Vísir - 31.03.1960, Blaðsíða 4

Vísir - 31.03.1960, Blaðsíða 4
,9 ^ÍSIB Fimmtudaginn 31. marz 1960 WÍSIR. D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Víslr kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00. 'Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Simi: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði. Kr. 2,00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. „Merkilegt píagg." Þjóðviljinn birti loks í fyrradag stjórnmálaályktun 12. þings Sósíalistaflokksins. Segir 1 blaðið að þetta sé „merkilegt } plagg í íslenzkri stjórnmála- \ sögu‘‘ og hvetur fólk til að f lesa það vandlega. Þetta } „merkilega plagg“ nær yfir f hér um bil heila opnu í Þjóð- r viljanum, en þótt vel sé leit- } að verður ekki séð að mikið T nýtt komi þar fram. Er því í vandséð hvað við er átt með • því, að þetta sé merkilegt ■ plagg í stjórnmálasögunni. ' Hin gömlu kommúnistísku J slagorð ganga þarna aftur, ■ sama tuggan eins og hægt er ' að lesa daglega í Þjóðviljan- um. Þeir sem vilja sjá broslegu hliðarnar á svona skrifum, munu eflaust taka eftir því, f og hafa gaman af, að það f kvað hafa verið Sósíalista- 1 flokkurinn, sem „fyrstur og hiklausastur allra flokka V vann að því, að lýðveldi yrði stofnað á íslandi“. Þá vita ’ menn það! Hitt skiptir svo auðvitað engu máli, að löngu r áður en nokkur kommúnista- T flokkur, Sósíalistaflokkur, ’ eða hvað hann kann að hafa ? heitið, var til í landinu voru fslendingar staðráðnir í að ' stofna lýðveldi strax og ,l sambandslagasamningurinn væri útrunninn. Þjóðin hefur um fátt eða ekkert staðið J eins óskipt, og það er mikill Enn hikar Þórarinn. Hver er stefna Framsóknarmanna gagnvart áætlunarbúskap? barnaskapur hjá kommúnist-| um, að ætla að reyna að telja fólki trú um að þeir hafi gegnt þar einhverju for- ustuhlutverki. Þjóðin veit vel hvaða menn stóðu fremst- ir í sókn íslendinga til full- komins sjálfstæðis, og.enginn þeirra mun nokkru sinni hafa verið bendlaður við kommúnisma. Af þessu má m. a. ráða hve kommúnistum er sýnt um að fara rétt með staðreyndir! En þeir sem vita hvernig lærifeður þeirra í Rússlandi skrifa mannkynssögu, ættu ekki að verða hissa, þótt hlutunum sé hagrætt í sam- ræmi við þarfir flokksins! Sögufalsanir Rússa eru orðn- ar kunnar um heim allan, og sumar þeirra eru svo barnalegar, að í lýðfrjálsum löndum er hlegið að þeim. Eins verður auðvitað skelli- hlegið hér nú, ef kommún- istar ætla að reyna að fara að halda því fram að þeir hafi, sem flokkur, flýtt eitt- hvað fyrir lýðveldisstofnun- inni eða haft þar einhverju forustu. Ekki er því heldur gleymt í fyrrnefndri stjórnmálaálykt- un, að þakka Sósíalista- flokknum kjördæmabreyt- inguna. Sagt er að hann hafi „tryggt framgang þessa rétt- indamáls“. Broslegt grobb. Þetta er líka brosleg fullyrðing. Væri ekki nær að halda því ! fram, ef þakka ætti kjör- ! dæmabreytinguna einhverj- i um einum flokki, að afstaða ' stærsta flokksins í þinginu og með þjóðinni hafi ráðið I þar mestu? Ætli það hefði Jf ekki orðið lítið úr kjördæma- 9 breytingunni, ef enginn hefði W verið henni fylgjandi nema kommúnistar? JSvipuðu máli gegnir um önnur 1 afrek, sem reynt er að eigna kommúnistum í þessu F „merkilega plaggi“. Þeir hæla sér t. d. af nýsköpun- I inni, en allir vita að mesti ! Ijóðurinn á ráði hinnar ’ margumtöluðu nýsköpunar- F stjórnar var sá, að kommún- ^ istar áttu sæti í henni. Og ' fyrir þá sök varð starf henn- } ar ekki eins gott og ella hefði Fí getað orðið. Að vísu má / segja að það gengi krafta- T verki næst hvað Ólafi Thors T tókst vel að halda kommún- i istum í skefjum og sveigja ;T jþá til hlýðni og.. fylgjs við viturlegar ráðstafanir, og ó- líklegt verður að telja að aðr- ir íslenzkir