Vísir


Vísir - 31.03.1960, Qupperneq 7

Vísir - 31.03.1960, Qupperneq 7
Fimmtudaginn 31. marz 1960 VfSIB 'im BuML MILLI TVEGGJA ★ ÁSTARSAEA 18. ELDA Morton Sanderp er ekki þannig gerður til að svara i símann. að hann skríði. Það var lifandi, ertandi rödd Sanders, sem hún heyrði i sím- anum. Og hann var ekki skríðandi. Þvert á móti. RÖddin var mynduö og glaðleg um leið og hann spurði: — Hvenær getum við hitst aftur? — Eg veit ekki, sagði Madeline, sem gat ekki gleymt öllu uppi- standinu, sem hún hafði orðið fyrir hans vegna. Hún brosti óg hristi höfuðið. — Nei, þökk fyrir, þetta er of fallegt kvöld til þess að sitja inni. Mig langar meira að sjá Laurentsfjöllin og umhverfið hérna kringum Montreal. — Eg er hræddur um að við sjáum fjöllin ekki nema í fjarska í dag, sagði hann. — En það er -fallegur staður, sem við eigum að fara í. Hann er við eitt af mörgum litlu vötnunum hérna. Eigum við þá að fara? Þau urðu að ganga spölkorn að bílnum, þröngu göturnar í miðbænum í Montreal voru svo fullar af bílum, að erfitt var að finna stað til að leggja bíl á. Hún fann nærveru hans er hann gekk viðhlið henni, hár, íturvaxinn og aðsópamikill, og er þau þurftu að fara yfir ak- brautina tók hann undir handlegginn á henni. Það fólst ekkert sérstakt i því hvernig hann tók um handlegginn á henni, hann þrýsti ekkert að. Hann var aðeins að hjálpa henni yfir götmra. En hún fékk smákipp, eins og fingurgómar hans væru rafmagn- aðir. Hagaðu þér nú ekki eins og stelpukjáni, sagði hún við sjáll’a sig. En þessi sama tilfinning elti hana þegar hún steig inn i bílinn, og hún fann að bak við hið íágaða heimsborgaryfirborð var dýrslegt segulmagn, sem olli því að hann var svo hættulega aðlaðandi. Meðan þau voru að rekja sig gegnum alla umferðina út úr borginni einbeitti hann sér að akstrinum. En undir eins og þau — HvaÖ ætlarðu að gera i kvöld? — Eg — eg hef ekki afráðið það ennþá, sagði hún þó húnjjoru komin út úr þvögunni sneri hann sér að henni og spurði hefði afráðið að verða heima og skrifa bréf, því að bæði Eileen brosandi: og Ruth ætluðu sér út. — Þá skal eg aíráða það fyrir þig. Komdu og borðaðu mið- degisverð með mér. Eg veit af skemmtilegum stað fyrir utan borg- ina. Eg kem og sæki þig snemma svo að við höfum nægan tima, og lofa að skila þér heim aftur áður en Ijóshærði drekinn lokar þig úti. Madeline hló. — Ungfrú Arlingley hefur ekkert yfir mér aö se.gja í frítímanum. Hvenær kemurðu að sækja mig? — Klukkan sex. Við innganginn að hjúkrunarkvennaheimil- inu. Er það í lagi? — Nei, ekki þar. Þó að þetta væri alveg saklaust fannst Made- line, eftir það sem gerst hafði um daginn, að það væri víst að Florence Ariingley mundi sjá hana fara inn í bíl Mortons Sanders og gruna það versta. — Nei — eg vil heldur hitta þig niðri í borg- inni. — Hvers vegna. Það er engin ástæða til að fara með þetta eins og mannsmorð. Eða er það? — Vitanlega ekki! Hún sagði þetta með meiri álierzlu en hún hafði ætlað sér. — Það er aðeins þetta — að eg vil heldur hitta þig niðri i borginni! — Jæja. Eigum við þá að segja í forsalnum á Mount Royai? — Já. Klukkan sex. Madeline gat ekki leynt tilhlökkuninni