Vísir - 24.02.1960, Blaðsíða 11

Vísir - 24.02.1960, Blaðsíða 11
Miðvikudaginn 24. febrúar 1960 VISIB II Ræða Ólats Björnssonar — Frh. af 9. s. í þessum efnum. stefna, sem er í fullu samræmi við þær kröf- ur, sem launþegasamtökin hing að til hafa gert. að kauphækk- anir, sem um væri samið kæmu ekki fram í nýjum verðhækk- unum eða hækkuðum útflutn- ingsbótum. Má því ætla hvað sem öðru líður, að launþegasam tökin, ef þau eru sjálfu sér sam- kvæm muni veita ríkisstj. full- an stuðning hvað þessa afstöðu snertir. Hinsvegar leiðir af þessari breyttu stefnu, að auð- vitað verða launþegarnir að gæta þess, að ekki verði með kaupkröfum, gengið svo nærri framleiðslunni að hún dragist sarnan eða stöðvist. Ef ekki á að hækka uppbætur og ekki fæst hækkað verðlagið þá er . það gefið mál að það getur leitt til meiri eða minni samdráttar, ef kaupkröfurnar verða meiri en hægt er að bera að óbreyttu verðlagi, þannig að launþegam- ir — launþegunum ber að var- ast það, að of langt sé gengið í þessu efni þá mun það mjög torvelda, svo ekki sé meira sagt, þá yfirlýstu stefnu ríkis- stj. sem auðvitað kemur til með að verða óbreytt, að freista þess með öllum ráðum að halda uppi nægri atvinnu í landinu. Það hlýtur að torvelda mjög þá stefnu og ábyrgðina á afleiðing- um þess hljóta þeir að bera, sem til slikra aðgerða hvetja. Ábyrgð og völd fara saman. Ef þjóðfélagið á að vera starf- hæft, við megum ekki loka aug- unum fyrir því, þá verða á- byrgð og völd að fylgjast að. Sá, sem hefur vald og beitir því valdi, getur ekki mælt sig und- an 'ábyrgð á framvindunni. Þetta á jafnt við um stéttasam- tökin og hin pólitísku stjórnar- völd. Ef sú krafa er gerð á hend rir stjórnarvöldunum, að þau tryggi að ekki komi til verð- hækkana af innlendum orsök- um fram yfir það, sem leiðir af nauðsynlegi-i lagfæringu geng- isskránirigarinnar, þá verða samtök atvinnurekenda og verkamanna að bera ábyrgð á því að samningar, er þau gera, skapi framleiðslunni rekstrurs- grundvöll. Frjálsari innflutningur. Já, eitt af þýðingarmestu a’t- riðunum í þessu frv., er það, að hér er gert ráð fyrir því áð hægt verði að gefa innflutning- inn miklu frjálsari heldur en áður hefur verið. Þetta hefur stundum verið túlkað þannig, að þarna sé um að ræða sérstaka dúsu handa kaupsýslumönnum, sem eigi að bæta þeim unp það hnjask, sem þeir kunni að verða fyrir vegna annars sem af þessu frv. leiðir. Það er nú aiger misskilning- ur að það að aflétta innflutn- ingshöftunum sé einhver sér- stök hagsbót fyrir kaupsvslu- menn. Það sem fvrir vakir í þessu efni, er ábvggilega allt annað. nefnilega vonin um það að aukin samkennni á vöru- markaðinum muni verða til að lækka vörnverðið og v°ga þannig' nokkuð á mótí beirri kiamskerðingu. sem ráðstafarir irnar að öðru leyti hafa í för með sér. Hitt er ákaflega ein- kennileg kenning og ég er viss um það, að kaupsýslumenn gera sér þess a.m.k. grein að hún stenzt ekki, að gróði þeirra verði meiri ef þeir selja í frjálsri samkeppni heldur en þeir njóta skjóls haftanna. Það gagnstæða er tilfellið. Stöðvunarstéfnu fylgt of lengi. Það hafa fallið mörg þung orð í garð hagfræðinga í sam- bandi við þessar umr. Við það elti ég ekki ólar en ég held að. það sé æði fjarri lagi að ásaka íslenzka stjómmálamenn um það að þeir séu yfirleitt, eins og það hefur verið orðað, dá- leiddir af hagfræðingum. Sann- leikurinn er