Vísir - 01.03.1960, Blaðsíða 7
Þriðjudaginn 1. marz 1960
VÍSIB
Rosa Lund Brett:
>*
-xÆstim -x
sigrar - durtinn.
I
S
42
„Það er of heitt til þess núna — en ef þú endilega viiit....
svaraði hann.
Sherlie sat í hominu á svölunum og horfði á þau — Bettina
var dugleg í tennis, miklu betri en hún gæti nokkumtíma orðið
sjálí — en samt sá mún að Paul varð feginn þegar leiknum lauk.
Það var auðséð að Paul langaði til að Bettina vendi ekki kom-
ur sínar til Mullabeh, og þó hann væri alúðlegur við hana og
skjallaði hana kom oft hörkuglampi í augun á honum er hún
fór að minnast á fortíðina — hann sýndi henni greinilega, að
íortíðin var gleymd og grafin.
Hvaða ástæðu hann hafði til þess var á huldu, eins og venju-
lega. Kannske fann hann betur til skyldu sinnar gagnvart Sherlie
vegna þess að hann var sjálfur bundinn, en Bettina frjáls? Fyrir
þrem mánuðum hefðu þau getað hitst sem jafningar og hann
valið á milli Sherlie og Bettinu — en eftir mánuð, þegar hún væri
frjáls ferða sinna, yrði kannske öruggari um Paul.
í vikulokin fór að rigna á ný og Catesbyhjónin lentu aftur í
vandræðum. Það munaði miimstu að flóðið tæki húsið þeirra
og Paul var heilan dag að hjálpa þeim að ræsa fram og styrkja
húsið.
Niki kom með póstinn meðan hann var burtu. Þar var bréf frá
Rolland, sem færðu þær góðu fréttir að Slyvia ætti barn í vonum.
Sherlie las það tvisvar, Roland réð sér ekki fyrir fögnuði og mundi
bera Sylvíu á höndum sér. Og Slyvia fékk það sem hún hafði
þráð svo lengi. Nú mundi verða fjör í litla húsinu — skemmtilegt
fjölskyldulif — og ekkert rúm þar fyrir Sherlie framar. Hafði
hún ómeðvitað hugsað sér að hún yrði að fara til Englands aftur?
■ Hún.opnaði annað bréf sem var frá Margot. Hún var jafnhissa
á giftingu Sherlie og Rudy Cartelle hefði verið, sérstaklega af
því að þetta hafði gerst svo stuttu eftir áð Tennantshjónin fóru
frá Bali. Hún endurtók heimboð sitt til Pauls og Sherlie — þau
yrðu að koma til Talua.
Dagurinn var skelfing lengi að líða, hún mátti ekki fara út í
garðinn þvi að þar var svo vott og hún gat þefað að Musi var
önnum kafin við matinn frammi í eldhúsinu, svo að hjólastóll-
inn mundi verða fyrir ef hún færi þangað.
Hún renndi sér fram að glugganum og heyrði bíl nema staðar
fyrir utan. Eftir augnablik kom Hartog læknir inn. Hann kom
án þess að drepa átdyr og sagði: „Nei — eruð þér þama! Urðuð
þér ekki hissa að sjá mig?“
Hún fékk hjartslátt. „Eg bjóst ekki við yður fyrr en eftir nokkra
tíaga.“
„Eg vildi ekki ónáða Paul einu sinni enn — þess vegna kom eg
eins og þjófur á nóttu. Og svo heldur vafalaust áfram að rigna
og þá verða vegirnir enn verri. Hvar er hjúkrunarkonan?"
Sherlie fölnaði. Ætlið þér að taka umbúðimar?"
„Já, eg hafði einmitt hugsað mér það,“ svaraði hann vingjarn-
lega. „Viljið þér gera svo vel að hringja?"
Hún var svo skjálfhent að hún gat varla þrýst'á hnappinn og
Peta kom hlaupandi og hló dátt þegar hún sá lækniririn standa
á hnjánum við verkfæratöskuna sína.
