Vísir - 04.03.1960, Blaðsíða 6

Vísir - 04.03.1960, Blaðsíða 6
6 ^fSIB Föstudaginh 4. marz. 1960 WEBIWL D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskíifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00, Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði. Kr. 2,00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. „Hið þýðingariRÍkia híutverk'1 Aðalfundi miðstjórnar Fram- sóknarflokksins er nýlega lokið. Tíminn sagði frá því sem mikilli frétt, að þar hefði verið . samþykkt ein- róma! „að Framsóknarflokk- urinn hafi nú sérstaklega þýðingarmiklu hlutverki að gegna“. Engum þarf að koma á óvart, þótt Famsóknarmenn telji sig til mikilla verka borna, enda munu þeir, sem lesa Tímann að staðaldri, hafa tekið eftir því, að allar fram- farir og þjóðfélagsumætur sem orðið hafa í landinu síð- ustu áratugina, eru verk Framsóknarflokksins og honum einum að þakka, ef trúa mætti þeim, sem í það fróma blað rita. Skiptir þá ekki máli þótt Framsóknar- flokkurinn hafi á þessu tíma- bili stundum verið utan rík- isstjórnar og þá barist með hnúum og hnefum gegn hverju góðu máli, sem aðrir beittu sér fyrir, eins og han^ er vandi, þegar hann er í stjórnarandstöðu. Það skiptir heldur engu máli, þótt sam- starfsflokkar hans í ríkis- stjórn hafi stundum neytt hann til þess að láta af and- stöðu við góð mál og komið þeim fram gegn vilja hans; því hversu óljúft sem Fram- sóknarmönnum kann að vera að fylgja því sem rétt er, neyðast þeir þó til þess þegar þeir eru í ríkisstjórn, ef andstaðan kostar þá ráð- herrastólana. En hvert er hið „sérstaklega þýðingarmikla hlutverk“ Framsóknarflokksins nú, sem ástæða þykir til að fá staðfest með samþykkt á að- alfundi miðstjórnar? Hafa skoðanir verið skiptar áð- ur í miðstjórninni um hlut- verk flokksins? Hafa sumir talið það þýðingarminna en aðrir? Hefur álitið ekki verið einróma fyrr? Hvaða hlutverki hefur Fram- sóknarflokkurinn gegnt und- anfarið? Hver hefur iðja forustumanna hans verið síðan valdaferli vinstri stjórnarinnaf lauk? Allan þennan tíma hefur Fram- sóknarflokkurinn verið skemmdarafl í íslenzku þjóð- lífi. Hann barðist fyrst gegn kjördæmabreytingunni og beitti þar öllum þeim að- ferðum, sem hann mátti, sér til framdráttar, hversu ó- drengilegar og óheiðarlegar sem þær voru. Hann tapaði þeirri orustu. Réttlætið sigr- aði. Þá umhverfðist forustu- lið flokksins og hóf nýjar á- rásir, til þess að reyna að grafa undan efnahagskerfi landsips. Þessi milliflokkur, sem svo kallar sig — þessi „sátta- semjari" í íslenzkum stjórn- málum, gekk nú í lið með mesta öfgaflokki þjóðarinn- ar, flokki sem vinnur gegn íslenzkum hagsmunum. Fr« A.lþintji: Samstarfsnefndir laun- þega og vinnuveitenda. Rætt um að rannsaka starfs- grundvöll þeirra. Hringsmíningur Framsóknar. Framsóknarmenn kenndu kom- múnistum það, að vinstri stjórnin þurfti að segja af sér. Þá var allt sem miður hafði farið í því samstarfi, kommúnistum að kenna, eft- ir því sem Tíminn sagði. Þá vildu Framsóknarmenn, að sögn Tímans, Hermanns, Ey- steins o. fl., gera ráðstafanir til viðreisnar, að flestu leyti mjög líkar þeim, sem núver- andi ríkisstjórn hefur gert — og í grundvallaratriðum þær sömu. Þetta reyndist ekki hægt, vegna andstöðu kommúnista, og stjórnar- samstarfið rofnaði. Nú hefði mátt ætla að Fram- sóknarmenn hefðu verið fljótir að bjóða samstarf þeim öflum í þjóðfélaginu, sem fara vildu svipaðar leið- ir og þeir sjálfir þóttust vilja fara, meðan þeir voni í rík- isstjórn. En hvað skeður? Þegar minnihlutastjórn Al- þýðuflokksins var mynduð tók Framsókn höndum sam- an við erkióvininn úr vinstri stjórninni, til þess að berjast nú með honum gegn því, sem Framsóknarmenn töldu þjóð- arnauðsyn meðan þeir gerðu sér enn von um að geta