Vísir - 08.03.1960, Blaðsíða 4

Vísir - 08.03.1960, Blaðsíða 4
vfSIB Þriðjudaginn 8. marz 1960 T18IK D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. . Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. _ _ . . Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði. Kr. 2,00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Ekki vantar mannaiætin. Fyrir nokkru var haldinn hér í bænum aðalfundur mið- stjórnar Framsóknarflokks- J Ins. Þar var, eins og gefur að skilja, gerð samþykkt varð- . andi stjórnmálaviðhorfið, og hefst hún á því, að flokkur- inn er talinn hafa sérstaklega f þýðingarmiklum hlutverkum að gegna eins og sakir: standi. hefir verið bent lít- illega á það hér í blaðinu, hvernig aðalhlutverk flokks- ins hefir snúizt upp í það að gerast fullkomið handbendi kommúnista og reka erindi þeirra í einu og öllu. En í ályktuninni segir enn- fremur: „Framsóknarflokk- urinn mun af alefli berjast ' fyrir því, að framfaraþró- unin hefjist á ný og aftur- haldsöflunum takist ekki til frambúðar að buga hana með samdráttar- og kreppustefnu sinni.“ Margir munu brosa, þegar þeir lesa þessa yfir- lýsingu, því að hún hljóm- ar dálítið skoplega, þegar hún kemur frá Framsóknar- flokknum, ekki sízt af því að með ráðleysi sínu í ríkis- stjórninni, sem kölluð hefir verið vinstri stjórnin, undir- bjó hann dyggilega að kalla kreppu yfir fslendinga með fálmi sínu, káki og hræðslu við að horfast í augu við veruleikann. Þegar litlir menn ætla að glíma við mikil verkefni, vill oft illa til takast. Þetta sannaðist áþreifanlega á Frámsóknarflokknum, þeg- ar hann var síðast í stjórn. í hvert skipti sem taka þurfti ákvörðun um lausn vandamálanna, kaus hann það ráð að velta vandanum yfir á framtíðina, og þegar erfiðleikarnir höfðu vaxið eins og snjóbolti, sem velt- ur niður brekku, hlupu Framsóknarkempurnar bara frá öllu saman. Þetta er nú sannleikurinn í þessu efni, og það eru hlægileg manna- læti og mont, þegar Fram- sóknarlyddurnar þykjast geta barizt fyrir einhverri framfaraþróun. Barátta Framsóknar. Þó skyldu menn ekki ætla, að ið alla tíð og verður um alla Framsóknarflokkurinn sé framtíð. ekki stundum fús til að berj- Þessi barátta flokkrins hefir ast. Hann getur einmitt bar- izt af miklum móði, ef hann er að berjast fyrir hagsmun- um þeirrar þröngu klíku, sem myndar foringjahópinn. Þá stendur ekki á því, að > menn sé fúsir til að leggja jafnvel nótt við dag í bar- áttunni. Það er nefnilega sannleikur- inn um Framsóknarflokkinn. Hann er fyrst og fremst stofnaður til að skapa á- kveðnum hópi manna sér- réttindi innan þjóðfélagsins. Öll hans þjóðmálabarátta miðast við að vernda þessi sérréttindi og auka þau, þeg- ar þess er kostur. Þannig • hefir starfsemi flokksins ver- leitt til þess, að foringja- klíkan hefir'. glatað dóm- greind sinni að nokkru. Vold ugir menn innan samtaka Framsóknarflokksins og kaupfélaganna hafa fengið þá flugu, að þeir væru hafn- ir yfir lögin, sem aðrir verða að hlíta. Þetta hefir leitt þá út á ógæfubraut — þeir hafa gerzt brotlegir við landslög, eins og öllum er kunnugt. Það væri því þessum mönn- um fyrir beztu, ef þeir gerðu sér grein fyrir því, að um þá verða að gilda sömu lög' og aðra. Það mun firra þá allskonar vonbrigðum og vansæmd. fyllti kirkjurnar. Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar ber góðan árangur. Gleggsta dæmiö. Eitt gleggsta dæmið um það, hvernig Framsóknarmenn eru búnir að koma ár sinni fyrir borð, er tekjuskattur- inn, sem lagður er á sam- vinnuhreyfinguna. Um langt að af þessari miklu veltu, sem nemur hundruðum mill- jóna og ef til vill milljörð- um, greiða þeir aðeins 1.3 af hundraði af tekjuskattinum, sem ríkissjóður innheimtir. skeið hafa samvinnufélögin Þegar ríkissjóður fær 100 krón- ur af tekjuskattinum, er að- eins kr. 1.30 —ein króna og þrjátíu aurar — frá sam- vinnuhreyfingunni og kaup- félögunum með allra þeirra státað af því, að þau hefðu um það bil þriðjUng allrar verzlunarveltu í landinu. En fyrir- óeigingjarna baráttu Framsóknarflokksins hefir •-tk verið;i6ið:^yö úm hþútana, velt^. Fká; öð'rpm kömá kr. j eru núsfcúhhaíiáúst'. Hinn almenni æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar var s.l. sunnu- dag. Veður var víðast hvar gott og þátttakan mjög góð. Fréttir hafa borizt frá eftirfarandi stöðuum. REYKJAVÍK í Reykjavík var æskulýðs- guðsþjónusta í öllum kirkjum bæjarins og í sumum voru tvær messur auk sunnudagsskóla. Voru allar kirkjurnarþéttsetnar og víðast tóku ungmennin sjálf þátt í messugjörðinni. Um kvöldið var svo æskulýðssam- koma í Fríkirkjunni og sóttu hana um 800 manns. Polyfon- kórinn og Frikirkjukórinn sungu, en ræður fluttu séra Jóhann Hannesson og séra Olaf- ur Skúlason, en samkomustjóri var séra Bragi Friðriksson. Séra Þorsteinn Björnsson, Fríkirkju- prestur , annaðist helgistund í lok samkomunnar. Á þessari samkomu söfnuðust á þriðja þúsund kr. í ferðasjóð íslenzku þátttakendanna á æskulýðsmót, sem haldið verður í Lausanne í Sviss í júlí í sumar á veg- um Alkirkjuráðs. Mun 15 manna flokkur halda héðan 2. júlí með Gullfossi. Merki voru seld í bænum og og sölubörnum víðast mjög vel tekið. HAFNARFJÖRÐUR í Hafnarfirði var æskulýðs- guðsþjónustan geysivel sótt. Frú Hrefna Tynes, varaskáta- höfðingi íslands, flutti stutt á- varp og stjórnaði. sérstakri helgi athöfn, sem skátar önnuðust.En prófasturinn, séra Garðar Þor- steinsson prédikaði. Hafði sér- stakt messuform verið prentað með mynd af Hafnarfjarðar- kirkju á forsíðu. Merki seldust vel í Hafnarfirði og einnig í Kálfatjarnarsókn, þar sem öll merkin seldust upp. SEYÐISFJÖRÐUR Á Seyðisfirði sótti allt ungt fólk §taðarins guðsþjónustuna, sem séfa Erlendur Sigmunds- son annaðist. Merkin seldust mjög vel. NORÐURLAND A Norðurlandi var veður mjög fagurt en illfært um sveit- ir sökum mikilla snjóa, sem varð til þess, að æskulýðsguðs- þjónustur voru ekki haldnar til sveita. En í Grenjaðarstað- arsókn fóru meðlimir æskulýðs- félagsins um sveitina á skíðum 98.70! Það mikla fjármagn, sem samvinnuhreyfingin hef- ir getað náð undir sig vegna forréttindanna á undan- gengnum áratugum, er því tekið út úr þjóðarbúskapn- um að -þessu leyti. Það er sannarlega ástæða til, að það fái að inna af hendi sams- konar hlutverk og fjármun- ir annarra, sem. skattlagðir , ■--. v'ji i*. »U*J.: 1 —'f C'.-. >•' _.j-., > wj til þess að selja merki dagsins, og seldú vel. Á SIGLUFIRÐI Gekk æska bæjarins fylktu liði í kirkju og hlýddu messu sóknarprestins, séra Ragnars Lárussonar. Gengu skátar fremstir undir fánum en efstu bekkir barnaskólans fylgdu á eftir með kennurum sínum. Unglingarnir tóku virkan þátt í messunni, fóru t.d. með trúar- játninguna og Jóhannes 3:16, og tóku vel undir söng kirkju- kórsins, sem söng undir stjórn Páls Erlendssonar, organista. Merkjasalan gekk mjög vel og seldust um 500 merki. Á AKUREYRI var kirkjukórinn prýddur fánum Æskulýðsfélagsins, en lexíur dagsins lásu Guðríður Þórhallsdóttir og Rafn Hjalta- lín. Sr. Kristján Róbertsson þjónaði fyrir altari en sr. Pétur Sigurgeirsson prédikaði. Jakob Tryggvason lék á orgelið og stjórnaði kirkjukórnum, en Ás- kell Jónsson stjórnaði kór Gagnfræðaskóla Akureyrar. Skólastjórar og flestir kennar- ar framhaldsskólanna á Akur- eyri sóttu kirkju með nemend- um sínum. Börnin í