Vísir - 04.03.1960, Blaðsíða 10

Vísir - 04.03.1960, Blaðsíða 10
10 VfSXR Föstudaginn 4. naarz 1980 Rosa Lund Brett: Æsí£ sigrar - durtinn. 43 lokið hádegisverðinum þegar hann kom heim. Hann leit snöggv- ast inn í stofuna þegar hann kom, og fór svo upp til að þrífa sig. Það var hálfdimmt og kæfandi lofti í lrerberginu, því glugg- unum hafði verið lokað vegna roksins, og í sífellu urgaði í sand- inum, sem veðrið feykti á gluggana. Bettina át fisk í karrí og melónusalat með beztu lyst, en Sherlie átti erfitt með að kingja nokkrum bita, en hún talaði kurteislega við Bettinu og gleymdi ekki að bjóða henni af réttunum. Paul kom inn og settist við borðið og fór að fá sér á diskinn, og spurði í hlutleysistón Bettinu hvernig hún hefði komið til Mulla- beh, og sagði ekki eitt orð, þegar hún sagði honum að'leigu- bíllinn hefði ekk: getað beðið eftir henni. „Eigum við að drekka kaffiö við borðið?“ spurði Sherle. ,,Já,“ svaraði Paul og horfði á gerfibrosið á henni. „Fórstu beint heim þegar við skildum í fjörunni." „Já, vitanlega — þú sást það sjálfur." „Mér sýndist á þér að þú hafir verið úti í rokinu, þess vegna var ég í vafa um það —“ „Það er mér að kenna,“ sagði Bettina. „Við sátum úti á svöl- unurn þangað til rokið rak okkur inn. Ef þú ert vön að hvíla þig á þessurn tíma dags, háttu ekki sitja uppi mín vegna?“ „Eg er vön að hvíla mig í góða stólnum þarna,“ sagði hún, „en eg þarf ekki að hvíla mig í dag. Rjórna í kaffið?“ Hún var skjálfhent þegar hún hellti og Paul horfði hugsandi á hana. Það var ómögulegt að gizka á hvað hann hugsaði, enda skipti það hana litlu máli. Hún var með höfuðverk og vot af svita eins og hún hefði sótthita. Þegar þau stóðu upp frá borðum settist Sherlie við gluggann og horfði á blýþung skýin, sem voru gul í jaðrana, stundum heyrð- ist þrumudynur utan af sjónurn, en stormurinn hamaðist í pálma- blöðunum. Bettina hallaði sér makindalega í hægindastól Sherlie, og reykti og masaði stanzlaust. „Þú kemst ekki til Panleng aftur fyrr en stormurinn lægir,“ sagði Paul, „við verðum að vona að þetta líði hjá áður en dimmir." Og ef ekki? hugsaði Sherlie með sér — hún þoldi ekki að hugsa til þess, og bað Paul um vindlinginn, sem hún hafði hafnaö . skömmu áður. Um fjögur leytið komst fárviðrið í algleyming, það varð dimmt og tjöldin dregin fyrir gluggana, Musi kom með lampann og bar miðdegisverðinn á borð, allskonar krásir úr hrísgrjónum, spag- ■ hetti, banönum og fleiru. Þegar þau höfðu snætt leit Paul á ' klukkuna. „Eg er hræddur um að þú konrist ekki til Panleng í kvöld, Bettina," sagði hann. „Ekki það?“ sagði hún með uppgerðar kviða. „Mér þykir leitt að liggja uppi á ykkur. Eg neyðist til að lána nátt hjá Sherlie.“ «»KKMI , I „Það verða einhver ráð með það. Við verðum að taka þessu með jafnaðargeði og fá okkur slag.