Vísir - 09.03.1960, Side 6

Vísir - 09.03.1960, Side 6
6 yisiB Miðvikudaginn 9. marz 1960 WlSIR D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði. Kr. 2,00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Látið þá ríku borga! Það var löngum eitt af helztu vígorðum kommúnista, að enginn vandi væri að koma öllu á réttan kjöl hjá okkur, ! án þess að þungbært væri fyrir alþýðu manna. Ráðið væri bara að láta hina ríku borga! Þá munaði ekki um , það, þótt teknar væri af þeim nokkrar milljónir, það ! hefði einungis þann árang- ur að jafna lítið eitt metin í } þjóðfélaginu. Og eftir þess- ari reglu átti svo vinstri stjórnin að hegða sér, eins og gefur að skilja, því að hún ! átti að vera verkfæri til að skapa hér raunverulegan jöfnuð og gera hinum vinn- andi stéttum lífvænlegra í landinu. Eitt helzta afrek vinstri stjórn- arinnar var að leggja á stór- eignaskattinn, sem var ein helzta aðferðin til að bæta enn vezlunaraðstöðu kaup- félaganna. Þau voru ekki ánægð með þá forréttindaað- stöðu, sem þau nutu þegar, heldur varð að bæta hana enn, til þess að foringjaklík- an gæti rakað saman enn meiri auði. Þrátt fyrir þetta varð alþýða manna ekki vör við það, að hagur hennar; batnaði neitt að ráði, enda mun enginn hafa gert ráð fyrir því í alvöru, að sá yrði árangurinn. Vinstri stjórnin hvarf meira að að segja frá því að láta hina ríku borga, því að bjargráðin lögðust á alla íslendinga, al- þýðu manna jafnt og hina ríku, sem áður áttu einir að fá að borga brúsann. Þar með var botninn dottinn úr því mikla úrræði, að hægt væri að láta hina ríku einaj axla byrðarnar og alla aðra sleppa. Uppgjöfin gat ekki' verið greinilegri, og hún hef-! ir verið svo rækileg, að kommúnistar treysta sér ekki einu sinni að nota sitt Tíu ára afmæli í dag: ekki að sér höndunt. Og þeim k'ækkar. seiu teljja liaua óþarfa. gamla slagorð um borgunar-; þol hinna ríku, er þeir ham- ast nú gegn ráðstöfunum j þeim, sem viðreisnarstjórnin gerir. Annað atriði, sem kommúnistar hafa klifað mjög á, er að taka verði af ofsagróða millilið- anna, verja almenning fyrir skattlagningu af þeirra hálfu. Þetta slagorð heyrðdst í tíma og ótíma, meðan kommún- istar voru utan ríkisstjórn- arinnar, en þeir breyttu fljót- lega um tón, þegar þeir feng'u sjálfir verðlagmálin í sínar hendur. Að vísu skáru þeir niður álagn- ingu um skeið, en jafnskjótt og kaupfélögin fóru að bera sig illa, þrátt fyrir skattfríð- indin, sneru þeir við blaðinu og samþykktu, að hækka skyldi álagninguna, til þess að kaupfélögin gugnuðu ekki. Um lcaupmennina var vitanlega ekki hugsað, en kaupfélagakveininu varð að sinna. En jafnframt þessu samþykktu kommúnistar svo milljóna- skatt á alþýðu manna handa Hamrafellinu, þegar olíu- skipaleiga bækkaði stórlega vegna Suez-deilunnar. Þar sýndu þeir raunverulega hug sinn til milliliðagróðans, ef hann fór í réttan vasa. Vænt- anlega verður það einhvern tima upplýst, hvað Hannibal og Lúðvík létu greiða sér og sínum flokki mikið af olíu- hagnaði þeim, sem Hamra- fellseigandurnir mokuðu í vasa sinn. En síðan þetta kom fyrir, hafa kommúnistar þagað um ofsa- gróða milliliðanna. „Nú heyrast æ færri raddir um það, að Sinfóníuhljómsveit- in sé óþörf. Og rétt er að taka þá, sem halda, að hljómsveitar- þetta fram til athugunar fyrir memi haldi að sér höndum. Að frádregnum sumarleyfum þeirra hefur hljómsveitin hald- ið tónleika annan hvern dag síðustu fjögur árin.