Vísir


Vísir - 31.03.1960, Qupperneq 8

Vísir - 31.03.1960, Qupperneq 8
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir og annað leatrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. wxsiat Munið, að þeir sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Fimmtudaginn 31. marz 1960 y ri r«4!4iiiííisi'rv. orðið Bótahækkanir 33,8 miilj. Endurskoðun tryggingarlaganna fyrhuguð. Það var ósk ríkisstjórnarinn- ar að frv. hennar um almanna- tryggingar yrði að lögum í gær og varð henni að ósk sinni. Efri deild afgreiddi frum- varpið sem lög frá Alþingi til ríkisstjórnarinnar í gær. Er um léið stigið eitt stærsta skrefið á sviði íslenzkrar félagsmála- loggjafar. Kjartan J. Jóhannsson talaði i Efri deildinni af hálfu meiri hluta heilbrigðis- og félagsmála nefndar. Kvað hann flesta liði trygginganna hækka og suma rrijög mikið. Minnihlutinn var klofinn og gerðu Karl Kristjáns son og Alfreð Gíslason grein fyrir nefndarálitinu. Breytingatillögur stjórnar- andstæðinga voru felldar og frv. samþykkt óbreytt. Utgjaldaaukning trygging- anna nemur fæpl, 34 millj. kr. ■ög er það 20% hækkun. En vegna betri afkomu trygging- ana 1958 og 1959, en áætlað var, mun hækkun þessi ekki koma fram í iðgjöldum til frygginganna á þessu ári. Þótt hækkanir þessar séu hugsaðar sem leiðrétting vegna sívaxandi dýrtíðar undanfarin Er 12 ára - borgar með. Allt er mest í Ameríku — eða allt er fyrst í Ameríku. Þetta dettur manni í hug, þegar maður les þessa fregn, sem birtist í blöðum í Indianapolis í Bandaríkj- unum fyrir fáeinum dög- Um: Tólf ára gamall svert- ingjadrengur, sem vinnur við skóburstun, hefir verið dæmdur til að láta nokkuð af tekjum sínum renna til að sjá fyrir barni, sem hann eignaðist nýverið. « ár, geta þær orðið varanleg kjarabót ef efni og ástæður leyfa. Kom þetta skýrt fram í yfirlýsingu forsætisráðherra, Olafs Thors, í umræðum um frv. Annars má geta þess, að nefnd mun verða skipuð til að gera frekari breytingar á lög- unum um almannatryggingar og er ætlast til að tillögur þeirr- ar nefndar geti komið fyrir næsta þing. Austan-goia hiti 4-8 stig. í morgun var austan strekkingur við suðurströnd- ina, annars góðviðri um land allt, hiti um 4 stig syðra. Kyrrstæð lægð við Suður- Grænland. Veðurhorfur ' Rvík og ná- grenni: Austan gola. Skýjað með köflum. Hiti 4—8 stig. Prinsinn skirður 8. apríl. Litli, brezki prinsinn verður skírður föstudaginn 8. apríl, í næstu viku. Erkibiskupinn af Kantara- borg skírir hann. Barnið verður þá 7 vikna. Skírnarathöfnin fer fram í Buckingham-höll. Graham D_ Keene, einn hinna bandarísku flugliða, sem fóru frá Islandi fyrir nokkru, var vel þekktur hér á landi sem sjón- varps- og útvarpsfyrirlesari við Keflavíkurútvarp. Hann tók þátt í félagslífi íslendinga á margan hátt og átti hér marga kúnningja. Hér er hann ásamt tveim íslenzkum sjónvarps- virkjum, Theodór Albertssyni (til vinstri) og Sigurði Jónssyni. A boröinu eru nokkrar gjafir, er Keene fékk frá vinum sínum hér við brottförina. Ferðum Krúsévs um Frakkland lýkur í dag í Normandí. Viðræður við De Ganlle hefjast ú n v á morgun. Nikita Krúsév forsætisráð- herra Sovétríkjanna var í Rúðuborg í Normandí í morgun. Honum hefur verið þar vel tekið. Mannfjöldi hyllti hann, er hann kom að skoða dómkirkj- una. Á leiðinni til Rúðuborgar talaði hann við fréttamenn í lestinni og svaraði spurningum, m. a. varðandi álit hans á því, að Frakkar væru í þann veg- Þjoðdansasýningar á sunnudag. Börn og fullorðnir sýna dansa frá ýmsum löndum. Þjóðdansafélag Reykjavíkur hefur hinar árlegu danssýning- ar á sunnudag, og sýna bæði nemendur og séræfðir flokkar dansa frá um 10 löndum. Fyrri sýningarnar hefjast kl. Óvenjulega mikið af steinbít við Gjögra. EKztu menn muna ekki annað eins. Frá fréttaritarar Vísis. Akureyri í morgun. Vélbáturin Freyja, 8 smál. að stærð, hefir sett algert aflamet í steinbítsafla svo enginn hér um slóðir hefir heyrt um aðra ■eins gengd af seinbí. Báurinn byrjaði veiðar með línu þann 10. marz á veiðisvæð- inu norður af Gjögri við Eyja- fjörð. Beitt var loðnu, sem bát- Tirinn veiddi í einni