“ Bettina tók því feginsamlega og var jafn mikill spilamaður og hún var góð í tennis. Hún var ein af þeim, sem vakna ekki fyllilega fyrr en komið er kvöld, og núna var hún fjörugri en nokkurntíma áður. Rigningin var eins og skýfall og lokaði þau inni í þeirra litla heirni, en loftið var rafmagnað og Paul gerði sitt til að ekki yrði sprenging. Þegar leið á kvöldið stakk Sherlie upp á að hita kaffi og Paul andmælti því ekki eins og hann var vanur, hann skildi auð- sjáanlega að hana langaði til að vera ein svolitla stund. Hún var langt komin með kaffihitunina þegar hann kom fram í eldhúsið til hennar. Hún leit snöggt til hans en hélt áfram að ganga frá kaffibakkanum. „Þú hefur verið svo góð, Sherlie,“ sagði hann alúðlega. „Er það? Mér finnst eg alls ekki vera góð,“ sagði hún. „Þetta hefur verið talsverð raun fyrir þig. Eg vildi gefa mikið til að þetta hefði ekki komið fyrir, en þú tókst því svo röggsam- lega. Ef þú vilt getum við tekið frá kaffi handa þér, svo að þú getir drukkiö inni hjá þér, ef þú villt. „Þaö kemur mér vel,“ sagði hún með óstyrkri rödd. „Þá getiö þið Betty talað saman í næði um gamla daga.“ Hún vissi að hann varð reiður og líka að hann vildi ekki láta á því bera. Hún vissi að hún hafði gengið of langt, en langaöi til að ganga enn lengra. Þetta kvendi hafði engan rétt til að vera hér! Ef hann hefði ekki tekið svona vinsamlega á móti henni mundi hún vera farin frá Bali fyrir löngu — eðá var honum kannske unun að því a.ð finna að hann gat heillað Bettinu enn- þá? Og að því er Bettinu snerti.... „Eg fer með litla bakkann inn til þín og hinn inn í stofuna. Þú ættir ekki aö drekka kaffi — aðeins mjólk. Þú þarft að fá að sofa,“ sagði Paul. „Ekki aðeins að sofa — eg þarf tilbreytingu frá Mullabeh." „Eg veit það og eg skal sjá um það undir eins og eg get. En við getum ekki talað um þetta núna — bjóddu bara Bettinu góða nótt og farðu svo að hátta.“ Paul fór með bakkann inn í svefnherbergiö hennar og Sherlie fór inn í stofuna.. „Eg vona að þú afsakir þó að eg fari að hátta, Eettina?“ „Góða, eins og eg skilji það ekki! Og hjartans þakkir fyrir að þið lofuðuð mér að vera. Góða nótt!“ Paul hafði kveikt á lampanum og lagt frarn náttkjólinn lrenn- ar, þegar hún kom inn í sveínherbergið. „Sestu og lofaðu mér að taka af þér skóna,“ sagði hann. Hann hafði gert það oft áður, en nú þoldi hún ekki að höfuðið á honum kærni svo nærri sér að hún freistaðist til að klappa því og hann brosti til hennar. „Þakka þér fyrir — eg get það sjálf,“ sagði hún. „Bara skóna....“ „Gei'ðu svo vel og farðu, Paul, eg þoli ekki meira,“ sagði hún og reyndi að hafa hernil á röddinni. „Eg held að eg þoli ekki að þú komir nærri mér.