Vísir - 08.03.1960, Page 5

Vísir - 08.03.1960, Page 5
Þriðjudaginn 8. marz 1960 Ben Gurion kemur til Bandaríkjanna I dag. Arabaleiðtogar áhyggjufullir vegna fyrir- hugaðra viðræðna. Ben Gurion forsætisráðherra ísraels kemur til Bandaríkj- anna í dag. Hafa leiðtogar Ar- abaríkjanna miklar áhyggjur af þessu ferðalagi hans. Stafar það af því, að vitað er, að hann mun eiga viðræður við Dag Hamarskjöld framkv.stj. Sameinuðu þjóðanna, og senni- lega einnig við Eisenhower for- seta og Herter utanríkisráð- herra. Kunnugt er, að ísrael telur sig mjög þurfandi fyrir aukinn vopnabúnað, vegna hættunnar, sem það telur sig í vegna hótana og viðbúnaðar Arabaríkjanna, sem hafa getað fengið ótakmöi'kuð hergögn frá kommúnistalöndunum. Araba- ríkin vilja veikt fsrael hernað- arlega, róa öllum árum að því, að fsrael fái ekki keypt vopn. Frakkar hafa þó selt ísrael vopn m. a. flugvélar, en nú er rætt um að þeir muni ekki verða tilleiðanlegir til að selja þeim vopn framvegis, og mun það vera vegna einhverra lof- orða frá Arabalöndum að því er snertir starfsemi útlaga frá ■ Alsír í löndum þeirra. Heimsókn Ben Gurions • er einkaheimsókn, því að hann fer til að vera viðstaddur, er há- skóli Massachusetts útnefnir hann heiðursdoktor. Dag Hammarsskjöld er sagður fara ekki dult með, að hann telji við- ræðurnar við Ben Gurion hinar mikilvægustu. Kunnugt er, að fulltrúar 10 Arabaríkja hafa rætt við Dag Hammarskjöld vegna komu Ben Gurions, og einnig komið í utanríkisráðuneytið í Wash- ington sömu erinda. Næsta bókmenntakvöld í ameríska bókasafninú að Lauga vegi 13 verður haldið í kvöld, þriðjudag og hefst kl. 8,30 e. h., en nokkur slík bókmennta- kvöld hafa verið haldin þar af og til í vetur og .reynzt vinsæl. Að þessu sinni verður lesið upp úr írskúm sögum, og hefur enski sendikennarinn við Há- skóla íslands annazt val á efn- inu. Mun hann og fleiri lesa upp úr þessum írsku sögum: ÖUum er heimill aðgangur að þessum bókmenntakvöldum. Afríkuleiðtogum fagnað hér af miklum innileik. Kvikmyndin „Frelsi46 sýnd við fádæma hrifni. Kvikmyndin Frelsi var sýrid í Austurbæjarbíói í gærkvöldi við mikla hrifni áheyrenda, sem voru í rauninni miklu fleiri en húsrúm leyfði, því að fjölda margir stóðu á göngum. Þessarar merkilegu myndar var getið ítarlega hér í blaðinu í gær, en hún fjallar um þjóð- ernisbaráttuna, frelsishreyfing- una, í Afríkulöndum, — lika um hætturnar, sem varast þarf og hvers gæta ber, svo að vel fari. . Áður en sýningin hófst flutti síra Jóhann Hannesson ávarp og kynnti gestina, sem hingað eru komnir, þá síra George Moleter, prest Prestbyterane- kirkjunnar í Suður-Afríku, Bremer Hofmeyer, Búa frá Suður-Afríku, Oppermann írá Suður-Rodesiu, Hopkraft, sem er bóndi í Kenýa og Derek Gill, aðalritstjóra frá Suður-Afríku. Síra Jóhann þýddi ávörp af leikni og skörungsskap. Að sýningu lokinni var kynntur Manasseh Moerane frá Suður- Afríku, sem leikur aðalhlu- verkið í myndinni, og ræddi hann alla ítarlega siðfræðing- arhreyfinguna, en hana taldi hann hið eina, sem geti bjargað Afríku. í rauninni vilja allir leiðtogar flokka og aðrir hið sama — metnaður og eigin- girni villi sýn, en þegar menn varpi af sér þeim fjötrum, biðji hverjir aðra fyrirgefningar á VÍSIB misgerðum, og hefji óeigin- gjgrpt samstarf, innblásið af guði4 geti sigur Unnist. Moerane lagði áherzlu á, að hvorki „kolönialismi“ éða kommún- ismi gætu bjargað Afríku. Gestunum var tekið með dynjandi lófataki og myndin vakti óskifta athygli og mun verða mönnum til umhugsunar og aukinnar fræðslu. Kynnin ættu að reynast öllum mikil- væg og vafalaust mann- bætandi hvarvetna, en myndin hefur verið sýnd og haft mikil áhrif víða um lönd. Formannsefni — Framh. af 1. síSu. listarnir höfðu hlotið jöfn at- kvæði, sín 24 atkvæðin hvor. Var það þá tekið til bragðs að láta fram fara allsherjar at- kvæðagreiðslu innan félagsins og fór sú atkvæðagreiðsla fram siðastl. laugardag og sunnudag. Á kjörskrá voru 200 manns, en þar af voru um 40 fjarverandi úr þorpinu. Rúml. 100 