Vísir - 15.03.1960, Side 7

Vísir - 15.03.1960, Side 7
Þriðjudaginn 15. marz 1960 VlSIB ICU'IJ MILLI TVEGGJA ELDA ★ ÁSTARSAGA 3. Er það ekki „Empress og Dunedin“, sem þú ætlar með, föstudag- inn í næstu viku? — Jú. — ÞaS var hundaheppni. Þú trúir ekki hvað mér hefur tekizt að gera fyrir þig. Eg hef komið því til leiðar að þú getur verið á fyrsta farrými, án þess að það kosti þig grænan eyri. — En, sagði Madeline ( hún gat grátið yfir hvernig Clarissa sletti sér fram í það, sem henni kom ekki við), — eg hef fest mér farmiða á II. farrýminu og er búin að borga hann fyrir löngu. — Þá verður þú að afbiðja hann, sagði Clarissa. — Fá peningana endurgreidda, meina eg. Það er tilgangslaust að eyða peningum til óþarfa. Og fyrsta farrými er ekki til að forakta. Eg .leit inn til Mortons Sanders þegar eg kom úr brúðkaupsferðinni, aðallega til að sjá hvernig nýi ritarinn hans reyndist. Og þá kom það á dag- inn að hann ætlaði að heimsækja ættingja sína í Montreal. Þú veist að hann er canadískur í aðra ætt. Hann og móðir hans ætla að fara með sama skipinu og þú, en hún ei sjúklingur og verður að hafa hjúkrunarkonu á leiðinni. Það er eitthvað að taugunum í henni. Og þá datt mér strax þú í hug. Finnst þér það ekki ljómandi? — Nei, sagði Madeline með áherzlu, — það finnst mér alls ekki. Eg hafði hugsað mér að skipsferðin yrði hvíldartími. — Góða mín, hún er alls ekki alvarlega veik, sagði Clarissa, en Madeline hugsaði þá til þess, að það eru einmitt sjúklingarnir, sem ekki eru alvarlega veikir, sem alltaf eru erfiðastir. — Þetta er alveg einstakt tækifæri. Madeline virtist ekki á sama máli. — Ef hún væri alvarlega veik mundi eg auðvitað vilja hjálpa henni, sagði hún, — en taugaveikluð manneskja getur verið hvað sem vera skal — frá dyntóttri frenju til brjálaðrar forynju. — Hún er engin brjáluð forynja, sagði Clarissa með svo mikilli Þó Madeline hefði vitanlega ekki orð á því varð hún að játa að henni leist ekki sérlega vel á Gerald Maine. Henni virtist hann vera kærulaus, þó hann væri fyndinn og reyndi að koma sem bezt fyrir sjónir. En Clarissa var auðsjáanlega afar ánægð með ráðahaginn, og það varðaði mestu fyrir Gerald, hugsaöi Madeline með sér. — Mikið varð eg hissa þegar þú skrifaðir að þú værir ekki hætt við að fara til Montreal, sagði Clarissa. — en hvað sem vera skal er líklega breyting til þess betra, eftir öll þessi þreyt- andi ár í Allra-sálna-spítalanum. Madeline svaraði þurrlega, að hún liti ekki þannig á það mál. í rauninni hafði hún ánægju af starfi sínu og hafði yfirleitt líkað vel í sjúkrahúsinu, en eftir að hún hafði afráðið að fara til Canada var hún orðin sannfærð um að skemmtilegra yrði þar. — Já, — það getur verið, sagði Clarissa, sem ekki hafði tekið eftir nema helmingnum af þvi sem Madeline sagði. — En — eg ætlaði einmitt að fara að segja þór — það er óvænt slembilukka. andi á móti henni. En það var ekkert bros á andlití frú Sanders. Dökk augun í henni voru falleg að vanda, en það skein fyrst úr þeim