verið áfram í ríkisstjórn. Er það ekki glæfraflokkur, sem þannig hegðar sér. Hver getur nú treyst slíkum flokki? Hver getur nú tekið mark á erindrekum Fram- sóknar, sem ferðast um landsbyggðina til þess að æsa fólk til andstöðu gegn viðreisnarlögunum? Hver getur trúað mönnum, sem segja þegar þeir eru farnir úr stjórn þvei’öfugt við það, sem þeir sögðu meðan þeir voru í stjórn? Pétur Sigurðsson, 12. þing- maður Reykvíkinga, hefir borið fram till, til þál. uin ^annsókn á starfsgrundvelli samstarfs- nefnda launþega og vinnuveit- enda innan einstakra fyrir- tækja. Tillagan var til 1. umr. á miðvikudag, og mælti Pétur þá með henni í eftirfarandi ræðu: „Þál. tillaga sú, sem hér er til umræðu, fjallar um, að fela rík- ússtjórninni að hefja nú þegar ! rannsókn á og gera tillögur um, hvort finna megi starfsgrund- | völl fyrir samstarfsnefndir launþega og vinnuveitenda innan einstakra fyrirtækja. í greinargerð sem fylgir á þingskj nr. 66 segir m. a. að með tillögu þessari sé bent á á- kveðna leið, er mætti verða til að bæta samstarf launþega og vinnuveitenda — og sé því gengið feti framar, en gert hafi verið áður á hæstvirtu Alþingi, sem hefir, eftir því sem mér er bezt kunnugt, aðeins fjallað al- mennt um þetta vandamál. Byrjun á starfi þessara nefnda mun að finna í síðustu heimsstyrjöld, þegar sú stað- reynd varð ljós, að félög og samtök launþega gátu lagt drjúgan skerf af mörkum, þeg- ar um var að ræða hagkvæmni í notkun efnis, véla og vinnu- afls, til hinnar stórkostlegu framleiðslu styrj aldarþj óðanna. í nágrannalöndum okkar hafa þær verið að þróast síðustu 10—15 árin, en strax árið 1945 komust ákvæði um þær inn í samninga launþega og vinnu- veitenda í Noregi — ári síðar í Svíþjóð og árið 1947 í Dan- mörku. Þeir, sem kynnt hafa sér starfsemi þessa í grannlöndum okkar, líta svo á, að þær hafi haft mikla þýðingu í auknu og bættu samstarfi þessara aðila, sérstaklega á eftirstríðsárunum, þegar þeir urðu að taka hönd- um saman að margvíslegri endurskipulagningu og upp- byggingu niðurbrotinna at- vinnuvega, með það markmið að leiðarljósi að bæta lífskjör fólksins og allan aðbúnað á grundvelli aukinnar fram- leiðslu og meiri hæfni til sam- keppni í hinum frjálsa við- skiptaheimi. Það er líka viðurkennt í þess- um löndum nú, að samstarfs- nefndunum hafi tekizt á undra- verðan hátt, í mörgum stórfyr- irtækjum, að sýna í verki, að aukið samstarf launþega og vinnuveitenda hefir orðið báð- um aðilum til góðs. Og það má fullyrða, að reynsla frændþjóðanna íþsssum efnum hafi sýnt, án nokkurs vafa, að beggja hagur hafi ver- ið að starfsemi þeirra. Sá hagur hefir ekki sízt skil- að sér í aukningu framleiðslu- jverðmæta, með minnkandi vinnutapi á vinnumarkaðinum og með lækkandi vöruverði. | Að reynslu grannþjóðanna ifenginni eru allir þeir, sem málum þessum hafa kynnzt meðal þeirra, sammála með fá- um undantekningum, að við- halda og auka starfsemi nefnd- anna. í samningi þeim um sam- starfsnefndur, sem undirritaður var af fulltrúum verkalýðssam- bandsins og vinnuveitendasani- bandsins í Danmörku 6. júlí 1947 er m. a. starfsgrundvöllur nefndanna skýrt markaður og með leyfi hæstvirts forseta vil eg leyfa mér að lesa 5. og 7. gr. þessa samnings: 5. gr. — Nefndinni er ætlað vera vettvangur samvinnu, ráð- gjafar og upplýsinga. Verkefni samstarfsnefndar eru eftirfar- andi: a) í því skyni að efla fram- leiðsluna á nefndin að fjalla um verkefni, sem varða hagkvæm- an rekstur, þar á meðal notkun tæknilegra hjálpargagna, skipu- lagningu vinnunnar, efnissparn- að og slíkt, þannig að stefnt sé að slíkri skipulagningu vinn- unnar með það fyrir augum j að lækka framleiðslukostnað, stuðla að lágu vöruverði og ^vinna fyrirtækinu, starfmönn- I um þess og þjóðfélaginu