Vísir - 08.03.1960, Síða 7

Vísir - 08.03.1960, Síða 7
Þriðjudaginn 8. marz 1960 VlSIR 46 til-heiðurs þér,“ sagði hann, „af því að þú gast ekki 'tekið þátt í gleðskapnum í brúðkaupinu. Þetta á að koma í staðinn." „Það finnst mér hálf skrítið." „Ekki frá sjónarmiði þeirra innfaeddu. Þetta er látlaust fólk og þú verður að látast vera eins, þó ekki sé nema nokkra klukku- tíma.“ Hún lét sem hún tæki ekki eftir kaldhæðninni í rómnum og spurði: „Hvenær á þessi hátíð að verða?“ „Annað kvöld. Fólkið verður allt í beztu flíkunum sínum, og þú verður að gera eins.“ Hann stakk hendinni i vasann og tók upp smáböggul. „Eg-veit að þú átt enga skartgripi, svo að eg keypti handa þér festi í tilefni af þessu.“. Hann fór út en hún sat eftir og horfði eins og dáleidd á bögg- ulinn, og hugsaði til dagsins, fyrir mörgum vikum, er hann hafði sagt í spaugi: „Þú hefur enga morgungjöf fengið hjá mér, en eigum við ekki að bíða þangað til við getum farið saman til gull- smiðsins í Panleng?“ Jæja, þarna var morgungjöfin og hún varð að haga sér eins og hún væri frú Stewart, þó að í raun og veru væri hún það ekki. Hún opnaði ekki böggulinn fyrr en kvöldið eftir, þetta var dýr gripur, sem mundi hafa vakið athygli jafnvel hjá ríka ferða- fólkinu í Panleng. í festinni voru handsmíðuð blóm úr hreinu gulli með safír í miðju. Með sjálfandi höndum festi hún keðjuna um hálsinn á sér. Hún leit í spegilinn og sá hve vel festin fór við hvíta silkikjólinn og Ijósa hárið á henni. Paul stóð í stofunni í hvíta smokingjakkanum þegar hún kom inn. „Þú ert töfrandi," sagði hann. „Þökk fyrir —“ „Líkar þér festin?“ „Hún er undurfalleg." Hann lagði skikkjuna á herðar henni. „Musi segir að hátíðin sé byrjuð — svo að því fljótar sem við förum því fljótar getum við farið heim aftur.“ Hún hugsaði til þessara orða daginn eftir og var að velta fyrir sér hvort hann hefði haft grun um það sem þau áttu í vændum. Þau gengu ofan í þorpið, þet'ta var yndislegt kvöld, mikið tungsljós og sterkur ilmur af blómunum. Blómastúlkur og hundruð syngjandi BaU-fólks tók á móti þeim og stráði blómum yfir þau og óskaði þeim til hamingju. Svo urðu þau aö setjast í heiðurssessinn ásamt höfuðsmann- inum, konu hans og elsta syni, og horfa á athöfnina, sem hófst með hægum dansi ungra drengja í hólkvíðum buxum og þröngum vestum. Drengirnir hreyfðu sig hæverksulega eins og þeir væru að dansa fyrir sjálfan rajahinn. Svo hófst hátíðin sjálf og nú var gengið á milli með safa- miklar ketsneiðar af grisum, sem steiktir höfðu verið i heilu lagi, allskonar grænmeti og litríka ávexti og þessu var skolaö niður með rísvíni eða melónusafa og paw-paw. Prentum fyrir yður smekklega ~ogpfl]otlega PRENTVERKí KLAPPARSTlG -10 — SÍMÍ 194 43 Sherlie varð órótt af öllum hávaðanum og hljóðfæraslættinurn og fékk velgju af hinum feita, kryddaða mat, henni létti er borðhaldið var gengið um garð. Hn sá í svip þríhöfða gyllta goðið, sem var herfilegt ásýndum í bjarmanum frá- ljóskerunum, sem vögguðu hægt í næturgolunni. „Nú byrjar sjálfur dansinn,“ sagði Paul, „og þeim er forvitni á að heyra hvernig þér líst á hann. Þú verður að láta sem þú sért verulega hrifin." Og hún varö verulega hrifin. Ungu stúlkurnar höfðu lita'ð augnabrúnirnar kolsvartar og varirnar eldrauðar og málað kinn- arnar, allar voru í samskonar grænum sarongum, með rauðan trefil strengdan um rnittið, frá handvegunum og niður á mjaðmir. í festi um hálsinn héngu smeltar bringuplötur, og allar voru þær með gljáandi kórónu á höfðinu. Þær byrjuðu með því að fórna goðinu og snertu skál með vígðu vatni með vörunum, áður en hinn takfasti dans hófst, með undirleik bali-gítara. Sherlie var agndofa þegar dansinum lauk. „Er það nú búið?“ hvíslaði hún. „Nei ,því miður — það er mikið eftir. Eigum við að fara?