Vísir - 24.02.1960, Síða 10

Vísir - 24.02.1960, Síða 10
10 "VÍSIR Miðvikudaginn 24. febrúar 1&6G Rosa Lund Brett: -¥■ Æstim ¥ sigrar - durtinn. 37 meiningarleysu. Vissi hann um ofurástina, sem hún bar til hans? Eða hélt hann að hún hefði haft aðrar ástæður? „Þú verður að varast að taka hlutina of nærri þér,“ sagði hann. „Þó að þú sért mögur ennþá ertu í rauninni orðin heilbrigð. Þú hefur mikia orku, sem þú mátt ekki beita. Hamingjan veltur oft á góðum viija, Sherlie." „Og líka á því að gera aðra hamingjusama.“ „Já,“ sagði hann brosandi. „Við höfum bæði skyldur hvort gagnvart öðru, sem við höfðum ekki áður, og það er eflaust góður grundvöllur fyrir okkur bæði.“ Hún óskaði að hann liti ekki svona björtum augum á framtið þeirra, og lá við að segja: „Og þegar eg er orðin rólfær og get sinnt og stjórnað heimilinu — hvað þá, Paul?“ en ný tilfinning, sem hafði vaknað þegar Paul bað hennar, hélt henni aftur. * Hann slökkti í vindiingunum þeirra, kallaði á Petu og fór út úr stofunni og niður að sjónum. Fimar og æfðar hendur Petu hjálpuðu henni til að komast úr silkikjólnum og í rósrauðan línkjól, síðan kom Peta með öskju með allskonar fegrunarmeðulum, burstum og greiðum, hand- ■enyrtitækjum og spegli. Sherlie hafði séð svona kassa í búðar- -glugga í Panleng, og vissi hve gífurlegt verð Paul hafði orðið að borga fyrir það. Hún þuklaði á ágreftinum á loki kassans, sem var fóðraður með gráu skinni.... Sherlie Patricia Stewart. Gat hún nokkurntíma gert sig þess verðuga að vera kona Pauls — gera hann hamingjusaman inn í hjartarætur? Peta hvarf hljóðlega burt oð Sherlie fór að reyna að lesa. Hún fletti blaði eftir blað án þess að haía hugmynd um hvað á þeim stóð, og þráði að Paul kæmi, en hrylti jafnframt við til- hugsuninni um, að kannske hefði honum snúist hugur. Hugsum ckkur að hann kæmi aftur fokreiður yfir því að hafa flanað út í þetta? • Hún kallaði og bað um ljós og Musi kom með lampann og sagði mjög hátíðlega um leið: „Þér verðið að afsaka að það var dimmt hérna. En eg hélt að frúin svæfi og vildi ekki láta ónáða sig.“ Hiin skammaðist sín og hrollur fór um hana — það var einmitt þesskonar, sem Paul átti við með því að vcra of tilfinninganæmur eða taka sér hlutina of nærri. Hvernig sem færi varð hún að sýna honum réttlæti, hún átti honum svo mikið að þakka. • Þegar orðið var dipimt kom hann inn og hún heyrði að hann talaði balinesislcu við Musi frammi í anddyrinu. Henni heyrðist hann vera svo stuttur í spuna og óánægður að hún varð hfædd. En þegar hann kom inn til hennar brosti hann og sagði: ,,Nú er dálaglega komið fyrir þér, er eg hræddur um. Hérna er heil fylking fyrir utan með gjafir til brúðarinnar. Og fólkinu sárnaf ef við tökum ekki á móti því.“ „Æ —• góði — hvað á eg að gera?“ „Þú verður að brosa og taka á móti því án þess að segja orð, þó að því finnist það skrítið. Þetta tekur ekki langan tíma og eg hef sagt Musi að gefa því eitthvað að drekka. Ertu tilbúin?" Hann kallaði á fólkið og það kom inn, flestir trítlandi á tánum. Meiri hlutinn var kvenfólk í sparipilsunum sínum og þröngum treyjum, og sást í gulljarpt hörund þeirra um mittið. Þarna voru þrír—fjórir menn, sem unnu við höfnina, með ávexti til Sherlie og kryddjurtir til Pauls, sem hann tók hátíðlega á móti. Konurnar litu hlýlega til Sherlie og færðu henni litlar, skreytt- ar krukkur, ávexti vafða í stór blöð, bollur með sætindum í og körfur með ýmsu skrítnu, sem þær röðuðu á gólfið hjá stólnum hennar og muldruðu heillaóskir sínar og fóru svo út í garðinn, þar sem fólkið safnaðist saman. Paul hló þegar hann var orðinn einn með henni og lét allar kryddjurtirnar detta niður í fangið á henni. „Með fullri undir- gefni gef eg þér þetta,“ sagði hann hæðnislega. „Svona er það einfalt.“ „Urtirnar tákna ilm hamingjunnar, ef eg man rétt.“ — Hún tók eitt bláa blómið og lyktaði af því. „Það var í Bali-brúð- kaupinu sem við sáumst. Eru þeir ekki vanir að strá risgrjónum vfir brúðhjónin?" „Balifólkið á líf sitt undir rísgrjónunum,“ sagði hann, „og eng- in athöfn er íullkomin án þeirra.“ „Það var skrítið að við skyldum ekki fá rísgrjón.“ „Jú —“ hann benti á strá í einni körfunni á gólfinu. „Eg sagði Musi að hún skyldi láta afhenda þau áður en fólkið kæmi inn. Það er nærri því eins slæmt að stíga á rís eins og stiga á sykur.