stjórnmálafor- ingjar hefðu leikið þetta eft- ir honum, eða muni geta gert það. Að minnsta kosti varð lítið úr Hermanni Jónassyni, þegar hann ætlaði að fara að leika hlutverk Ólafs að þessu leyti. Og þannig mun eflaust fara fyrir flestum, sem ná- lægt þeim koma í stjórn- málalegu samstarfi, að upp- skeran verður skömm og skaði. Það eina sem kommúnistar geta með réttu hælt sér af — og ætti að vera mikið afrek í þeirra eigin augum —• er að þeim hafði næstum því tek- ist að leggja efnahag þjóðar- innar í rústir, þegar Vinstri stjórnin hrökklaðist frá völdum. Hamingja fslands forðaði þjóðinni þá frá þeim örlögum, og enn verða allir þjóðhollir menn að treysta því, að hún forði okkúr frá þeim örlögum sem yfiffáðum .,// kommúnista fylgja. c f. Þórarinn Þórarinsson Tíma-! ritstjóri hefur enn ekki svarað ( spurningu VÍSIS frá því á Iaugardag. Hún var sú, hvort Framsókn- arflokkurinn væri búinn að taka áætlunarúbskap á stefnu- skrá sína, eða er það skoðun Þórarins, að svo eigi hann að gera? Þetta skiptir miklu máli því frám að þessu hefur Fram- sókn talið sig milliflokk, sem veit ekki í hvorn fótinn hann á að stíga. Fyrrv. Framsóknar- þingm. lýsti stefnu flokksins svo, að hún væri „mitt á milli frostmarks og suðupunkts“, m. ö. o. hvorki hrá né soðin. En sósíalismi Þórarins er óneitanlega í ætt við kommún-j isma og snertir jafnvel nazism- ann. Eða vill Þórarinn skýra J það öðruvísi hvaðan stefnan er tekin. Það undrar reyndar engan þótt Þórarinn Þórarinsson taki að láni' frá kommúnistum og' jafnvel steli. Skrif hans eru orðin slík, að þau eiga vart heima á síðum Tímans. Hann gengur orðið svo langt að taka málstað Rússlands gegn lýð- ræðisríkjunum. Það kom einnig berlega í ljós í hinu erlenda yf- irliti. Hann telur Bevan leið- toga vinstri manna í verka- mannaflokknum ætla að taka þar við forystu flokksins í stað Gaitskells. Þá heldur Þórarinn því fram í greinum sínum og ræðum, að S.-Afríka ríkjandi fjármálastefna á vest- urlöndum nú sé sú sama og á árunum fyrir heimsstyrjöldina og sem m. a. varð henni vald- andi. Hér á sú stefna að hafa ríkt fyrir 1927, en eftir það hafi blaðinu verið snúið við. Og mátti skilja á leiðara Þórar- ins á sunnudag, að það hefði verið vegna kreppunnar. Þetta er sögulega rangt. Kreppan hefst ekki fyrr en um 1929 og stefnubreyting verður ekki veruleg í íslenzk- um fjármálum fyrr en um 1930—31 og að marki um 1934. Verkamenn muna allra bezt, að kjör þeirra hafa sjaldan ver- ið verri en fyrstu árin eftir stefnubreytinguna og að mun lak'ari en fyrir 1927. Allar tilraunir Þórarins til að sanna, að verið sé að taka upp stefnuna fyrir kreppuna, eru fölsun á staðreyndum. Dagar hins taumlausa líber- alisma eru taldir og við hefir tekið hinn félagslegi mark- aðsbúskapur eins og við þekkj- um hann t. d. í V.-Þýzkalandi. Það verður erfitt fyrir Þórarin að kalla stefnu Adenauers og Erhards kreppustefnu og þann síðarnefnda kreppu-hagfræðing og rökstyðja það. Rauða slikjan, sem komin er á Þórarinn og skrif hans, er kannske skiljanleg. Það á að þóknast vinstri armi Fram- sóknar. Vísbending um vald vinstri manna í Framsókn. Sundmótið í gær: jr Agústa og Hrafnhildur settu met. Afreksbikar til Ágústu, árangur Hrafnhildar afburða góður. Sundmót KR fór fram í Sund- höllinni í gær, og settu tvær af okkar beztu sundmeyjum þrjú íslandsmet, þær Ágústa Þor- steinsdóttir og Hrafnhildur Guðmundsdóttir, en Ágústa vann bezta afrek mótsins skv. stigatöflu og hlaut fyrir „Af- reksbikar Sundsambands Is- lands“. Ágústa setti nýtt met í 100 m skriðsundi. á 1:05,7 mín., en eldra metið setti hún sjálf 1958, 1:06, 4. Þetta er afburða góður timi En það var Hrafnhildur Guð- mundsdóttir, sem setti tvö ný met. Annað var í 200 m bringu- sundi, þar