neyttu atkvæðisréttar. Leikar fóru svo að enn urðu atkyæði jöfn, 52: 52. Er nú illt í efni, en heyrzt hef ur að reynt verði til þrautar með nýrri allsherjaratkvæða- greiðslu, og skuli hún fara fram um næstu helgi. Það þykir nokkurum tíðind- um sæta og næsta kynlegt við þessar atkvæðagreiðslur að for- mannsefnið á öðrum listanum hefur til þessa ekki fengizt til að neyta atkvæðisréttar síns. NorSmenn — Frh. af 1. síðu. til fiskmjölsvinnslu. Herpinóta- veiðunum verður að halda á- fram, en ekki dugir að binda jafnmörg skip við þessar veið- ar og verið hefur. Of mikið fé hefur verið fest í sildarbræðslum. Þeim verður að sjá fyrir hráefni og þar koma ýmislegar aðrar fisktegundir til greina aðrar en síld, svo sem spærlingur og síli á ýms- um tíma árs, en með því myndi framleiðslutími bræðslanna lengjast. Finn Devold fiskifræðingur tekur í sama streng. Hann sagði að leggja bæri meiri á- herzlu á veiðar í reknet allt árið um kring og auka sild- veiðar með togveiðarfærum. Því er spáð að fáir geri út á herpinótaveiðar næstu vetrar- vertíð. Snjór og „sumar“ á Suðurlandi. Margir fóru úr bænum í fyrradag. Geysileg tunferS var á sunnud. á flestum vegiun úr Reykjavík, og þó langmest á leiðinni aust- ur í Skíðaskálann í Hveradöl- uin. Veður var svo fallegt, sem best verðuur á kosið á vetrar- degi. Hiti um frostmark og glampandi sólskin fram eftir degi. Jörð var alhvít og skíða- færi hreinasta fyrirtak, að sögn skíðamanna, en vegir aflir vel færir. Um hádegi jókst umferð- in austur gífurlega, og að sögn manna, sem fara þennan veg á hverjum degi, hefur sjaldan sést önnur eins umferð. Bif- riðarnar óku svo til fast hver ! við aðra, og var óslitin röð bíla allt frá bænum og aust- ur í Hveradali. ! Þar efra var mikill fjöldi ái skíðum, ungir og gamlir, eni þeir, sem ekki höfðu skíði með* ferðis, gengu um nágrennið, og börnin veltu sér í snjónum- Skíðalyftan var í gangi meiri- hluta dagsins, svo að fólk þurfti) ekki að strita upp brekkuna, enda var hún óspart notuð. . Slíkir dagar eru því miður! ekki margir, svo að gott er að vita að sem flestir hafi tæki- færi til að njóta þeirra, enda eru þeir minnisstæðir öllum í langan tima. I Norræn leikaravika i Kaupmannahöfn. • • Þorsteinn 0. fulltrúi íslenzkra leikara. Þessa daga, 6.—13. marz, stendur yfir í Kaupmanna- höfn kynningarvika norrænna leikara, hin svokallaða „Rich- mond-vika“ en þátttakendur búa á Hótel Richmond í boði W. Kesbbs, hóteleiganda. Félagi ísl. leikara barst ný- lega boð frá danska leikara- sambándinu um að senda einn fulltrúa á þessa „viku“ og varð Þorsteinn Ö. Stephensen fyrir valinu, og fór hann utan sl. laugardag. I Þetta er í 6. sinn að slík: j kynningarvika norrænna leik- ara er haldin í Kaupmanna- höfn, tvær hafa verið í Oslo og. Stokkhólmi, ein í Helsingfors og ein í Reykjavík, á siðastl. vori. f Þessar „vikur“ eru mjög vinsælar og einnig gagnlegar Jog hafa orðið til að efla mjög kynni og skilning meðal nor- rænna leikara. Afmælistónleikar Sinfón- íunnar í kvöld. FrumfluU verk eííir Pál ísólk’ssou. Sinfóníuhljómsveit íslands á 10 ára afmæli á morgun og minnist þess með tónleikum í Þjóðleikhúsinu í kvöld, og stjórnar dr. Róbert A. Ottósson, sem stjórnaði fyrstu tónleikun- um og fleiri en nekkur maður annar. Á tónleikunum í kvöld verða og flutt tvö meginverk, sem leikin voru á fyrstu tónleikun- um, sem sé Egmont-forleikur- inn, op. 84 eftir Beethoven og sinfónia nr. 8, „Ófullgerða sin- fónían" eftir Sshubert. Þá verð- ur flutt í fyrsta sinn lýrisk svíta eftir Pál ísólfsson. Fyrsti framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar var Björn. Jónssön, en flest árin hefur gegnt því starfi Jón Þórarins- son. Þeir ræddu við fréttamenn; fyrir helgina í tilefni af afmæl- inu, og birtist frásögn af því í blaðinu á morgun, afmælisdag- inn. Gætið að yðar eigin hag! Allar vörur sem koma í verzlanirnar í þessari viku seljast við eldra verðinu . Aðalstræti 8. Laugavegi 20. Snorrabraut 38.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.