í heild Igagn. | Nefndin á auk þess að stuðla : að sem beztri starfsmenntun I . mnan fyrirtækisins. | b) í því efni að bæta sem mest vinnuskilyrði og um leið auka starfsgleði manna á nefnd- in að fjalla um mál, sem varða aðbúð verkamanna, öryggi, . heilbrigði og starfsöryggi og ennfremur svipuð mál, sem varða vinnuskilyrði. Ef horfur eru á, að verka- mönnum verði fækkað eða rekstri fyrirtækisins breytt, á jnefndin að fjalla um slík mál með eins löngum fyrirvara og unnt er í því skyni að draga sem mest úr óþægindum, sem þau kynnu að baka þeim starfs- mönnum, sem yrðu fyrir þessu. I c) í því skyni að vekja sem mestan áhuga starfsmanna á rekstri fyrirtækisins ber vinnu- veitanda að veita starfsnefnd- inni þær upplýsingar um fjár- hag fyrirtækisins og aðstöðu þess samanborið við hliðstæð I fyrirtæki, sem þýðingu hafa fyrir framleiðsluskilyrði og sölumöguleika yfirleitt. Upp- Framh. á 11. síðu. Tortryggni gagnvart fjörefnagjöfum. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að nú er mikil fjörefna- eða vitamin-öld. Fjörefnaskorti | er kennt um ýmsa vanlíðan og | menn fá fjörefnapillur eftir lækn isávísan, eða fara stundum beint i apótekið og fá sér glas af þess- um furðupillum, A, B, C og D, j eða pillur, sem innihalda alla I fjörefnaflokka. Að sjálfsögðu verður engin dómur á það lagð- ur hér, hvort allar fjörefna-inn- tökurnar eru nauðsynlegar eða ei, en hér verður lil athugunar j og fróðleiks tekinn upp smákafli j úr Heilbrigðiðskýrslum. Héraðs- læknir nokkur segir í skýrslu sinni til landlæknis: „Á þessu 1 Yz ári, sem ég hef stundað lækningar, hef ég aðeins ; rekizt á einn dreng með greinileg an og ótvíræðan vitaminskort j (skyrbjúg), sem batnaði strax við C-vitamingjöf. Ógrynnin öll af fólki — En það eru ógrynnin öll af fólki, sem óskar eftir vitamin- töflum og sprautum og segir, að sér batni slen og ýmis önnur ó- þægindi, svo sem gigtarverkir, við það. Eg hef frá þvi fyrsta verið tortrygginn gagnvart öll- um þessum vitamingjöfum, enda sögðu kennarar mínir í Sviþjóð, að það væri fjarstæðukennt að gefa vitamín, nema finna einhver greinileg merki um avitaminosis. Nú er dálítill munur á viðurværi hér og á Norðurlöndum, og auk þess segjast collegar mínir sjá ó- tviræðan bata af vitaminum við gigtarverki og sleni. Máttur sefjunarinnar niikill. En máttur sefjunarinnar er mikill og efnin heita ,,bæti- eða fjörefni". Eg er alltaf hræddur um, að næsta kynslóð hlæi dátt að vitaminaustrinum í olskur, svipað og við að brennivínslækn- ingum forfeðra okkar. Alla vega væri þörf á hlutlausum leiðbein- ingum um vandamálið, því að það eru gifurlegar upphæðir (leturbreyting Bérgmáls), sem sjúklingar og sjúkrasamlög eyða í vitamin á hverju ári, sérstak- lega í „sprautur" og þessa „at- ombelgi”, sem mest eru i tízku núna.“ Sargo vsr Eeng: undir ísnum. Bandaríski kjarnorkukafbát- urinn Saryo lauk fyrir skömmu mánaðar siglingu undir ísnum á norðurskautssvæðinu. Siglt var undir norðurskautið í leiðangri þessum. — Sargo kom upp á yfirborð sjávar ná- lægt St. Lawrence-eyju út af vesturströnd Alaska mjög ná- læet beim stað. sem hann hóf köf unarleiðangurinn. í leiðangrinum var komið upp á yfirborðið fimm sinnum. Fjörefni fæðunnar. Annar læknir segir m. a. i skýrslu sinni: „Sú spurning vaknar í þessu sambandi, hvort þeir, sem taka vitamín, missi ekki hæfileikann til þess að nýta vitamín fæðunn- ar, a. m. k. om stundarsakir. Komi því sömu einkenni fljótt í Ijós aftur, sé vitamingjöf hætt. Virðist mér margt benda til, að svo sé — organisminn venjist á leti við minnstu eftirgjöf. Al- menn vitamínneyðzla hefur þó áreiðanlega fleiri kosti en galla.“ Öskjtigerð— Prenástofa Hverfisgötu 78. Sími 16230.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.