sá, eins og ég hef rökstutt í yfirliti mínu um efna- hagsþróunina hér á landi, að óháð þvTí hvaða flokkar, sem verið hafa í stjóm, hefur stöv- unarstefnunni svokölluðu, en það tel ég megi nota sem sam- nefnara þeirra bráðabirgðaráð- stafana í efnahagsmálum, sem ekki grafa fyrir rætur mein- anna, stöðvunarstefnunni hefur verið fylgt þar til algert öng- þveiti var annaðhvort skollið á eða alveg yfirvofandi. Fyrst þegar svo hefur verið komið hafa hagfræðingarnir verið beðnir um að gera tillögur um jafnvægisráðstafanir. Það, að bráðabirgðaráðstaf- anirnar hafa alltaf verið gerð- ar, svo lengi sem ekki var kom- ið út í fullkomið öngþveiti, það stafar auðvitað ekki af van- þekkingu í þessum efnum held- ur mannlegri og skiljanlegri til- hneigingu til þess að komast hjá því að gera ráðstafanir, sem valda röskun og óþægind- um. Svo er það líka mannlegt, að þeir, sem við stjórnarvölinn standa, hugsa jú gjarnan sem svo, ef farið verð- ur að gera raunhæfar ráðstafan ir, þá lendir óánægjan af því á mér og mínum flokk en hin hagstæðu áhrif þessara ráðstaf- ana koma ekki fram fyrr en síðar, þannig að það verða jafnan eftirmenn mínir, sem koma tii með að njóta góðs af því. Það er mjög mannlegt að þannig sé hugsað svo lengi sem það er hægt. f hverju er öngþveiti fólgið? En í hverju hefur þá þetta öngþveiti verið fólgið? Maður heyrir það oft, að það hafi nú verið sagt áður að hrun og öng- þveiti sé yfirvofandj og vissu- lega er öngþveiti slagorð, sem rétt er að skýra nánar. En svar- ið er stuttu máli þettá. Hrunið og öngþveitið kemur fram í greiðsluþrotum gagn- vart útlendum or almennum skorti erlendra nauðsymja inn- anlands. Þegar gérigislækkari- irnar voru framkvæmdar -1939 og 1950, þá hafði bikar bráða- birgðaaðgerðanna raiminni verið drukkinn í bðt n. Gjald- eyrisskörtur var orðinri svo mikill, að ekki var hs?gt að siá þjóðinni fyrir narðíyrJegustu nevzluvörum. Ég maii t.d. sem dæmi um greið :n. ’-æðin, að það kom einiT f jr. ’vrir á stúdentsárum mínum í Kaup- mannahöfn, að kröfuhafar tó- bakseinkasölunnar í Kaup- mannahöfn þeir fóru fram á það við dönsku lögregluna að fá að taka lögtaki í húsgögnum íslenzku sendiherraskrifstof- unnar í Kaupmannahöfn. Þnnig var þá komið í gjaldeyrismál- unum. Og allir muna efth- löngu biðröðunum veturinn 1949 — 1950, svartamarkaðn- um og bakdyraverzluninni. Al- menningur var beinlínis fai'inn að finna til líkamlegra óþæg-' inda vegna efnhasástandsins. Það tókst heldur ekki að skapa almenna andúðaröldu gegn ráð- stöfunum og við kosningarnar 1953 vottaði þjóðin þeim flokk- um traust sitt, sem að gengis- breyt. höfðu staðið. Þingmanna- tölu þeirra samanlagt fjölgaði a.m.k. um einn, og að vísu varð sigur stjórnai-flokkanna minni vegna þess að hér í Reykjavik höfðu þá komið á fót tveir smá- flokkar, sem drógu sitt frá hvor. um stjórnarflokkann, en það átti sér allt aðrar rætur en þær, að sérstök óánægja væri meðan þeirra er að stofnun smáflokka þessara stóðu með efnahags- málastefnu ríkisstj. Um það er öllum kunnugt. Almenningur tók því vel. Það, sem mestu mun hafa ráðið um þetta, því að nú er það vitað að margt gekk í ó- hag eftir að gengislækkunin var framkvæmd, verðhækkanir urðu meiri en gert var ráð fyr- ir o.s.frv. Það, sem mestu mun hafa ráðið um það, að almenn- ingur bæði tók þessum ráðstöf- unúm vel og stjórnarflokkarn- ir hlutu traust þjóðarinnar við