“ Sherlie mundi um seinan að rís táknar frjósemi og hún kaf- roðnaði. Hvað hún gat verið barnaleg og heimsk! Eftir að hún var háttuð hlustaði hún á gauraganginn fyrir utan. Skyldi Paul vera úti eða hafði hann háttað snemma? Hún var svoddan einstæðingur á brúðkaupsdaginn sinn og reyndi að kingja kekkinum, sem alltaf var að koma í hálsinn á henni. Það var því likast að hjartað í henni slæi í takt við ómana úr fjarska — nú var fólkið líklega að dansa til heiðurs túansins síns. Paul hafði eflaust látið bera því mat og drykk, kannske var hann að skemmta sér með fólkinu í tunglsljósinu? 'Hún lá og horfði á stjörnurnar á dimmum nátthimninum, svo heyrði liún að hurðinni var lokið varlega upp og lá hreyfingar- laus með lokuð augun. Hún fann að liendinni á sér var stungíð undir ábreiðuna eins og hún væri lítið barn — og svo var hann horfinn. 10. KAP. Spá Pauls um að hún yrði hamingjusöm rættist að fullu að heita mátti. Hún hafði aldrei fyrr notið þeirrar gleði að teljast veigamikill þáttur í fjölskyldu, og var eins og blómi í eggi og bjart yfir tilveru hennar. Hún hafði alltaf eitthvað fyrir stafni, Paul fól henni að merkja öll skordýrin í safninu sínu og hún fékk þykkar bækur um dýra- fræði til að lesa. Hún fór að safna skelfiskum upp á eigin spýtur og innfædda fólkið færði henni kóralla og skrítna steina, sem skoluðust upp í fjöruna. Hún hafði stóra, skemmtilega regnhlíf festa á hjólastólinn sinn og gat ekið sér hvert sem hún vildi. Einn daginn gleymdi hún að hemla og lenti í fallegasta blómabeðinu, sem frú Catesby átti, og í annað skipti sökk hún svo djúpt í sandinum, að draga varð hjólastólinn upp úr með kaðli. Daglega upplifði hún eitthvað hlægilegt með Paul, hann var vanur að gera sér það til gamans að spyrja hana hvað hún ætlaði að gera sér til gamans þann daginn. Stundum varð hann hræddur um hana, og henni var unun að þegar hann sagði: „Eg vil ekki að þú akir úti ein, Sherlie — það væri hræðilegt ef eitt- hvað kæmi fyrir þig, sem seinkaði batanum." 4 KVÖLOVðKUNNI l u. Lítil stúlka kom hlaupanai inn í húsið til mömmu sinnar og sagði við hana: „Mamma, ef hann Lilli æti froskunga, fengi hann þá djúpa bassarödd eins og þeir?“ „Nei, guð hjálpi mér Made- line, þeir gæti drepið hann Lilla.“ Telpan leit löngunarfullum augum á mömmu sína. „Nei, þeir gerðu það ekki.“ Við hinn fræga háskóla í Louvain er á hverju ári hald- inn grímudansleikur, þar sem mikil gleði er á ferðum. E!n í fyrra hafði rektor þar bæði verið hneykslaður og áhyggju- fullur yfir því, hvað kvenfólkið var léttklætt. Á þessu taldi hann helzt þurfa breytingu, en vildi þó ekki vera allt of §iða- vandur. — Hann hefir því í ár útgefið þessa tiiskipan: „Grímubúningur á að vera minnst 250 gr. á þyngd.“ Hinn ítalski forsætisráðherra Antonio Segni er maður, sem hefir kímnigáfu — þó að hann sé dálíð þurr. Það kom fyrir hann fyrir nokkrum árum, þegar hann talaffd á kosningafundi, að mað- ur, sem var á fundinum, hitti beint framan í hann með tómat. En maðurinn spratt upp þegar og beiddist afsökunar. „Það var ekki yður, sem eg ætlaði að hitta,‘ sagði hann, „það var stjórnmálamaðurinn við hlið yðar.“ „Hm,“ sagði Segni og þurrk- aði tómatsafann framan úr sér. „Eg vildi heldur óska að þér hefðuð meint mig, en hitt hann.“ ★ Salvador Dali, surrealistinn, er óþreytandi. Nú hefir hann gefið sjálfum sér vindlinga- hylki, þakið af demöntum. Og á það hefir hann látið grafa: „Til Salvador Daii, er hefir gert mér það mögulegt, að kaupa þetta fagra hylki.“ R. Rurroughs - TAEZAIM 3203 m,! 11' f | LI WE TWSiEE APVENTUSEieS ElírÉfcfeF A PDKT THAT &USTLEÍ7 WiTH ACTIViTV AMP EXCITE/AEfJT, ECK A F2.Eie'-ITEK V/AS FUt TO FOCiC. "V J-:; - Ferðalangarnir þrír komu '■* tjPtiafnar þar sém allt var 4 á ferð og flugi og mikil eftirvænting r.íkti því von var á skipi. Þetta var. heppi- leg" tilyiljun, sagði Sutton- "WHAT A LUCIC/ COINCIPENCE ’ EXCLAIM.E7 SUTTOKI. ’COME OM, PAUL, LET'S TKY ANP7 BOOK. PASSASE.4' prófessor. Komdu Paul, yið skulum kaupa okkur far- miða. Tarzan beið pg ókunn- TAKZAN WAITEP’, ANP, NEAgBY A STKANSEK, AWHITE HUNTEK, ALSO WAITEP— THUS P\V PES- TINY BECK.ON.... n-a-5072. pr hvjtur lejðsögumaður beið •einjnjgt örlögin höfðu- -aftur 5'.í-toutftana. ■ v ÞýzSdr skíðaskór og kuídaskór kvenna ÆRZL m Johan Rönning h.f. Raflagnir og viðgerðir á öllum helmiHstækjum. — Fljót og vöndilð vinna. Sítni 14320. Johan Rönning h f.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.