“ Þó hún hefði lagt sig alla frarn hefði hún ekki getað sagt neitt eitraðra. Hann beit á jaxlinn, kafroðnaði þó sólbakaður væri, grænu augun urðu hörð, en ekki kom orð yfir varir honum. Á einu a.ugnabliki hafði hann tekið á sig ógagnsæu grímuna og steinþegjandi gekk hann út úr herberginu. Hún sat nötrandi á rúmstokknum, skelfd af hinni hræðilegu beiskju í garð hinna tveggja, sem sátu yfir kaffinu inni í stof- unni. Hún vissi með sjálfri sér að þessi reiði, þessi afbrýði og þessi þrá — allt varð það rakið til ástarinnar, til ósvikinnar, hamslausrar og meiningarlausrar ástar — ekki til hinnar lit- lausu kenndar, sem hún hafði áður kallað ást. Hún vildi njóta heitustu ástríðutilfinninga Pauls — allt eða ekkert. * A KVÖLDVÖKM í Mineola L, I. var Edgar |Woods, 69 ára að aldri, tekinn fastur fyrir illa hegðan. Hann hafði tafið umferðina á áríðandi vegamótum, klæddur sem jóla- sveinn. ★ í Spartanburg S. C. kom lög- regluþjónn með þessa skýrslu er hann hafði flutt Joe Grier á sjúkrahúsið: „Höfuðkúpubrot. Öxi féll of- an af vegg og hitti Joe á höfuð- ið. Það var öxi Joes og höfuð Joes. Engar kærur. Rannsókn lokið.“ ★ Mörgum þykir þessir van- sköpuðu dvergar, sem margir í Mið-Evrópu nota til að skreyta með garða sína, vera heldur ó- smekklegir. En meðan Saud konungur í Saudi-Arabíu var í Þýzkalandi varð hann svo hrif- inn af þeim, að hann ákvað að útvega sér heila röð af þeim til að láta standa fyrir utan eyði- merkurhöll sína. En hann er ekki olíumilljónari til einskis. Dvergarnir hans eiga að vera upplýstir innan frá — og þeir R. Burrougiis - TAISZAN 3209» *VÍA GOINS yOUfí WAYJ SAiÞ TAK.2AN, "'Al'JP’ I tCNOW &EN AB=N. FEKUAFS I CANi PEFtSUAP’E HIM TO LET YOU HUNT." 'PAeiZON,M'SIEUj HE STA.fAMEK.Ei2 "I COULF NOT H.ELP OVERHGAE— ANP I-X HAVE UKGENT BÚSi'NESS \ Tarzan og Kelly hlustuðu á tal ókunna mannsins, sem í sagðist heita Pierre Blanc og væri á leið til frönsku ný- lendunnar Batiste. Það er hjúkrunarkona við sjúkra- húsið þar sem er unnusta mín. Hann roðnaði og sagði: „Eg, eg gæti. .. . “ Kelly hló. „Þetta er í.lagi. Fljótur að taka pjönkur þinar, við erum að leggja af stað.“ eiga einnig að geta gosið vatni. Fjölskyldan var að setjast niður við miðaagsmatinn. Frúin leit út um gluggann og sá gesti koma. Hún kveinaði: „Hér koma gestir og eg er viss um, að þeir eru ekki búnir að borða.“ „Flýtið ykkur,“ sagði bóndi hennar. „Við skulum öll fara út á svalir og stanga úr tönn- um okkar.“ Snjókoma, svo rigning. Kl. 8 var suðaustanátt hér á landi. Urkomulaust var og vindur liægur á Norður- og Austurlandi og víða snjó- koma. Frostlaust á Suður- landi, anr.ars mest frost 14 stig á Akureyri og 13 á Eg- ilsstöðum. í Reykjavík var austanátt og 5 vindstig, frost 1 stig, en mest í nótt 6 stig. Úr- koma í nótt 4,2 mm. Fyrir suðvestan land er lægð, sem hreyfist norð- austur. Veðurhorfur ; Reykjavík og nágrenni: Allhvass aust- an og snjókoma fyrst, en síðar hvasst og rigning. Ætla a5 Eefta að Sédóma aftur. Fyrir nokkru gerðu menn árangurslausa tilraun til að' finna Sódóma og Gomorra í Dauðahafinu. Var gerð tilraun til að kafa í vatnið og finna rústir borg- anna þannig, ef um einhverjar rústir væri að ræða, en hún bar ekki árangur. Nú hefir annar hópur kafara fengið leyfi yfir- valdanna til að leita borganna, og munu þeir gera það með vor- inu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.