komst hún 6 sekúnd- ur fram úr eldra meti sínu, er hún setti í fyrra, synti nú á 2:59,6 mín. Þetta met er á Norðurlandamælikvarða, og hefur hún náð takmarki, sem eldri og reyndari sundkonur en hún hafa lengi þráð. Þá var millitími Hrafnhildur í 100 m, 1:24,3 mín., staðfestur sem nýtt met, hið eldra var 1:24,8. Þrjú beztu afrek mótsins skv. stigatöflu voru þessi: Ágústa Frú Mountbatten, sem and- aðist fyrir skemmstu á Borneo, lét eftir sig eignir, sem námu næstum 488 þús. sterlingspundum. Þorsteinsdóttir 100 m skriðsund á 1:05,7 — 916 stig. Guðmund- ur Gíslason 200 m skriðsund á 2:12,3 stig. Einar Kristinsson 100 m bringusund á 1:15,3 — 850 stig. Kontmiínistar — Frh. at 1. síðu. sjálfir að eflast að mannvali, víðsýni og þroska. Þetta hafa að vísu allir vitað nema þeir sjálfir. Að síðustu lýsa þeir ýfir að þeir geti engu komið í fram- kvæmd nema félagatalan stór- aukist og alger eining verði í flokknum. Einhverjum kann að renna til rifja hin pólitísku bágindi kommúnistanna. Þá skortir mannval, þeir eru blindir af ofstæki, þeir eru óþroskaðir og þröngsýnir, félagatalan hryn- ur niður og flokksmenn berjast innbyrðis. Þannig er ástandið sam- kvæmt Þeirra eigin yfir- lýsingu. Og þessir vesaling- ar revna að telia almenn- ingi trú um að beir einir geti bjargað landinu! Framh. af 1. síðu. té upplýsingar um handtekið fólk, og mætti svo lengi telja. Kröfuganga. fskyggilega mjög þótti horfa í Höfðaborg í gær, er um 30.000 manna fylking tók sér stöðu þar og náði hún allt inn í miðhluta borgarinnar og var þess kraf- ist, að sleppt yrði úr haldi 243 mönnum, sem handteknir höfðu verið. Herlið og lögregla í bryn- vörðum bifreiðum gaf nánar gætur að öllu og var við öllu búin, en fylkingin leystist upp friðsamlega. Tókst að flýja land. Fréttir bárust um það í morg- un, að varaforseta samtakanna African Kongress hefði tekist að komast undan á flótta til Bechuanalands, en þar fara Bretar með umboðsstjórn, og væri nú á leið þaðan og ætlaði að tala á fundi Öryggisráðsins. Fundur ráðsins. Hann hófst í gær. Fréttaritar- ar segja, að ræður manna hafi frekar borið sorg en gremju vitni. Bretar og Frakkar sáu sér ekki annað fært en að greiða ekki atkvæði gegn umræðunni, en lýstu að öðru leyti yfir, að stefna þeirra væri óbreytt um það, að þetta væri innanlands- mál «g afskipti af því ólögleg. — Fulltrúi Suður-Afríku mót- mælti og á þeim grundvelli og kvað óheimilt að taka málið til meðferðar á fundi Öryggisráðs- ins. Sitji þá heldur heima. Brezk blöð í morgun ræða á- fram atburði í Suður-Afríku. Þau telja seinustu ráðstafanir um neyðarástand og herútboð afsanna það, sem dr. Verwoerd hafði sagt áður um ástandið. Daily Mail segir, að ef dr. Ver- woerd ásetji sér ekki að koma ^með „opinn huga“ á samveldis- ráðstefnuna í maí, geti hann eins vel setið heima. Daiíy Her- old, blað jafnaðarmanna, segir að það sé engu líkara en að stjórn S.-A. óski eftir byltingu í landinu. Þingfundur í alla nótt. Fundur í Suður-Afríkuþingi stóð í alla nótt og var rætt um frv. til laga um að banna sam- tök hörundsdökkra manna. Um þinghúsið er hringur brynvar- inna bifreiða. Allmargir þeirra, sem hand- teknir hafa verið, hafa krafist þess, að þeim verði sleppt úr haldi, þar sem þeir hafi verið handteknir án handtökuheim- ildar, eða áður en neyðarástand- ið kom til sögunnar, en það heimilar að vísu handtökur án sérstakrar heimildar. — Dómar- ar úrskurðuðu að 70 skyldi sleppt, en allir nema 3 voru þeg- ar í stað handteknir á nýjan leik. Eftir seinustu fregnum að dæma er ókyrrð á nokkrum stöðum og nokkrir menn særst. í Somerset West skaut lögregl- an yfir höfuð manna og dreifði svo mannfjölda með kylfuárós.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.