“ „Við megurn ekki rnóðga fólkið — kannske eg ætti að fá svo lítið af rísvíni til að liressa mig á—“ „Eða kannske ekki,“ sagði hann ónotalegur. Svo breyttist allt, hátíðlegu athöfninni var lokiðog nú lék heil sveit xylófóna, hljóðpípna og messingskála með fullum krafti, en fólkið söng þjóðvísur sínar og risvínið var óspart drukkið. Ný blórn hrúguðust saman við fætur gestanna og nýir réttir voru i bornir á milli manna. En þegar hæst stóð reis Paul upp, höfuðsmanninum til mikillar raunar og undrunar. Gamli maðurinn afhenti Sherlie silfurskrín og hún horfði ráðalaus á Paul. En grænu augun í honum voru hörð og hún gat ekki lesið neitt úr þeim. Hafði hún gert ein- hverja skissu? Hann hafði sagt henni að hún mætti aldrei hafna gjöfum frá innfædda fólkinu og auk þess skildi hún ekki orð af því, sem höfuðsmaðurinn sagði við hana, það stóð Paul næst að hjálpa henni og afstýra því að hún lenti í vandræðum. Hann þakkaði fyrir boðið og óskaöi öllum góðrar skemmtunar fram eftir nóttinni, en fólkið hló og gaf hvert öðru olnbogaskat. Sherlie var þreytt og angurvær er þau gengu heim. Þegar þau komu inn skrúfaði Paul niður i lampanum og sagði: „Þú hlýtur að vera þreytt, það er bezt að þú farir að hátta.“ „Hvað á eg að gera við þetta?“ spurði hún og benti á skrínið. „Settu það í kommóðuskúffuna og gleymdu því,“ sagði hann hryssingslega. „Var það tilgangurinn með því?“ „Þetta er einn af þessum öfgasiðum þeirra,“ sagði hann. — „Farðu að hátta. Sherlie fór snemma út á svalirnar hafði Paul nærri því lokið við morgunverðinn. Hann ýtti frarn stól handa henni hann virtist þreyttur og var með hrukkur kringum munninn og augun. „Eg verð að fara til Catesby og kem ekki heirn um hádegið.“ Hann þurfti vafalaust ekki að fara til Catesby aftur í dag, en mun hafa þráð að kornast burt til að losna við hana. Hún sat í öngum sínum þegar hann var farinn, óg starði út í ®afu Þessa merka rits. Landvarnaáætlun Breta samþykkt. Neðri málstofa brezka þings* ins samþykkti landvarnaáætl* unina fyrir helgina. Ward ráðherra ræddi m. a. nokkuð um hina miklu, fvrir* huguðu radarstöð, sem reist verður í Yorkshire. Hann kvað hana mundu tryggja, að hægt yrði að koma sprengjuflugvél- um á loft fyrir árás, en við slílt varnarskilyrði myndi engin þjóð leggja í að gera árás á landið. Hafin útgáfa á 5. bindi Annáls 19. aldar. Annáll nítjándu aldar eftir síra Pétur Guðmundsson frá Grímsey byrjaði að koma út á fætur daginn eftir og þegar hún kom |^vr*r árum og eru þeg- ar komin út af honum fjögur allstór bindi. Á þessu tímabili hafa orðið eigandaskipti að útgáfunni oft- ar en einu sinni og það hefur að vonum seinkað nókkuð út- Hin árlega kaupstefna og iðnsýning í HANNOVEM fer fram 24. apríl til 3. maí. Upplýsingar og aðgönguskírteini hjá okkur. Látið okkur skipuleggja ferð yðar til Hannover. FERÐASKRIFSTOFA RIKISINS. Sími 1-15-40. R. Burroughs JACICICELLY PJSM'iSSES? TARZAN'G CJUALAAS AWF tALLEP’ POK TME SAFAKI TO SET UNl?EK VVAY. - TAE2AM 3211 Kelly gle* áhyggjum Tarzans og'hriðangurinn fór af stað Hann skipaði einum burfisrasanni að taka upn kassanna. Þannig hófst för þessa einkcnnilega leiðang- urs með kassann sem olli dauða hvar sem hann fór. a Nýlega keypti Akranesútgáf- an útgáfuréttinn að Annál' 19. aldar og hefur gefið út 1. hefti fimmta bindis. Nær það hefti að mestu yfif árin 1884—1883, en verkinu mun ljúka með þessu bindi sem nú er að byrja. Bókamenn og fræðinienn um land allt hafa beðið með eftir- væntingu eftir þessu 5. og síð'- asta bindi ritsins, sem nú er að hefja göngu sína. Þarna^er dregið saman í stuttu máli yf- irlit yfir alla helztu viðburði aldarinnar sem leið og þetta er því ómissandi uppsláttarrit fyr- ir alla sem við sagnfræð'i fást í einhverri mynd. Er það þakkar- vert að útgáfufyrirtækið skuli taka í’ögg á sig við að Ijúka þessu riti. Gils Guðmundsson framkv.stj. hefur tekið að sér að búa þetta bindi undir prení- un. m Frh. af 1. síðu. lega fært um allan Eyjafjörð. Öxnadalur, Öxnadalsheiði og Vaðlaheiði er samt ófært sem stendur. í gær var mjólk flutt á sleðum úr Fnjólskadal og framanverðum Öxnadal til Akureyrar. Gert er ráð fyrir að Öxna- dalurinn og bæði Vaðlaheiði og Öxnadalsheiði verði ruddur ef hlákan helzt áfram. :

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.