næstu kosningar, það mun ein- mitt hafa verið það að í sam- \ bandi við þessar ráðstafanir var loforð gefið um það, að vöru- skortinum skyldi útrýmt og það loforð var efnt. Húsmæðurnar urðu því fegnar að þurfa ekki lengur að verja hálfum vinnu- degi sínum í eltingarleik við einstakar vörutegundir og fanst það þá betra að þurfa að borga vörurnar eitthvað hærra verði heldur en áður, og enda verður því nú ekki neitað að þó að það sé nú að vLu slæmt að vörurn- ar hækki í verði, þá er þó enn verra að þær séu ófáanlegar með öllu. Það að sokkar verði t. d. dýrari en góðu hófi gegnir, það þýðir að ég þarf oftar að láta stoppa í sokkana, ég endi þá lengur, en betra er það nú óneitanlega en eins og það var mánuðum saman á vöruskorts- árunum fyrir 1950, er sokkarn- ir fengust alls ekki. Og það.sem sokkarnir hafa verið hér nefnd- ir sem dæmi um.það á auðvitað við um allar aðrar vörur. Já, það var einmitt vegna þess að öng- þveiti var orðið fullkomið 1939 og aftur 1950, þegar gengis- lækkunin var framkvæmd, að það var ekki möglað þó veru- lega gegn þvi. Vinstri stjómin sjálfri sér sundurþykk. En þegar gengið var fellt vorið 1958 með bjargráðaráð- stöfurium, þá hafði þi’-nrinn ekki á sama hátt og við óTT-ri gengisfellingar verið dr- ' ' n í botn. Það var ekki farið að bera á vöruskorti og bankamir voru a.m.k. ekki enriþá komnir í algert greiðsluþrot. En vinstri stj. var sjálfri sér þó sundur- þykk og allt hlaut að verða að engu í höndum hennar jafnvel það sem í sjálfu sér gat horft til bóta, því runnu þær aðgerð- ir hennar eins og aðrar út í sandinn. En hvernig er ástandið í efnahagsmálum okkar nú og hvað myndi gerast, ef fylgt væri þeim ráðum hv. stjórnar- andstæðinga að fresta raunhæf- um aðgerðum og reynt yi'ði að fleyta öllu um skeið með kák- ráðstöfunum til bráðabirgða. Eitt er víst og það er það, að sjúkdómur efnahagskerfisins er kominn á það hátt stig. að þess yrði skammt að bíða að þjóðin færi að finna til verkjanna. Bankarnir munu, svo að ekki sé meira sagt, hafa siglt æði krappan sjó í gjaldeyrismálun- um um síðustu áramót, þótt hjá því yrði komizt að þeir þyrftu að lýsa yfir beinu greiðsluþroti. Verkimir hefðu farið að koma í ljós á næstu mánuðum og komið frám í því sama og fyrir gengislækkunina 1950. vandræðum með útvegun nauðsynja, biðröðum og svarta- markaði og síðar atvinnuleysi í greinum, er byggja á inn- flutningi hráefna. Ef ekki væri hirt um hnjask. Ef stuðningsmenn hæstvT. ríkisstj. litu á málin eingöngu frá sjónarmiði hins kaldrifjaða stjórnmálamaims, sem aðeins hugsaði um það eitt að komast hjá pólitísku hnjaski, en ekk- ert um velferð og vellíðan fólksins, má vel vera að rétt hefði verið að fara að ráðum hv. stjórnarandstæðinga og lofa öllu að ganga sinn gang, þannig að stórfelldur nauðsynja skortur yrði eftir fáa mánuði. Það hefur nefnilega komið í ljós, að svo virðist sem fólk telji að gífurleg kjaraskerðing í mynd vöruskorts og skömmt- unar sé af óviðráðlegum orsök- um og uni henni, þar sem lítil- fjörleg kjaraskerðing vegna vérðhækkaria ríkisstj. að kenna og því óþoláridi. Auðvitað bygg- ’ ist þetta einvörðungu á van- þekkingu á efnahagsmálum, en [þetta er samt hlutur, sem ekki íer hægt að loka augunum al- ! gerlega fyrir. En þegar búið ,væri þannig að sviða jörðina í efnahágsmálum myndu allir jfagna hverjum þeim aðgerðum ; á komandi hausti, er fælu í jsér að