undrun og síðan ótvíræð gremja. — Heyrið þér, systir, sagði hún jafnt mjóradda og áður, en hinsvegar ergileg, — þér eruð ekki í einkennisbúningi! — Ne-ei, frú Sanders. Madeline fannst þessi kveðja eins og högg í andlitið á sér. — Mér datt ekki í hug áð eg ætti að nota i eínkennisbúning á leiðinni. Eg hef ekki leyfi til að nota búning- inn frá Allra-sálna-spítalanum eftir að eg er hætt að vinna þar. Og áður en eg kem til Montreal get eg ekki.... — Það skiptir mig engu. Fallega röddin var orðin ísköld. — Þér íaið fría ferð fyrir að vera hjúkrunarkona mín, og þá vil eg að það sjáist að þér séuð hjúkrunarkona. Madeline beit á vörina til að bæla niðri í sér reiðina, sem svall í henni er þannig var talað við hana. En þá sá hún glettnina í augum þernunnar og að frú Sanders var að fá móðursýkiskast, og svaraði rólega: — Eg fæ ekki hjúkrunarfötin mín fyrr en eg kem í sjúkra- húsið, frú Sanders, en eg hef nokkrar hvítar sloppsvuntur með mér.... — Og höfuðklúta, vona eg. — Já, sagði Madeline og fagnaði því að hún hafði tekið nokkra með sér úr sjúkrahúsinu, til að eiga þá til minja. — Jæja. Þá gerið þér svo vel að láta þetta á yður, sagði frú Sanders og fór inn í klefann sinn, en Madeline stóð kyrr og fannst hún vera eins og vinnustúlka, sem hefði rnisst allan uppþvottinn á gólfið og séð hann fara í mél. Þetta atvik var forboði tónsins, sem var í frú Sanders alia leiðina. Líklega hafði hún ekki sagt þetta til þess að vera hroka- full eða setja á háan hest, hugsaði Madeline með sér eftir á, heldur stafaði það af því hún hafði gaman ag að látast þjáð og ósjálfbjarga og hafa útlærða hjúkrunarkonu til þess að nostrn við sig. Og henni fannst nauösynlegt að allir sæi að þetta væri hjúkrunarkona. Madeline mundi hvað Clarissa hafði sagt um að frú Sanders væri afbrýðisöm gagnvart öllum stúlkum, sem væri nærri syni hennar, og þess vegna gætti hún þess vel að vera sem fálátust við hann. Hún þóttist verða þess áskynja að hann hefði gaman af þessu, og fannst að það mundi vekja forvitni hjá honum. Þó hann léti sem hann sæi hana ekki þegar móðir hans var nær- stödd, var auðséð á öllu að hann ætlaði sér aö kynnast henni betur undir eins og hún væri laus við hjúkrunina og réði sér sjálf. En hún varð að vera yfir frúnni svo að segja allan tímann. Það var sjaldan sem hún mátti um frjálst höfuð strjúka, og þá var eins og hvíslað væri að henni að þó að gamla konan væri ekki nærri, mundi hollast að vera í hæfilegri fjarlægð frá Morton Sanders. Hún gat ekki sagt um hvort það var af hræðslu við móðurina — eða við aðdráttaraflið frá Sanders. Það var einmitt einhverntíma þegar hún var að umflýja Sand- ers, sem hún rakst á ókunna manninn ,sem henni þótti svo eftir- tektarverður. Þetta var snemma kvölds, frú Sanders hafði lagst fyrir og Madeline, sem leiddist „einkennisbún;'ngurinn“ sem hún var í, afréð að hafa fataskipti og ganga upp á þilfar, svo að hún gæti í svo sem hálftíma látið sem hún væri venjulegur farþegi, sem væri að njóta lífsins, en ekki