Vísir - 28.03.1960, Blaðsíða 11
Mánudaginn 28. marz 1960
VlSIB
11
Þingkosningar í Argentínu.
Frondizi og stjórninni óhætt,
en fylgi minnkar.
Koargrrtar og peronistar hafa
lítið fylgi.
í gær fóru fram kosningar
um lielming þingsæta í fulltrúa
deild Argentínuþings.
Um 10 millj. manna eru á
kjörskrá og hafa þeir, sem náð
hafa 18—Vz árs aldri kosning-
arrétt og er það borgaraleg
skylda að nota kosningarrétt-
inn. Kosningaúrslitin til þess
leiða í ljós, að Róttæki lýðræð-
isflokkurinn hefur mun meira
fylgi en flokkur Frondizi for-
seta, stjórnarflokkurinn, en þar
sem sá flokkur hefur yfirgnæf-
andi meiri hluta atkvæða á
þingi, er stjórninni ekki hætt
við falli. Að þessu leyti má
segja, að úrslitin séu ósigur
fyrir Frondizi og stjórnina.
Fylgisrýrnunin hefur vakið
nokkra furðu — og ennfremur
hve lítið fylgi kommúnistar og
Peronistar hafa.
Frumsýning L. R:
Beðið eftlr Godot" annað kvöld.
//
Nýstárlegasta verkefni Leik-
félags Reykjavíkur í vetur
leikritið „Beðið eftir Godot“,
eftir Samuel Beckett, verður
frumsýnt annað kvöld í Iðnó.
Höfundurinn er íri, sem sezt
hefir að í Paris og skrifar á
frönsku, en þýðir svo iðulega
sjálfur á ensku. Leikritið, sem
hér um ræðdr hefir fengið hon-
um mesta frægð, hann er þó
ekki jafndáður af öllum, held-
ur mjög umdeildur, en sem
sagt, um hann ræða allir, er
leikhúsmál láta sig skipta, og
er því ekki að efa, að Reykvík-
ingar fari sjálfir í Iðnó að
kynnast'leikriti hans.
Leikstjóri er Baldvin Hall-
dórssön, leiktjöld eftir Magnús
Pálsson, ljósameistari Gissur
Pálsson, en þýðingin eftir Ind-
riða G. Þorsteinsson. Aðalhlut-
verkin leika Brynjólfur Jó-
hannesson og Árni Tryggvason,
en með önnur hlutverk fara
Flosi Ólafsson, Guðmundur
Pálsson og Brynjólfur Bjarna-
son, ungur drengur.
Stúlha stat hít
— og hafnaði á Slysavarð-
stofunni.
15 nýjar hjúkr-
unarkonur.
I lok marzmánaðar voru eft-
irtaldar 15 hjúkrunarkonur
brautskráðar frá Hjúkrunar-
kvennaskóla íslands.
Birna Þórunn Sveinsdóttir
frá Miðhúsaseli, Fljótsdalshér.
Dagný Ástríður Sigurðsson
frá Vestmannaeyjum, ■
Hanna Kolbrún Jónsdóttir frá
Reykjavík,
Hrefna Pétursdóttir Jakobs-
son frá Reykjavík,
Hulda Jónasdóttir frá Akur-
eyri.
Ingibjörg Jóhanna Hermanns-
dóttir frá Reykjavík,
Jóhanna Kristín Guðmunds-
dóttir frá Innra-Hólmi, Borgar-
fjarðarsýslu,
Kristbjörg Bjarnína Þórðar-
dóttir frá Reykjavík,
Kristín Erla Klemens Bern-
ódusdóttir frá Bolungarvík.
Ragnheiður Ósk Guðmunds-
dóttir frá ísafirði.
Sigríður Hrefna Björnsdóttir
frá Fjósum, Húnavatnssýslu,
Sigurbjörg Hulda Þorkels-
dóttir frá Fagurhóli, Grundarf.,
Valgerður Bergþórsdóttir frá
Akureyri,
Þóra Björk Kristinsdóttir frá
Syðra-Laugalandi,
Þórunn Sigurðardóttir frá
Vestmannaeyjum.
Aðalfundur
Islenzk-Amenska Félagsins
vexður haldinn í Tjarnarcafé í dag, 28. márz kl. 8,30 e.h.
DAGSKRÁ:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Hin árlega kaupstefna og iðnsýning í
HANNOVER
fer fram 24. apríl til 3. maí.
Upplýsingar og aðgönguskírteini hjá okkur.
Efnt verður til hópfei'ðar á kaupstefnuna.
FERÐASKRIFSTOFA RÍKISINS.
Simi 1-15-40.
FÓTA- aðgerðtr innlegg
LOKAÐ
á morgun, þriðjudaginn 29. marz vegna jarðarfarar
Ólafs Bjarnasonar, skrifstofustjóra.
Loftleiðir
Timapantanir í síma 12431
Bólstaðarhlíð 15.
Tvær ungar stúlkur hér í
Reykjavík lögðu út í mjög
vafasamt ævintýri s.l. laugar-
dagsnótt, er þær stálu bíl og
óku honum um bæinn með
þeim endalokum að þær óku á
aðra bifreið og slösuðust báðar,
auk þess, sem bifreiðarnar
skemmdust báðar.