aflétt yrði vöruskorti, á sama hátt og ég man því var jfagnað veturinn 1949 — ’50, að þá komu í búðir ítalskar ljósa- perur, sem kostuðu 12 kr. stk.. eða nær ferfalt það verð sem ,þá tíðkaðist. En skorturinn á j þeirri vöru var þá orðinn svo mikill, að ég man að háttsettur embFPttismaður saffði mér frá því að hann hefði um skeið á+t ; aðeins eina ljósaperu, sem jflýtja varð milli herbergia í húsi hans, þar sem fjölskvldan hélt sig hveriu sinni. Það var ekki hægt að hafa liós nema í þ°ssu eina herbergi. Og stafaði sú verðhækkun. sem hér var um að ræða, ljósnerumar fóru úr 3 kr. unp. í 12 kr.. ekki af gengislap'kkunirm'i. bví að þetta ',T,nr* fVT’TT’ rTC'T\&?lrT^\lt}lT)\T)A, Fátæktin á aö skammta! En það er mat-okkar stuðnings manna hæstv. ríkisstj. á dóm- greind þjóðarinnar, að ekki sé nauðsynlegt að taka efnahags- vandamálin þeim tökum, þann- ig að hún láti ekki moldviðri það. er stjórnarandstæðingar hafa þyrlað upp, villa sér sýn, þannig að torveldaðar verði hinar nauðsyniegu viðreisnar- ráðstafanir. Það er líkiega ein mesta firra kommúnista af mörguni stórum, sem þeir hafa borið á borð fyrir fólkið í sambandi við þetta frv., þegar þeir haida því fram að með þessu sé ver- iið að innleiða fátækt og nú j skuli hún skammta, eins og þeir iorða það. Það er eins og raun- j veruleg fátækt sé fyrst og fremst fólgin i skorti á peninga- seðlum en ekki vörum. Eftir ,þessu ætti þá þýzka þjóðin al- drei að hafa verið ríkari en fyrst eftir hrun nazismans að lokinni seinni heimsstyrjöíd- inni. þegar gjaldmiðiUinn hrundi þannig að tímakaup verkamanns varð milljónir eða milljarðar en fólkið dó úr hungri sökum matvælaskorts. Samkv. þessu ætti þýzka þjóð- in í rauninni aldrei að hafa verið ríkari en hún var þá. Já, við fengum smjörþef en áðeins smjörþef af þessu á- standi, hinni sönnu, fátækt, vöruskortinum, á árunum fyrir seinni heimsstyrjöldina og ár- unum 1947—’50. Það er ein- mitt mestu fjármálamistök okk- ar íslendinga, að við höfum haldið að hægt sé að útrýroa fátæktinni með því að auka peningaveltuna. Það er því síð- i ur en svo að hér sé verið að inn- lleiða fátækt og láta hána skammta. Hér er einmitt ver- | ið að koma í veg fyrir það, að hin sanna fátækt, skortiir og allsleysi verði ráðándi á okkar þjóðarheimili vegna óskynsan?.- legrar fjármálastefnu. Við treystum því að skyn- semi þjóðarinnar sé næg til þess að forðað verði efnahagslegu hruni, sem ella væri á næstu grösum, í mynd gjaldeyris- skorts, vöruskorts og siðar neyðar og allsleysis. Fyrir því er örugg vissa, að ef engar lag- færingar væru gerðar á efna- hagskerfinu myndi innan fárra mánaða skapast hér neyðará- stánd sökum gjaldeyris- og vöruskorts. Ef þjöðin hins- vegar telcur með sk'yn- semi þeim ráðstöfunuiri, sém nú ‘ á að gera, er þess góð von, svó fremi sem ytri óhöpp ekki steðja að, að þjóðin murii á skömmum tíma vinna upp þá kjaraskerðingu, er af ráðstöfuri- jum leiðir, og geta, eins og ná- grannaþjóðir okkar, notið vax- andi þjóðartekna og batnandi lífskjara á næstu missérwn. París: SföðuinælknÉ‘ gáíust upp. París. — Nýiega voru settir hér upp stöðumælar í tilrauna- skyni. Ekki fór þó svo sem til var ætlast, því að svo margir forvitnir ökumenn stí'ðvuðu farartæki sín til þess að skoða mælána, að til umferðartrufl- ana kom og varð að kalla log- resluna á véttvang.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.