sem var í röddinni þegar hún kvaddi. Þegar Madeline kom inn í salinn í Mount Royal um kvöldiö datt henni í hug, að hvorki London eða New York mundu geta sýnt jafn fágað né sundurleitt fólk og hún þá þar. Kjóllinn hennar var með þeim sérstaka græna lit, sem fer vei stúlkum sem eru dökkhærðar en ljósar á hörund og með grá augu. Hún svipaðist um og var eftirvæntingarfull. Morton Sanders hafði biðið eftir henni, og þegar hann kom á móti henni á þykkum gólfdúknum fannst henni óneintanlega hann vera lang glæsilegasti maðurinn í salnum. í morgun hafði henni verið svo órótt, að hún hafði ekki veitt honum athygli, og allan tímann sem þau voru saman um borð hafði hann verið sonur frú Sanders og að vissu leyti húsbóndi hennar. Nú sá hún hann í fyrsta skipti eins og hann var — kannske sem vin, sem féll vel við hana og stóð ekki á sama um hana. Og það dró ekkert úr gleði hennar að sjá að flest kven- fólkið þarna tók eftir honum þegar hann gekk hjá. — Halló! Þú ert ennþá laglegri í kjól en í hjúkrunarfötunum, sagði hann er hann heilsaði henni. Kannske var eins ástatt um hann: að hann sá hana fyrst núna að gagni. — Eigum við að fá okkur svolítið glas fyrst? — Jæja, hvað gerðist í morgun, eftir að eg fór? — Æ, þurfum við að tala um það núna? Hún hafði róast svo vel þama sem hún sat við hliðina á honum, og lét goluna leika um sig gegnum opinn gluggann, að hana langaði ekkert til að fara að rifja upp andstreymið, sem hún hafði átt um daginn. — Eg get ekki neitað því að .eg er forvitinn, sagði hann. — Og — hvemig get eg beöiö fyrirgefningar fyrir en eg veit hvers eg á að biðja fyrirgefningar á? — Þú getur beðið fyrirgefningar á því, að eg fékk skellinn fyrir flangsið í þér, svaraði hún þurrlega. — Það var ekkert flangs, Madeline. Nú var hann allt í einu orðinn alvarlegur, og hún hélt niðri í sér andanum. — Mér þótti svona gaman að sjá þig aftur. Þegar eg sá þig, fann eg að eg hafði fundið þig aftur, án þess að leita að þér. Mér fannst eins og eg hefði fengið stærsta vinninginn í happ- drætti lífsins. Gastu búist við að eg gengi fram hjá þér, eins og eg sæi þig ekki? — Nei, en.... — Og svo, þegar þú leist undrandi upp til min — með þessi augu, sem verða svo stór þegar þú ert hissa eöa glöð.... Var það furða þó að eg yrði að kyssa þig? Madeline varð hugsað til frú Loncini: —. Ekki rétt umhverfi. En þegar maður verður skyndilega glaður, tekur maður ekki ailtáf eftir umhverfinu. — Eg ætla ekki að gera neitt veður út af þessu, sagði hún vin- gjamlegri. — En ungfrú Arlingley notaði að minnsta kosti tæki- færið til að gefa mér rækilega ádrepu. — Ljóshærðri drekinn? Eg hélt að eg hefði afvopnað hana. — Ekki nema í bili, sagði Madeline mæðulega. — Hún naut þess að láta mig vita að eg hefði hagað mér ósæmilega, og bætti þvi við að frú Sanöers hefði sagt sér að eg hefði hagað mér jafn óskikkanlega á skipinu á leiðínni vestur. — Hvaða vandræði. Það var ekki meiningin að blanda henni mömmu í þetta. — Vitanlega ekki. En þær eru orðnar svoddan mátar nú þegar, hún og ungfrú Arlingley. Eg er hrædd um að Arlingley hafi sagt R. Burroughs takzw-i's gsoup watcheþ, HOKKIPIEP’, as