“ Þannig fórust Jóni Þórarins- syni, framlcvæmdastjóra Sin- fóníuhljómsveitarinnar, orð við fréttamenn í tilefni af 10 ára afmælinu, sem hljómsevitin á í dag. Einnig var viðstaddur Björn Jónsson, fyrsti frámkvstj- hljómsveitarinnar og sá maður, sem einna mest og bezt hefur unnið að músikmálum Reykja- víkur í nærri fjóra áratugi. Hann vann að stofnun Hljóm- sveitar Reykjavíkur, sem var undanfari Sinfóníuhljómsveit- arinnar. Hin síðarnefnda komst á lagg irnar fyrir samstarf þjóðleik- hússins og Ríkisútvarpsins, en Reykjavíkurbær og ríkið lögðu henni til styrk. f fyrstu stjórn voru Bjarni Böðvarsson, Baldur Andrésson og Jón Þórarinsson. Frá 1953 til haustsins 1955 ann- aðist útvarpið rekstur, þá lá starfið niðri nokkra mánuði, en hófst svo á ný endurskipulagt 1. marz 1956 og hefur hljóm- sveitin starfað óslitið með sama sniði síðan. Síðan hafa og sömu menn skipað hljómsveitarráð, framkvæmdastjóri síðan, Jón Þórarinsson. Frá stofnun hefur hljómsveit in haldið 150 tónleika í Reykja vík og þá flesta eftir að hún vai- endurskipulögð fyrir 4 árum, 72 alls, 48 á 35 stöðum úti á landi, auk þess fjölmarga tón- leika í útvarpinu og fyrir skóla. En síðustu 4 árin hefur hljóm- sveitin eða hópur úr henni kom ið fram opinberlega 567 sinn- um á ári að meðaltali, annan- hvern dag utan sumarleyfa. Róbert A. Ottósson hefur stjórnað flestum tónleikum, þar næst Victor Urbantcic. Þá hafa komið 20 erlendir hljómsveitar- stjórar og stjórna oftast Olav Kiellland og Hermann Hilde- brandt, en einnig ber að nefna Vaclav Smetácek, Thor John- son, Rúggeberg og nú síðast Bohdan Wodicsko. Þeirra Kiel- lands og Smetáceks er enn von í vor til að stjórna hér tónleik- um. Smetácek stjórnar músík- inni í óperunni „Selda brúður- in“ eftir Smetana, sem flutt | verður á 10 ára afmæli Þjóðleik- hússins. En í tilefni af 10 ára afmæli sínu heldur Sinfóníuhljómsveit- in 6 tónleika. Hinir fyrstu voru í gærkvöldi, en þeir næstu verða 22. marz. Þá verður flutt mesta symfónían, sem hijóm- sveitin hefur enn ráðizt í, Róm- antíska sinfónían eftir Bruckn- er, sem ekki hefur áður verið flutt hér. Einnig verður þá flutt þeir Ragnar Jónsson, Baidur j píanókonsert i d-moll eftir Moz- Andrésson, Þorsteinn Hannes- i ars. Stjórnandi verður þá aftur son, Guðlaugur Rósinkranz, Vil-1 dr. Róbert A. Ottósson, en ein- hjálmur Þ. Gíslason, Páll ísólfs j leikari á píanó Gísli Magnús- son og Gunnar Egilsson og sami I son. Bræðrafélag Neskirkju stofnað. Gengst fyrir kirkjukvöldi n. k. sunnudag. Hvað vlija þeir gerai Það er vilanlega illa gert gagn- vart kommúnistum að spyrja þá, hvað þeir vilji eiginlega gera til að rétta við efnahag Islendinga. Samt verður að spyrja þá, því að jafnvel kommúnistar eru flestir svo rætnir og illa innrættir, að þeir vilja ekki taka til greina fullyrðingar Lúðviks Jóseps- sonar, sem segir, að hér sé allt í svo einstaklega góðu lagi, að bókstaflega ekkert megi gera! Meiri hluti þeirra er með öðrum orðum sam- mála því í hjarta sínu, að við getum ekki látið reka á reiðanum. En nú er búið að reyta af þeim helztu skrautfjaðrirnar — og er þó vitanlega réttara að segja, að þeir hafi reytt þær af sér sjálfir. Þeir geta ekki lengur heimtað, að hinir ríku skuli látnir borga einir, af því að þeir hafa sjálfir fallið frá þeirri reglu, og þeir geta heldur ekki heimtað, að ofsagróði milliliðanna verði tekinn, því að þeir voru sjálf- ir með í að hækka hann. Hvað er þá eiginlega eftir af vopnum þessarra vígfimu manna? Bræðrafélag Nessóknar var stofnað fyrir skemmstu og hyggur á allmikla starfsemi í anda trúar og vaxandi kirkju- sóknar. í Reykjavík er kirkjusókn misjöfn eins og víðar. Sr. Jón Thorarensen tók við Nessókn 1942, en Neskirkja var ekki tekin í notkun fyrr en fyrir tæpum þremur árum. Sl. 18 ár hefur Kvenfélag Neskirkju tarfað með miklum ágætum, en það var ekki fyrr en nú í vetur að hafinn var undirbún- ingur að stoínun Bræðrafélags. Var stofnfundur endanlega haldinn 31. janúar og formaður kjörinn Esra Pétursson læknir, en aðrir í stjórn Þórður Þórð- arson, Ludwig Petersen, Hilmar Foss og Sigmundur Halldórs- son. Hyggjast félagsmenn hlú að kirkjunni, bæta aðstöðu hennar til starfsins og aðstoða sóknarprestinn og kirkjugesti eftir föngum. Nauðsynlegt er að gera hinn rúmgóða kjallara kjallara kirkjunnar nothæfan fyrir