Þetta tók ekki langan tima. Sherlie hélt fast í stólinn meðan
læknirinn var að losa umbúðirnar, og hún hugsaði til orða Pauls,
að þau yrðu að tala sarnan og vera hreinskilin hvort við annað,
hvað svo sem af því leiddi. Og hún var hrædd, afar hrædd um
hvað hreinskilnin kynni að leiða í ljós — hún hafði tæplega þor
til þess aö mæta þessu ennþá.
,,Ágætt!“ sagði læknirinn og þuklaði á brotinu. „Kennið þér
til?“
„Nei.... þetta er ágætt.“
Hún þorði ekki að líta á fótinn á sér, hana langaði til að gráta
— til að vera ein og láta tárin létta af sér kvíðanum og óvissunni.
Læknirinn stóð upp. „Nú köllum við á Paul, svo að hann geti
séð fyrstu reikulu sporin.“
„Hann er hjá Catesby."
„Jæja, það var leiðinlegt. Komið þér nú — takið þér undir
hinn handlegginn á henni, systir."
Fyrst hélt hún að mjói leggurinn á herini rnundi hrökkva sund-
ur, hann var svo máttlaus. En hann hélt samt. Hún var komin
út að dyrunum og læknirinn lét hana styðja sig við dyrastafinn
og horfði á hana með aðdáun. „Nú iðrist þér vonandi ekki eftir
allar æfingarnar með Petu? Hnéð og öklinn er nærri því eins og
vera ber og vöðvarnir sæmilegir, það er undir sjálfri yður komið
hvenær þér farið að hlaupa um. Þér getið fengið nudd og raf-
magn, en bezt væri að þér liðkuðuð ýður sem mest sjálf. Þér
geti'ð synt þegar gott er veður, en þá verður Paul alltaf að vera
með yður — aö minnsta kosti fyrsta mánuðinn. Sjórinn og sól-
skinið gefur yður orku — það erfiðasta er afstaðið fyrir löngu,
Sherlie.“
En hvað hann vissi lítið!
Hún varð að ganga endilanga stofuna og láta leiða sig, til þess
að láta hann sjá hvernig gengi. Hann kinkaði kolli ánægður
þegar hún settist í hjólastólinn. „Þér skuluð nota hjólastólinn ef
þér þreytist, og nota staf öðru hverju. Þér fáið harðsperrur, en
eg hafði dálítjð með mér, sem Peta getur smurt yður með.“
Hann hélt áfram i sama viðfeldna tón og Peta brosti og vissi
til hvers var ætlast af henni. Þessi ánægja þeirra smitaði
Sherlie — það var undur að hún skyldi geta gengið á ný, hvernjg
svo sem framtíðin yrði. Hún ætlaði að segja við Paul að hún
væri of þreytt og í of mikilli geðshræringu til þess að tala við
hann í dag, og hann mundi verða svo nærgætinn að hann mundi
ekki þvinga hana til að gera meira en hún var maður til.
Læknirinn varö að fara í fleiri sjúkravitjanir, svo að hann gat,
ekki þegið hádegisverð.
Sherlie var óværari en svo að hún hefði nokkra matarlyst, en
reyndi að lesa og sauma fram eftir deginum. Hún varð óróleg
og hrædd þegar Paul kom ekki heim í te heldur. Hvað var hann
að gera hjá Catesby svona lengi? Hann hafði haft með sér menn
til að hjálpa og auk þess var ekkert hægt að gera eftir að dimmt
var orðið.
Harm setti ekki fyrir sig að hún væri án hans, hann vissi að
hún hafði Musi og Petu til að hjálpa sér, og var öruggur þess
vegna. Ósjálfrátt áfelldist hún hann fyrir að vera svona lengi
burtu. Ef honum stóð ekki á sama um hana hlaut hann að finna
á sér hvaða stórtíðindi höfðu gerst.
