverja á sarna hátt og „Selda brúðurinn“ eftir Smetana er hjá Tékkum. Að loknu hléi verða svo flutt tvö verk eftir Chopin, fyrst Polonaise fyrir píanó og hljómsveit, og leikur Jórunn Viðar á píanóið. Loks er svo píanókonsert nr. 1 í E- moll, en þar verður einleikari Rögnvaldur Sigurjónsson. Hingað kom Wodiczko gagn- gert til að stjórna Chopinhátíð- artónleikunum í kvpld. En á blaðamannafundi fyrir helgi harmaði hann að hafa ekki tíma til að hafa hér lengri1 dvöl og stjórna fleiri tónleikum. Því vonaði hann að koma hing- að aftur áður en langt liði. Hver er maðurinn? Þáttakendur myndagetraunarinnar í síðustu viku fylli út eftirfarandi eyðublað og sendi Vísi fyrir miðvikudags- kvöld — merkt: ,.Hver er maðurinn?“ Myndirnar eru af: 1) 2) 3) 4) 5) 6) 7) 8) 9) 10) Sendandi: Nafn Heimilisfang Marokko kallar heim sendi- herra sitin í París. Adenaiier vill mí banna «»il kjarnorkiBVopii. Marokko hefur kvatt heim ambassador sinn frá París. Ennfremur hefur Marokko- stjórn fellt úr gildi samninga frá 1956 þess efnis, að sendi- herrar Frakklands í nokkrum iöndum korni fram fyrir hönd Marokko. — Hvorttveggja ráð- stöfunin eru til mótmæla vegna tilraunarinnar í Sahara. Parísarfregnir herma, að það sé nú búist við, að Frakkar geri aðra tilraun með kjarnorku- sprengju til, innan hálfs mán- aðar. Parísarblaðið France Soir segir, að líklegt sé, að Frakkar framieiði vetnissprengju og gerl tilraun með hana á Kyrrahafi 1961. Engra geislaverkana hefuc orðið vart eftir tilraunina s.l. laugardag. Adenauer kanslari Vestur- Þýzkalands fiutti ræðu á fundi stúdenta í Köln í vikunni og kvað nú stóraukna hættu vofa fir öllu mannkyni, ef áfram- hald yrði á því, að fleiri þjóðir öflðu sér kjarnorkuvopn, og þeirri hættu yrði aðeins afstýrt með alþjóðasamkomuiagi um bann við framleiðslu og notkun kjarnorkuvopna. NYTT GENGI I DAG Fundu ekki snjómann! Nefnd japanskra vísinda- manna er komin til Katmandv ofan' úr Himalajafjíöllum; en hún var að leita sannana fyrir tilvefu „snjómanna“. Ekki varð hún neins vísari, — fann ekki einu sinhi spor eftir þá. Ogawa, formaður nefndarinnar, kennir því um, að óvenjulega sn-jólítið er í fjöll- unum. Hann er sannfærður um, að ,,snjómenn“ séu til-, eða risa- apar, „tíu sinnum skynsamari en goriliaapar". Nefndin heidur nú heim, en Ogawa lét í ljós ósk um, að geta-komið aftur að ári, til frek- ari rannsókna. Frh. af 1. síðu. Á ávísanasparisjóðsbókum 6%. Á hlaupareikningi 4%. Sömuleiðis ákvað banka- stjórnin að útlánsvextir iána- stofnana skuli frá. sama tíma ekki vera hærri en hér segir: Forvextir 11%; Framlengingarvextir eftir 3 mán. 11 Vz %. Vextir af yfirdrætti á hiaupa- reikningum, reikn. mánaðarlega eftir á 12%. Vextir af reikningslánum og viðskiptalánum, auk viðskipta- gjaids 1% á ári 11%. Fasteignaveðslán og hand- veðslán til langs tíma með breytilegum vöxtum 11%. Sömu lán með föstum vöxt- um 10%. Vextir af afurðavíxlum 9%. Framlenging sömu víxla eftir 3 mánuði 914%. Ákvörðun þessi gildir, þar til öðruvísi verður ákveðið. 3. Bankastjórnin ákvað enn. fremur, eftir að hafa haft sam- ráð við ríkisstjórnina, að nota heimildir í lögum til að skylda innlánsstofnanir til að leggja inn á bundinn reikning i Seðla- bankanum helming aukningar á innlánsreikningum frá 1. jan. 1960. Reykjavík, 21. febr. 1960. i (Fréttatilkynning frá 1 Landsbanka íslands 1 Seðlabankanum). J

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.