veiðferð ‘og geymdi síðan í frysti. Bát- nrinn hefir til þessa farið 17 iróðra og hefir fengið 2—5 lest- <r af stéinbít í róðri. Þorskur sést varla í aflanum, mesta lagi tveir eða þrír þorskar, en allt hitt er steinbítur. Þetta er afar óvenjulegt hér um slóðir, að jafnmikill afli fá- is af steinbít. Hann hefir verið mjög sjaldgæfur. Þykir þetta benda til breytinga á fiskgöng- um hér norðanlands. Lítið hefir aflast á færi og í net og kenna menn því um, að þorskurinn elti síli upp í sjó, en óvenjumikil sílisganga er víðast í fjörðum og flóum nyrðra. Frystihús KEA á Dalvík hefir keypt steoinbítinn til frysting- ar. 15. og taka bæði börn og full- orðnir þátt í þeim. Kl. 21 sýna svo fullorðnir, og verða sýning- arnar í Framsóknarhúsinu. Séræfðu flokkunum stjórnar Mínerva Jónsdóttir, nemend- um kennararnir sem æft hafa í vetur, Helga Þórarinsdóttir, Matthildur Guðmundsdóttir, Árni Gunnarsson o. fl. Mjög hefur verið fjölsótt á æfingum félagsins í vetur. inn að sprengja nýja kjarna- sprengju. Hann kvað það „bezt fyrir alla“, ef Rússar, Banda- ríkjamenn, Bretar og Frakkar „sprengdu ekki fleiri kjarna- sprengjur“. Ferðum Krúsévs um landið lýkur í dag síðdegis og á morg- un hefjast af nýju viðræður hans og De Gaulles forseta. — Krúsév heldur heipaleiðis á sunnudag. Það er almennt búizt við því, að undirritaður verði samningur um menningarlegt samstarf. ■Jr Sovézkir leikarar krefjast nú aukagreiðslu fyrir leikrit og kvikmyndir, sem sýnd eru í sjónvarpi. AðaEfundur Frí- kirkjusafnaðarins. Nýlega var aðalfundur Frí- kirkjusafnaðarins haldinn í Fríkirkjunni. Sr. Þorsteinn Björnsson safn aðarprestur minntist látinna safnaðarfélaga og var minning þeirra heiðruð með því að fé- lagar risu úr sætum. Hagur kirkjunnar er góður, rekstrarfyrirkomulag í föstu formi og safnaðarlíf með ágæt- um. Á s.l. sumri var m. a. far- in fjölmenn skemmtiferð til Suðurnesja og heimsóttar þar nokkrar kirkjur. Skrásetningu sögu Kvenfé- lags Fríkirkjunnar er lokið, og var hún gefin út í 1000 eint. og afhent Kvenfélaginu sem gjöf frá söfnuðinum og þakk- lætisvottur fyrir frábærlega vel unnið starf í yfir 50 ár. Á s.l. ári varð söfnuðurinn 60 ára, og bárust þá margar rausnarlegar gjafir. Mikill á- hugi er fyrir því að koma upp félagsheimili safnaðarins, og voru veittar nokkrar fjárhæðir í því skyni. Stjórnin öll var endurkjörin, en í henni eru: Kristján Sig- geirsson formaður, Valdimar Þórðarson, Magnús J. Brynjólfs son, Ingibjörg Steingrímsdótt- ir, Pálína Þorfinnsdóttir, Þor- steinn J. Sigurðsson og Vil- hjálmur Árnason. Afhendir skilríki. Hinn nýi sendiherra Ung- verjalands á íslandi, herra Pál Korbacsics hefur afhent forseta trúnaðarbréf sitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum, að við- stöddum Emil Jónssyni, ráð- herra, sem fer með utanríkis- mál í fjarveru utanríkisráðh. Að athöfninni lokinni höfðu forsetahjónin hádegisverðarboð fyrir sendiherrann og frá hans. Sinfóníutdnleikar á föstudag. Kielland stjórnar, Voskresénskij viö píanóið. Þriðju afmælistónleikar Sin- fóníuhljómsveitar íslands verða í Þjóðleikhúsinu á föstudags- kvöld, og eru tveir erlendir Þetta eru ekki nýtízku Akropolis-rústir, eins og menn gætu haldið, heldur er þetta byrjunin á nýrri verksmiðjubyggingu, s«si er í stníðum nærri Laugarnesi. (Ljósm. P. Ó. Þ.) gestir þar áberandi, sem sé stjómandinn og einleikarinn. Sumir vildu máske ekki telja stjórnandann framandi gest, þvi að hann er enginn annar en Olav Kielland, sem var þar innsti koppur í búri og hús- bóndi á því heimili ekki alls fyrir löngu. Er vel til fallið áð fá hann hingað aftur í tilefni af afmæli hljómsveitarinnar. Einleikarinn er rússneski pían- óleikarinn Mihail Voskresén- skij, sem hingað er kominn vegna 10 ára/afmælis MÍRs, og hefur komið hingað áður og á fjölda aðdáenda. Fyrst leikur hljómsveitin for- spjall úr óperunni „Lohengrin“ eftir Wagner. Þá píanókonsert nr. 3 í c-rnoll op. 37 eftir Beet- hoven og leikur þar Voskresén- skij einleik. Loks verður leikin sinfónía nr. 4 í e-moll op. 98 eftir Brahms.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.