hið þróttmikla æskulýðs- starf, en á hverjum sunnudag: morgni sækja á fjórða hundi að börn guðsþjónustu. Einni hyggst félagið vinna að fegru kirkjunnar og umhverfi hennar. Sunnudagskvöldið 13. þ. m, kl. 8.30 gengst Bræðrafélag Nessóknar fyrir kirkjukvöldi í Neskirkju. Þar mun herra Sig- urbjörn Einarsson biskup flytja erindi, en organistinn og kirkjukórinn kynna nýja kirkjutónlist. Eitt slíkt kirkju- kvöld var haldið sl. haust og flutti síra Jón Thoarensen þá gagnmerkt erindi um Hallgrím Péturssön og samtíð hans, og ætlað er að efna til samkomu í kirkjunni að afloknum föstu- og páskaönnum. Er ætlunin að dr. Páll Isólfsson flytji þá tónlist, en Jóhann Haunesson prófessor erindi. Við föstumessu nk. miðviku- dagskvöld og á samkomunni á sunnudagskvöld fer fram inn- ritun félaga í Bræðrafélag' Nes- sóknar. Kjarnorkuvopn og tilraunir með þau. Um allan heim hafa menn gert sér æ ljósara hve mikil hætta mannkyni myndi af því stafa, ef ^ áframhald yrði á tilraunum stór- jveldanna með kjarnorkuvopn — og að enn meiri yrði sú hætta, og í æ meiri voða stefnt, ef fleiri þjóðir en áður færu að gera ! slíkar tilraunir. Mönnum er minnisstætt hve mjög Afríkuþjóð ir reyndu að aftra því', að Frakk- ar héldu til streitu áformi sínu ; um að gera tilraun með kjarn- orkusprengju. Þeir sinntu því ekki.Og nú berast fregnir um, að kinverskir kommúnistar áformi að fara taka þátt í þessum hættu- I lega leik. En í Genf er haldin ráðstefna um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn og eftirlit með slíku banni, og er mönnum i um heim allan nokkur léttir að því, að kjarnorkuveldin Brétland, ■ Bandaríkin og Sovétríkin, hafa hætt við tilraunir með kjarn- orkuvopn um stundarsakir, með- 1 an reynt er að ná samkomu- j lagi á þessari ráðstefnu. Geislarnir. Almenningur lætur sig miklu | varða fróðleik um þessi efni og l skal hér bent á stórfróðlega og | alþýðlega ritaða grein, eftir dr. j med. Gisla Fr. Petersen, yfir- lækni, sem birt var í Heilbrigðu ! lífi — riti Rauða Kross Islands. I I — um Geislun og geislaliættu. i Þar er sagan rakin frá því rönt- ! gengeislanir uppgötvuðust 1895 í og geislavirk efni fundust í nátt- ! úrunni skömmu síðar. Þar er I rætt um náttúrugeislunina, sem 1 „mannkynið hefur búið við alla tíð og höfð er til hliðsjónar, þegar meta á viðbótargeislun. Við hana er miðaö, þegar reynt er að ákveða hve mikla geislun stórir hópar manna, heilt þjóð- félag eða mannkyn allt, ætti að þola sér að skaðlausu. Það eru geislaáhrif á kirtlana og hugs- anleg breyting á erfðaeiginlek- um mannsins, sem liffræðingar og erfðafræðingar hafa bent á, að geti fylgt í kjölfar aukins geislamagns, ef sú aukning, þótt lítil sé,nær til mikils hluta þjóð- ar eða mannkyns". Tækniþróun og geislanir. „Tækniþróun þessarar aldar hefur fylgt notkun röntgen- geisla og geislavirkra efna í læknisfræði, iðnaði og á fleiri sviðum“. — „Ein er sú geislun ótalin, sem valdið hefur mestum óhug og umtali hin siðari ár, en það er geislun frá ögnum eða ryki, sem myndast við kjarna- sprengingar. Kviðinn hefur legið sem mara á mannkyninu ailt frá því að fyrsta kjarorkusprengj- an var sprengd á söndunum við Alamogordo í Nýju Mexico 16. júli 1946." — í greininni er m. a. bent á , að rykið geti verið bæði sýnilegt og ósýnilegt, — „ósýni- legt ryk getur einnig dreifst yf- ir stór svæði og geislavirkar agnir mengað láð og lög án þess að þeirra verði vart. — Maður- inn er ekki búinn neinum skyn- færum, sem greint gætu geisl- ana, svo að hapn er varnarlaus gegn hættunni, sém þeim stafar". Von nmnnkynsins. Bergmáli þykir ástæða til að benda sérstaklega á þessa grein fróðleiksfúsum almenningi, en hér hefur að eins verið drepið á nokkur helztu atriði. Niður- lags orð greinarinnar eru: j „Viðfangsefni -vísindamanna í | sambandi við kjarorkuiðnaðinn

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.