Þegar Musi kom með lampann hafði hún líka skilaboð að færa.
„Húsbóndinn kemur fyrir miðdegisverð, frú, það var eitthvað,
sem þurfti að ganga frá fyrir nóttina.“
Hún varð að snúa sér undan, svo að ekki sæust viprurnar á
vörum hennar. „Sendi hann ekki skriflegt boð?“
„Nei, hann sendi bara dreng.“
R, Burroughs
- TAISZAIM
3208
I ANÞ M-OVA BACK Ots! TUC
| þocc.the ÞE-
CirzEÍ7 TO IMSFECT THE
! &OX THE HAPLE9S
I HW7 LEFT.
Þýzkar stö&var —
Frh. af 6. síður*
ver'ið um undirbúningsviðræð-
ur að ræða á Spáni varðandi
birgðastöðvar og sjúkrahús-
byggingar, og hefði vestur-
þýzka stjórnin fallist á, að
hætta þeim, en ræða málin á
fundi landvarnaráðs Nato %
mánaðarlokin. !
Þingmönnum Verkalýðs-
flokksins þóttu svörin ófull-
nægjandi, Þeir bera fram til-
tögu um vantraust. í
Hugmyndin um þýzkar
stöðvar á Spáni er stöðugt mik-
ið rætt í brezkum blöðum. Þan
er m. a. svo að orði komist, a$
fréttirnar um þetta hafi vakið
ugg og kvíða milljóna manna
í Vestur-Evrópu og hættuleg
áróðursvopn hafi verið lögð í
hendur Þjóðverjum og eitt
blaðanna, Daily Express, segir
að ein staðreynd ætti að
minnsta kosti að vera ölluni
ljós, að í Nato sé samslarfið í
molum.
ÍR-mót í Hamragilí:
Svanberg svig-
meistari 1960.
Innanfélagsmót Í.B. í svig*
fór fra.n í gær í Hamragili hjá.
Kolvi.ðarhóli í dásamlegu
veðri, og voru áhorfendur
sennilega fleiri en nokkurn-
tíma hafa verið á innanfélags-
móti. Svanberg Þórðarson vann
svigið og varð þar með svig-
meistari Í.R. 1960. — Hahn
vanr og Stefánsmótið fyrir
skemmstu.
í fyrri umferð fékk hann 25,5
sek. og 24.1 í síðari, samtals
49,6. Annar varð Guðni Sig-
fússoii á 25,7 og 25,0, samt. 50,7.
Þriðji 'borbergur Eysteinsson á
25,5 og 25,6, samt. 51,1.
f drengjaflokki varð Eyþór
Haraldsson fyrstur á 28,5 og
24,3, samt. 52,8. Annar varð
Þorður Sigurjónsson á 34,0 og
47,5. samt. 81,6.
Þingið á Jersey (Ermar-
sundseyjum Breta) hefur
bannað sölu fastcigna til
manna, sem ckki hafa búið
á eyjunum um fimm ára
iail. Er þetta gert vegna
nrikillar eftirspurnar, sem
hefir hækkað verð svo
yfirleitt, að bað gerir eyjar -
sLeggjum lítt kleift að
eignast húsnæði.
Allt varð þetta dularfyllra
þegar ferðamaðm'inn sem
t-alaöi við Kelly var kyrktur
í klefa sínum. Bn upp á
hafnarbakkanum stóð hinn
hvíti veiMmaðui- og ákvað
að skoða í kassann sem hon- ;
um hafði verið . falið að!
flytjá. Hann fann ekkert j
HE FOUN7 NOTHINS BUT
A. CHEAP COLLECTIOM
OF COSTUME JEWELK.Y-
ANP THIS, IMCKEFIBLV,
HA« BEEM A MOTIVE
nema ódýra skartgripi og
þetta drasl hafði. þá kosj.að
manrislíf..
Húseigendafélag
Reykjayikur.