jack <ELLV WAS KILLEP BV A CHAKSISJS l?HIWO BEFOI5E HE COULF FIE.E A SWOT - TARZAN - TWE WEAPOW WAS HOPELESSLY TWISTEP1 AMI7 Fgature Syndi«»te, 1 Tarzan og þeir félagar horfðu með hryllingi á er nashyrningurinn tróð Kelly til bana undir fótum sér, án þess að Kelly gæti svo mikið sem hleypt af einu skoti á dýrið. Apamaðurinn tók undir sig stökk og greip riffilinn sem lá á jörðinni. Hann hafði búizt við að geta | séð hvað orsakaði það að J Kelly hleypti ekki af skoti með því að skoða riffilinn gaumgæfilega, en sú von varð að engu því riffillinn var allur sundur snúinn og gersamlega eyðilagður. eKVÖLDVÍKUNNI Prestur einn skozkur var kunnur fyrir það hversu sund- urlausar ræður hans voru, það var enginn vísindalegur háttur á þeim eða samband í þeim. Aðalmaðurinn í söfnuði hans var Elphinstone lávarður og því miður kom prestinum og lá- varðinum ekki vel saman og’ voru ætíð fúsir á að áreita hvorn annan. Einu sinni bað presturinn safnaðarfulltrúarin um að vekja Elphinstone lá- varð“, en þá sagði lávarðurinn. „Eg svaf ekki, prestur minn.“ „Jú, þér sváfuð víst, lávarð* ur.“ Hann neitaði því aftur að hann hefði sofið. Til þess að sanna mál sitt sagði presturinn: „Hvað sagði eg þá síðast?“ ,,Ó, vekið hann Elphinstone Iávarð.“ „Já, en hvað sagði eg því næst á undan?“ „Eg myndi gefa yður guineu,‘f sagði lávarðurinn, „ef þér gætuð sagt það sjálfur, prestur minn.‘e * Kona ein fór í strætisvagni en fékk hvergi sæti. Hún gaf oln- bogaskot hingað og þangað og tróð sér þangað sem eitthverts sæti virtist ætla að losna. En hún komst hvergi að. Tveim sætum þaðan sem hún stóð, ætl- aði maður að fara. Þprna var tækifæri. Hún ýtti olnboganum í lítinn meinleysislegan mann, sem stóð í vegi fyrir henni, en hann stóð fastur fyrir og þegar sætið var laust settist hann þeg- ar niður, andartak, en stóð síð- an jafnskjótt upp aftur. „Frú mín góð,“ sagði hann ljúfmannlega. „Kurteisi er for- réttindi hvers manns, en ekkl skylda. Vilduð þér sýna mér þann sóma að taka við sæti mínu?“ * Lilian Harvey á nú hús á Cap Antibus og er að skrifa sínar margvíslegu endurminningar — en hún hefir líka tíma til að sinna fjárhagnum. Henni er orðið það ljóst að garðurinn hennar er alltof stór og dýr og hún hefir því sjálf lagt horn- steininn að nokkrum smáhýs- um þar, sem hún ætlar að leigja út. En svo er hún enn sinnuð, að hún ætlar aðeins að leigja húsin elskendum sem eru í fríi, „eða ungum hjónum sem eru í brúðkaupsferð.“ * — Haldið þér, að eg nái lest- inni sem fer 18.30 ef eg' stytti. mér leði og fer yfir hagann? — Já, og ef nautið mitt kem- ur auga á yður hugsa eg að þér náið lestinni, sem fer 18.15. ★ Það er dálítið ótrúlegt hvað talið er að sé af fölskum meist- araverkum í Ameríku. En nú eru frásagnir af því í skjölum tollþjónustunnar og það verða menn að reiöa sig á. Eftir því sem þar stendur, hafa verið flutt þar inn, frá því á árinu. 1918, ekki færri en þrjátíu þús- und „egta“ málverk, máluð af Camille Corot (1796 til 1875). Eftir því sem bezt er vitað málaði Corot hér um bil 450 myndir á ævi sinni. 13 þúsund , er því vel í lagt! '

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.