hálfærð hjúkrunarsystir, sem aldrei fengi færi til að nota aila fallegu kjólana, sem hún hafði keypt sér áður en hún fór. Hún fór í gráan kvöldkjól og setti á sig fallega rauða sjalið, sem Enid hafði gefið henni, og fór svo upp á þilfar. Stjörnurnar blikuðu á kvöldhimninum og allt í kring sást ekkert nema hafið. með hvítum öidutoppunum. í fjarska heyrði hún tónlistina úr danssalnum, eins og dauft undirspil hinnar töfrandi kvöldstemm- ingar. Madeline stóð um stund við borðstokkinn og horfðu á hópa og pör, sem komu fram úr skuggunum og hurfu í þeim aftur. Henni fannst gaman að_ þessu fyrst í stað, en svo greip einstaklings- kenndin hana. Hún hafði ekki fengið tækifæri til að kynnast neinum um borð, því að hún varð alltaf að vera viðbúin ef frú Suðvestan éljagangur. f morgun var austan og suðaustanátt hér á landi, sums staðar allhvasst við suð austurströndina. Á Reykja- nessliaga var allmikil snjó- koma. Úrkoma á Reykjanes- vita mældist 24 millimetrar. 4 Loftsölum var hlýjast á landinu, en kaldast á Sauð- árkrólti — 3 stig. KI. 8 £ morgun var sunn- anátt og 3 vindstig í Reykja- vík og 2ja stiga hiti. Snjó- koma. Skyggni 1 km. Úr- koma í nótt 4 mm. Lægð yfir Grænlandshafi, en hæð yfir Grænlandi. Veðurhorfur í Reykjavík og nágrenni: Gengur í suð- vestanátt með éljum. Hiti um frostmark í dag, en dálít ið frost í nótt. IXOGAVEU 10 _ rfwl Kaupi gull og silfur m R. Burroughs - TAGZAN - . . gpaiiö yður tíaup á mlli margræ verzlama! WRUÖÖL MtUM tíOT! -At<sturst.Tæú 3216 Jack varð alveg óður af bræði og sló Ali niður. Á næsta augnabliki var Ali búinn að taka byssuna og virtist ætla að skjóta Jack, en þá sagði einn af félögum Ali: „Bíddu hægur, Ali. Ef Tarzan er .1 raun og veru BUT HE WAS STOF’F’EE’ BY ONE OF HIS MEN. "WAIT, ALI — IP THIS TAKZAN IS KEALLV A FÉIENIP, THÉ SHEIK. WOUU7 HAVE YOUK HEAC7;// vinur Sheiksins gætirðu vel tapað höfði þinu.“ Söluskatturinn — Framh. af 5. síðu. 9% skattsins á iðnaði og þjón- ustu. Eftir eru 1875 kr. Nú gildr ir frv. aðeins í níu mánuði 196.0 og er þá hækkun aðeins 1400 kr. þetta ár. Á móti því muu tekjuskattur felldur niður. Sá skattur er um 1450 kr. á vísi- töluf jölskylduna. Og útsvör vísitölufjölskyldunnar lækka um ca. 700 krónur. Hér er því sannarlega ekki verið að þrengja. hag láglaunafólks. Vörubílsfarmur — Framh. af 1. síðu. úr prentsmiðjunni, og ætlar að setja í umferð á næstunni. Líklega hefði meira verið við- haft sumsstaðar erlendis við . slíka fjápflutningá. Þarna kom venjulegur vörubíll með kass- ana á pallinum, og tveir , eða þrír verkamenn fylgiþi með. Tveir lögregluþjónar aðstoðuðu við flutning kassannaáí bank- ann — og höfðu ekki eihu. sinni kyifur í hendi, hvað þá heldur. vélbyssur, enda fór aÍLt fram rejeð ró -og spekt. Skv. því, sem Vísir hefur fregnað, rnunu hinir nýju seðl- -^LlverSÍa ’sett-ir J- umferð ein- tívérn tíma í næsta mánu'ði, þeg- ar nægjanlegt magn hefur bor- Is.t frá prentsmiðjupni til dreif-

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.