sunnudags- skólanum seldu merkin, og frjáls samskot voru í kirkjunni til stuðnings við æskulýðsstarf- ið. Á Húsavík sótti allur gagn- fræðaskólinn ásamt skólastjóra og kennurum guðþjónustu, sem séra Friðrik A. Friðriks- son annaðist. Frú Gertrude Friðriksson lék á orgelið stjórnaði kirkjukórnum. Þannig mætti halda áfram að telja upp söfnuð eftir söfn- uð um allt land. því hvarvetna var þátttakan afbragsgóð og mikil ánægja með hið vaxandi æskulýðsstarf innan kirkjunn- ar. Uppkast að Kýpur- samningi gert. Julian Amery, aðstoðar- nýlendmálaráðherra Bretlands, og höfuðleiðtogarnir á Kýpur undirrituðu fyrir helgina upp- kast að samningi varðandi þjálfun brezkra hersveita á Kýpur utan herstöðva þeirra, er þeir fá. Þar með er hersetumálið sjálft ekki leyst, þ. e. um land- stærð þeirra. Sagði Makarios erkibiskup, að hann sæi enga von til þess, að deilan leystist, ef Bretar héldu til streitu kröf- unni um 300 ferkílómetra land undir herstöðvar. og Þörf þjóðar einingar. „Eg, sem þessar línur rita, hefi hvatt til þess nokkrum sinn- um, í pistlum birtum í Bergmáli, að þjóðin sameinaðist um að vísa á bug öllum tilraunum til trufl- unar og stöðvunar á vinnumark- aðinum, þar sem það væri höfuð* skilyrði fyrir efnahagslegri viðr reisn, að vinnufriður haldist. Nú berast fregnir um, að bátar muni stöðvast í hinni miklu verstöð, Vestmannaeyjum, í upphafi næstu viku, ef ekki takist samn- ingar innan þess tíma (14. marz) um nýja fisverðssamninga. Um þessa deilu verður ekki rætt hér sérstakléga, en bent á hver hætta er á ferðum, ef verkfallsalda skyldi rísa. Ekki vegna efna- liagsráðstafan- anna einna. Það er ekki vegna efnahags- ráðstafanna ein'na, sem þjóðar- einingar er þörf. Sendinefnd ls- lands, sem á að tala máli Islands, á hinni mikilvægu ráðstefnu, sem hefst 17. þ.m. í-Genf, um réttar- reglur á hafinu, á að tala þar máli okkar í landhelgismálinu, er á förum þangað að kalla, og tveir nefndarmanna þegar farn- ir til undirbúnings. Nú ætti þjóð- in að einbeita sér að stuðningi við þessa sendimenn okkar i þessu mikla réttlætis- og sjálf- stæðismáli okkar, landhelgismál- inu, — senda þá til Genfar í þeirri öruggu vissu, að þeir hafi þjóðina alla sem einn mann að baki sér. Og hún ætti ekki ein* ungis að vera samhend og sam- huga um þetta. Hún ætti einn- ig að vera það í því, að skapa öryggi heima fyrir með þvi að treysta efnahag landsins, og þar er höfuðsklyrði, að vinnufriður- inn haldist. Vaxandi skilningur. Svo virðist sem aukinn skiln- ingur sé á því, a. m. k. hér í bæ, að hið eina skynsamlega og rétta, þegar um efnahagsráð- stafanir er að ræða, er að biða á- tekta í bili, og sjá hvernig þess- ari miklu tih’aun reiðir af. Ég segi miklu tilraun, því að um annað er ekki að ræða en viður- kenna, að hér er um mikla til- raun að ræða til að rétta efnahag landsins og álit, og það viður- kenna jafnvel þeir, sem láta 1 ljós óánægju með það, sem verið er að gera, en taka þá afstöðu að „bíða og sjá hváð setur“, a. m. k. um sinn, enda hafa hinir óá- nægðu menn, að því er virðist, ekki nein úrræði sjálfir á tak- teinum. Nú er sá tími er þjóðin þarf að standa saman, ekki að eins út á við, heldur einnig á inn- lendum vettvángi. Aldrei hafa átt betur við varnarorð skálds- ins: Litla þjóð, sem átti í vök að verjast, vertu ei við sjálfa þig að berjast. Borgari." f Fimmtán menn meiddust í olíubruna í Buenos Aires á mánudag. Komst eldur í fjórar benzínflutningabif- reiðir og þótti kraftaverk, að ekki skyldi verða spreng- ing. Matsvein og háseta vantar á netabát- frá Reykjavík. Upplýsingar í síma 10344. KSOðaœKKSKKX

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.