Um nánai'i atvik er ekki upp-
lýst enn, en vitað er að önnur
stúlkan hafði stolið bifreiðinni.
Eitthvað munu þær hafa ekið
um bæinn, en ökufei'ðinni lauk,
sem fyi'r segir á þann hátt að
hún ók á kyrrstæðan bíl á móts
við Kvisthaga 5. Þær voru tvær
í bifi'eiðinni, stúlkurnar, og slös-
uðust báðar nokkuð. Mun það
aðallega hafa verið í andliti,
og önnur þeii'ra missti tennur
sínar að einhvei'ju leyti í á-
rekstrinum. Stúlkui’nar voru
BREMSU-
SKÁLAR t«n
FELGUR ^
SÆTA-
KLÆÐI
VÉLA OG
VARAHLUTAVERZUN
Laugavegi 169, sími 10199.
fluttar á Slysavarðstofuna, þar
sem gert var að sárum þeirra.
Áreksturinn hlýtur að hafa
vei'ið nokkuð harður, því að að
honum loknum hélt bifreiðin
áfram og rann á Ijósastaur og
beygði hann töluvert. Bifreið-
arnar skemmdust báðar mikið,
og varð að fá kranabíl til að
draga þær á brott.
Grunur leikur á að stúlkan,
sem bifreiðinni ók, hafi verið
nokkuð við skál.
HATTAHREINSUN
Handhreinsum herrahatt*
og setjum á silkiborða.
Efnalaugin Björg
Barmahlíð 6.
Málflutningsskrifstofa
MAGNÚS THORLACIUS
hæstaréttarlögmaður.
Aðalstræti 9. Sími 1-1875.
SBGiiUIM SVEIMSSOW
löggiltur skjalaþýðandi og
dómtúlkur í þvzku.
Melhaga 16, sími 1-28-25.
Heimskringla hefir verið
þýdd á finnsku.
lO
Er í prentun og kemur út í vanda5ri utgáfu.
Heimskiingla Snorra Sturlu-
sonar er nú í prentun í finnskri
þýðingu, sem prófessor J. A.
Hollo hefir gert, en hann hefir
um hálfrar aldar skeið, auk
kennslu og vísindastarfa, þýtt á
finsku skáldrit öndvegishöfunda
eins og Cervantes, Descartes,
Emersons, Tolstojs, Dostojevs-
kis; einnig 1001 nótt.
íslandsvinir í Finnlandi hafa
um margra ára skeið unnið að
sígildar íslenzkar bókmenntir
komu út á finnsku, og einn úr
þeirra hópi, dr. Eino E. Sou-
lahti, bókmenntastjóri í stærsta
forlagi Norðurlanda WSOY,
hefir komið því í kring, að for-
lagið lét þýða Heimskringlu, og
kemur hún út í vandaði'i útgáfu
á þessu ári, bæði hvað snertir
prentun og myndskreytingu, þá
hina sömu og notuð var i norsku
útgáfunni.
McLeod í hætiu
í N.-Rhodesiu.
Til alvarlegs uppþots kom í
gær í höfuðborg Norður-Rhod-
esíu, er miigur manns réðist að
bifreiðum McLeods nýlendu-
málaráðherra og föruneytis
hans.
Æptu menn: „Vér heimtum
frelsi strax“, og komust bifreið
arnar ekkert áfram í nokkrar
mínútur Rúður' voru brotnar
í bifreiðum fylgdarliðs McLe-
ods, en ekki í hans bifreið.
Eftir á þakkaði McLeod lög-
reglunni hve rólega og örugg-
leg'a hún hafi komið fram og
afstýrt álvarlegri vanaræðum.
Mikið flökt
á fiskinum.
Frá fréttaritara VísiB,
Grindavík í morgiln.
Hingað er von á mörguni að-
komubátum í kvöld, bví margiir
aðkomubátar hafa flutt net sin
á Selvogsbanka. Það hefur
dregið úr afla og var ekki um
nein xippgrip að ræða í gær.
Vestmannaeyingarnir em
komnir langt vestur á boginn
og eru bátarnir á sömu miðum.
Það virðist mikið flökt á fisk-
inum, enda er það ekki óalgengfc
á þessum tíma. Meðalaflirin í
gær mun hafa verið um- titr
lestir á bát. Fjói'ir voru með
20 lestir. Mestur afli var 25
lestir en minnstur tvær.
6000 rússneskar konur munu
innan tíðar ganga í drögt-
um úr jersey-efni, en drágt-
irnar eru innfluttar frá Eng-
landi. Þær eru sem sé inni-
faldar í kaupum á fatnaði
frá Englandi upp á samtals
30.000 stpd. — Annað verzl-
unarfyrirtæki brezkt, Mor-
nezza tískuhúsið, hefir gert
samning við Rússa og selur
þeim 14.000 fatnaði fyrir
100 þús. stpd. — Og rús_-
nesku konurnar hiðja uni föt
í þeim stíl, sem vinsælastur
er .í Bre.tlandi^